Page 1

HIV

KYNHEILBRIGÐI

KYNVERUND

Fordómar smitast hraðar en vírusinn… Eldur Ísidór segir frá ... Bls. 5

Lesbíur fá líka kynsjúkdóma! En hvernig á að verjast þeim? ... Bls. 10-11

Hefur transfólk löngun til kynlífs þrátt fyrir að það sé fætt í röngum líkama? ... Bls. 11

HÝRAUGAÐ

hinsegin fréttabréf

VIÐTAL

Tristan Troby Hýraugað ræddi við Tristan Troby, Svía sem ferðast um heiminn og vinnur að HIV forvörnum og fræðslu....

Bls. 8-9

FRÉTTABRÉF SAMTAKANNA ‘78 FÉLAGS HINSEGIN FÓLKS Á ÍSLANDI

// desember 2010

03. TÖLUBLAÐ 01. ÁRGANGUR

DREIFT FRÍTT Á RAFRÆNU FORMI TIL FÉLAGSMANNA SAMTAKANNA ‘78 OG ÁHUGAFÓLKS UM HINSEGIN MÁLEFNI

MINNINGARDAGUR TRANSFÓLKS Þann 20. nóvember sl. var alþjóðlegur minningardagur transfólks, sem haldinn er í minningu þeirra er látist hafa vegna hatursglæpa gegn transfólki. Á Íslandi var hinna látnu minnst með ýmsum hætti. 18. nóvember hélt Ugla Stefanía Jónsdóttir erindið „Mín transgender lífsreynsla“ í Háskóla Íslands. Viðburðurinn var á

vegum Q–félags hinsegin stúdenta, sem stóð einnig fyrir bíósýningu um kvöldið. Á sjálfan minningardaginn safnaðist hópur fólks saman og „fleytti“ kertum á ísilagðri tjörninni í Reykjavík og gæddi sér á smákökum og kakói í Regnbogasalnum. Á Akureyri stóð Norðurlandshópur S’78 fyrir minningarathöfn á Ráðhústorginu. Þrettán manns kveiktu á stóru kerti og lásu upp nöfn og sögur transfólks sem látist hefur á sl. árum. - ÁKB

STJÓRNLAGAÞING

SAMTÖKIN ‘78

SAMTÖKIN AUGLÝSA EFTIR JAFNRÉTTI ÓHÁÐ KYNHNEIGÐ Í NÝRRI STJÓRNARSKRÁ FRAMKVÆMDASTJÓRA Kosið var til stjórnlagaþings laugardaginn 27. nóvember sl. og úrslit voru tilkynnt þremur dögum síðar. Hýraugað fagnar því að hýrlingar eiga a.m.k. tvo sterka málsvara á þinginu, þær Silju Báru Ómarsdóttur og Katrínu Oddsdóttur.

Samtökin ’78 hafa nú auglýst eftir framkvæmdastjóra í 50% starf til að koma að spennandi uppbyggingarstarfi, hagsmunabaráttu og stefnumótun, eins og segir í auglýsingu. Starfssvið framkvæmdastjóra er rekstur og dagleg stjórnun S’78. Framkvæmdastjóri hrindir ákvörðunum stjórnar í framkvæmd. Hann kemur einnig að stefnumótun í samstarfi við

stjórn, sér um kynningarstarf og fjáröflun, samskipti við stjórnvöld og hagsmunaaðila, sem og samskipti og þjónustu við félagsfólk. Framkvæmdastjóri skipuleggur enn fremur viðburði á vegum S’78. Lesa má nánar um hæfniskröfur á heimasíðu S’78: www. samtokin78.is. Umsóknarfrestur er til 15. desember. -GH

Kjörsókn var óvenju dræm eða 35,9% og 1,4% atkvæða voru ógild. Alls voru 25 einstaklingar kjörnir á þing, 15 karlar og 10 konur. Mikill meirihluti fulltrúa telur eðlilegt að binda jafnrétti óháð kynhneigð í stjórnarskrá en 18 af 25 eru mjög eða frekar hlynntir slíku ákvæði. Þrír fulltrúar eru hlutlausir hvað það varðar, þau Pawel Bartiszek. Þorkell Helgason og Dögg Harðardóttir. -ÁKB

SAMTÖKIN ‘78 // FACEBOOK /// TWITTER /// FLICKR /// YOUTUBE


RITSJÓRNARSPJALL

HIV/alnæmi og kynheilbrigði 1. desember, dagurinn þegar þetta blað kemur út, er alþjóðlegi alnæmisdagurinn. Þá minnumst við þeirra sem látist hafa úr alnæmi og þeirra sem lifa með HIV. Það sem af er ári hefur nýsmitum fjölgað mikið á Íslandi, líka meðal hommanna. Þetta er ekki góð þróun og þýðir bara eitt: við þurfum að auka mikið fræðslu meðal unga fólksins okkar. Það reynum við að gera í þessu tölublaði. Við skoðum HIV/alnæmi og kynheilbrigði hinsegin fólks almennt, enda ekki vanþörf á. Við þurfum að læra að sýna hvert öðru og okkur sjálfum virðingu og veita þeim umhyggju sem á henni þurfa að halda. Manneskja sem er sátt sig sjálfa er miklu betur í stakk búin til að vera í sambandi með öðrum. Fyllum heiminn af ást, fyrst á okkur sjálfum og síðan náunganum. Við þökkum lesendum kærlega fyrir frábærar móttökur sem gera starf okkar svo miklu skemmtilegra – það er nauðsynlegt þegar hlutir eru unnir í sjálfboðavinnu. Við í ritstjórninni ætlum að taka okkur frí í desember en mætum tvíefld aftur til leiks í byrjun febrúar með næsta blað. Hafið það gott yfir hátíðirnar, Guðmundur Helgason ritstjóri ÚTGEFANDI OG ÁBM: Samtökin ‘78

RITSTJÓRI: Guðmundur Helgason

RITSTJÓRN

Atli Þór Fanndal Ásta Kristín Benediktsdóttir Eva Ágústa Guðmundur Helgason Sigurður Júlíus Guðmundsson

HÖNNUN OG UMBROT Atli Þór Fanndal

MYNDRITSTJÓRN Eva Ágústa

MÁLFARSRÁÐUNAUTUR Ásta Kristín Benediktsdóttir

hyraugad@samtokin78.is

2

Allur réttur áskilinn. Allar tilvitnanir og önnur notkun efnis úr blaðinu, þar með talin afritun, birting, fjölföldun og hvers kyns dreifing, er háð leyfi ritstjóra.

ANDLEG HEILSA

HIN ANDLEGA HLIÐ KYNHEILBRIGÐIS Kynlíf gerir kröfur um heilbrigði, bæði líkamlegt og andlegt. Þegar ég heyri orðið kynheilbrigði verður mér hugsað til orðanna sjálfsvirðing, sjálfstraust, vellíðan, ábyrgð, sjálfsskoðun og samkennd.

