Page 10

AMNESTY INTERNATIONAL

sárin sem Aldrei grÓA

Við minnisvarða um horfna, Santiago, Chile. © Amnesty International

„Þetta er það versta sem hent getur nokkra manneskju. Þegar ástvinur deyr syrgir maður og góðvinir hughreysta mann. Smám saman lærir maður að sætta sig við missinn. Allt öðru máli gegnir hins vegar um ástvin sem horfið hefur sporlaust. Það er sárasta kvölin.“ Þannig lýsir Amina Janjua frá Pakistan þeirri lamandi angist sem fylgir því þegar ástvinur er látinn hverfa og ættingjum gert að lifa í algerri óvissu um afdrif hans. Eiginmaður Aminu, Masood Ahmed Janjua, „hvarf“ í júlí 10

2005 fyrir tilverknað Pervez Musharraf, fyrrverandi forseta landsins, og ekkert hefur spurst til hans síðan. Talið er að fimm manns hverfi með þessum hætti á degi hverjum.

leyndin Felur Í sér Önnur brot Þvinguð mannshvörf eru meðal alvarlegustu mannréttindabrota heims og skýrt er kveðið á um bann við slíkum brotum í alþjóðalögum. Það kallast „þvingað mannshvarf“ þegar stjórnvöld svipta fólk frelsi sínu, halda því í leynilegu varðhaldi og neita að upp-

lýsa um örlög þess eða dvalarstað eða svipta það lífi. Þessi meðferð brýtur í bága við alþjóðalög sem skylda ríki til að halda fólki sem svipt er frelsi sínu í opinberlega viðurkenndum fangelsum. Horfnir fangar sem eru einangraðir frá umheiminum og algjörlega á valdi gæslumanna sinna eru sviptir allri lagavernd. Þeir hafa engan aðgang að lögfræðingum, fjölskyldu eða læknum. Þeim er oft haldið lengi í varðhaldi, sem jafnan byggist á geðþóttaákvörðunum, þeir eru hvorki ákærðir né leiddir fyrir dómara. Lögmæti handtöku og varðhalds er ekki metið af dómara eða sambærilegu yfirvaldi og fangarnir geta ekki mótmælt því. Engir óháðir aðilar, innlendir eða alþjóðlegir, hafa eftirlit með aðstöðu og meðferð fanganna. Leyndin sem ríkir yfir varðhaldinu auðveldar yfirhylmingu frekari mannréttindabrota sem fangarnir verða fyrir, m.a. pyndinga eða illrar meðferðar, og gerir stjórnvöldum kleift að skorast undan ábyrgð. Þvinguð mannshvörf og leynilegt varðhald teljast til illrar meðferðar og pyndinga. Hinir horfnu geta ekki haft samband við utanaðkomandi, t.d. fjölskyldumeðlimi, og vita ekki hvort þeir verða nokkurn tímann frjálsir eða fá að sjá fjölskyldur sínar á ný. Hið sama á við um þjáningarnar sem fjölskyldur horfinna einstaklinga líða þegar þeim er neitað um vitneskju um örlög ættingja sinna. Fjölskylda og vinir bíða oft árum saman á milli vonar og ótta eftir fréttum af ástvinum sem aldrei berast. Aðstandendur vita ekki hvort horfinn ástvinur muni nokkurn tíma koma aftur og geta hvorki syrgt né aðlagast missinum. Stundum tilkynna fjölskyldur ekki einu sinni mannshvarfið, bæði vegna ótta við hefndaraðgerðir stjórnvalda og vegna algerrar afneitunar yfirvalda á tilvist þess sem horfinn er. Fyrir utan brot á réttinum til að vera ekki látinn sæta pyndingum og annarri illri meðferð eru þvinguð mannshvörf brot á fjölda annarra mannréttinda. Sem dæmi má nefna rétt einstaklings

Fréttabréf Amnesty 2.tbl 2012  
Fréttabréf Amnesty 2.tbl 2012  

Fréttabréf Amnesty 2.tbl 2012