Page 1

HJÁLPARSVEIT SKÁTA GARÐABÆ ÁRSSKÝRSLA 2017-2018


Sleðaferð vor 2018 Forsíðumynd: Sleðaflokkur HSG

3


EFNISYFIRLIT Stjórn og nefndir 2017-2018 ..................................................................................................5 Skýrsla stjórnar .......................................................................................................................7 Starfsskýrslur flokka ...............................................................................................................9 Bátaflokkur ...............................................................................................................................9 Beltaflokkur ........................................................................................................................... 10 Bílaflokkur .............................................................................................................................. 11 Hundaflokkur ........................................................................................................................ 13 Leitartækniflokkur ................................................................................................................ 14 Nýliðar 1 ................................................................................................................................ 15 Nýliðar 2 ................................................................................................................................ 16 Sjúkraflokkur .......................................................................................................................... 17 Birgðanefnd ......................................................................................................................... 17 Sleðaflokkur .......................................................................................................................... 18 Undanfarar ........................................................................................................................... 20 Útkallsnefnd .......................................................................................................................... 21 Ýmsar lykiltölur úr starfinu ...................................................................................................22 Ýmsar myndir úr starfinu .....................................................................................................23 Útköll HSG 2017-2018 ..........................................................................................................27

4


STJÓRN OG NEFNDIR 2017-2018 Formaður: Varaformaður: Ritari: Gjaldkeri: Meðstjórnandi:

Íris Dögg Sigurðardóttir Signý Heiða Guðnadóttir Hafsteinn Gunnar Jónsson Elvar Jónsson Birgir Ólafsson

Varamenn:

Gísli Símonarson Davíð Friðgeirsson

Uppstillinganefnd:

Margrét Hrönn Frímannsdóttir Ragna Gunnarsdóttir Sigrún Jónatansdóttir

Skoðunarmenn reikninga:

Andri Guðmundsson Viðar Einarsson

Skemmtinefnd:

Katrín Helgadóttir Ragna Einarsdóttir

Birgðanefnd:

Guðrún Þórey Sigurbjörnsdóttir Kristinn Jón Eysteinsson Berglind Ösp Eyjólfsdóttir

Laganefnd:

Einar Farestveit Páll Viggósson

Fjáröflunarnefnd:

Brynja Ísfeld Eyjólfsdóttir Einar Ágústsson Haukur Guðjónsson Sturla Hrafn Einarsson

5


Útkallsnefnd:

Edda Björk Gunnarsdóttir Íris Dögg Sigurðardóttir Sigrún Helga Gunnlaugsdóttir Flygenring Sigrún Jónatansdóttir