Sigríður Dögg Arnardóttir kynfræðingur - www.siggadogg.is

Mér þykir umræðan allt of oft miðuð að því sem er „að“, hvort sem það er í formi sjúkdóma eða lýta á kynfærum. Það er því einkar kærkomið að fjalla aðeins um kynheilbrigði frá öðru sjónarhorni. Í þessum pistli geng ég ekki út frá því að eitthvað sé „að“, heldur er áherslan frekar á hvernig megi bæta sig sem kynveru. Kynlífsbyltingin gekk á sínum tíma að miklu leyti út á að frelsa konur til fullnægingar. Það er mikilvægt að hver

Kynvera þarf að geta spurt kynlífsfélaga sinn: Má ég? Hvað finnst þér gott?

einstaklingur geti leyft sér að upplifa sig sem kynveru og rækti þá hlið. Hvað finnst þér gott og hvað ekki? Ein leið til að læra á líkama sinn, og um leið sig sem kynveru, er sjálfsfróun. Ný rannsókn á kynhegðun Bandaríkjamanna sýnir að aðeins

AIDS-KLUKKA

um helmingur kvenna á aldrinum 14–24 ára stunda sjálfsfróun en að meðaltali rúmlega 70% karla á sama aldri. Hvernig ætlar þú að vera kynferðislega heilbrigð/ ur ef þú veist ekki hvað þér finnst gott? Í grunninn tel ég að kynheilbrigði byggist á sjálfsþekkingu og virðingu fyrir því að einstaklingar eru ólíkir og hvern og einn þarf að nálgast með tilliti til þess. Kynvera þarf að geta spurt kynlífsfélaga sinn: Má ég? Hvað finnst þér gott? Meira? Minna? Kynvera þarf einnig að geta svarað þessum spurningum og sett fram óskir í samræmi við eigin langanir. Það ber enginn

MANNRÉTTINDI

Tölfræðilegt samhengi

Skref afturábak

Þó að talið sé að hægst hafi á útbreiðslu HIV/alnæmis á heimsvísu er ekki þar með sagt að slagurinn sé unninn. 20 smit á Íslandi það sem af er ári er 20 of mikið. Á vefsíðu alnæmisklukkunnar má fylgjast fjölgun smita í heiminum. Tólftu hverja sekúndu smitast einhver af HIV og sextándu hverja verður dauðsfall. SÞ hefur síðan 1997 látið klukuna tifa, árið 2000 var hún sett á netið. Hún tikkar áfram á meðan alnæmi er óleyst vandamál… - GH

Réttindi hinsegin fólks á heimsvísu tóku kipp afturábak með atkvæðagreiðslu um sáttmála Sameinuðu þjóðanna þar sem kveðið er á um verndun allra þegna gegn drápum og aftökum byggðum á fordómum. Fyrir atkvæðagreiðsluna var kynhneigð inni í sáttmálanum en hefur nú verið felld út. Þetta gefur löndum Sameinuðu þjóðanna færi á að túlka textann að vild og því veitir sáttmálinn samkynhneigðum enga sérstaka vörn lengur. Sjá nánar hér. - GH

annar ábyrgð á þinni vellíðan (og heilsu!) og það á einnig við í kynlífi. Það er svo mikið fjallað um stellingar og „do´s and dont´s“ en oft gleymist að það er ekki til nein fullkomin uppskrift að kynlífi sem hentar öllum, rétt eins og það er ekki til neitt eitt sælgæti sem er best. Það má líta á kynlíf eins og uppskriftabók þar sem innihaldið er misjafnt, sem og leiðirnar til að blanda saman hráefninu, en markmiðið er oftast það sama: fullnæging. Því er um að gera að prufa sig áfram og safna í sína eigin heimagerðu kynlífsuppskriftabók... Góða skemmtun!

KYNFRÆÐI

Kynís , kynfræðifélag Íslands Stofnað 9. desember 1985 í þeim tilgangi að skapa vettvang til að efla samstarf fagfólks á sviði kynfræði (e. sexology), fræðigrein um kynverund mannsins (e. human sexuality). Helsta markmið Kynís er að stuðla að faglegri umræðu um málefni tengd kynfræði, sinna fræðslu og ráðgjöf fyrir almenning og fagaðila og efla rannsóknir í kynfræði. Þverfaglegt nám í kynfræði á meistarastigi var sett á laggirnar hjá Endurmenntun HÍ nú í haust. - ÁKB


LANDLÆKNISEMBÆTTIÐ

Helsti misskilningurinn er að það sé voða lítið mál að lifa með HIV

Undanfarin ár hefur margt breyst er varðar HIV og alnæmi. Fjölmiðlaumræðan hefur minnkað og umræðan hefur í auknum mæli færst inn í skólana, ný lyf komu fram sem hafa haft ótrúlega góð áhrif, dauðsföllum hefur fækkað verulega en þó fjölgar nýjum smitum. Hýraugað hitti fyrir Sigurlaugu Hauksdóttur, yfirfélagsráðgjafa á sóttvarnasviði hjá Landlæknisembættinu. Sigurlaug hefur um árabil séð um fræðslu og ráðgjöf um HIV, alnæmi og aðra kynsjúkdóma og var mjög ánægð að fá að fræða blaðamann Hýraugans um þennan sjúkdóm. Hún segir helsta misskilninginn varðandi HIV líklegast vera að fólk telji það vera voða lítið mál að lifa með HIV-smiti. Slík viðhorf geti valdið vissu kæruleysi og fólk hugsi jafnvel: „Ég ætla bara að njóta míns kynlífs og ef ég smitast þá fer ég bara á lyf.“ Fólk hugsi t.d. ekki út í að erfitt geti verið að vera háður lyfjatöku upp á hvern einasta dag það sem eftir er ævinnar, eða hvað kynlíf og tilhugalíf geti flækst mikið fyrir fólki sem vill vera ábyrgt, eða að það þurfi að fara í læknisskoðun á þriggja mánaða fresti.

Árið 1996 kom fram nýtt lyf við HIV sem veldur því að veiran leggst í dvala, séu lyfin notuð rétt. Á Vesturlöndum hefur það orðið til þess að HIV-smit er ekki lengur skilgreint sem banvænn sjúkdómur heldur krónískur sjúkdómur. Dauðsföll af völdum alnæmis heyra nú til undantekninga og HIV-smitaðir geta lifað eðlilegu lífi nánast að öllu leyti. Það þýðir þó ekki að HIV-smit sé ekkert mál. HIV-smitaðir glíma enn við mjög skert lífsgæði. Auk reglulegra læknisheimsókna þarf að taka lyfin reglulega og lítið má út af bera til að veiran verði ónæm fyrir þeim og ný lyfjablanda þurfi að koma í staðinn. Einnig flækist allt tilhugalíf og kynlíf getur orðið mjög flókið fyrir þá sem vilja vera ábyrgir. Smitaðir finna oft fyrir þunglyndi og skömm og einangrast. Oft fylgir einnig mikil reiði því að fá greiningu og Sigurlaug nefnir að algengt sé að fólk upplifi reiði gagnvart sjálfu sér en ekki þeim sem smitaði það. Það segi gjarnan: „Ég átti að vita betur; auðvitað átti ég að passa mig en ég bara gerði það ekki.“ Sigurlaug segir einnig: „Margir eru með slæma tilfinningu eftir að hafa stundað kynlíf án smokks og það hefur

skeð að fólk hafi bara tekið einn séns og smitast.“ Þó ber að hafa í huga að með nútímatækni og -aðstöðu geta HIV-smitaðir á flestan hátt lifað mjög „eðlilegu“lífi. Mörg dæmi eru t.d. til um pör þar sem annar aðilinn er smitaður og hinn ekki. Þau geta einnig eignast börn án þess að taka áhættu á smiti en mjög sjaldgæft er að nýfædd börn HIV-smitaðra greinist með veiruna á Norðurlöndum og þar sem HIV-lyf eru til staðar. Forvarnir skipta miklu máli. Læknanemar á öðru ári fara í nánast alla framhaldsskóla og meðlimir HIV-Íslands fara í alla efri bekki grunnskóla með fræðslu um kynsjúkdóma með áherslu á HIV og segja reynslusögur. „Samtökin ‘78 hafa verið rosalega öflug í forvörnum gagnvart HIV. Þau hafa án efa verið duglegust allra hópa ásamt meðlimum HIV-Íslands og eiga mikinn heiður skilinn fyrir það. Í stað þess að fela sig úti í horni risu þessir aðilar upp og tóku þátt í forvarnaraðgerðum með Landlæknisembættinu, bjuggu til bæklinga, fóru í sjónvarp og töluðu um málefnið í sínum hópi. Þetta hafði mjög mikil áhrif. Ég veit ekki hvernig staðan væri

