Page 13

FRÉTTABRÉF ÍSLANDSDEILDAR, 2. tbl 2012

Hvað er til ráða? 00 Öll ríki ættu að sjá til þess að lagaramminn geri fyrirtæki ábyrg fyrir glæpsamlegu athæfi. Ríki ættu einnig að sjá til þess að þau veiti nægileg úrræði til að auðvelda viðeigandi rannsókn og lögsókn á hendur fyrirtækjum. 00 Öll ríki ættu að taka að sér að endurskoða reglurammann með tilliti til þess að þar séu fullnægjandi ráðstafanir til að (a) tryggt verði að fyrirtæki virði mannréttindi og umhverfið í allri starfsemi sinni og (b) tryggt verði að ríki geti rannsakað og lögsótt fyrirtæki fyrir glæpi sem eru framdir erlendis eða hafi afleiðingar erlendis. 00 Fyrirtæki ættu að vera skyldug samkvæmt lögum til að framkvæma áreiðanleikakönnun um mannréttindi á allri alþjóðlegri starfsemi sinni og að gera niðurstöðurnar opinberar. 00 Öll fyrirtæki ættu að vera skyldug samkvæmt lögum til að gefa upp allar upplýsingar um sérhvert efni og innihald í eigu eða umsjón fyrirtækisins sem getur haft áhrif á umhverfið og lýðheilsu. 00 Fórnarlömb mannréttindabrota verða að geta farið með mál sín fyrir dómstóla og fengið úrlausn þeirra. Þau ættu að geta leitað réttar síns í heimaríki viðkomandi fyrirtækis. 00 Ríki og fyrirtæki verða að tryggja að byggðarlög og fólk sem verður fyrir áhrifum af starfsemi fyrirtækja hafi viðunandi aðgang að upplýsingum. Ríki og fyrirtæki verða að gera samfélögum og einstaklingum kleift að taka virkan þátt í ákvarðanatökunni. 00 Ríki og fyrirtæki framfylgi leiðbeinandi meginreglum Sameinuðu þjóðanna um vernd, virðingu og bætur.

Sarayaku-fólkið í Ekvador var ekki haft með í ráðum þegar yfirvöld heimiluðu olíuborun á landi þess. Það leitar nú réttar síns fyrir Mannréttindadómstól Ameríkuríkja í Kosta Ríka. © Zoë Tryon

Það ætti að vera hægt, líkt og mörg fyrirtæki í námuiðnaðinum halda fram, að láta fjárfestingar í vinnslu náttúruauðlinda draga verulega úr fátækt og stuðla að sjálfbærri þróun. Því er ekki hægt að neita að áratuga vinnsla náttúruauðlinda og þær gríðarlegu tekjur sem hún hefur skapað hafa kynt undir átökum, stuðlað að mannréttindabrotum og aukinni fátækt og grafið undan sjálfbærri þróun. Fyrirtæki geta átt þátt í ýmiss konar brotum gegn mannréttindum og bera stundum beina ábyrgð á þeim. Ásakanir um mannréttindabrot eru sérlega algengar í jarðefnavinnslu í samanburði við annars konar iðnað. Þetta þarf ekki að koma á óvart þegar horft er til áhrifanna sem slík starfsemi hefur á lands- og vatnsauðlindir. Heil samfélög kunna að verða flutt nauðungarflutningum til að rýma fyrir jarðefnavinnslu. Mengun eða ofnotkun vatnsauðlinda getur eyðilagt aðgengi byggða að hreinu vatni. Harkaleg öryggisgæsla kringum jarðefnavinnslu hefur ítrekað leitt til vandræða, oft í löndum eða á svæðum sem fyrir eru illa leikin eftir stríðsátök. Fyrirtæki á sviði jarðefnavinnslu eiga það til, ýmist viljandi eða af gáleysi, að kljúfa samfélög og etja ólíkum hlutum þeirra hverjum gegn öðrum. Koma fyrirtækja með mikið fjárhagslegt bolmagn getur leitt til aukins ofbeldis og samfélagsárekstra, einkum þegar þeim sem er meinað um hlutdeild í aukinni velmegun finnst þeir ekki hafa fengið það sem þeim beri. Samningar við ríkisstjórnir vegna sérstakra verkefna á sviði jarðefnavinnslu eru sömuleiðis oft ekki nógu gagnsæir. Oft er ekki nægilegt samráð haft við íbúa á athafnasvæðum. Himinn og haf skilur á milli yfirlýsinga fyrirtækja um það hve mikla áherslu þau leggi á þátttöku íbúa og sjálfs raunveruleikans sem er oft sá að þau miðla ekki viðeigandi upplýsingum til íbúanna. Þegar þau gera það, þá er það oft lítið meira en æfing í almannatengslum. Þar að auki getur hugsast að íbúar fátækra svæða viti ekki að upplýsingarnar eru tiltækar eða séu ekki læsir á þær. 13

Fréttabréf Amnesty 2.tbl 2012  
Fréttabréf Amnesty 2.tbl 2012  

Fréttabréf Amnesty 2.tbl 2012