6


SKÝRSLA STJÓRNAR Starfið í Hjálparsveit skáta Garðabæ (HSG) hefur verið gott síðastliðinn vetur. Skráðir viðburðir í dagbók sveitarinnar voru 426 þar af voru útköllin 48. Í sveitinni starfa sjö flokkar auk tveggja nýliðahópa. Starfið innan flokkanna hefur verið öflugt og metnaður hefur verið lagður í að viðhalda og bæta við þekkingu félaga. Félagar sveitarinnar hafa því verið duglegir að taka þátt í fjölbreyttum æfingum og að sækja námskeið m.a. á vegum Björgunarskólans. Til að tryggja að sem flestir hafi tækifæri til að fara á námskeið hefur sveitin styrkt þá sem virkir eru með því að greiða námskeiðisgjaldið. Tækjarbúnaður sveitarinnar er góður. Sveitin hefur til umráða 2 mikið breytta Toyota Hilux, Ford F350 sleðabíl, 9 manna Hiace, Hagglund snjóbíl, Benz vörubíl, auk fjögra Polaris vélsleða. Í vetur var slöngubátur sveitarinnar seldur. Einnig er sveitin vel sett hvað varðar allan útkallsbúnað. Hver og einn flokkur sér um sinn búnað og ber ábyrgð á viðhaldi og endurnýjun. Eins og gefur að skilja er það kostnaðarsamt að standa fyrir öflugu starfi í björgunarsveit sem hefur lagt sig fram við að vera með góð og öflug björgunartæki og vel þjálfað og menntað fólk. Til að standa undir þeim kostnaði hefur sveitin tekið að sér ýmsar fjáraflanir. Stærstu fjáraflanir sveitarinnar eru eins og undanfarin ár, öryggisgæsla á Laugardalsvelli, gæsla við ýmsa viðburði í Garðabæ, neyðarkallasala, flugeldasala og sala á jólatrjám. Félagar sveitarinnar hafa verið duglegir að mæta í allar fjáraflanir og þannig tryggt möguleika á áframhaldandi öflugu starfi. Auk fjáröflunarverkefna hefur sveitin sinnt þjónustuverkefnum í Garðabæ, s.s. jólatráasöfnun og flugeldasýningu á gamlárskvöld. Á vormánuðum var byrjað á tímabærum breytingum á húsnæðinu. Þröngur hringstigi var fjarlægður og nýr og betri stig settur upp, handrið á milli hæða var lagfært, önnur tveggja hurða inn í kennslustofuna var fjarlægð og settur milliveggur þannig að hægt verði að koma fyrir fleiri skápum fyrir einstaklings útkallsbúnað. Einnig var sett nýtt epoxy lakk á gólfið í bílageymslunni og veggir þar málaðir. Sveitin býr svo vel að öll hönnun á breytingum og smíði var unnin nær eingöngu af félögum sveitarinnar. Fastir liðir í starfinu eru fjölmargir. Uppskeruferð fjáraflana þetta ári var farin farin í Skófluklif en erfitt færi og veður gerðu það að verkum að hún var styttri en áætlað var og hópurinn kom heim á laugardagskvöldi í stað sunnudags. Hjólaæði sveitarinnar virðist ekki vera á neinu undanhaldi og hringurinn um landið var hjólaður í Wow Cyclothon með nágrönnum okkar í Hjálparsveit skáta Kópavogi líkt og í fyrra. Einnig hafa verið farnar styttri hjólaferðir á fjallahjólum enda fjölgar stöðugt í hópi félaga sem stunda fjallahjólreiðar. Fjölskyldudagur sveitarinnar var á sínum stað. Farið var í Bláfjöll þar sem leikið var í snjónum og börn félaga fengu tækifæri til að sitja í björgunarsveitarbílum, snjóbílnum og að máta vélsleðana. Það er alveg öruggt að í barnahópnum leynist björgunarsveitarfólk framtíðarinnar. Aðrar ferðir hafa verið fjölmargar og fólk farið á jeppum, vélsleðum, gangandi eða á gönguskíðum. Hálendisgæsla Slysavarnarfélagsins Landsbjargar er einn af föstu liðunum ársins. Sveitin stóð vaktina dagana 15.-22. júlí. Hópurinn hafði aðsetur í Öskju og sinnt fjölbreyttum verkefnum á svæðinu þar í kring. 7


Það er óhætt að segja að enn eitt gott starfsár er að baki og viljum við í stjórn þakka félögum sveitarinnar kærlega fyrir samstarfið. Fyrir hönd stjórnar HSG Íris Dögg Sigurðardóttir Formaður

8


STARFSSKÝRSLUR FLOKKA BÁTAFLOKKUR Starf bátaflokks var lítið sem ekkert á síðasta starfsári. Tók flokkurinn að sér nokkur sýnatökuverkefni eins og áður og gekk það bara vel. Teknir voru nokkrir stöðu-fundir til að kanna áhuga fólks á starfi með flokknum. Einungis nokkrir höfðu áhuga og sáu sér fært á að vera með. Í kjölfar þessara funda og lítilli starfsemi flokksins síðastliðin ár var sú ákvörðun tekin að selja bátinn og mögulega taka aðra stefnu. Báturinn seldist í júní. Framhald flokksins og hver stefna hans verður er enn óráðin. Fyrir hönd bátaflokks Sandra Sjöfn Helgadóttir og Gunnar Þór Jónsson