Ég átti að vita betur; auðvitað átti ég að passa mig en ég bara gerði það ekki hefði þeirra ekki notið við og þeir ekki gengið fram á þennan hátt, sem var mjög fagmannlegt.“ Mikilvægasta forvörnin eru okkar eigin viðhorf og hegðun; að við sjáum til þess að verja okkur sjálf og aðra fyrir smiti. Ekki vera svo drukkinn eða í svo annarlegu ástandi að maður gleymi sér og noti ekki smokkinn þegar á þarf að halda. Hann er ennþá besta vörnin sem við eigum gegn HIV. „Það þarf nefnilega stundum bara eitt skipti til að smitast.“ Ítarlegra viðtal við Sigurlaugu verður birt á Facebook-síðu Hýraugans í næstu viku. - SJG

SAMTÖKIN ‘78 // FACEBOOK /// TWITTER /// FLICKR /// YOUTUBE 3


ÍTAREFNI

ÁHUGAVERT

/// ATBURÐIR & ÞJÓNUSTA hyraugad@samtokin78.is

LISTAMENN OG ALNÆMI

Mið. 1. Des kl. 20 Regnbogasal

02 //

Fim. 2. des kl. 20 Vinabæ

03 //

Lau. 4. des - kl. 20 Regnbogasal

04 //

Mán. 6. des Regnbogasal kl 20:30

01 //

05 //

08 //

01 // Alvin Ailey 02 // Randy Shilts 03 // Robert Mapplethorpe 04 // Klaus Nomi 05 // Rudolf Nureyev 06 // Rock Hudson 07 // Freddy Mercury 08 // Valentino Liberace

Fim. 9. des kl 20:30 Regnbogasal 06 // Sun. 12. des

Mán. 13. des

Fim. 16. des kl. 20:30 Regnbogasal Lau. 18. des kl. 23-03 Skólabrú Sun. 19. des

Fim. 23. des Regnbogasal 27./30. des Regnbogasal 1. jan 2011 Húsið opnar klukkan 1 LESIÐ NÁNAR UM HVERN ATBURÐ Á HEIMASÍÐUNNI

4

07 //

LISTAMENN SEM FÉLLU Í VALINN Lista­heimurinn fór ekki var­hluta af al­næmis­far­ aldrinum sem skall á heims­ byggðinni og sam­fé­lagi sam­kyn­hneigðra á 9. ára­ tugnum. Tísku­heimurinn, tón­listar­heimurinn og leik­ húsin misstu marga. Þannig veiktust til dæmis margir Broa­dway-lista­menn og dansarar í Banda­ríkjunum enda starfa margir sam­ kyn­hneigðir karl­menn á þeim vett­vangi. Sem svar við þessu voru stofnuð tvö góð­gerða­fé­lög, Broa­dway Cares og Equity Fig­hts Aids, sem voru sam­einuð árið 1992 og hafa safnað peningum til styrktar al­ næmis­sam­tökum um öll Banda­ ríkin. Á þessu ári hafa t.d. safnast hátt í 10 milljónir dollara sem veitt er til ýmissa verk­efna. Vel má færa rök fyrir því að dauði

frægra lista­manna úr al­næmi hafi gert sitt til þess að vekja at­ hygli á sjúk­dómnum og fá fólk til þess að bregðast við. Meðal þeirra fyrstu sem gerðu HIV-smit sitt opin­bert var kvik­ mynda­leikarinn Rock Hudson (1925–1985) og vakti það mikið um­tal á sínum tíma. Einnig má nefna píanistann skraut­lega Liberace (1919–1987), ljós­myndarann Robert Mapp­let­horpe (1946– 1989), dans­höfundinn Al­vin Ail­ey (1931–1989) og einn besta ballett­dansara 20. aldar, Ru­dolf Nu­r­eyev (1938–1993). Þá vakti dauði Fred­dy Mercury (1946–1991), söngvara hljóm­ sveitarinnar Qu­een, heims­at­ hygli og fjöl­margir syrgðu hann. Listinn er langur og enn í dag greinast lista­menn og lifa með HIV. Sjúk­dómurinn verður mörgum þeirra inn­blástur, eins og Ran­dy Shilts (1951–1994) sem

skrifaði bókina And the Band Played On um fyrstu árin í sögu al­næmis. Þessi upp­talning er engan veginn tæmandi og til er efni í heila bók. Maður getur ekki annað en leitt hugann að því hvað þetta fólk hefði gert í sínum list­greinum hefði því auðnast fleiri ár með okkur. - GH

Dauði frægra listamanna úr alnæmi gerði sitt til að vekja athygli á sjúkdómnum

HÝRAUGAÐ MÆLIR MEÐ: verkum listamanna sem látist hafa úr alnæmi

Robert Mapplethorpe

Alvin Ailey

Klaus Nomi

Bandarískur ljósmyndari – margar ljósmynda hans vöktu mikla hneykslun á sínum tíma.

Bandarískur danshöfundur, frumkvöðull í amerískum nútímadansi. „Revelations“ er hans frægasta verk.

Þýskur lista- og tónlistarmaður, frægur fyrir breitt raddsvið. Söng jafnt óperu og popp.

>>> Spila

>>> Spila

>>> Spila


FÉLAGSMAÐURINN

BREYTUM SAMAN eftir Eld Ísidór

Arnbjörg Sveinsdóttir 32 ára í janúar Einhleyp með tvo stráka, Daníel Rúnar og Einar Bjarka. BÚSETT: Reykjavík ATVINNA: Aðhlynning aldraða TÓMSTUNDIR: Lesa góða bók, fara í góðan göngutúr, kíkja á kaffihús, elda mat fyrir góðan vinahóp og ferðast þegar tækifæri gefst.

UPPÁHALDS:

RITHÖFUNDUR: V.C. Andrews. TÓNLISTARMAÐUR: Alicia Keys BÍÓMYND : Dirty Dancing er eina myndin sem ég get horft á aftur og aftur :) BORG: New York. LAND: Ítalía SKEMMTISTAÐUR/ BAR: Barbara Á DÖFINNI ÞESSA DAGANA: Hef sótt alls kyns fyrirlestra og námskeið og er nýbúin að læra að prjóna! NÆST Á DAGSKRÁ: Sækja um að komast í nám; stefni á félagslega ráðgjöf og lýðheilsu.

Hvernig er að vera 25 ára gamall karlmaður og greinast með HIV? Ég er viss um að reynslusögurnar eru jafn margar og ólíkar og sá fjölbreytileiki sem við búum við á þessum tímum. Ég greindist í lok september 2006. Ég hafði búið í Lundúnum í rúmt ár. Áfallið var gríðarlegt, sérstaklega í ljósi þess að ég uppgötvaði að ég hafði í raun ekki hugmynd um hvað HIV væri, nema að það væri eitthvað sem maður átti að varast með öllum ráðum. En hvað var þá að gerast í líkama mínum? Var ég að deyja? Ferðalagið í tilfinningarússíbananum tók við. Á sama tíma og menn læra hvað þetta og hitt þýðir og ræða lyfjameðferðir eru menn líka að meðhöndla áfallið sem greiningin veldur. Gerum okkur grein fyrir því hvaða áhrif greining getur haft á sjálfsmynd og sjálfstraust hins smitaða. Mér fannst ég vera orðinn baneitraður og eins og gölluð vara. Áhugi á kynlífi og samneyti við aðra varð að engu og við tók tímabil sem ég kalla í dag „rugl og vitleysu-tímabilið“. Ég sótti mikið í næturlífið um helgar og allt sem því tilheyrði til að flýja hversdagsleikann. Í dag átta ég mig á því að þetta er það sem kallað er áfallastreituröskun (e. post traumatic stress). Ég er

HRÓSIÐ! Hrósið að þessu sinni fær fólkið sem stendur á bak við nýju smokkaherferðina í undirbúningi. Þau Jón Þór Þorleifsson, Frímann Sigurðsson og Inga Dóra Pétursdóttir stofnuðu félagasamtökin „Smokkur – sjálfsögð skynsemi“ og standa

nokkuð viss um að allir sem hafa orðið fyrir þessu áfalli kannast við þá lýsingu að eftir greiningu kemur tímabil þar sem maður er á flótta. Stærri og þyngri skref sem maður tekur er svo að segja frá smitinu. Hverjum segir maður frá og af hverju? Hverjir þurfa að vita? Það sem hrjáði mig mest og hefur hrjáð mig eru fordómarnir sem enn fylgja greiningunni.

