Kynning á nýliðaþjálfun HSSR 2017-19

Page 1

Nýliðaþjálfun 2017-19 Almennar upplýsingar um nýliðaþjálfun Hjálparsveitar skáta í Reykjavík.


Inngangur Á haustin gefst almenningi kostur á að hefja nýliðaþjálfun hjá Hjálparsveit skáta í Reykjavík (HSSR). Yfirlýstur tilgangur nýliðaþjálfunar er að fá inn nýtt fólk á útkallsskrá til virkrar þátttöku í leitar- og björgunarstarfi sem og öðru starfi sveitarinnar, s.s. fjáröflunum. Nýliðaþjálfun HSSR er fyrir þig ef þú:

- sérð fram á að geta tekið þátt í útköllum eftir að þjálfun lýkur - hefur áhuga á að kynnast og starfa með skemmtilegu fólki - hefur áhuga á að stunda hvers konar útivist og ferðamennsku

Í þessum bæklingi er nýliðaþjálfun HSSR kynnt. Við hvetjum þig til þess að kynna þér dag­ skrána sem og þær kröfur sem gerðar eru til fólks í nýliðaþjálfun og kanna hvort þú eigir ekki samleið með okkur. Nýliðateymi HSSR

2 Hjálparsveit skáta í Reykjavík


Kynning á HSSR Hjálparsveit skáta í Reykjavík var stofnuð 1932 og er HSSR í hnotskurn í dag ein stærsta björgunarsveit landsins. Hún er Fj. félaga: 243 aðili að Slysa­varna­félaginu Lands­björg og er Fj. útkalla á síðasta starfsári: 59 heildarfjöldi fél­aga um 240. Útkallskerfi Fjöldi útkallshópa: 13 sveit­ar­innar er virkjað af lögreglu og Kallmerki: Reykur er sveitin hluti af viðbragði almanna­ Bækistöð: Malarhöfði 6 (M6) varnadeildar ríkis­lög­reglu­stjóra. Sveitin er land­björg­unar­sveit og miðast búnaður og þjálfun við það. Ávallt er fyrirliggjandi dagskrá með yfirliti yfir æfingar, ferðir og fyrirlestra auk annarra liða, en fyrir utan nýliðadagskrá eru farnar fjölmargar ferðir á vegum útkallshópa auk almennra ferða. Sjö manna stjórn er yfir starfsemi HSSR, en mikil áhersla er lögð á sjálfstæði og frumkvæði útkallshópa sem og félaganna sjálfra. Sveitin er að mestu rekin fyrir sjálfsaflafé og er fjáröflun því stór hluti af starfi félaga og nýliða. Húsnæði sveitarinnar er að Malarhöfða 6 og er það um 1.200 m2 að stærð. Þar er búnaður sveitarinnar geymdur, en hún er vel tækjum búin. Nánar má fræðast um starfsemi sveitarinnar á vefnum hssr.is. Starfsárið 2016-17 var farið í samtals 59 útköll. Leitaraðgerðir töldu um 51% útkalla og björgunaraðgerðir 32%. Aðstoð vegna óveðurs og ófærðar taldi 17%. Yfirlit yfir útkallshópa Alþjóðasveitarhópur Bílahópur Fjallahópur Flygildahópur Sjúkraráð Snjóbílshópur Undanfarar

Búðahópur Bækistöðvarhópur Leitartæknihópur Léttsveit Straumvatnsbjörgun Vélsleðahópur

3 Nýliðaþjálfun 2017-19


Spurningar og svör Hverjir geta hafið nýliðastarf? Aldurstakmark er 18 ár, en þjálfunin hentar hraustu fólki á öllum aldri. Þú þarft að vera í góðu líkamlegu og andlegu formi, en einnig er mjög mikilvægt að eiga gott með að vinna í hópi hress fólks og að vera félagslega hæf/ hæfur. Reynsla af útivist er mikill kostur. Gerðar eru þær lágmarks kröfur til nýliða að þeir komist upp að Steini á Esju á innan við klukkustund. Námskeið, sem og í raun öll verkefni á vegum sveitarinnar, fara fram á íslensku og eru góð tök á íslensku máli, töluðu og rituðu, því ófrávíkjanlegt skilyrði. Stelpur eða strákar? Aldrei hefur verið gerður munur á hlutverkum kvenna og karla innan HSSR. Þar ganga allir jafnt í öll verk.

