Page 29

Hvert er hlutverk þakrenna? Góðar þakrennur sem eru í lagi veita ekki aðeins vatni sem fellur á þökin í niðurföll, því þær vernda útveggi hússins fyrir því vatni sem ella myndi streyma af þakinu í votviðri. Þakrennur eru að miklum hlut blikkrennur sem tærst og ryðga með tímanum fái þær ekki viðeigandi viðhald. Á síðari árum hefur því færst mjög í vöxt að nota þakrennur úr plastefnum sem ekki kalla á jafn mikið viðhald, eða blikkrennur sem eru plasthúðaðar eða með innbrenndum lit sem eru með meiri endingu en hefðbundnar blikkrennur.

Af hverju er mikilvægt að hreinsa rennur? Mikilvægasti þátturinn í viðhaldi á þakrennum er að hreinsa óhreinindi og rusl úr þakrennum. Rusl sem sest í þakrennur veldur því að vatnið á ekki lengur greiða leið úr rennunnum, sest í polla og þar sem vatnið liggur hraðar það tæringu og ryðmyndun. Þess vegna er mikilvægt að hreinsa rennurnar vandlega vor og haust, og skoða vel hvort einhver tæring eða ryðmyndun er til staðar. Ef svo er þarf að bursta ryðið vel og grunna síðan með ryðvarnargrunni áður en málað er yfir með heppilegri málningu. Ef tæringin er orðin svo mikil að gat er komið í gegn er annað hvort nauðsynlegt að skipta um rennur eða ef skemmdin er aðeins á litlu svæði er hægt að fá sérstaka límborða í Húsasmiðjunni, sem eru límdir yfir skemmdina í rennunni og síðan málað vandlega yfir. Borðinn er skorinn í rétta stærð og lagður með hitabyssu. Skoða þarf vel allar rennufestingar, hvort þær eru farnar að tærast og ef svo er þarf að bursta þær upp, grunna og mála síðan yfir.

Þegar þak lekur Kannaðu ástand þaksins á hverju ári. Leitaðu til fagmanna ef skipta þarf um þakefni eða endurnýja hluta þess. Leka skal alltaf stöðva við fyrsta tækifæri. Leka í þaki má stöðva með sérstökum efnum tímabundið sem fást í málningardeildum Húsasmiðjunnar. Varanleg viðgerð vegna leka verður helst unnin með aðstoðar fagmanna sem tryggja að frágangur sé fullnægjandi.

Viðhald 29

Sælureitur 2015  

80 síður af heilræðum og hugmyndum fyrir pallinn, garðinn og heimilið.

Sælureitur 2015  

80 síður af heilræðum og hugmyndum fyrir pallinn, garðinn og heimilið.