a product message image
{' '} {' '}
Limited time offer
SAVE % on your upgrade

Page 70

72 • Áramótablað 2019

Unnur Lilja Úlfarsdóttir

Vorferð í Skaftafell Á vordögum fór hópur félaga úr Hjálparsveit skáta í Kópavogi í hópeflisferð í Skaftafell. Á dagskrá var að fara í göngur, á fjallaskíði og í hjólaferðir á svæðinu. Við komum í Skaftafell seinnipart á miðvikudegi. Hluti hópsins hafði sett stefnuna á að toppa Hvannadalshnúk á fjallaskíðum. Við gengum átta félagar af stað fyrir sólarupprás á fimmtudagsmorgni frá Sandfelli. Þaðan var gengið með skíðin á bakinu upp að snjólínu. Þar voru gönguskórnir faldir undir steini, skipt yfir í skíðaskóna og stigið á skíðin. Stefnan var síðan tekin beint upp. Þegar við komum aðeins ofar, eða í um 1100 metra hæð, festum við okkur í sitthvora línuna sem við gengum í restina af leiðinni. Við fengum frábært veður á leiðinni, alveg heiðskírt og glampandi sól, en sem betur fer gleymdist sólarvörnin ekki heima. Toppnum var svo náð að lokum og eftir að hafa tekið nokkuð margar myndir héldum við niður aftur. Ferðin niður var mjög skemmtileg og tók mun styttri tíma en gangan upp, þar sem við vorum á skíðum. Lærin fengu að finna fyrir því og fólk fór því mis hratt niður. Þegar við komum svo niður fyrir snjólínu tók svo við erfiðasti kaflinn. Þá þurftum við að ganga niður Sandfell með skíðin á bakinu og auma fætur eftir göngu og rennsli dagsins. Ferðin gekk mjög vel

og allir komu þreyttir en sáttir niður í bílana eftir skemmtilegan og langan dag. Nokkrir félagar, sem ekki fóru á Hvannadalshnúk, fóru í fjallahjólaferð. Þeir fóru meðal annars slóðann á milli Fjallsárlóns og Jökulsárlóns á fimmtudeginum á meðan við hin fórum upp á Hvannadalshnúk. Einnig hjóluðu þau inn Morsárdal og að Bæjarstaðaskógi. Á föstudeginum var líkaminn var frekar lúinn eftir langan dag á fjöllum. Við því rólegan dag í fallegu veðri á tjaldstæðinu í Skaftafelli.  Á laugardeginum fór hluti hópsins í bæinn en aðrir fóru í göngu að Svartafossi og upp á Kristínartinda. Þar fengum þau ótrúlega fallegt útsýni yfir jökla, dali og fjöll Öræfanna.  Á kvöldin áttum við góðar stundir saman í grunnbúðum sem settar voru upp á tjaldsvæðinu í Skaftafelli með stóru tjaldi, grilli og öllu tilheyrandi. Unnur Lilja Úlfarsdóttir

Profile for Hjálparsveit skáta í Kópavogi

Áramótablað 2019  

Árlegt áramótablað Hjálparsveitar skáta í Kópavogi gefið út fyrir áramótin 2019-2020.

Áramótablað 2019  

Árlegt áramótablað Hjálparsveitar skáta í Kópavogi gefið út fyrir áramótin 2019-2020.

Advertisement