Page 7

FRÉTTABRÉF ÍSLANDSDEILDAR, 2. TBL 2012

veitti gaf honum fleiri tækifæri til að koma réttindum farandfólks á framfæri við mexíkósk yfirvöld. Bréfamaraþonið vakti einnig athygli á kvikmynd um farandverkafólk í Mexíkó, sem séra Solalinde kemur fram í. Starfsfólk í athvarfinu sem hann rekur bjó til borða úr öllum kortunum og bréfunum sem það fékk send og segir að það sé þakklátt fyrir samstöðuna.

kÚbVerskur AndÓFsmAður leystur Úr FAngelsi Andófsmaðurinn Andrés Carrión Álvarez var handtekinn og hnepptur í varðhald fyrir að nýta sér tjáningarfrelsi sitt á friðsamlegan hátt. Hann var handtekinn í borginni Santiago de Cuba þann 28. mars 2012 þar sem hann sótti útimessu hjá Benedikt páfa XVI. Fimm mínútum áður en messan hófst hrópaði hann, að sögn, orðin „frelsi“ (libertad) og „niður með kommúnismann“ (abajo el comunismo). Öryggissveitir handtóku hann. Mannréttindasamtök í landinu fengu ekki upplýsingar um hvar hann væri niðurkominn eða hvort hann hefði verið ákærður. Andrés Carrión Álvarez var leystur úr fangelsi þann 13. apríl 2012, eftir þrýsting frá Amnesty International, meðal annars frá félögum í smsaðgerðaneti Íslandsdeildarinnar, en bíður enn réttarhalda vegna „óspekta á almannafæri“.

VAlentinA og inés – meXÍkÓ „Ef ekki hefði verið fyrir bréfin ykkar, aðgerðir og samstöðu, þá stæðum við ekki í þessum sporum í dag,“ sagði Valentina Rosendo Cantú og þakkaði félögum Amnesty International sem tóku þátt í herferð fyrir þeirra hönd. Eftir að mál þeirra var tekið upp í bréfamaraþoninu 2011 viðurkenndu mexíkósk stjórnvöld loks formlega ábyrgð á nauðgun og misnotkun sem Valentina og Ines Fernández Ortega urðu fyrir af hendi mexíkóskra hermanna árið 2002. „Við viljum nota tækifærið til að

þakka ykkur innilega fyrir allan stuðninginn.“ Valentina sagði enn fremur: „Til hvers og eins ykkar: Nomaá (takk fyrir).“ Amnesty International heldur áfram að kalla eftir rannsókn og að þeir seku verði dregnir fyrir rétt.

sAber rAgoubi – tÚnis

sérA solAlinde – meXÍkÓ Séra Solalinde er mannréttindafrömuður sem vinnur fyrir hönd farandfólks í Mexíkó. Þrátt fyrir að hann sitji undir hótunum þá eiga mannréttindastörf hug hans allan og hann hefur oft þakkað félögum Amnesty International fyrir stuðning og samhug. Þrýstingurinn og athyglin sem bréfamaraþonið

Sem hluti af almennri sakaruppgjöf í kjölfar uppreisnarinnar í Túnis var Saber Ragoubi leystur úr fangelsi í mars 2011 og gifti sig í kjölfarið. Hann átti yfir höfði sér dauðadóm í kjölfar dóms sem hann hlaut í desember 2007 fyrir ýmis öryggisbrot, þar á meðal samsæri um að steypa ríkisstjórninni af stóli, notkun vopna og fyrir að tilheyra hryðjuverkasamtökum. Hann greindi frá því að hann hefði verið pyndaður í varðhaldi áður en réttarhöldin hófust. Faðir hans hafði samband við Amnesty International og þakkaði samtökunum fyrir stuðninginn á meðan sonur hans var í fangelsi, þar á meðal fyrir stuðningskveðjur og áköll sem voru send í bréfamaraþoninu 2010.

Þín þátttaka getur skipt sköpum. Um leið og félögum er þökkuð virk þátttaka í starfinu eru þeir hvattir til að halda áfram að leggja lóð sitt á vogarskálarnar og stuðla þannig að aukinni virðingu fyrir mannréttindum um heim allan. Skráðu þig í sms-aðgerðanetið. Taktu þátt www.netakall.is. Ekki gleyma bréfamaraþoninu 8. desember á skrifstofu deildarinnar.

7

Fréttabréf Amnesty 2.tbl 2012  
Fréttabréf Amnesty 2.tbl 2012  

Fréttabréf Amnesty 2.tbl 2012