Page 15

GIRÐINGAR Okkur hefur verið það eðlislægt í aldanna rás að afmarka okkar svæði, þótt verulega hafi dregið úr því á síðari árum að reisa miklar girðingar í kringum hús og garða, líkt og tíðkaðist áður fyrr. Samt sem áður er þess oft þörf að afmarka lóð eða svæði með girðingum, og þá eigum við þann valkost að smíða grindverk á staðnum, eða raða saman lágum forsmíðuðum girðingareiningum. Með því að blanda saman standandi klæðningu og fléttu fyrir ofan er hægt að kalla fram léttara yfirbragð og fallegri girðingu. Einnig er upplagt að nota girðingar á sólpalla til þess að hindra það að börn falli fram af pallinum.

Vilníus línan

180x80 cm

93x80 cm

180x80/95 cm

93x80/95 cm

Vnr. 603290

Vnr. 603295

Vnr. 603300

Vnr. 603305

Tilbúnir tröppukjálkar Auðveld lausn fyrir þá sem þurfa að búa til tröppur af pallinum eða á milli hæða í garðinum. Tilbúnir tröppukjálkar fyrir þrjú, fimm eða sjö þrep eru til hjá timbursöludeildum Húsasmiðjunnar, og þegar búið er að velja timbur í þrepin við hæfi, er ekkert til fyrirstöðu að koma fyrir sterklegum og fallegum tröppum.

25 cm

Vnr. 601755

Vnr. 601756

Vnr. 601757

17 cm þykkt 45 mm

Pallurinn 15

Sælureitur 2015  
Sælureitur 2015  

80 síður af heilræðum og hugmyndum fyrir pallinn, garðinn og heimilið.