Fordómarnir smitast hraðar en vírusinn sjálfur… Þó að þetta sé ekki líkamlegur dauðadómur lengur, ef maður fer vel með sig, þá getur maður dáið samfélagslegum dauða. Einangrast. Við erum komin langt í læknisfræðinni en samfélagslegi þátturinn má alls ekki gleymast því enginn er ónæmur fyrir veirunni. Hún getur ráðist á okkur öll. Fordómarnir smitast samt hraðar en vírusinn sjálfur og þess vegna er alltaf mikil leynd og mikil þögn þegar HIV er annars vegar. Breytum því, saman. Ég mæli með að allir hlusti á lag Eurythmics „I´ve Got A Life“. Það segir allt sem segja þarf. að herferðinni ásamt Ástráði, félagi læknanema.

Þau hafa fengið landsfrægt fólk í lið með sér til að endurgera fræga auglýsingaherferð frá 1986 þar sem fólk var hvatt til að nota smokkinn. Víst er að ekki er vanþörf á að hvetja fólk til að setja öryggið á oddinn nú sem fyrr. Hýraugað segir TAKK!

Leg­háls­krabba­mein og HPV-veirur

Á Íslandi greinast að meðaltali 17 konur á ári með leghálskrabbamein og fjölmargar greinast með forstigsbreytingar. Forstigsbreytingar eru ekki krabbamein heldur aðvörun um að konan eigi á hættu að fá krabbamein.

HPV-veirur (Human Papilloma Viruses) eru taldar vera helstu orsakavaldar leghálskrabbameins og forstigsbreytinga þess. Veiran berst á milli aðila við kynmök á svipaðan hátt og aðrir kynsjúkdómar. Konur geta því smitað aðrar konur af HPVveirum. ATH! Konur sem hafa aldrei sofið hjá karlmanni geta líka fengið HPV. HPV-veirur eru fjölmargar og mismunandi og sumir undirflokkar þeirra valda öðrum kynsjúkdómum, s.s. kynfæravörtum. Hægt er að fá bólusetningu gegn algengustu tegundum HPV-veira á Íslandi. Það er dýrt en rætt hefur verið um að taka upp almenna bólusetningu hjá 12 ára stúlkum. HPV-veirur eru þó ekki einu orsakir leghálskrabbameins og því er nauðsynlegt að fara í reglubundið eftirlit samt sem áður. Helstu forvarnir gegn leghálskrabbameini: Mæta reglulega í eftirlit á leitarstöð eða til læknis, a.m.k. á tveggja ára fresti. Það er auðvelt að panta tíma á leitarstöðinni í Skógarhlíð, t.d. á netinu (ýtið hér). - Stunda öruggt kynlíf og forðast þannig HPV-veiruna. Um leghálskrabbamein á Vísindavefnum. Bæklingur frá Krabbameinsfélaginu.

SAMTÖKIN ‘78 // FACEBOOK /// TWITTER /// FLICKR /// YOUTUBE

5


ÍTAREFNI

HIV/AIDS TÍMALÍNA

AND THE BAND PLAYED ON

Ein­hvern tímann milli 1884 og 1924 berst HIV-vírusinn yfir í menn. 1966 HIV-vírusinn berst lík­lega til Haítí. Í kringum 1970–1979 HIV-vírusinn berst til Banda­ríkjanna. Afrískir læknar sjá mikla aukningu í svo­kölluðum „tæki­færis­sýkingum“. 1977 Dönsk kona deyr eftir að hafa verið í Afríku – enginn veit hvað veldur. Seinna tengja læknar dauða hennar við al­næmi. 1981 Al­næmi (AIDS) upp­götvast í Kali­forníu og New York, fyrstu til­fellin meðal sam­ kyn­hneigðra karl­manna og sprautu­fíkla. 1982 Til­kynningar um al­næmi í fjöl­mörgum Evrópu­löndum. Nafnið AIDS (Accuired Immmu­ne Deficien­cy Syndrome) er búið til. Sam­kyn­hneigðir hvattir til þess að stunda öruggt kyn­líf. 1983 Fyrsta smit greinist á Ís­landi. Til­kynnt um smit meðal kvenna (sem ekki eru fíklar) og barna. Sér­ fræðingar nær full­vissir um að al­næmi sé smit­sjúk­ dómur. 1984 Vísinda­menn upp­götva að HIV-vírusinn er or­sök al­ næmis. 1985 HIV-próf til að skima blóð. Vírusinn greinist í Kína og hefur þá fundist í öllum heims­hlutum. 1987 Fyrsta lyfið gegn al­næmi, AZT, kynnt til sögunnar. 1988 1. desember gerður að al­ þjóð­lega al­næmis­deginum.

6

SJÚKDÓMURINN SEM ENGINN VILDI VITA AF… Óhætt er að fullyrða að enginn hafi átt von á því seint á árinu 1980 að tilkynningar um óræðan sjúkdóm meðal samkynhneigðra karlmanna myndu vinda upp á sig og þróast yfir í þann alnæmisfaraldur sem er staðreynd í dag. Það átti eftir að taka lækna og vísindamenn nokkur ár að komast að því hvað ylli þessum einkennum meðal mannanna. Vísað var til einkennanna sem hommaplágunnar en það var vatn á myllu þeirra sem báru hatur í garð samkynhneigðra. Margir afneituðu því að þessi sjúkdómur gæti herjað á aðra en samkynhneigða karlmenn en eftir því sem tilfellum fjölgaði meðal sprautufíkla, fólks sem hafði þegið blóðgjafir og jafnvel ungabarna sem áttu smitaðar mæður varð fólk að endurhugsa málin. Alnæmi var orðið staðreynd í öllum

þjóðfélagshópum eins og við þekkjum í dag.

af hræðslu við þennan óþekkta sjúkdóm.

„Á þessum fyrstu árum litu alríkisyfirvöld í BNA fyrst og fremst á AIDS sem fjárlagavandamál. Í heimabyggð litu heilbrigðisyfirvöld á sjúkdóminn sem pólitískt vandamál, leiðtogar samkynhneigðra álitu AIDS almannatengslavandamál og fréttamiðlar töldu það vandamál samkynhneigðra sem enginn annar hefði áhuga á. Þar af leiðandi tókust fáir á við það sem AIDS raunverulega var – mjög ógnvænlegt læknisfræðilegt ástand.“

Í dag eigum við að þekkja smitleiðirnar og getum/eigum að nota þá þekkingu til að verja okkur og aðra. Því miður virðist vera ákveðið kæruleysi í gangi hjá mörgum og þrátt fyrir að lyf geti haldið sjúkdómnum niðri er alnæmi aldrei auðveldur lífsförunautur.

Það má spyrja: EF fólk hefði unnið meira saman, samúðin í garð smitaðra verið meiri og yfirvöld sýnt meira frumkvæði í að stöðva faraldurinn, væri útbreiðslan minni í dag? Viðbrögðin í upphafi voru fálmkennd og ómarkviss og einkenndust fyrst og fremst

- GH

Þar af leiðandi tókust fáir á við það sem AIDS raunverulega var – mjög ógnvænlegt læknisfræðilegt ástand.

HÝRAUGAÐ MÆLIR MEÐ: fræðslu, reglulegu tékki og öruggu kynlífi ... The Body WWW Vefsíða á ensku með mjög ítarlegum upplýsingum um allt sem viðkemur HIV.