9


BELTAFLOKKUR Starfið í beltaflokk hefur verið með sama sniði og undanfarin ár þ.e það hafa verið teknar tarnir í honum og er hann alltaf að verða betri og betri, ein bilun var nú samt aðeins þrálát og var það rafmagnsbilun sem varð í aukarafkerfinu vegna álags frá vinnuljósum og skemmdist það aðeins, en það er að mestu búið að laga og eru bara fíniseringar á þvi eftir. Til að minnka álagið þyrfti að skifta út vinnuljósum og kösturum úr peruljósum yfir í ledljós. Það er reynt eftir bestu getu að hafa Haggann klárann í útköll þó að það sé verið að vinna í honum og hægt að fara af stað með stuttum fyrirvara G6 hefur staðið fyrir sínu og er hann mikil búbót fyrir starfið í flokknum að vera ekki háðir öðrum með flutning og eins styttir hann viðbragðstíma hjá flokknum, en stefnan er sett á að hressa aðeins upp á útlitið á honum og helst að betrumbæta kastaramál á honum. Í vetur ákvaðum við að fara á honum í ófærðarútkall upp á sandskeið/kaffistofu þar sem hagginn gat ekki farið og er það að öllu líkindum fyrsta sinn sem svona trukkur fer í slíkt útkall, en hann kom vel út í því og er G6 tæki sem ræður við önnur svipuð og stærri tæki s.s trailera og rútur. Eina sem vantar fyrir G6 sem væri gott að hafa, væri einhver þynging sem hægt er að setja á hann fyrir svoleiðis aðstæður F.h. Beltaflokks, Kristinn Guðjónsson

10


BÍLAFLOKKUR Starf Bílaflokks var með hefbundnu móti síðastliðið starfsár. Í byrjun vetrar lét Eiríkur Örn Jóhannesson af störfum og tók Arnar Gunnarsson við stöðu formanns og starfaði við hlið Kristins Magnússonar. Um 10-15 virkir félagar bera þungan af verkefnum og starfi flokksins. Bílafokkur hefur fasta fundartíma þrisvar í mánuði yfir vetrarmánuðina, á mánudags-kvöldum. Annan mánudag í mánuði er haldin innanflokksæfing, þar sem félagi úr flokkum skipuleggur æfingu fyrir hina og er því skipt niður á félaga yfir árið. Þriðja mánudag hvers mánaðar er haldin samæfing bílaflokka á svæði 1, en þar skiptast sveitirnar á að skipuleggja og halda æfingu. Á þessum æfingum hefur verið lögð áhersla á að æfa helstu verkefni sem bílaflokkar takast á við svo sem akstur á jöklum og notkun sprungukorta, flutningur á sjúklingum og hvernig best sé að leita úr bíl. Svo höfum við haft það fyrir venju að hittast að minnsta kosti einu sinni í mánuði til að líta eftir bílunum, gera við og fullvissa okkur um að tækin séu í sem besta mögulega standi. Á haustmánuðum fórum við í ferð með það í huga að æfa þverun staumvatna, bæði gangandi og akandi. Fórum við því hringinn í kring um Hofsjökul, en á þeirri leið þveruðum við meðal annars Blöndu, Vestari Jökulsá og Þjórsá. Ferðin gekk vel og lentum við í talsverðum snjóþunga á norðanverðum Sprengisandi. Einnig tók flokkurinn að sér að fara með Norska sjálfboðaliðasveit í ferð að beðni Landsbjargar. Fórum við með hópinn á Vatnajökul þar sem við kíktum á mælitæki Jöklarannsóknarfélagsins í Skaftárkötlum og böðuðum okkur í gengissiginu í Kverkfjöllum. Einnig hefur flokkurinn lagt kapp á að aka öðrum flokkum á æfingar og má þar sem dæmi nefna sprungubjörgunaræfingu undanfara á Langjökli. Einnig hefur flokkurinn sent menn og tæki á Hálendisvakt og ekið hópum í útköll.

