a product message image
{' '} {' '}
Limited time offer
SAVE % on your upgrade

Page 62

64 • Áramótablað 2019

Undanfarar HSSK síga með börur niður Norðurturninn

Daniel Þór Ágústsson

50 ára afmælissýning HSSK í Smáralind Laugardaginn 2. nóvember blés Hjálparsveit skáta í Kópavogi til veglegrar afmælissýningar í verslunar­miðstöð Smáralindar í Kópvogi. Hugmyndin kviknaði upp upp úr fyrirætlunum um að halda opið hús fyrir Kópavogsbúa og aðra velunnara sveitarinnar í Björgunarmiðstöðinni okkar við Bakkabraut. Hugmyndin var sú að gera það sem næst afmælisdegi sveitarinnar þann 4. nóvember en þá ber svo við að árleg sala neyðarkallsins, sem er orðin mjög mikilvæg fjáröflunarleið fyrir björgunarsveitir landsins, er jafnan á þessum sama tíma ársins. Úr varð að í stað þess að bjóða til opins hús í Björgunarmiðstöðinni þá myndi sveitin leita samstarfs við Smáralind og færa opna húsið þangað. Ljóst var að þetta myndi skapa aukið álag á meðlimi sveitarinnar sem á sama tíma þyrftu að sinna neyðarkallasölu en á hinn bóginn væri þetta líka stuðningur við söluna auk þess sem þarna gæfist tækifæri til

þess að kynna starfsemi sveitarinnar fyrir mun fleira fólki en mögulega myndi mæta sérstaklega í opið hús í starfsstöð sveitarinnar. Hjálparsveitin mætti afar miklum velvilja hjá stjórnendum og starfsfólki Smáralindar sem strax tóku hugmyndinni mjög vel og var sveitinni velkomið að koma með öll sín tæki og tól og koma þeim fyrir þar sem henni þótti best henta eftir því sem húsnæði og aðstaða gáfu tilefni til. Þá gaf Smáralind sveitinni auglýsingarými á sínum auglýsingaskjám og sá um útfærslu þess efnis. Hjálparsveitin mætti ekki síðri velvilja hjá starfsfólki Norðurturnar en einn þáttur sýningarinnar fólst í um 70 metra björgunarsigi með börur niður af þaki Norðurturnar sem framkvæmt var af undanfaraflokki sveitarinnar.

Verkefninu var strax búinn sá farvegur að einstaka flokkar sveitarinnar yrðu gerðir ábyrgir fyrir því að setja upp kynningarsvæði fyrir sig og sína starfsemi, sjá um öflun þeira bjarga sem til þurfti og manna sitt svæði í þann tíma sem sýningin stæði yfir. Þessu verkefni sinntu allir flokkar með miklum sóma og það má með sanni segja að Hjálparsveitin hafi náð mikilli og ekki síður jákvæðri athygli í Smárlindinni þennan dag. Það var eftir okkur tekið. Hjálparsveitin þakkar öllum þeim sem lögðu sveitinni lið á þessum stórskemmtilega degi sem meðfylgjandi myndir bera glöggt vitni. Pétur Aðalsteinsson

Profile for Hjálparsveit skáta í Kópavogi

Áramótablað 2019  

Árlegt áramótablað Hjálparsveitar skáta í Kópavogi gefið út fyrir áramótin 2019-2020.

Áramótablað 2019  

Árlegt áramótablað Hjálparsveitar skáta í Kópavogi gefið út fyrir áramótin 2019-2020.

Advertisement