Page 1

Úllónolló breytist í Hogwarts


Fyrstu vikuna á nýju ári ákvað unglingadeild Norðlingaskóla að halda Harry Potter þemaviku með því að breyta unglingadeildinni í Hogwarts. Nemendur Úllónolló voru settir í vistir alveg eins og gert er í Hogwarts. Skólastofurnar breyttust í heimavistir sem skreyttar voru af meðlimum þeirra og fá nemendur stig fyrir að halda þeim hreinum. Nemendur sóttu svo tíma og lærðu allskonar fræðilegt t.d. spádóma, muggafræði, seyði og ummyndanir. Það myndaðist mikil stemning og keppnisandinn var óskaplega mikill. Íþróttatímarnir breyttust í Quidditch æfingar og haldið var mót í lokin. Mikil tilhlökkun er fyrir þriðjudeginum en þá verða úrslitin kynnt. - Gryffindor

Gryffindor (1)  
Advertisement