Vefur Landlæknis

Kynnum okkur málið

WWW

WWW

Hér má finna upplýsingar á íslensku um HIV/alnæmi – hvert skal leita til að fara í tékk og svo framvegis.

Bæklingur frá Landlækni, sem stiklar á stóru um kynsjúkdóma. Hýraugað mælir með að fólk lesi sér til.


INHVERFIR FORDÓMAR

hann taka fréttunum? Hversu mikla þekkingu hefur hann t.d. á smitleiðum? Er hann tilbúinn að takast á við þetta með hinum smitaða? Geta báðir aðilar orðið ásáttir um hvernig kynlífi skuli háttað svo báðir upplifi öryggi? Hvað þýðir öruggt kynlíf? Veit almenningur yfirleitt eitthvað um smitleiðir?

„Go kill yourself, you HIVinfested son of a bitch“

Þessi grimmu orð bárust HIVsmituðum manni í netspjalli á stefnumótasíðu einni. Hann hafði átt regluleg samskipti við annan mann í gegnum þessa síðu, sagt frá sínum sjúkdómi og allt í lagi með það. Allt var á vinalegum nótum þar til einn daginn að sá smitaði heilsar hinum og fær þetta til baka. Eru HIV-smitaðir einstaklingar í okkar samfélagi kannski settir skör lægra en aðrir? Eru þeir 2. flokks manns-/konuefni sem maður á helst ekki í skammtíma-, hvað þá langtímasambandi við? Tilhugalífið er um margt flókið mál fyrir HIV-smitaða. Hvenær á að segja hinum aðilanum frá sjúkdómnum? Hvernig mun

Það er staðreynd að um leið og maðurinn æðislegi sem þú ert nýbúinn að kynnast og líst svona rosalega vel á segir þér frá því að hann sé HIV-smitaður kemur ákveðið babb í bátinn. Þegar vírusinn hefur fengið nafn og andlit og stendur beint fyrir framan þig; hvað gerirðu þá? Jafnvel þótt sá HIV-neikvæði sé tilbúinn að láta reyna á samband er ekki þar með sagt að það sé ekkert mál. Vinir og ættingjar verða hræddir og biðja hann nú vinsamlegast að fara varlega, eins og sá HIV-jákvæði sé launmorðingi með illt eitt í huga og bíði eftir fyrsta tækifæri til þess að smita manninn. Það er ekki algengt að menn smiti aðra vísvitandi en það gerist þó. EN

– það eru samt ekki mennirnir sem stunda öruggt kynlíf, eru hreinskilnir og segja þér frá sínu smiti áður en kynlífsathafnir hefjast, heldur þvert á móti þeir sem leyna sínum status og fara óvarlega. Af hvaða ástæðum er ómögulegt að segja. Svo þekkist það meira að segja að maður úti í bæ, sem aldrei hefur hitt ákveðinn HIV-smitaðan einstakling en þekkir til hans, spyr væntanlega rekkjunauta hvort þeir hafi nokkuð sofið hjá þessum smitaða einstaklingi. Hversu langt er hægt að ganga í hræðslunni og fordómunum? Við eigum að vera hrædd við vírusinn og stunda öruggt kynlíf eins og það er útgefið af læknum hverju sinni – en ekki vera hrædd við yndislega manneskju sem kann að vera smituð af þessum vírus. Þau eru mörg svokölluð „magnetic-couples“ þar sem annar aðilinn er smitaður og hinn ekki og parið lifir góðu lífi saman. Eins og öll sambönd er þetta bara spurning um opin og hreinskilin samskipti. HIVsmitaðir eru manneskjur fyrst og fremst og við eigum að koma fram við þá sem slíka.

Þegar vírusinn hefur fengið nafn og andlit og stendur beint fyrir framan þig; hvað gerirðu þá?

HÚS FULLT AF SKÁPUM En svo birti til. Skápurinn opnaðist oftar. Stundum þó ein­göngu til að í­búar hans gætu flúið út um bak­dyr hússins. Og tekið næstu vél til út­landa. Tíminn leið, skápurinn var stöðugt opnaður og að endingu létu hurðirnar undan á­laginu. Skápurinn hvarf og við tók nokkuð rúm­gott og bjart rými með dyr út í um­heiminn og að­liggjandi her­bergi. Og fólki leið vel. En þegar það hélt daga skápsins loksins talda upp­götvaði það að önnur her­ bergi hússins voru enn­þá full

TÍMALÍNA frh. 1990 Á­ætlað að um 8 milljónir manna lifi með sjúk­ dómnum á heims­vísu. 1996 Lyfja­kok­teillinn svo­kallaði kynntur til sögunnar; ráðist gegn sjúk­dómnum með mis­munandi lyfja­blöndum. Loksins er hægt að halda sjúk­dómnum niðri. 1997 Dauðs­föllum fækkar í þróuðum ríkjum, þökk sé nýju lyfjunum. Á­ætlað að 22 milljónir manna lifi með sjúk­ dómnum. 2003 Al­næmis­lyf ó­dýrari og að­ gengi­legri í þróunar­löndum. Til­raunir með fyrsta bólu­ efnið gegn HIV renna út í sandinn. 2007 Á­ætlað að 33 milljónir manna lifi með sjúk­ dómnum. 2008 Um­deild sviss­nesk rann­ sókn heldur því fram að HIV-smitaðir sem gengur vel í lyfja­með­ferð (halda vírusnum niðri) séu ekki mjög lík­legir til að smita aðra við ó­varin kyn­mök. 2009 Obama Banda­ríkja­for­seti til­kynnir af­nám ferða­banns HIV-smitaðra til BNA. Enn­þá eru nokkur lönd í heiminum sem meina smituðum inn­göngu...

SKÁPURINN

Ís­lenskt sam­fé­lag er hús og sam­fé­lag hin­segin fólks er eitt her­bergjanna. Her­bergi sem lengi vel var lítið annað en þröngur skápur uppi á lofti. Harð­læstur og flestum gleymdur. Svo mundi ein­ hver eftir skápnum, sótti hann og setti í for­stofuna. Bak­dyra­megin. Hann var sjaldan opnaður. Inni­haldið þótti heldur ekki fal­legt og ein­göngu dregið fram til að þjóna því göfuga sporti gagn­ kyn­hneigðu yfir­stéttarinnar að sverta það og hæða.

HIV/AIDS

En þegar það hélt daga skápsins loksins talda uppgötvaði það að önnur herbergi hússins voru ennþá full af skápum. af skápum. Stórum og smáum. Hálf­opnum eða harð­lokuðum. Á ganginum. Í svefn­her­berginu. Í vinnu­her­berginu. Skápar, fullir af fólki sem hélt sig vera komið út.

2010 1. nóvember hafa verið til­kynnt 20 ný­smit af HIV á árinu 2010 hér á Ís­landi, fleiri en nokkru sinni fyrr, og enn­þá eru tveir mánuðir eftir af árinu. Heimild : http://www.avert.org/hivaids-history.htm www.landlaeknir.is

SAMTÖKIN ‘78 // FACEBOOK /// TWITTER /// FLICKR /// YOUTUBE

7


VIÐTAL startholunum í Kúrdistan. Landið var í raun ekki til fyrir 2003 og því er ekki bara verið að hefja HIV/ AIDS forvarnir heldur byggja alla þjónustu upp frá grunni. Það er mjög framsækið af heilbrigðisyfirvöldum landsins að byrja strax áður en vandamálið verður of stórt,“ segir Tristan.

Í skápnum til að vera trúverðugur

„Forvarnir eru þess eðlis að stundum er eins og fólk gleymi að tilgangurinn er að koma í veg fyrir vandamál. Það er kaldhæðni örlaganna að þegar forvarnir heppnast vel talar fólk um að áróðurinn sé of beinskeyttur,“ segir Tristan. Í starfi sínu hefur hann ferðast um allan heim, þar á meðal til Sómalíu og Sómalílands, Íraks, Kúrdistans, Hvíta-Rússlands og Rúmeníu. Flest þessi lönd eiga það sameiginlegt að vera vægast sagt fjandsamleg samkynhneigðum. Ætli það sé ekki erfitt að starfa á stöðum þar sem maður neyðist til að lifa í skápnum en vera síðan opinn með kynhneigð sína í eigin heimalandi?