4

Er þetta tímafrekt? Dagskráin er þétt og miklar kröf­ur eru gerðar um mætingu á nám­skeið, í gönguferðir og fjár­aflanir. Þar að auki er ætlast til að þú undirbúir þig fyrir öll námskeið. Dagskrá vetrarins er á síðu 12. Til viðbótar því sem hér er upp talið er gert ráð fyrir að nýliðar gefi sér góðan tíma til æfinga utan reglubundinnar dagskrár og að þeir hafi sjálfir frum­kvæði að því að æfa það frekar sem þeim er kennt á námskeiðum. Hjálparsveit skáta í Reykjavík

Þarf maður að vera í góðu formi? Á flestum námskeiðum er gengið töluvert, oft með miklar byrðar. Því er mikilvægt að nýliðar séu í þokkalega góðu formi þegar þjálfunin hefst. Þarf að mæta í alla dagskrárliði í þjálfuninni? Allir dagskrárliðir hafa tilgang og ekkert er óþarft. Mikil áhersla er lögð á stundvísi í öllu starfi sveitarinnar. Ef upp koma aðstæður sem aftra þér frá að mæta á stöku viðburði er slíkt metið hverju sinni. Forfallist nýliði þarf hann að láta vita strax með tölvupósti í netfangið nylidar.2017@ hssr.is og til­ kynningu í Facebook-hópinn sem verður notaður til upplýsingamiðlunar. Þá er rík áhersla lögð á góða mætingu í fjár­ öflunarverkefni. Kröfum um mætingu er nánar lýst á síðu 8.


Kostar þetta peninga? Nýliðar greiða á kostnaðarverði námsbækur, gistigjöld og mat sem oft er sameiginlegur á lengri námskeiðum. Sá kostnaður sem eftir stendur vegna þátttöku í námskeiðum og ferðum er greiddur af HSSR. Þar koma á móti fjáraflanir sem nýliðar taka virkan þátt í. Þarf ég að eiga allar græjur? Fullgildir félagar á útkallsskrá verða að eiga allan sinn persónubúnað. Nýliðar þurfa að hafa allan almennan búnað til fullra umráða á þjálfunartímanum, en sérstaklega er mælt með því að nýliðar reyni eftir fremsta megni að fá dýran og sérhæfðan búnað lánaðan á meðan á þjálfun stendur. Ef ómögulegt er að fá búnað að láni á HSSR takmarkað magn af búnaði til útláns. Búnaðarlisti er á síðu 7.

Fara nýliðar í útköll? Nei, aðeins fullgildir félagar eru sendir í útköll á vegum sveitarinnar. Hins vegar er stundum óskað eftir aðstoð nýliða í húsi í lengri útköllum. Hvað tekur nýliðaþjálfun langan tíma? Þjálfunin tekur í heild 20 mánuði, en hægt er að lengja tímann í 30 mánuði ef þurfa þykir. Fyrstu níu mánuði í þjálfun eru einstaklingar í hópnum Nýliðar 1. Eftir þann tíma eru tekin ein­­staklingsviðtöl og þeir sem hafa staðist kröf­urnar verða Nýliðar 2. Ef þátttakendur í nýliðaþjálfun hafa reynslu úr öðrum björg­ unarsveitum er hún metin hverju sinni. Hvernig er þjálfunin uppbyggð? Mikil áhersla er lögð á liðsheild og samvinnu, en jafn­framt á að byggja upp frumkvæði einstaklingins sem og getu hans til sjálfs­bjargar. Á fyrsta ári taka allir sömu skyldunámskeið og eru rötun, ferða- og fjalla­ mennska, leitar­ tækni og fyrsta hjálp lang­stærstu liðirnir. Í sumum nám­skeið­um eru haldin stutt skrifleg próf í nám­ skeiðs­lok, en annars er frammistaða metin af leið­beinendum. Á öðru ári snýst starfið að miklu leyti um það að nýliðar kynni sér sérhæfingu innan sveitar­innar, en þeir geta þá valið námskeið eftir áhugasviði. Nýliðaþjálfun 2017-19

