Page 10

SÓLPALLARÁÐGJÖF Fáðu teikningu af pallinum í þrívídd Húsasmiðjan býður viðskiptavinum sínum að koma og fá ráðgjöf varðandi garðinn og pallasmíðina hjá Bjarnheiði Erlendsdóttur garðahönnuði. Hún teiknar sælureitinn þinn í þrívídd þannig að þú sjáir hvernig hann mun koma út fullsmíðaður. Hvað þarf helst að hafa í huga áður en farið er af stað í pallasmíðina? „Það þarf að huga að því hvernig pallurinn verður notaður og hvar hann er staðsettur. Til dæmis þarf að gæta þess að skjólveggur skyggi ekki á besta staðinn á pallinum eða að heiti potturinn lendi í dimmu horni,“ segir Bjarnheiður. „Fólk þarf að huga að því hvernig sólin skín á mismunandi tíma dags, hvaðan vindáttin kemur, hvar grillið, húsgögnin eða heiti potturinn eigi að vera o.s.frv. Þess vegna hvet ég alla til að leita sér ráðgjafar, annað hvort hjá mér eða öðrum starfsmönnum Húsasmiðjunnar.“ Bjarnheiður tekur einnig fram að algeng mistök séu að hafa pallinn of lítinn, þannig að þegar húsgögn eru sett á pallinn komist lítið annað fyrir á pallinum. „Þess vegna hvet ég alla sem eru að huga að pallasmíði að koma til okkar og fá teikningu af pallinum í þrívídd frá ólíkum sjónarhornum ásamt grunnplani. Það kostar 5.390 kr. en sú upphæð fæst endurgreidd við kaup á efni í pallinn. Við gerum einnig verðtilboð í allt efni í pallinn, allt frá undirstöðum niður í smæstu skrúfu, þannig að ekkert á að koma á óvart.“ „Þeir sem vilja fá ráðgjöf hjá mér varðandi pallinn geta einfaldlega hringt í aðalnúmer Húsasmiðjunnar 525 3000 og pantað tíma. Munið að koma með grunnteikningu af húsinu og lóðinni ásamt ljósmyndum af svæðinu til mín,“ segir Bjarnheiður að lokum. Bjarnheiður Erlendsdóttir Garðahönnuður

10

Sælureitur 2015  
Sælureitur 2015  

80 síður af heilræðum og hugmyndum fyrir pallinn, garðinn og heimilið.