a product message image
{' '} {' '}
Limited time offer
SAVE % on your upgrade

Page 26

28 • Áramótablað 2019

Olga Kolbrún Vilmundardóttir

Sumarafmælisferð HSSK Efnt var til sumargöngu fyrir hjálparsveitarfélaga og fjölskyldur þeirra í ágúst. Ætlunin var að endurtaka afmælisferðina frá því fyrir 10 árum. Það ár gerði úrhellisrigningar á Suðurlandi sem hafði talsverð áhrif á fyrirkomulag ferðarinnar. Í ár skyldi sú gula vera með í för en ferðaáætlun gerði ráð fyrir að ganga frá Sveinstindi í Skælinga, þaðan í Álftavatnakróka og svo vestur í Strút. Síðasti leggurinn yrði svo genginn frá Emstrum og bakdyramegin inn í Þórsmörk, alls fjórir göngudagar. Veðurspá lofaði góðu fyrir göngufólk þetta árið og söfnuðust 38 glaðbeittir ferðalangar að skálanum við Sveinstind síðla þriðjudags 13. ágúst. Sveinstindur - Skælingar Morguninn eftir var handagangur í öskjunni þegar hópurinn gerði sig ferðbúinn. Einhverjir voru að dusta rykið af ferðabúnaðinum eftir nokkurt hlé en aðrir voru nú að spreyta sig í fyrsta sinn í að ganga langar dagleiðir. Fólk pakkaði föggum sínum, felldi tjöld og tjaldvagna, fyllti trússkerruna og gekk frá lausamunum í húsbílum. Allt fór þetta fram í svölu morgunkuli við Skaftárnið og rafstöðvarmal þegar hellt var upp á kaffi í mannskapinn. Eftir morgunleikfimi og hringdans var gengið af stað undir dyggri leiðsögn Írisar Marelsdóttur, margföldum formanni hjálparsveitarinnar, sem hér er hverri þúfu kunnug.

Árni Jónsson

Mæðgurnar Snædís Erla og Olga Kolbrún búa sig til að þvera bergvatnsána í Hvanngili sem fellur í Skaftá skammt frá

Profile for Hjálparsveit skáta í Kópavogi

Áramótablað 2019  

Árlegt áramótablað Hjálparsveitar skáta í Kópavogi gefið út fyrir áramótin 2019-2020.

Áramótablað 2019  

Árlegt áramótablað Hjálparsveitar skáta í Kópavogi gefið út fyrir áramótin 2019-2020.

Advertisement