Bílafloti sveitarinnar hefur verið óbreyttur síðastliðið starfsár: Garðar 1: Toyota Hilux 2010 44“ breyttur Garðar 2: Toyota Hilux 2015 44“ breyttur

4 4

11

farþegar farþegar

+ +

Bílstjóri Bílstjóri


Garðar 3: Toyota Hiace 2003 4x4 Garðar 4: Ford F-350 2016 37“ breyttur

8 5

farþegar farþegar

+ +

Bílstjóri Bílstjóri

Auk þess er Garðar 6 vörubíll sveitarinnar en hann er að öllu leyti í umsjón beltaflokks og er ekki talinn með hér. Flutningsgeta bílaflotans, án vörubíls, eru 21 farþegar auk bílstjóra, samtals 25 manns. En af gefinni reynslu síðastliðið starfsár er þörf á meiri flutningsgetu, þá helst við akstur nýliða. Er því stefnt á að bæta við tæki í flotann, en miðað er við að nýtt tæki rúmi um 15 manns og sé felstum fjallvegum fært og geti komist yfir minni ár og skafla. Einnig er komin tími á endurnýjun á eldri jeppa sveitarinnar. Garðar 1 verður 8 ára í vetur og þrátt fyrir að hafa þjónað sveitinni vel er viðhaldið farið að aukast talsvert með tilheyrandi kostnaði. Þegar þetta er skrifað hefur Kristinn Magnússon stigið úr formannsstólnum og Sturla Hrafn Einarsson tekið við af honum. Í flokknum eru 11 bílstjórar sem ekið geta í útköll, þar af eru 7 Bílstjórar 1. Undan farin ár hefur mikil nýliðun átt sér stað í flokknum og á sama tíma hefur reynsla og þekking tapast með eldri félögum. Það er því okkar helsta áhersla að auka þekkingu og færni innan flokksins meið öflugri þjálfun með aðstoð reyndari félaga í sveitinni. Það er skýr stefna flokksins að skara fram úr á sínu sviði með öflugum, vel útbúnum tækjum og bílstjórum sem þekkja tækin vel og geta beitt þeim við erfiðustu aðstæður jafnt að sumri sem og vetri. Fyrir hönd bílaflokks Hjálparsveitar Skáta Garðabæ Arnar Gunnarsson Kristinn Magnússon Sturla Hrafn Einarsson

12


HUNDAFLOKKUR Útkallshundar HSG eru sex talsins í víðavangs og snjóflóðaleit. A próf er seinasta prófið sem þreyta þarf til að ljúka fullnaðarþjálfun. Eftir að A próf hefur verið þreytt þurfa teymin að taka svokallað Aendurmat á hverju ári til að sýna fram á útkallshæfi sitt. Tóku öll okkar A hundateymi endurmat á árinu. Við eignuðumst nýtt A-teymi í víðavangsleit í september þegar Sandra og Atlas stóðust sín próf með mikilli prýði. Einn nýliði, Gunnar, tók þátt í starfi okkar í ár og stóðst grunnpróf (C próf) í snjóflóðaleit í mars og í víðavangsleit í september. Endurnýjun er okkur einkar mikilvæg enda getum við ekki notið starfskrafta hundanna okkar næstum eins lengi og við óskum okkur. Sporaæfingar halda áfram og fáum við þjálfara frá Þýskalandi til að aðstoða okkur um það bil tvisvar á ári. Hópurinn samanstendur af HSG-ingum og aðilum frá HSSR, Ársæli, FBSR og Ríkislögreglustjóra. Markmið hópsins er að auka þekkingu á sporaleit með hundum innan Landsbjargar og Lögreglunnar og í framhaldinu vonandi ná hundum á útkallsskrá í sporaleit fyrr en seinna. Björgunarhundasveit Íslands, samstarfssveit HSG í hundamálum, er nú um stundir partur af Erasmus samstarfsverkefni hundasveita frá Noregi, Svíþjóð, Englandi og Möltu. Verkefnið samanstendur af sex vinnufundum og skiptast löndin á að taka á móti þátttakendum til síns heimalands til funda og fræðslu. Félagar hundaflokks hafa þegar farið til Noregs á snjóflóðaráðstefnu og víðavangsráðstefna var haldinn hér heima í ágúst þar sem tveir félagar hundaflokks HSG héldu erindi fyrir ráðstefnugesti. Þetta verkefni er frábært tækifæri til að læra af systursveitum okkar í öðrum löndum og fögnum við hundafólk þessari samvinnu. Þegar við núverandi formenn tókum við hundaflokki HSG síðasta haust ákváðum við strax að vinna að því að sem flestir meðlimir sætu Fagnámskeið í leitartækni. Áætlunin gekk stórvel, allir útkallsmenn HSG eru orðnir sérhæfðir leitarmenn og gerir það okkur að enn betri hundamönnum. Áætlunin okkar smitaði út frá sér og eftir þetta starfsár eru nær allir útkallshundamenn á höfuðborgarsvæðinu einnig orðnir sérhæfðir leitarmenn. Formenn hundaflokks HSG Guðrún Katrín Jóhannsdóttir Hallgerður Kata Óðinsdóttir

