Page 4

AMNESTY INTERNATIONAL

rétturinn til hÚsnÆðis

Hoy Mai situr á tröppum húss dóttur sinnar, með börnum og barnabarni í Taman þorpinu í Odday Meanchey héraðinu í Kambódíu. Myndin er tekin 16. mars 2011. Mai hefur þurft að búa hjá dóttur sinni frá því að heimili hennar í Bos þorpinu var eyðilagt í október 2009. Heimili hennar ásamt 118 öðrum húsum var rutt úr vegi og brennt til grunna af hópi lögreglu og hermanna. © Amnesty International

Rétturinn til húsnæðis er skilgreindur í alþjóðlegum mannréttindasamningum. Í 11. gr. Samnings Sameinuðu þjóðanna um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi segir: „Ríki þau sem aðilar eru að samningi þessum viðurkenna rétt sérhvers manns til viðunandi lífsafkomu fyrir hann sjálfan og fjölskyldu hans, þar á meðal viðunandi fæðis, klæða og húsnæðis og sífellt batnandi lífsskilyrða.“ Með aðild að samningnum skuldbinda ríki sig til að gera viðeigandi ráðstafanir til að þessum rétti verði framfylgt.

hér eigum Við heimA Aðgangur að húsnæði og búsetuöryggi eru lykilatriði fyrir velferð fólks. Heimilisleysi og þvingaðir brottflutningar hafa víðtækar og alvarlegar afleiðingar fyrir einstaklinga, fjölskyldur og samfélög. Amnesty International hefur á undanförnum árum skoðað hvernig mannréttindabrot leiða til þess að fólk missir heimili sín og flosnar upp. Meðal þeirra brota eru þvingaðir brottflutningar fólks af landsvæðum og úr hýbýlum, kynjamismunun þegar 4

kemur að húsnæðisréttindum sem og vanvirðing á landréttindum frumbyggja. Um allan heim lifir fólk við daglega ógn um að verða neytt burt af heimilum sínum. Í fjölmörgum ríkjum er fólk þvingað burt af heimilum sínum án þess að því séu tryggð önnur búsetuúrræði eða samráð haft við það í aðdraganda brottflutningsins. Í nafni efnahagsframfara hefur fólk verið þvingað burt af heimilum sínum og/eða landi. Mörg dæmi um slíkt er að finna á Indlandi þar sem fólki á jaðri samfélagsins hefur verið gert að yfirgefa heimili sín vegna stórra þróunarverkefna. Á Gaza og á Vesturbakkanum hefur fólk verið neytt burt af heimilum sínum vegna byggingar aðskilnaðarmúrsins. Á bak við þvingaða brottflutninga og það hvernig grafið er undan búsetuöryggi fólks liggja mannréttindabrot sem bæði ríkisstjórnir, alþjóðlegar fjármálastofnanir, vopnaðir hópar sem og fyrirtæki bera ábyrgð á.

þVingAðir brottFlutningAr Fólki sem býr við óörugga afkomu

er steypt í fátækt og því gert ókleift að komast úr fátæktinni vegna þess að það hefur misst heimili sín eða jarðnæði. Rannsóknir Amnesty International hafa leitt í ljós að þvingaðir brottflutningar beinast iðulega að fólki og samfélögum sem eru þegar efnahagslega og pólitískt á jaðrinum; íbúar fátækrahverfa, minnihlutahópar svo sem Róma-fólk í Evrópu og frumbyggjar eru þeir hópar sem oftast verða fyrir þvinguðum brottflutningum. Umhverfisspjöll hafa leitt til þess að fólk hefur flosnað upp af heimilum sínum. Á óseyrum Nígerfljóts í Nígeríu hefur mengun vegna olíuvinnslu gert að verkum að fólk hefur flosnað upp af heimilum sínum. Í Mexíkó hefur fólk þurft að yfirgefa heimili sín og jarðir vegna virkjanaframkvæmda og á Indlandi hefur námavinnsla leitt til þess að frumbyggjum hefur verið gert að flytja af jörðum sínum.

VÍtAhring FátÆktArinnAr ViðhAldið Amnesty International leggur ríka áherslu á að ríki virði rétt allra til húsnæðis og stöðvi þvingaða brottflutninga. Milljónir manna búa í fátækrahverfum og í óformlegum byggðum við ófullnægjandi húsnæðisaðstæður, án aðgangs að hreinu vatni, hreinlætisaðstöðu, sorphreinsun, holræsakerfum, rafmagni og annarri nauðsynlegri þjónustu. Íbúar lifa oft við mikið óöryggi og standa frammi fyrir ógn um ofbeldi bæði af hálfu lögreglu og glæpagengja. Íbúum er meinaður aðgangur að réttlæti vegna mismununar. Hverfin eru skilgreind sem „ólögleg“ eða „ekki reglum samkvæmt“. En þessi hverfi eru líka, líkt og öll önnur þéttbýlissamfélög, staðir þar sem íbúarnir lifa, starfa, nærast, sofa og ala upp börnin sín. Hlutfall jarðarbúa sem eiga heima í fátækrahverfum hækkar ískyggilega hratt. Samkvæmt sumum spám munu um tveir milljarðar manna

Fréttabréf Amnesty 2.tbl 2012  

Fréttabréf Amnesty 2.tbl 2012

Fréttabréf Amnesty 2.tbl 2012  

Fréttabréf Amnesty 2.tbl 2012