10% prósent kúrdísku þjóðarinnar hafa heyrt um HIV / AIDS

TRISTAN TROBY

ÞRETTÁN HLIÐAR ALNÆMIS Tristan Troby er Svíi sem starfar sem ráðgjafi í heilbrigðisráðuneyti hins íraska hluta Kúrdistans. Hann hefur starfað við HIV forvarnir í rúmlega tvo áratugi í yfir fjörutíu löndum. Árið 2004 skipulagði hann ásamt öðrum sýninguna „No

8

name fever“ sem fjallaði um alnæmisfaraldurinn nú á tímum alþjóðavæðngar. Á sýningunni hitti hann fulltrúa frá ríkisstjórn Kúrdistans, sem þá var nýstofnað sjálfsstjórnarsvæði innan Íraks. Í kjölfarið hóf hann störf sem ráðgjafi dr. Abdul Rahman

Yones, heilbrigðisráðherra Kúrdistans, um málefni tengd HIV. Tristan segir enga umræðu í Kúrdistan um HIV og að aðeins um 10% prósent þjóðarinnar hafi einhvern tímann heyrt af sjúkdómnum. „Það er allt í

Tristan segir það auðvitað sérstakt. „Í löndum eins og Kúrdistan og Sómalíu er ekki mögulegt fyrir mig að lifa opinberlega sem hommi. Ég væri án efa umborinn vegna þess að ég er útlendingur en öll mín þekking og reynsla væri einskis virði. Trúverðugleiki minn væri einfaldlega enginn í þessum löndum.“ Tristan segir að hann langi auðvitað stundum að koma út. „Því fylgir ákveðin streita að geta ekki verið maður sjálfur. Ég finn hins vegar ekki fyrir samviskubiti vegna þess að ég er að vinna mikilvæga vinnu; ég hef ákveðinn skilning


Íraski hluti Kúrdistan Höfuðborg: Arbil Tungumál: Kúrdis, ásamt arabísku. Forseti: Massoud Barzani Forsætisráðherra: Barham Salih Varð sjálfstjórnarsvæði 11. mars 1970 til mars 1974 Varð „de-facto“ sjálfstætt árið 1991 Var viðurkennt sem sjálfstjórnarsvæði af bráðabirgðastjórn Íraks 30. janúar 2005 Íbúafjöldi: u.þ.b. 3.940.000, samkvæmt áætlun ársins 2009

Gjaldmiðill: Íraskur dinar = 1.00 IQD = 0.0995974 ISK á málinu einmitt vegna þess að ég er samkynhneigður. Sem sérfræðingur eða ráðgjafi get ég þrýst á yfirvöld að grípa til aðgerða sem gagnast samfélaginu og oft sérstaklega hinsegin fólki.“

Hliðarnar þrettán

Tristan hefur reynslu af söluog markaðsfræði en ekki læknisfræði eins og svo algengt er þegar kemur að HIV/AIDS forvörnum. „Það er ákveðinn galli sem fylgir því að nánast allir sem starfa við forvarnir koma úr heilbrigðisgeiranum. HIV/AIDS er mun stærra vandamál en svo að það sé eingöngu viðfangsefni fyrir heilbrigðisstarfsfólk.“ Þegar Tristan starfaði í Sómalílandi, sem er „de-facto“ sjálfstætt ríki í Norður-Sómalíu, hélt hann erindi sem bar heitið „Þrettán hliðar alnæmis“ og fjallaði um hvernig sjúkdómurinn hefur áhrif alls staðar í samfélaginu. „Það var þá sem ég áttaði mig á því hve öflugt tæki hliðarnar þrettán eru. Alnæmi er mikið feimnismál í mörgum löndum þar sem vandamálið er stórt. Það var ekki fyrr en ég flutti erindið að ég fór loksins að heyra frá yfirvöldum í Sómalílandi að grípa þyrfti til aðgerða.“ „Í sumum löndum hefur sjúkdómurinn þurrkað út heila kynslóð af fullorðnum einstaklingum. Við slíkar aðstæður er sjúklingurinn ekki

eina atriðið. Öll þurfum við að lifa af en það er ekki auðvelt í þorpum þar sem öll eldri kynslóðin er látin,“ segir Tristan. Hann vinnur að því að skrifa nánari útlistun á því hverjar hliðarnar þrettán eru. „Hugmyndin er einföld. Ég leitast við að skýra öll þau svið sem sjúkdómurinn hefur áhrif á. Hliðarnar þrettán eru: heilbrigði, framleiðsla og markaður, stjórnmál, menning, trú, svæðisbundin vandamál,

Öll þurfum við að lifa af en það er ekki auðvelt í þorpum þar sem öll eldri kynslóðin er látin

dómskerfið verður einnig fyrir áhrifum, samfélagið, andleg heilsa, umhverfi, öryggi, siðferði og síðast en ekki síst eru áhrifin kynbundin.

Stjórnmálin eru mikilvægasti þátturinn

Tristan segir gríðarlega mikilvægt að ná völdum á stjórnmálahliðinni þegar kemur að forvörnum gegn HIV/AIDS á svæðum þar sem samfélagið vill ekkert fremur en að líta framhjá vandanum. „Það er eins og að hella olíu á eld ef stjórnmálin neita að horfast í augu við vandann.

Hræðilegasta dæmið er auðvitað Suður-Afríka en þar varð sjúkdómurinn pólitískt bitbein. Manto Tshabalala-Msimang, sem var heilbrigðisráðherra þar, færði baráttuna gegn alnæmi aftur um áratugi með ótrúlegum húmbúkk-vísindum.“ Tshabalala-Msimang er betur þekkt sem „Doktor Rauðrófa“ (Doctor Beetroot) en sem heilbrigðisráðherra sagði hún HIV-lyf hættuleg og talaði þess í stað fyrir heilbrigðu mataræði til að lækna HIV. Meðal þess sem hún lofaði voru afrískar kartöflur, hvítlaukur, sítrónur og rauðrófur. Forseti Suður-Afríku, Thabo Mbeki, viðurkenndi ekki tengsl HIV og AIDS og talaði fyrir hefðbundnum afrískum lækningum. „Afleiðingarnar voru skelfilegar og eru enn. Skottulæknum var hyglt sem raunverulegum vísindamönnum og síðan fyrirskipuðu þeir mönnum með sjúkdóminn að stunda samfarir með jómfrúm. Í mörgum tilvikum var börnum nauðgað í þeirri von að sjúkdómurinn myndi hverfa.“

Erfitt að leiðrétta goðsagnir

Árið 2008 var haldin stór og mikil ráðstefna í Mexíkó þar sem kynntar voru niðurstöður rannsókna sem benda til þess að fylgni sé milli þess að karlmenn séu umskornir og hve miklar líkur eru á að þeir smitist af alnæmi. Tristan hefur verulegar efasemdir um slíkar hugmyndir. „Þessi fræga rannsókn er einmitt dæmi um hvað það skiptir miklu máli að fleiri komi að forvörnum en læknar. Það má vera að vísindin séu að einhverju leyti í lagi, og þarna kom vissulega fram að smithætta minnkaði um 60% prósent sem hljómar ekki illa. Í rannsókninni var þó ekkert litið á konur. Þær eru alveg jafn líklegar til að smitast og jafnvel er meiri hætta á því en áður þar sem karlmenn vilja enn síður nota smokk. Áhrif á samkynhneigða voru heldur ekki skoðuð og við vitum ekkert hvort þau eru jákvæð. Verst er þó að litið er framhjá því að smokkurinn er einfaldlega miklu öruggari. Ég held að margir átti sig ekki á því að þú getur stundað kynlíf með smituðum einstaklingi