13


LEITARTÆKNIFLOKKUR Starfið í leitartækniflokki var gott á síðasta starfsári. Þegar leið á vorið dró úr mætingu á vikulegar æfingar. Í flokkinn eru skráðir tæplega 40 félagar og þar af hafa 17 lokið fagnámskeiði í leitartækni. Margir hafa einnig meðal annars lokið við sporrakninganámskeið og hópstjóranámskeið. Þá nafa nokkrir félagar sem ekki eru skráðir í leitarhóp einnig lokið við fagnámskeið í leitartækni.

Flokkurinn hittist vikulega, á mánudagskvöldum, þar sem farið er yfir hin ýmsu atriði leitartækninnar en einnig er farið yfir önnur mikilvæg atriði s.s. fyrstu hjálp og snjóflóðaleit. Flokkurinn tekur þátt í sameiginlegum æfingum leitarflokka á svæði 1 en þær eru haldnar að jafnaði 6 sinnum á hverju starfsár. Á samæfingum eru æfðar allar helstu leitaraðferðir sem notaðar eru í mismunandi aðstæðum.

Útköll hafa verið hjá flokknum og er þátttaka í þau almennt góð. Félagar úr flokknum hafa kennt leitartækninámskeið fyrir sveitina og hafa ávallt margir komið að kennslu og uppsetningu æfinga á nánmskeiðinu. Auk þess hafa félagar í flokknum verið duglegir við að taka þátt í innra starfi sveitarinnar sem dæmi gönguferðum, fjáröflunum, hálendisgæslu og öðrum gæslum. Íris Ósk og Ragna

14


NÝLIÐAR 1 Eftir fyrra nýliðaár hópsins fara 8 einstaklingar yfir á sitt annað þjálfunarár. Hópurinn samanstendur af afar ólíkum einstaklingum á öllum aldri og kemur hver og einn með marga styrkleika að borðinu. Sat hópurinn námskeið í Ferðamennsku og rötun, Fyrstu hjálp, Fjallamennsku og Leitartækni ásamt því að fá fræðslu um fjarskiptatækni, veðurfræði, vinnu með hundum, vinnulag í útköllum og margt fleira. Farnar voru all nokkrar ferðir og var meðal annars gengið um Leggjarbrjót, Kjöl, í Skaftafelli og á gönguskíðum í nágrenni Þóristinds í fimbulkulda. Tugþrautin var að venju þreytt í lok starfsársins og bættist þar í reynslubanka allra sem þátt tóku. Kvöldæfingar samanstóðu af leitaræfingum, fyrstu hjálp, hnútakvöldum og öðrum fróðleik og verður gaman að byggja enn frekar ofan á þá kunnáttu í Nýliðum 2 í vetur. Nýliðaþjálfarar 2017 - 2019 Guðrún Katrín Jóhannsdóttir Hallgerður Kata Óðinsdóttir Sydney Gunnarsson Daníel Þorláksson

15


NÝLIÐAR 2 Nýliðaðaprógramið fór fram með nokkuð hefðbundnum hætti á síðara starfsári þeirra. 15 manns hófu leika um haustið og þar sem takmarkað framboð var af flokkum fyrir þau að starfa með var sett aukið púður í skipulagða fundi og ferðir yfir veturinn. Að auki voru haldnar 4 útkallsæfingar yfir veturinn þar sem settar voru upp æfingar og keyrðar eins og um útkall væri að ræða svo þau kæmu betur undirbúin fyrir það sem koma skyldi. Lokapróf hópsins var svo verkefnið að vera sett út á Þingvöllum og koma sér eftir eigin leiðarvali að sumarhúsi í Skorradal og þurfti að koma við á fyrirfram ákveðnum póstum á leiðinni, kalla sig inn og leysa verkefni. 11manns skrifuðu svo undir eiðstaf sveitarinnnar í maí 2018. Aðrir 5 áttu enn einhver námskeið ókláruð og stefna á að ljúka þeim að komandi vetri.

