Page 5

FRÉTTABRÉF ÍSLANDSDEILDAR, 2. TBL 2012

búa í fátækrahverfum árið 2030. Vegna skorts á öðru viðráðanlegu húsnæði hefur fólk sem flyst búferlum til stórborga ekki um neitt annað að velja. Íbúarnir hafa sjaldnast nokkra tryggingu fyrir réttinum til ábúðar og eiga stöðugt á hættu að verða fluttir á brott með valdi. Íbúarnir lifa í stöðugum ótta við þvingaða brottflutninga þar sem þeir kunna að verða reknir með ólöglegum hætti úr híbýlum sínum, missa eigur sínar, tengsl við fjölskyldur, missa atvinnumöguleika, aðgengi að menntun og heilsugæslu.

VAndinn er VÍðA Brot á réttinum til viðunandi húsnæðis eiga sér stað bæði í ríkum sem og fátækum löndum og borgum. Í fátækum hverfum í Bandaríkjunum

Frá Deep Sea fátækrahverfinu í Kenía © Amnesty International

Fólk sem býr í fátækrahverfum þolir margvísleg mannréttindabrot sem ekki er hægt að horfa fram hjá og verður að stöðva. 00 binda þarf enda á nauðungarbrottflutninga

Ríkisstjórnir eiga að grípa til allra nauðsynlegra aðgerða, þar á meðal lagasetningar og stefnumörkunar í samræmi við alþjóðlegar mannréttindareglur með það að markmiði að banna og koma í veg fyrir þvingaða brottflutninga.

00 tryggja jafnan aðgang að opinberri þjónustu fyrir fólk sem býr í fátækrahverfum Ríkisstjórnir verða að berjast gegn allri mismunun gagnvart fólki sem býr í fátækrahverfum. Lög og reglugerðir sem hafa þau áhrif að fólki er mismunað verður að endurskoða, breyta eða fella úr gildi. Ríkisstjórnir verða að tryggja að íbúar fátækrahverfa njóti jafns aðgangs að vatni, hreinlætisaðstöðu, heilsugæslu, húsnæði, menntun sem og sanngjarnri og skilvirkri löggæslu.

00 heimila og tryggja virka þátttöku fólks sem býr í fátækrahverfum í öllum áætlunum og verkefnum er lúta að umbótum í hverfunum

Ríkisstjórnir verða að binda enda á kúgun gagnvart íbúum fátækrahverfa og þeim sem vinna með íbúunum. Yfirvöld verða að grípa til raunhæfra aðgerða og fjarlægja hindranir til að tryggja virka þátttöku íbúa fátækrahverfa í öllum skipulagsáætlunum sem kunna að hafa bein eða óbein áhrif á líf þeirra. Allar aðgerðir og áætlanir verða að vera í samræmi við alþjóðlegar mannréttindareglur, einkum þær sem lúta að viðunandi húsnæði.

og á verndarsvæðum frumbyggja í Kanada og Ástralíu býr fólk við skort, öryggisleysi og útilokun og rödd þess fær ekki að heyrast. Róma-fólki á Ítalíu er meinaður aðgangur að opinberri heilsugæslu og annarri samfélagsþjónustu vegna þess að ríkið hefur ekki samþykkt húsakynni þess. Tjaldbúðir þess hafa verið lagðar í rúst og fólk flutt nauðungarflutningum vegna fordóma og mismununar. Íbúum fátækrahverfa fjölgar dag frá degi, ástæður þessa eru margvíslegar. Skortur á stuðningi við landsbyggðina leiðir til þess að fólk flyst til borganna, vopnuð átök flæma fólk á brott, náttúruhamfarir leiða til þess að fólkið leitar til borganna, skortur á aðgangi að jarðnæði og eignarhaldi á landi og ekki síst þvingaðir brottflutningar fólks af jörðum sínum. Vegna skorts á húsnæði á viðunandi kjörum í borgunum hafa þeir sem flytja til borganna engan valkost og verða að setjast að í fátækrahverfum. Fátækt er eitt stærsta mannréttindavandamál samtímans og skýrasta birtingarmynd hennar eru fátækrahverfi heimsins. Margar ríkisstjórnir gera ekki lágmarks ráðstafanir til að standa vörð um rétt fólks til boðlegs húsnæðis. Oftar en ekki er fólk hrakið frá heimilum sínum án þess að tilhlýðilegri málsmeðferð að lögum sé fylgt og án þess að boðið sé upp á annan húsnæðiskost. Ákvarðanir sem áhrif hafa á líf íbúa eru iðulega teknar án nokkurs samráðs við þá og raddir þeirra heyrist ekki. 5

Fréttabréf Amnesty 2.tbl 2012  
Fréttabréf Amnesty 2.tbl 2012  

Fréttabréf Amnesty 2.tbl 2012