Hræði­ legasta dæmið er auð­vitað SuðurAfríka en þar varð sjúk­ dómurinn pólitískt bit­ bein. Manto Ts­habalalaMsi­mang, sem var heil­brigðis­ ráð­herra þar, færði bar­áttuna gegn al­næmi aftur um ára­tugi með ó­trú­legum húm­búkkvísindum.“

án þess að smitast; að það sé möguleiki. Allt snýst þetta um að verja sig og vera meðvitaður. Ég sé ekki hvernig hugmyndir um umskorna karla eiga að hjálpa fólki að taka kynheilsu sína alvarlega,“ segir Tristan. Tristan hefur áhyggjur af því að úr verði goðsögnin um umskorna typpið sem ekki geti smitast og enginn geri neitt í sínum málum. „Það eru til margar skrýtnar goðsagnir um HIV/AIDS sem verður erfiðara að leiðrétta. Í Sómalílandi trúa mjög margir að ef notaður sé smokkur geti leg kvennanna sprungið. Svona skyndilausnir hjálpa okkur því ekkert til lengri tíma litið.“ - AÞF

SAMTÖKIN ‘78 // FACEBOOK /// TWITTER /// FLICKR /// YOUTUBE

9


ÖRUGGT KYNLÍF

Munnmottur og kvensmokka í apótek!

MYND: Helga K. Bjarnadóttir

Fulltrúi Hýraugans fór á stúfana stuttu áður en þetta tölublað kom út og kannaði framboð og verð á kvensmokkum og munnmottum í apótekum Reykjavíkur. Það er skemmst frá því að segja að niðurstöðurnar voru sláandi.

1 // Totan er klippt af smokknum

2 // klippið eftir endilöngum smokknum

KYNHEILBRIGÐI KVENNA

LESBÍUR FÁ LÍKA KYNSJÚKDÓMA

MYND: thesensualvegan.com Engin þeirra apóteka sem heimsótt voru áttu munnmottur eða kvensmokka. Ekki voru öll apótek höfuðborgarsvæðisins skoðuð en ljóst er að vörurnar finnast hvorki í vörulistum Lyfjubúðanna né Lyfja og heilsu, stærstu apótekakeðja landsins. Í Reykjavíkurapóteki fengust þau svör að lítið mál væri að panta vörurnar ef spurt væri eftir þeim. MYND: CBAS

Það er grafalvarlegt mál ef engar vörur sem ætlaðar eru til að koma í veg fyrir kynsjúkdómasmit milli kvenna eru seldar á Íslandi. Samtökin ‘78 hafa því í dag sent áskorun til allra apóteka landsins um að munnmottur og kvensmokkar verði tekin til sölu. Þó að apótekin standi sig illa er það engin afsökun fyrir kæruleysi. Konur – þið hafið önnur úrræði! Búið til munnmottur úr smokkum eða latexhönskum. Einnig er hægt að panta munnmottur á Amazon >>> Tengill

10

Hýraugað þakkar sérlegum apótekakönnuði sínum, Auði Halldórsdóttur, fyrir vel unnin - ÁKB störf.

Konur sem sofa hjá konum geta smitast af kynsjúkdómum eins og allir aðrir. Það þarf ekki typpi til. En hvernig stendur á því að margir hafa ekki hugmynd um að það geti gerst, hvað þá hvernig eigi að koma í veg fyrir smit?

okkar vandamál. Kynsjúkdómar smitast við leggangamök, munnmök og endaþarmsmök, í gegnum slímhúð og með líkamsvessum. En hvernig verjumst við, lesbíur og tvíkynhneigðar konur, kynsjúkdómum?

Skortur á upplýsingum er líklega meginástæðan. Kynfræðsla hefur hingað til mestmegnis snúist annars vegar um hvernig eigi að koma í veg fyrir getnað og hins vegar hvernig eigi að nota smokk til að koma í veg fyrir smit. Í báðum tilfellum er gefið að typpi taki þátt í kynlífinu.

Sá/sú sem veitir konu munnmök hættir á að fá ýmsa kynsjúkdóma. Sú sem þiggur munnmökin getur líka smitast, t.d. af herpes ef hinn aðilinn er með frunsu. Til að koma í veg fyrir smit við munnmök er hægt að nota munnvarnir.

Í annars ágætum bæklingi um kynsjúkdóma sem íslenska landlæknisembættið gaf út árið 2009 er ítrekað tekið fram að smokkurinn sé EINA vörnin gegn smiti. Ef kynfræðsla í skólum er miðuð við upplýsingar á borð við þennan bækling er ekki skrýtið að lesbíur haldi að þær séu stikkfrí. En raunin er sú að lesbíur og tvíkynhneigðar konur geta vissulega smitast eins og aðrir. Við þurfum að átta okkur á að þetta er ekki vandamál annarra heldur líka

FORVARNIR Í gegnum tíðina hafa verið gerðar ýmiss konar auglýsingar/ plaköt vegna HIV/ alnæmis. Hér má sjá nokkrar útgáfur af þeim. Myndir fengnar af síðunni avert.org.

Munnvarnir

Munnmottur (e. dental dams/ glyde dams) eru latexþynnur sem hægt er að kaupa í svipuðum pakkningum og smokka. Til að munnvarnir virki þarf að nota þær rétt og á heimasíðu Red Ribbonverkefnisins á Írlandi má t.d. finna mjög góðar leiðbeiningar. Í stuttu máli sagt er munnmottan lögð yfir svæðið sem á að sleikja. Til að halda henni á sínum stað er gott að setja sleipiefni á hliðina sem snýr að líkamanum, auk þess sem sleipiefnið gefur

3 // breiðið úr smokknum. og Ta-ta: Munnmotta. betri næmni. Með því að nota sleipiefni með bragði finnur maður líka um leið ef mottan færist úr stað.

Heimatilbúnar munnvarnir

Ef erfitt er að nálgast munnvarnir í apótekum – líkt og raunin er á Íslandi (ennþá) – er hægt að búa þær til úr smokk eða latexhanska. Sumir nota plastfilmu en það er þó umdeilt því sumir telja að hún rifni of auðveldlega.

Þetta er ekki vandamál annarra heldur líka okkar vandamál.

Latexhanski

Á Red Ribbon-síðunni eru einnig góðar leiðbeiningar um hvernig hægt er að búa til munnvörn úr latexhanska. Maður klippir fingurna af hanskanum, alla nema þumalinn. Síðan er hanskinn klipptur í sundur eftir hliðinni sem er á móti þumlinum.

<- Börn smit­ast líka af al­­næm­i , sjúk­­ dóm­ur­inn smit­ast ekki við snert­ing­u. Ein­­föld skil­a­­boð sett fram á á­hr­if­a­ rík­an hátt. Snemm­a í al­­næm­ is­f­ar­­aldr­in­um gerð­u menn sér grein fyr­ ir að ör­uggt kyn­l­íf væri mál­ið. Sam­k­ yn­hn­eigð­ir hvatt­ir til að setj­a ör­ygg­ið á odd­inn. ->


Þá er orðin til munnvörn sem er svipuð munnmottu, en að auki með holu sem hægt er að nota til ýmissa hluta! Latexhanskar eru líka einföld og ódýr leið til að forðast smit með fingrum. Hanskinn er einfaldlega settur á hendina áður en fingurnir komast í snertingu við slímhúð eða líkamsvessa kynlífsfélagans, tekinn af eftir notkun og hent í ruslið. Passið bara að nota sleipiefni.

KYNVERUND

TRANSFÓLK OG KYNVERUND

Smokkur

Það er líka einfalt að búa til munnvörn úr smokk (sjá sömu vefsíðu og áður). Smokknum er rúllað út og totan klippt af (sjá mynd). Síðan er klippt eftir endilangri hliðinni og breitt úr smokknum. Ta-ta: Munnmotta. Smokkar virka líka vel sem vörn á kynlífsleikföng. Passið bara að nota nóg af sleipiefni svo smokkurinn rifni ekki.