F.h. leiðbeinenda N2

Sigurbjörn Sævarsson Ásgúst Þór Gunnlaugsson Hulda Rós Helgadóttir Kristinn Magnússon

16


SJÚKRAFLOKKUR Sjúkraflokkur er nokkurs konar stuðningsflokkur innan sveitarinnar. Hlutverk hans er að hafa umsjón með sjúkrabúnaði sveitarinnar, huga að endurnýjun búnaðar og viðhaldi, kennslu í fyrstu hjálp fyrir nýliða sveitarinnar auk þess að bjóða fullgildum félögum þátttöku á slíkum námskeiðum. Á liðnu starfsári var fyrsta hjálp haldin fyrir nýliða sveitarinnar. Auk kennslu í fyrstu hjálp hvetur sjúkraflokkur félaga til að sækja sér frekari menntun og þjálfun, s.s. Fyrstu hjálp í óbyggðum (WFR). Minnum við félaga á að sinna endurmenntun en hana þarf að taka á þriggja ára fresti. Voru tveir félagar frá sveitinni sem tóku WFR, einhverjir tóku endurmenntun í WFR og einn bætti við sig leiðbeinendaréttindum í fyrstu hjálp. Þörf er á að fjölga þeim meira því eins og staðan er í dag eru einungis 4 leiðbeinendur tiltækir fyrir sveitina. Sveitin hefur sinnt ýmsum gæsluverkefnum, bæði stórum og smáum og þá þarf bæði þekking og réttur sjúkrabúnaður að vera til staðar. Hér má nefna allt frá gæslu á knattspyrnuleikjum og til hálendisgæslu. Þökkum samstarfið á liðnu ári. F.h. sjúkraflokks Berglind Ösp Eyjólfsdóttir Margrét Hrönn Frímannsdóttir

BIRGÐANEFND Starf birgðanefndar er að hafa yfirumsjón með sameiginlegum búnaði sveitarinnar í birgðageymslunni, sjá um að sá búnaður sé í lagi og endurnýja eftir þörfum. Einnig er það starf birgðanefndar að birgðageymslan sé í ásættanlegu ástandi, en allra í sveitinni að ganga þar vel um. Á liðnu starfsári var enginn nýr búnaður keyptur en tekið var til í birgðageymslunni og einhverju hent. F.h.birgðanefndar Berglind Ösp Eyjólfsdóttir Guðrún Þórey Sigurbjörnsdóttir Kristinn Jón Eysteinsson

17


SLEÐAFLOKKUR Síðastliðinn vetur voru 13 starfandi meðlimir í sleðaflokk. Þéttur og góður kjarni. Eins og gengur og gerist sumir virkari en aðrir. Helstu breytingar innan raða flokksins var að Gísli tók við af Gétari sem annar tveggja formanna flokksins. Snjóalög voru eitthvað í lakara lagi þetta starfsárið sunnan megin á klakanum. Lengi að festa sig og því miður einnig fljótur að láta sig hverfa. Fyrir vikið var lagt í nokkrar ferðir norður. Helstu ferðir voru helgarferð á Tröllaskagann og einnig sóttu nokkrir námskeið sem Ellingsen stóð fyrir á Kaldbak, þar sem Tony Jenkins (rosa góður sleðagaur) var með kennslu. Helgarferð var farin inná Fjallabak, flokkurinn fór með í uppskeruferð sveitarinnar inní Skófluklif og einnig teknar æfingar þau kvöld og daga sem færð leyfði á sunnanverðu landinu og í nágrenni borgarinnar. Minna var keyrt síðastliðin vetur og færri að keyra en óskandi væri til að halda flokknum við. Hópurinn ætlar sér að vera virkari og æfa meira og margvissara komandi vetur. Urðu nokkur óhöpp hjá okkur seinasta vetur. Er það hluti af því að keyra vélsleða og verða betri keyrari og þar af leiðandi betri björgunarmaður. Voru þau vel rýnd innan flokksins og var stjórn upplýst um þau og hvaða lærdómum við tókum með okkur hveru sinni. Flokkurinn hélt áfram að leiða samæfingar sleðaflokka á svæði 1 og mun sú vinna skila sér þegar á þarf að halda. Á árinu voru einnig endurnýjaðir 2 vélsleðar. Ákveðið að halda sig við Polaris en tekin önnur týpa sem er með stærri kæli og líður því betur í íslensku harðfenni og ræður því af leiðandi einnig betur við að draga. Flokkurinn fjárfesti í nýjum höfuðljósum og því betur búin í erfiðum aðstæðum og mikið öryggi sem því fylgir.