5


Spurningar og svör, frh. Hvernig er framvindan metin? Nokkrum sinnum í þjálfunarferlinu er hver nýliði metinn af nýliðaforingjum og leið­ bein­endum. Matskröfur byggja á því að fólk nýtist í björgunarstarfi og er m.a. tekið mið af mætingu, frammistöðu, áhuga og félagslegri hæfni. Þeim sem hafa ekki sýnt nægilega ástundun eða viðunandi frammistöðu verður, eftir atvikum, gefið færi á að bæta sig ella vera vísað úr þjálfun. Eru nýliðar gjaldgengir í almennt starf? Nýliðar er velkomnir í almennar ferðir, á fundi og fjár­ aflanir á vegum HSSR. Einu undan­­tekn­ing­arnar eru ferðir sem krefjast sér­stakrar þjálfunar eða hæfni á einhverjum sviðum.

6 Hjálparsveit skáta í Reykjavík

Hvernig er haldið utan um nýliðastarf? Tilnefndir umsjónaraðilar halda utan um ný­liða­starf með nýliðateymi HSSR sér við hlið. Stöðu­fundir eru haldnir með nýliðum nokkrum sinnum á þjálfunartímabilinu þar sem farið er yfir það sem á undan er gengið og það sem í vændum er. Er þetta eintómt púl og strit? Brennandi áhugi á leitar- og björgunarmálum sameinar félaga í HSSR. Það sem knýr okkur þó ekki síður áfram er mikill og innilegur áhugi á hvers konar útivist og ferðamennsku og samheldni fjölbreytilegs hóps af skemmtilegu fólki, bæði á léttum stundum og við erfiðari og meira krefjandi kringumstæður.


Búnaðarþörf nýliða Hér er að finna yfirlit yfir þann búnað sem nýliðar þurfa að nota í þjálfuninni. Mikilvægt er að hver nýliði verði sér út um þann búnað sem hann ætlar að nota, enda er nauðsynlegt að kynnast og venjast eigin búnaði vel. Megnið af búnaðinum nýtist fólki vel í almennri ferðamennsku þannig að það er síður en svo glatað fé sem fer í búnað af þessu tagi. Oft er hægt að fá búnað lánaðan hjá fjölskyldu og vinum, en þá er nauðsynlegt að hafa í huga að hann er mikið notaður á þjálfunartíma og þarf því yfirleitt að vera laus til notkunar. Í byrjun er nýliðum ráðlagt að reyna að fá lánaðan allan dýran og sérhæfðan búnað, s.s. snjóflóða-, klifur- og sigbúnað, ef nokkur kostur er. Hjálparsveitin á svo nokkurt magn búnaðar sem hægt er að fá lánaðan, ef í nauðirnar rekur. Eftirfarandi er upptalning á búnaði sem nýliðar þurfa að nota í þjálfun sinni.

Persónubúnaður Göngubuxur, gönguskór, jakki úr öndunarefni (skel), buxur úr öndunarefni (skel), peysa (flís eða ull), bolur (helst ull), föðurland (helst ull), sokkar, vettlingar eða hanskar, skel yfir vettlinga og húfa. Áttaviti, hitabrúsi, sjúkrabúnaður, höfuðljós og auka rafhlöður. Svefnpoki, einangrunardýna, bakpoki, vatnsheldur innri poki í bakpoka, tjald og prímus með potti. Sérhæfður búnaður Skíðagleraugu, mannbroddar, ísexi, snjóflóðaýlir, snjóflóðastöng, skófla, gönguskíði og stafir. Hjálmur, sigbelti, sigtól, karabínur (3-4 stk.), slingar og prússik-bönd (4-5 stk.). Nýliðaþjálfun 2017-19

