Page 25

Gott að hafa í huga Leitaðu álits faglærðra málara eða smiða ef gluggi virðist skemmdur eða fúinn. Leitaðu ráðgjafar í málningardeildum Húsasmiðjunnar varðandi áhöld og efni til verksins. Farðu yfir glugga a.m.k. árlega og kannaðu hvort komið er að reglulegu viðhaldi. Reglulegt viðhald lengir líftíma gluggans og kemur í veg fyrir kostnaðarsamar viðgerðir eða jafnvel nýja glugga.

Gluggar og gott viðhald Eitt af þeim verkum sem margir húseigendur geta annast sjálfir er viðhald á gluggum. Góð regla er að skoða gluggana vel á hverju vori og skoða hvernig þeir koma undan vetri. Er málningin farin að losna eða flagna? Með því að skoða málninguna vel kemur strax í ljós ef svo er. Besta leiðin er að bregða málningarsköfu eða svipuðu áhaldi á málninguna næst glerinu, eða stinga í málninguna með hnífsoddi, og ef hún lætur ekki undan þá er ástand gluggans í góðu lagi og ekki þörf á viðhaldi að sinni. Ef málningin á hinn bóginn losnar upp þá er komin þörf á viðhaldi og þá þarf að skoða vandlega hversu umfangsmikið það þarf að vera. Ef málningin losnar af í stórum bitum, þannig að viðurinn einn er eftir,þá hefur undirvinnu verið áfátt, eða ekki hafa verið notuð rétt efni í byrjun. slíkum tilfellum þarf að skoða vel hvort viðurinn sé farinn að fúna, og grípa þurfi til víðtækara viðhalds en bara að mála. Leitið aðstoðar sérfræðinga eða fagmanna ef vafi leikur á ástandi gluggans.

Viðhald 25

Sælureitur 2015  
Sælureitur 2015  

80 síður af heilræðum og hugmyndum fyrir pallinn, garðinn og heimilið.