18


Uppsetning á Ikea gámum var á sýnum stað hjá flokknum fyrir flugeldasölu. Í sumar fór hópurinn í að laga og breyta aðstöðunni sinni á milliloftinu í kjölfari af standsetningu á Jötunheimum. Mun sú vinna halda áfram inní haustið. Hefur starfið farið af stað af krafti þetta árið og stefnir í næstum fullar heimtur ásamt viðbótum fyrir komandi starfsár. Stefna flokksins er að halda áfram góðu og sterku starfi bæði innan flokks og sveitarinnar. Við hlökkum til nýrra verkefna á komandi ári. F.h. Sleðaflokks Jói og Gísli

19


UNDANFARAR Undanfaraflokkur HSG er án vafa einn stærsti og reynslumesti undanfarahópur á landinu þar sem samanlögð reynsla af útivist og björgunarstörfum spanar áratugi. Hópurinn telur um 35 manns af báðum kynjum og fögnum við mikið hraðri fjölgun kvenna í okkar röðum. Af þessum hóp eru um 10 undanrennur, hófu 6 þeirra vegferð sína núna í haust og erum við mikið spennt fyrir framhaldinu með þeim hóp. Einnig eru 9 einstaklingar úr okkar röðum eru í þyrluhóp undanfara sem starfa náið með þyrluáhöfnum LHG og sinna þyrluútköllum í fjalllendi. Má nefna að 3 slík útköll hafa verið á árinu 2018.

Starfsár undanfara hefur annars verið nokkuð venjubundið má segja, ein innansveitar og ein samæfing í mánuði ásamt að sjá um kennslu til nýliða og sveitarmeðlima í fjallamensku og hnútafræðum. Sáu undanfarar HSG um fyrstu og seinustu samæfingu vetrarins ásamt því að mæta á árlega jöklaæfingu svæðis 3 á Langjökli sem og á Fjallamessu sem haldin er annað hvert ár og farið er yfir nýjustu strauma og stefnur í fjallamennsku og fjallabjörgun. Einstaklingsframtakið á stundum fullan rétt á sér líkt og þegar Jón Andri, þriðjungsformaður, hélt úti veigamiklu Jóladagatali á spjallsíðu undanfara, já þeir voru óheppnir mikið sem af misstu.

Undanfarahópur HSG endaði svo starfsárið á síðustu samæfingu vetarins með línubrú og grillpartýi. Var það umfangsmikil æfing í Hvalfirði þar sem 100 metra línubrú var strengd yfir um 50m djúpt gil til að koma björgunarmönnum að sjúklingi og flytja hann svo á börum til baka. Tókst það allt með miklum ágætum, runnu svo pulsur, grænmetisbuff og hraunbitar ljúft ofan í mannskapinn að æfingu lokinni. F.h. undanfara HSG

Sigurbjörn Gestur Sævarsson Ágúst Þór Gunnlaugsson Jón Andri Helgason

20


ÚTKALLSNEFND Störf útkallsnefndar voru með hefðbundnum hætti síðastliðinn vetur. Nefndin mætir í hús í útköllum og aðstoðar hópa við skráningu, tiltekt á búnaði og skiptingu í hópa. Á meðan útköll eru í gangi sinna nefndarmeðlimir gagnaöflun, eru með virka hlustun, upplýsir stjórn um framgang og undirbúa næstu skref þegar við á t.d með að manna hópa, útvega bílstjóra eða tryggja að félagar sem fara í þyrluútköll fái flutning heim ef þyrlan þarf að skilja þá eftir í verkefnum. Útkallsnefnd fer yfir útköll á sveitarfundum og ef upp hafa komið atriði eftir útköll sem mega betur fara innan sveitarinnar hefur nefndin séð um að koma þeim í ferli. Útkallsnefnd sér einnig um að virkja viðrunarteymi sveitarinnar þegar við á. En auk þessara verkefna hefur nefndin haldið utan um félagalista, útkallslista og aðstandendalista félaga og reglulega uppfært þá. Nefndin sér um bakvaktarsíma sveitarinnar sem nýtist bæði félögum og svæðisstjórn í tengslum við útköll. F.h. Útkallsnefndar, Sigrún Helga G. Flygenring

