Page 12

AMNESTY INTERNATIONAL

Veggmynd – minnisvarði um þá sem létust í kjölfar gasleka frá verksmiðju Union Carbide í Bhopal á Indlandi 1984. © Amnesty International

mAnnréttindi og ábyrgð FyrirtÆkJA Í inngangsorðum Mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna segir: „Ber og hverjum einum að stuðla að þeim framförum, innan ríkis og ríkja í milli, er að markmiðum yfirlýsingarinnar stefna, tryggja almenna og virka viðurkenningu á grundvallaratriðum hennar og sjá um, að þau verði í heiðri höfð.“ Í þessum orðum felst að ábyrgð á virðingu fyrir mannréttindum liggur ekki eingöngu hjá yfirvöldum heldur ber okkur öllum að stuðla að því að mannréttindi séu ætíð í heiðri höfð. Á undanförnum árum hafa sjónir beinst æ meir að ábyrgð fyrirtækja í mannréttindamálum. Öll fyrirtæki hafa skýrar mannréttindaskyldur gagnvart starfsfólki, sem settar eru fram í samþykktum Alþjóðavinnumálastofnunarinnar og víðar. Amnesty International telur að viðskiptaheimurinn hafi víðtækar skyldur, bæði lagalegar og siðferðilegar, til að vinna að framgangi og vernd mannréttinda. Í því sambandi er rétt að benda á, að alþjóðasamfélagið hefur staðfest í ýmsum sáttmálum, yfirlýsingum og samningum, að efling og vernd mannréttinda sé hafin yfir öll landamæri. Sú þróun sem átt hefur sér stað á undanförnum árum knýr á um að komið verði á virku eftirliti með starfsemi fyrirtækja og skýr ábyrgð lögð á þau um að framfylgja mannréttindum í allri starfsemi sinni.

Sum fyrirtæki grafa líka undan mannréttindum eða brjóta gegn þeim, annað hvort vegna skorts á fyrirhyggju og góðu skipulagi eða vísvitandi. Þar að auki svíkjast sum ríki undan ábyrgð sinni á því að vernda fólk innan landamæra sinna fyrir mannréttindabrotum – eða þá að ríki stunda sjálf mannréttindabrot – í þeim tilgangi að komast yfir dýrmætar auðlindir. Fórnarlömb hafa fá úrræði til að leita réttar síns og tilraunir þeirra til að knýja fram réttlæti fara oft út um þúfur vegna spillingar eða galla í réttarkerfinu. Ráðist er í verkefni án þess að fram fari mat á hugsanlegum áhrifum þeirra á mannréttindi, þ.m.t. áhrif á náttúru og samfélag. Íbúar lítilla byggðarlaga kunna að verða fluttir á brott með valdi og þannig er grafið undan afkomumöguleikum þegar landi þeirra er spillt og vatnsból menguð. Íbúum samfélaga sem verða fyrir slíkum skaðlegum áhrifum er einatt meinaður aðgangur að upplýsingum um áhrifin af starfsemi fyrirtækja og þeir útilokaðir frá ákvarðanatöku sem varðar líf þeirra. Þar með er stuðlað enn frekar að óöryggi þeirra og skorti. Ástand mála versnar enn þegar brotið er gegn þeim og þeim synjað um réttlæti vegna þess að ríkisstjórnir geta ekki eða vilja ekki láta fyrirtækin axla ábyrgð. Afleiðingarnar eru áframhaldandi mannréttindabrot sem dýpka hringrás fátæktarinnar.

áhriF hnAttVÆðingArinnAr

Lítið hefur farið fyrir lagasetningum sem gætu tryggt að fyrirtæki axli ábyrgð þegar neikvæðar afleiðingar fylgja starfsemi þeirra. Allt of mörg mannréttindabrot tengd fyrirtækjum eru drýgð án þess að nokkrum sé refsað – vegna þess að þjóðríki hafa ekki getu eða vilja til að fyrirbyggja eða hegna fyrir slíkt framferði. Vegna fjölþjóðlegs eðlis margra öflugra fyrirtækja og þess flókna lagaumhverfis sem þau starfa í getur fyrirtækjaábyrgð reynst sérlega snúið viðfangsefni. Í mörgum löndum er regluverkið veikburða og því illa framfylgt. Oft eru það hinir snauðustu sem líða fyrir vonda starfshætti fyrirtækjanna. Mörg af fátækustu löndum heims eru einnig á meðal þeirra sem búa yfir mestum auðlindum.

Með hnattvæðingunni hafa meiri völd og áhrif færst í hendur stórfyrirtækja en nokkur fordæmi eru fyrir auk þess sem hún hefur fært milljónum manna atvinnu og fjárfestingartekjur. En þegar starfsemi stórfyrirtækja brýtur í bága við mannréttindi og sökkvir fólki dýpra í fátækt þá skortir oft leiðir til að láta fyrirtækin gangast við ábyrgð sinni eða tryggja þolendum bætur. Fyrirtæki geta haft mikil áhrif á réttindi einstaklinga og samfélaga. Oft eru þessi áhrif jákvæð. Til dæmis skapa farsæl fyrirtæki atvinnu. Þau afla ríkjum tekna sem síðan er hægt að verja í grunnþjónustu og önnur verkefni. 12

Auðlindir til gÓðs og ills

Fréttabréf Amnesty 2.tbl 2012  

Fréttabréf Amnesty 2.tbl 2012

Fréttabréf Amnesty 2.tbl 2012  

Fréttabréf Amnesty 2.tbl 2012