Page 26

MÁLAÐ UTANHÚSS Vinnu við utanhúsmálningu má skipta í tvo flokka. Annars vegar það viðhald sem húseigandinn getur framkvæmt sjálfur með góðu móti og hinsvegar það viðhald sem kallar á aðstoð iðnaðarmanna og sérfræðinga. Flestir húseigendur fylgjast vel með útliti hússins síns og sjá því fljótt hvort þörf er á viðhaldi. Almenna reglan fyrir steinsteypt hús er að mála þau með ákveðnu millibili, sem fer eftir gerð þeirrar málningar sem notuð hefur verið. Ef engar skemmdir eru sjáanlegar er nægilegt að skafa lausa málningu í burtu, bursta með vírbursta og mála síðan yfir. Leitið eftir ráðgjöf í málningardeild Húsasmiðjunnar, og þá er gott að vita hvaða málning er á húsinu fyrir, því það auðveldar starfsmönnum málningardeildar ráðgjöfina. Ef skemmdir eru hinsvegar sjáanlegar á yfirborðið steypunnar, svo ekki sé talað um sprungur, er ráðlegt að kalla til sérfræðing og athuga málið. Sprunguviðgerðir í steinsteypu eru yfirleitt ekki á færi leikmanna og kalla á aðstoð iðnaðarmanna.

Jotun Akryl Mur

Silkimött alkalíþolin 100% akrýlmálning. Notast á nýjan eða áður málaðan múr. Gefur slétta silkmatta áferð sem helst hrein og hefur mikið viðnám gegn veðrun, súru regni og annarri mengun. Gljástig 7. Vnr: 7049503–12

26

HarpaSjöfn Útitex

Útitex er sérhönnuð útimálning fyrir íslenskar aðstæður. Mjög sterk, mött, vatnsþynnt akrýlmálning sem myndar öndunarvirka og veðurþolna filmu, sem leyfir fletinum að anda og ver hann samtímis gegn vatnsupptöku. Litir: Hvítt, beinhvítt, ljós antik. Vnr: 7120001–7120006

Sælureitur 2015  
Sælureitur 2015  

80 síður af heilræðum og hugmyndum fyrir pallinn, garðinn og heimilið.