21


ÝMSAR LYKILTÖLUR ÚR STARFINU

Viðhald á húsi 5%

Ferðir 5% Fjáröflun 9%

Æfingar 22%

Flokkastarf 29% Útköll 11%

Sveitarstarf 13%

Námskeið 6%

Hér má sjá hvernig starfið á starfsárinu dreifðist á eftirfarandi liði: ferðir, fjáraflanir, flokkastarf, námskeið, sveitarstarf, útköll og æfingar. Hafa ber í huga að þetta er gróf skipting þar sem æfingar og fræðsla eru oft innan flokkastarfs, þó eru engir liðir tvítaldir.

Ferðir Fjáröflun Flokkastarf Námskeið Sveitarstarf Útköll Æfingar Viðhald á húsi Samtals

22 38 123 26 55 48 93 21 426 22


ÝMSAR MYNDIR ÚR STARFINU

23


24


25


26


ÚTKÖLL HSG 2017-2018 1.9.2017 7.9.2017 9.9.2017 10.9.2017 10.9.2017 13.9.2017 20.9.2017 1.10.2017 24.10.2017 27.10.2017 5.11.2017 16.11.2017 25.12.2017 9.1.2018 13.1.2018 17.1.2018 27.1.2018 1.2.2018 3.2.2018 4.2.2018 4.2.2018 10.2.2018 10.2.2018 11.2.2018 11.2.2018 17.2.2018 21.2.2018 28.2.2018 24.3.2018

Leit að manni við Vífilsstaðavatn Leit að einhverfum dreng í Reykjavík Þyrluútkall Týnd kona við Álftavatn Leit að konu með alzheimer Eldur í flugvél, Keflavíkurflugvöllur Bátur við Kirkjusand Leit að barni í Grafarholti Leit á Sólheimasandi Leit að rjúpnaskyttum á Selsundsfjalli Óveðursútkall Flugatvik Keflavíkurflugvöllur Leit að manni í Keflavík Óveðursútkall Leit að alzheimersjúkling í Garðabæ Leit að 17 ára dreng í Kópavogi Leit að manni á Selfossi Ófærðarútkall Sandskeið Týndur drengur í Reykjavík Týnd stúlka í Reykjavík Leit að manni í Garðabæ Ófærðarútkall Mosfellsheiði Ófærðarútkall Árnessýsla Leit að manni í Kópavogi Ófærðarútkall höfuðborgarsvæði Útkall Esja Óveður höfuðborgarsvæði Leit að manni í íshelli á Hofsjökli Þyrluútkall Stóru Árvík 27


17.4.2018 7.5.2018 9.5.2018 18.5.2018 20.5.2018 26.5.2018 26.6.2018 9.7.2018 18.7.2018 20.7.2018 2.8.2018 5.8.2018 9.8.2018 18.8.2018 28.8.2018 4.9.2018 14.9.2018 18.9.2018

Leit í Hafnarfirði Leit að dreng í Hafnarfirði Leit að ungling í Kópavogi Útkall á Vatnajökli Leit að manni í Ölfusá Slóðaleit Sandskeið Leit á Fimmvörðuhálsi Björgun í Búrfellsgjá Útkall í hálendisgæslu Útkall í hálendisgæslu Leit að stúlku í Reykjanesbæ Leit að 2 aðilum í hellinum Leiðarenda Keflavíkurflugvöllur, reykur í hreyfli Mosfellsheiði, neyðarsendir Neyðarsendir norðan Torfajökuls Leit í Árbæ Leit í Fossvogi Þyrluútkall Kirkjufell

28


29

Ársskýrsla Hjálparsveitar skáta Garðabæ  

Annual report

Ársskýrsla Hjálparsveitar skáta Garðabæ  

Annual report

Advertisement