7


Kröfur um þátttöku í námskeiðum og ferðum Kjarnanámskeið Allir nýliðar þurfa að ljúka eftirtöldum grunnnámskeiðum til þess að öðlast fullgildingu sem björgunarmenn. Þessi námskeið eru fjölbreytt, fræðandi og krefjandi og mynda þann grunn sem önnur námskeið byggja á. Hver nýliði er ábyrgur fyrir eigin framgangi á þjálfunartíma. Námskeið Björgunarmaður í aðgerðum Ferðamennska og rötun Fjallamennska 1 Fjarskipti Fyrsta hjálp 1 Fyrsta hjálp 2 Gengið á jökli GPS Leitartækni Snjóflóð 1 Veðurfræði til fjalla Öryggi við sjó og vötn

Klst. Rauntími 3 Kvöld 18 Helgi, utanbæjar 20 Helgi, utanbæjar 3 Kvöld 20 Helgi, innanbæjar 20 Helgi, innanbæjar 10 Dagur 4 Kvöld 16 Helgi, innanbæjar 12 Helgi, innanbæjar 3 Kvöld 3 Kvöld

Lokið, dagsetning ____________ ____________ ____________ ____________ ____________ ____________ ____________ ____________ ____________ ____________ ____________ ____________

Fjáraflanir Hjálparsveitir og slysavarnadeildir hérlendis reka sig að langmestu leyti á sjálfsaflafé. Í HSSR eru þessar fjáraflanir helstar: Flugeldasala Neyðarkall Vallargæsla Hengilsverkefnið Menningarnótt Sérverkefni Að jafnaði er hver vakt í þessum fjáröflunum 3-4 tímar og eru þær yfirleitt unnar eftir dagvinnutíma, en þó geta verið undantekningar á því. Verkefnin eru spennandi og skemmtileg og því gaman að taka þátt. Stemmningin á troðfullum Laugardalsvelli er mögnuð og fögur náttúra Hengilssvæðisins heillar alltaf jafn mikið.

8

Ætlast er til þess af nýliðum að þeir taki fullan þátt í þessu mikilvæga starfi strax frá byrjun og skili því þremur vöktum í hverri fjáröflun á báðum tímabilum þjálfunarinnar. Þetta er ein forsendan fyrir því að nýliðar geti orðið fullgildir björgunarmenn við lok þjálfunar. Hjálparsveit skáta í Reykjavík


Valnámskeið Fjöldi valnámskeiða um hvaðeina sem snertir björgunarstörf eru í boði fyrir nýliða og eru þau flest tekin á seinna ári þjálfunarinnar. Í þessum námskeiðum geta nýliðar sérhæft sig út frá eigin áhugasviði. Að lágmarki skulu teknar samtals 90 klukkustundir. Námskeið Klst. Aðgerðagrunnur 4 Fjallabjörgun 20 Fjallamennska 2 20 Grunnnámskeið ÍA 20 Hegðun týndra 16 Klettaklifur og bergtryggingar 20 Óveður og björgun verðmæta 4 Rústabjörgun 14 Sálræn hjálp 3 Slóð hins týnda, sporrakningar 20 Straumvatnsbjörgun 16

Rauntími Lokið, dagsetning Kvöld ____________ Helgi, innanbæjar ____________ Helgi, utanbæjar ____________ Helgi, innanbæjar ____________ Helgi, innanbæjar ____________ Helgi, innanbæjar ____________ Kvöld ____________ Helgi, innanbæjar ____________ Kvöld ____________ Helgi, innanbæjar ____________ Helgi, innanbæjar ____________

Ferðir Á þjálfunartíma fara nýliðar í nokkrar gönguferðir. Lögð er áhersla á að þjálfa félaga til að undirbúa og skipuleggja langar ferðir ásamt því að vera sjálfbjarga í íslenskri náttúru. Öllum nýliðum er skylt að fara í fjórar efstu ferðirnar og að lágmarki fimm ferðir af hinum sex. Lýsing Sumarferð (3-4 saman) Vetrarferð (3-4 saman) Nýliðaraunin (N1) Jómfrúarferð (N2) Dagsferð Helgargönguferð Helgargönguferð Fjallaferð í skála Snjóhúsa- og gönguskíðaferð Alpavorferð

Rauntími Lokið, dagsetning Tvær nætur Skylda ____________ Ein nótt Skylda ____________ Dagur Skylda ____________ Dagur Skylda ____________ Dagur ____________ Tvær nætur ____________ Tvær nætur ____________ Tvær nætur ____________ Ein nótt ____________ Tvær nætur ____________ Nýliðaþjálfun 2017-19

9


Header


Header


Dagskrá fyrra kennslutímabils (2017-18) Í dagskránni hér á eftir eru öll námskeið fyrir

Tjaldferð / 6-8. okt.

