Page 2

AMNESTY INTERNATIONAL

Íslandsdeild

Nokkur orð Varanleg lausn byggist á mannréttindum

Undanfarin ár höfum við orðið vitni að miklum sviptingum í efnahagsmálum víða um heim og alvarleg teikn eru á lofti um auknar efnahagsþrengingar sem geta ógnað mannréttindum.

Mannréttindi eru ekki munaður – þau eru fyrir alla, alltaf Markmið mannréttinda er að skapa samfélag þar sem allir njóta málfrelsis, trúfrelsis og óttaleysis um líf og afkomu. Sagan kennir okkur að efnahagserfiðleikar geta leitt til skerðingar á mannréttindum. Nú þegar hafa ýmis lönd hert aðgerðir gegn innflytjendum með margþættum afleiðingum, ekki síst í upprunalöndum þar sem fjölskyldur reiða sig á peningasendingar. Önnur hætta vegna hertra aðgerða gegn farandverkafólki og innflytjendum er aukinn rasismi, þjóðernishyggja og mismunun í móttökulöndum. Niðursveifla í efnahag landa leiðir til félagslegs óöryggis, aukinna mótmæla og andófs gegn yfirvöldum. Við slíkar aðstæður er hætta á auknu eftirliti, strangari reglum og skerðingu mannréttinda. Í viðbrögðum yfirvalda um allan heim við efnahagsþrengingum verður að vera tryggt að mannréttindi séu ekki fyrir borð borin heldur hafi yfirvöldin Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna að leiðarljósi í öllum aðgerðum.

Fjármálakreppan hefur mest áhrif á líf og afkomu þeirra hópa sem fyrir voru hvað varnarlausastir og á jaðri samfélagsins. Hún hefur nú þegar haft mjög víðtæk áhrif og dregið úr atvinnuöryggi, rétturinn til fæðis og húsnæðis er víða í hættu og réttinum til heilsu og menntunar er ógnað. Aðgerðir sem byggjast á mannréttindum munu stuðla að varanlegum lausnum til lengri tíma. Aðgerðir sem taka mið af mannréttindum byggjast á traustum grunni. Mikilvægt er að hafa í huga að ríki hafa undirgengist mannréttindaskyldur sem ber að virða við allar aðstæður, líka á krepputímum. Forgangsröðun og megináherslur ættu því að fela í sér aðgerðir til að vernda öll mannréttindi, jafnt efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi sem og borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi. Alþjóðleg viðbrögð við efnahagslægðinni í heiminum eiga að byggjast á mannréttindum og leiðum til að uppfylla þau. Sú heimsmynd sem nú blasir við með auknu atvinnuleysi víða um heim kallar á nýjar áherslur í starfi mannréttindasamtaka. Barátta gegn brotum á réttindum þeirra sem lifa við fátækt og um leið valdaleysi mun aukast á næstu misserum. Amnesty International leggur áherslu á að fátækt er ekki óumflýjanleg og ástæður fátæktar er hægt að rekja til stefnu, aðgerða eða aðgerðaleysis bæði stjórnvalda, fyrirtækja og fjármálastofnana. Hinir fátæku sem og hinir ríku eiga rétt á réttlátri

Þingholtsstræti 27 – Pósthólf 618 121 Reykjavík – sími 511 7900 Netfang: amnesty@amnesty.is Heimasíða: www.amnesty.is Netákall: www.netakall.is Stjórn Íslandsdeildar Amnesty International: Formaður: Hörður Helgi Helgason Gjaldkeri: Kristín J. Kristjánsdóttir Meðstjórnendur: Helga Bogadóttir Sólveig Ösp Haraldsdóttir Þorleifur Hauksson Oddný Rósa Ásgeirsdóttir Hrund Gunnsteinsdóttir Framkvæmdastjóri: Jóhanna K. Eyjólfsdóttir Verkefnastjóri: Torfi Geir Jónsson Herferðafulltrúi: Bryndís Bjarnadóttir Prentun: Ísafoldarprentsmiðja Umbrot: Eyjólfur Jónsson Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jóhanna K. Eyjólfsdóttir Forsíðumynd: Anela Krasnic, nágranni hennar Zoran Durmisevic og sonur hans Danijel, sitja á stólum á götunni fyrir utan húsnæði sem var heimili þeirra. Þau voru þvinguð af heimili sínu í Belgrað í Serbíu 11. ágúst 2011. © Sanja Knezevic

málsmeðferð svo og að eignir þeirra séu verndaðar gegn óréttmætri upptöku. Mannréttindi kveða á um rétt til öryggis og lífskjara sem nauðsynleg eru til verndar heilsu og vellíðan. Jóhanna K. Eyjólfsdóttir, framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty International

Amnesty International stefnir að heimi þar sem sérhver einstaklingur fær notið allra þeirra mannréttinda sem er að finna í Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna og öðrum alþjóðlegum mannréttindasamþykktum. Með það að markmiði sinnir Amnesty International rannsóknum og grípur til aðgerða í því skyni að koma í veg fyrir og binda enda á alvarleg brot á þessum réttindum. Amnesty International er samfélag manna um heim allan, sem standa vörð um mannréttindi á grundvelli alþjóðlegrar einingar, virkra aðgerða í þágu einstakra fórnarlamba, alþjóðlegrar starfsemi, algildis og órjúfanleika mannréttinda, óhlutdrægni og sjálfstæðis, lýðræðis og gagnkvæmrar virðingar. Amnesty International hefur ráðgefandi stöðu innan Sameinuðu þjóðanna, Evrópuráðsins, Samtaka Ameríkuríkja og Afríkusambandsins. Íslandsdeild Amnesty International var stofnuð árið 1974. Friðarverðlaun Nóbels voru veitt Amnesty International árið 1977. 2

Fréttabréf Amnesty 2.tbl 2012  
Fréttabréf Amnesty 2.tbl 2012  

Fréttabréf Amnesty 2.tbl 2012