Kvensmokkur

Þegar fingur eða kynlífsleikföng komast í snertingu við leggöng/ sníp/endaþarm þarf að verjast smiti með öðrum leiðum en munnmottum. Kvensmokkar veita svipaða vörn og venjulegir smokkar og eru hentugir fyrir hvers kyns innlimun í leggöng, hvort sem notast er við typpi, dildó eða fingur. Kvensmokkurinn er settur inn í leggöngin og hringur á endanum kemur fullkomlega í veg fyrir að hann hverfi þangað inn. Nákvæmar leiðbeiningar um hvernig á að setja upp kvensmokk má finna á síðu Red Ribbon og í þessu myndbandi. - ÁKB

Heimildir:

Bæklingur frá landlæknisembættinu. Red Ribbon-verkefnið: www.redribbonproject.com. Myndband: Hvernig á að nota og búa til munnvarnir.

Á Íslandi er lítill hópur einstaklinga sem óupplýst fólk kallar kynskiptinga. Þó að mörgum þyki orðið lýsa slíkum einstaklingum rétt er það röng lýsing og orð eins og transfólk, transmenn og transkonur eiga betur við. Orðið kynskiptingur gefur til kynna að einstaklingur sé að skipta um kyn en í raun er viðkomandi að leiðrétta kyn sitt, enda upplifir viðkomandi einstaklingur sig í öðru kynhlutverki en hann/hún fæddist í og þar af leiðandi í röngum líkama. Í samfélaginu, og ekki síst meðal transeinstaklinga sjálfra, hefur kynverund transfólks verið tabú. Harry Benjamin innkirtlafræðingur (e. endocrinologist) segir í bók sinni The Transsexual Phenomenon, sem kom út árið 1966, að transfólk hafi enga löngun til þess að stunda kynlíf í þeim

<- For­dóm­ar eiga ræt­ur sín­ar í fá­ fræð­i – þett­a geta HIV-smit­að­ir stað­ fest eins og lesa má um á bls. 7 í þess­u blað­i. Deilt var á við­mið not­uð til að grein­a með al­næm­i. Fæst við­mið­ann­a áttu við HIV-smit­að­ar kon­ur sem dóu án þess að fá form­leg­a sjúk­ dóms­grein­ing­u ->

líkama sem viðkomandi hefur fyrir leiðréttingaraðgerðina. Transfólk var oftar en ekki svo hrætt við að fá ekki grænt ljós á ferlið að það las bókina upp til agna, sem leiddi til þess að flestir sýndu sömu hegðun og transfólkið í bók Harrys. Þetta styrkti þá fullyrðingu að transfólk hefði ekki löngun til kynlífs fyrr en eftir aðgerð. Um leið var gefið til kynna að transfólk hefði ekki kynverund. Í skýrslu um kynverund sem Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, Pan American-heilbrigðisstofnunin og Alþjóðasamtök í kynfræði gáfu út árið 2000 segir m.a.: „Kynverund vísar til grundvallareiginleika manneskjunnar og varðar kynferði, kyngervi, kynvitund, kynhneigð, ásthneigð, tilfinningatengsl/ást og getnað/ frjósemi. Menn skynja og tjá kynverund með hugsunum, órum, löngunum, skoðunum,

Aftur á móti er rétt að transfólk hefur oft takmarkaðan áhuga á kynlífi í röngum líkama en það getur vel haft löngun til þess, enda erum við jafn misjöfn og fjölbreytt og við erum mörg.

viðhorfum, hegðun, venjum, hlutverkum og samböndum. Kynverund mótast í samspili líffræðilegra, sálrænna, félagslegra, hagfræðilegra, menningarbundinna, siðferðilegra og trúarlegra/ andlegra þátta.“ Samkvæmt þessari skilgreiningu er hvorki hægt að fullyrða að transfólk hafi ekki löngun til kynlífs né að það hafi ekki kynverund. Aftur á móti er rétt að transfólk hefur oft takmarkaðan áhuga á kynlífi í röngum líkama en það getur vel haft löngun til þess, enda erum við jafn misjöfn og fjölbreytt og við erum mörg. - EÁ

<Hér er undirstrikuð sú staðreynd að öll venjuleg umgengni mun ekki valda smiti. Klárar stelpur eiga smokka. ->

11


Jólaball Samtakanna ‘78 Verður 18. desember á Skólabrú og hefst klukkan 23:00. Miðaverð er 1500 kr. en 1000 kr. fyrir félagsmenn. Sama á við um áramótaballið nema það byrjar klukkan 01:00 á nýársnótt.

AFTURENDINN

VÖRN ER BESTA SÓKNIN Það hefur líklega ekki farið fram hjá neinum að aldrei hafa fleiri smitast af HIV á einu ári en þessu. Þann 1. nóvember sl. var vitað um 20 tilfelli og enn eru eftir tveir mánuðir af árinu. Enn tengja margir hér á landi ósjálfrátt HIV og samkynhneigð saman. Það kemur stundum fyrir þegar skólum er boðin fræðsla að forsvarsmenn skólans benda á að Samtökin ‘78 hafi nýlega verið á ferðinni og finnst kannski óþarflega stutt á milli þessara heimsókna. HIV er sjúkdómur sem deilir því með samkynhneigðum að mæta fordómum. Við leggjum mikið á okkur til að vinna gegn þessum fordómum, fyrst og fremst með fræðslu- og forvarnarstarfi. Erfitt hefur reynst að koma að jákvæðri umfjöllun um sjúkdóminn en þegar neikvæðar fréttir berast er athyglin mikil og því er nauðsynlegt að nota kastljósið þegar það gefst. Á þessu ári hefur nýsmitun meðal sprautufíkla stóraukist og fengið talsverða umfjöllun.

Hvetjum til smokkanotkunar, vinnum gegn fordómum. Vörn er besta sóknin. Gunnlaugur I. Grétarsson

formaður HIV-Íslands

Sprautufíklar mæta gríðarlegum fordómum í okkar samfélagi. Það er mikið verk fram undan hjá HIVÍsland að styðja við bakið á HIV-smituðum fíklum og aðstandendum þeirra og að koma til þeirra fræðslu og forvörnum. Það þarf að auka aðgengi þeirra að hreinum nálum og smokkum. Þó má sú staðreynd ekki falla í skuggann að í ár hefur verið töluverð aukning í nýsmitun meðal samkynhneigðra og/eða tvíkynhneigðra karla. Við höfum lagt okkur í frammi við að hrósa samkynhneigðum körlum hér á landi fyrir smokkanotkun og hversu meðvitaðir þeir hafa virst vera um HIV. Það er gott innlegg í fræðslu til ungs fólks að samkynhneigðir karlmenn noti smokk til að forðast kynsjúkdóma eingöngu og benda þannig á þá staðreynd að smokkurinn er ekki einungis getnaðarvörn heldur einnig besta vörnin gegn kynsjúkdómum. Auðvitað ber samkynhneigðum karlmönnum engin skylda til að vera fyrirmynd annarra þegar kemur að smokkanotkun eða ábyrgð í kynlífi. Þó er það enn svo að hommar teljast samkvæmt Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (WHO) vera áhættuhópur um HIV-smit. Hver ætti að hugsa um eigin varnir og axla ábyrgð á sjálfum sér. Eflum fræðsluna, það má ekki slá slöku við því þá vaknar kæruleysið.

SAMTÖKIN ‘78 // FACEBOOK /// TWITTER /// FLICKR /// YOUTUBE

Hýraugað 03 tölubl. 01 árg.  
Hýraugað 03 tölubl. 01 árg.  

Hýraugað er fréttabréf Samtakanna '78. Ekkert hinsegin er okkur óviðkomandi.