Page 11

a

13 :

0 19:0

180 cm

:0 0 17

180 cm

:0 17

ca 2 m

21:0

0

b :0 17

0

ca 2 m

21:0 0

ca 6 m

ca 2-4 m

00

20. júní

0

13 :

1. maí

0

00

:0 17

:0 0 17 0 19:0

c

Afstaða sólar Gæta verður þess að planta gróðri á milli skjólveggs og þess svæðis sem nota á til útivistar. Þetta tryggir minni skugga og meira skjól. Velja þarf saman gróður af kostgæfni til þess að hann veiti skjól án þess að verða of hár. Skuggi frá 1,8 metra skjólvegg þann 1. maí er kl. 17 um 3 metrar en hann lengist í um 6 metra kl. 19. Skuggi þann 20 júní er orðinn 2 metrar kl 17 en 8,5 metrar kl. 21 um kvöldið. a. Það skiptir máli að sitja ekki of nálægt skjólvegg til þess að lenda ekki í skugganum. Gróður gefur auk þess meira skjól. b. Skugginn lengist frá klukkan 13 til kl 21 í byrjun maí. c. Skuggi frá sama skjólvegg í kring um 20. júní.

Hannað eftir þínu höfði Notfærðu það sem garðurinn býður upp á og útfærðu pallinn þannig að hann skapi sem mest rými og fái að njóta sín í umhverfinu. Garðurinn getur verið formaður eftir þínu höfði og þarf ekki að vera ferkantaður eða beinn. Mikilvægt er að leggja klæðninguna rétt á pallinn þannig að hann virki stærri en ekki minni. Ef garðurinn er hæðóttur má útfæra pallinn á tveimur eða fleiri hæðum. Húsasmiðjan býður meðal annars upp á ráðgjöf frá garðahönnuði sem vinnur með þér hugmynd að sólpallinum þínum.

Gerðu ráð fyrir húsgögnum Þegar sólpallur er hannaður þarf að hugsa fyrir því hvernig á að nota hann og gera ráð fyrir plássi fyrir þau húsgögn sem ætlunin er að nota. Mælið upp stærðir borða og stóla og þannig er hægt að sjá hvort þau komast vel fyrir á pallinum.

Pallurinn 11

Sælureitur 2015  
Sælureitur 2015  

80 síður af heilræðum og hugmyndum fyrir pallinn, garðinn og heimilið.