Nýliða 1 fyrir utan almenna dagskrá sveitarinnar

Þægileg helgarferð þar sem reynir á þau atriði

og tilfallandi fjáröflunarverkefni.

sem farið var yfir í ferðamennsku og rötun.

Fjall mánaðarins, kynningarferð / 7. sept. 2017

Vallargæsla, kynning / 9. okt.

Létt kvöldganga í fylgd sveitarfélaga. Leitartækni / 20.-22. okt. Leitarfræðin, leitaraðferðir, hegðun týndra o.fl. Fjall mánaðarins / 26. okt. Neyðarkall / 2.-4. nóv. Nýliðar taka þátt í einu mikilvægasta fjáröflunar­ átaki HSSR. Helgarferð í boði N2, undirbúningur / 7. nóv. Helgarferð í boði N2 / 10.-12. nóv. N2 bjóða N1 með sér í helgarferð. Ferðamennska og rötun / 13. sept. Kennd eru undirstöðuatriði ferðamennsku ásamt

Fyrsta hjálp / 17.-19. nóv.

kortalestri, notkun áttavita og grunnatriði GPS.

Aðkoma að vett­ vangi, greining á að­ stæðum,

Lokafrestur til þess að skila umsókn.

ástandsskoðun þol­anda og fyrstu viðbrögð.

Dagsganga / 23. sept.

Fjall mánaðarins / 23. nóv.

Dagurinn hefst á kynningu á aðstöðunni á M6 og í framhaldi af því er farið í hressandi dagsgöngu. Fjarskipti, matur, pökkun / 26. sept. Farið er yfir helstu atriði er varða fjarskipti. Tjaldferðin framundan undirbúin.

12

Fjall mánaðarins / 28. sept. Gengið á spennandi fell eða fjall. Hjálparsveit skáta í Reykjavík


Gengið á jökli / 25. nóv. Hvernig

ferðast

Fjall mánaðarins / 25. jan.

er

á jökli og hvernig skuli forðast hættur sem þar eru.

Fyrsta hjálp 2 / 2.-4. feb. SAGA-skráning, viðbragðs­kerfi al­ manna­­varna, hópslys og bráða­

Stöðufundur / 28. nóv.

flokkun.

Hellirinn / 30. nóv.

Fjall mánaðarins / 15. feb.

Öryggismál flugelda / 12. des.

Snjóflóð 1, bóklegt / 20. feb.

Kynning á vinnu- og umgengnis­ reglum sem

Kynnt eru helstu atriði

tengjast flug­elda­sölu sveitarinnar.

sem

tengjast

snjóflóðahættu.

mati Þá

á er

Flugeldavinna / 12. des. - 12. jan. 2018

farið yfir hvað beri að hafa

Nýliðar taka fullan þátt í flugeldasölu.

í huga við skipulagningu og framkvæmd leitar í snjóflóði.

Skálaferð, undirbúningur / 16. jan. Snjóflóð 1, verklegt / 24. feb. Skálaferð / 19.-21. jan.

Verklegt námskeið um snjóflóð og

Víða farið svo reyni á nýliða í ólíkum kringumstæðum.

snjóflóðaleit. Línur, hnútar, sig, broddar / 27. feb. Undirbúningur fyrir nám­skeið­ið Fjalla­mennska 1. Fjallamennska 1 / 2.-4. mars Erfið helgarferð með bak­poka við vetrar­að­stæð­ ur. Verkleg kennsla í undir­stöðuatriðum sem tengjast ferða­mennsku á fjöllum að vetrarlagi. Fjallamennska 1, endur­mat / 6. mars Farið verður yfir frammi­stöðu nýliða í Fm1. Fjallamennska 2, undirbúningur / 13. mars Næsta helgi undirbúin. Nýliðaþjálfun 2017-19

13


Dagskrá fyrra kennslutímabils (2017-18), frh. Fjallamennska 2 / 16.-18. mars

Sumarferð / sumar 2018

Framhaldsnámskeið í fjallamennsku þar sem

Nýliðar fara 3-4 saman í tveggja nátta gönguferð

lögð er meiri áhersla á línuvinnu, uppsetningu

sem þeir skipuleggja. Farið er um ótroðnar slóðir

samtengdra trygginga og klifurferli.

og þurfa ferðalangar að treysta á þá þekkingu og reynslu sem þeir hafa aflað sér um veturinn.

