a product message image
{' '} {' '}
Limited time offer
SAVE % on your upgrade

Page 56

58 • Áramótablað 2019

Daniel Þór Ágústsson

„Erfitt að halda aftur tárunum“ Útkall barst um tíu föstudagskvöldið 2. ágúst. Í því kom fram að um 50 grindhvalir væru strandaðir við Útskálakirkju í Garði. Ég var rétt að ljúka 15 klukkustunda vinnudegi þegar útkallið barst en ­hugsaði mig ekki tvisvar um. Ég fór af stað í útkallið. Fimm meðlimir Hjálparsveitar skáta í Kópavogi voru lagðir af stað þegar ég mætti í hús. Úr varð að við Heimir Sigurður Haraldsson og Kristín Helga Erlingsdóttir fórum sjóleiðina á Stefni í ótrúlega fallegum spegilsléttum sjó í sólsetrinu. Þegar við komum á vettvang voru fleiri bátar mættir og biðum við út við ströndina eftir verkefni eða grænu ljósi. Við sáum í fjarska ljósin í fjörunni frá þeim sem fyrstir mættu. Þegar við komum að var svo mikil fjara að ekki var þörf á aðstoð báta. Þar sem það flæddi ekki að fyrr en um morguninn var ákveðið að sigla til baka í Kópavoginn og taka eldsneyti. Ég vildi ólm fara í fjöruna, sjá hvalina og reyna að gera eitthvað gagn þannig að ég var skilin eftir á höfninni í Garði. Það var ekki fögur sjón sem blasti við í fjörunni þar sem grindhvalirnir voru strandaðir. Í myrkrinu sáust svartgráir hvalirnir óljóst og týndust í blautu grjótinu og þaranum í fjörunni, sem virtist ná langt út á haf. Fjaran í Garði er mjög aflíðandi og þar af leiðandi stór gildra fyrir grindhvali sem eiga það til að stranda í hjörðum. Hávaðinn í dísilvélunum sem héldu ljósunum og kaffivélunum gangandi rann saman við talstöðvarsamtöl. Úr fjörunni

Daniel Þór Ágústsson

Margir lögðu hönd á plóg við að halda hvölunum blautum alla nóttina mátti heyra þungan andardrátt hvalanna og í tilraunum þeirra til að sprikla í grjótinu. Frá grjótgarðinum sáust hvalirnir liggja þvers og kruss en var engin leið að telja þá í flýti, svo margir voru þeir. Hugmyndin um að bjarga hvölunum virtist fyrst um sinn óraunhæf. Kraftaverk virtist þurfa til að koma þessum stóru skepnum lifandi út í sjó á nýjan leik, enda voru margir klukkutímar í næsta flóð. Ég var mjög svartsýn í byrjun nætur en vildi samt fá verkefni. Kannski til að gera

síðustu andardrætti hvalanna bærilegri en líka til að komast nær þessum stóru skepnum. Í fjörunni voru björgunarsveitarmenn klæddir frá toppi til táar í sjógalla, björgunarvesti, hanska og með hlífðargleraugu. Þeir voru með hjálma, ljós og vopnaðir fötum til að ausa yfir hvalina sjó. Búið var að koma fyrir vatnsdælum lengra úti í fjörunni sem fluttu vatn í brunaslöngum svo hægt

Profile for Hjálparsveit skáta í Kópavogi

Áramótablað 2019  

Árlegt áramótablað Hjálparsveitar skáta í Kópavogi gefið út fyrir áramótin 2019-2020.

Áramótablað 2019  

Árlegt áramótablað Hjálparsveitar skáta í Kópavogi gefið út fyrir áramótin 2019-2020.

Advertisement