Fjall mánaðarins / 22. mars Vallargæsla / vor, sumar og haust 2018 Björgunarmaðurinn / 3. apríl

Vaktin staðin á Laugardalsvellinum. Máské heyrist

Hér eru námskeiðin Björgunarmaður í

víkingaklappið eða vuvuzela, hver veit?

aðgerðum og Öryggi við sjó og vötn tekin saman. Þetta eru hagnýt námskeið sem koma

Nýliðar taka þátt í þessari fjáröflun á vegum HSSR

almennu starfi sveitarinnar.

í fallegu landslagi Hengilssvæðisins.

Gönguskíði og snjóhús / 7.-8. apríl Skíði yfir daginn, mokstur að kveldi og svefn í snjóhúsi um nóttina. Fjölskyldudagurinn / 19. apríl Allir skemmta sér saman á góðum stað með flottar græjur! Nýliðaraun, undirbún. / 24. apríl Nýliðaraun / 28. apríl Hér er reynt á alla þætti í þjálfun N1 í krefjandi verkefnum sem geta spannað allt þekkingarsviðið. Stöðuviðtöl / 2.-10. maí Fyrri hluti tímabilsins gerður upp.

14

Hengilsverkefnið / sumar 2018

inn á fjölda atriða sem varða félaga í

Alpavorferð / 18.-21. maí Sannkallað Fjall ársins, metnaðarfull ferð! Hjálparsveit skáta í Reykjavík

Menningarnótt / ágúst 2018 Flugeldasýningin á Menningarnótt undirbúin vikuna fyrir sprengjukvöldið á laugardeginum!


Nokkur námskeið seinna kennslutímabils (2018-19) Námskeið á öðru ári raðast nokkurn veginn eftir sérhæfingu hvers og eins. Mörg þeirra verða sett fram sem valnámskeið, en nokkru getur munað hvaða námskeið verða í boði ár hvert. Eftirfarandi námskeið gefa nokkra vísbendingu um það úrval sem í boði getur verið. Fjallabjörgun

Sálræn hjálp

Grunnatriði fjallabjörgunar kynnt, s.s. notkun

Farið er yfir helstu atriði hvernig veita má sálræna

prúsellu, uppsetning öryggis- og aðallínu og ferli

hjálp, stuðning í aðgerð eða á vettvangi, hver

fjallabjörgunar.

einkenni geta verið eftir andlegt áfall o.fl.

Rústabjörgun

Hegðun týndra

Fjallað er um aðkomu að hamfarasvæðum í kjölfar

Áhugavert námskeið þar sem farið er yfir hvernig

ofanflóða eða jarðskjálfta.

ólíkar gerðir týndra einstaklinga hegða sér.

Klettaklifur og bergtryggingar

Slóð hins týnda, sporrakningar

Helstu atriði varðandi tryggingar í klettum kennd

Framhaldsnámskeið í leitartækni, fjallað um spor,

auk klifurferils í klettaklifri.

aldur spora, sporaleit, merkingar, afsteypur o.fl.

Óveðursviðbúnaður og björgun verðmæta

Straumvatnsbjörgun

Farið er yfir helstu atriði sem tengjast viðbúnaði í

Kennd eru grunnatriði er varða þverun straum­

óveðursútköllum, s.s. öryggismál og verklag.

vatna og hvernig á að bera sig að við þau.

15 Nýliðaþjálfun 2017-19


Pantone 287

CMYK

Malarhöfði 6 | 110 Reykjavík | 577-1212 | hssr@hssr.is | hssr.is | facebook.com/reykur