Page 10

10 Hjálmar

Febrúar 2016

Hvað kostar land­ búnaðarkerfið okkur? hagfræðingur við Hagfræði­s tofnun HÍ

M Y ND 1

Afurðaverð til íslenskra bænda sem hlutfall af innflutningsverði árið 2014 Heimild: OECD (2015): Agricultural in bænda OECD Countries at a Glance. Afurðaverð til Policies íslenskra sem hlutfall af innflutningsverði

(%)

4.5 4.0 3.5 3.0 2.5 2.0 1.5 1.0 0.5 0.0

M jólkurvörur Mjólkurvörur

Nautakjöt Nautgripir

Svínakjöt Svínkjöt

Fuglakjöt Fuglakjöt

Kindakjöt Kindakjöt

Egg Egg

Samtals Samtals búvörur

M Y ND 2

Neysla á búvörum á bændaverði Neysla á búvörum á bændaverði

Heimild: OECD (2015): Agricultural Policies in OECD Countries at a Glance.

40 35 30 MA. KR.

Ásgeir Friðrik Heimisson

kjúklinga- og svínarækt. Byggðasjónarmið eiga ekki við í þeirri framleiðslu en mestöll svína- og kjúklingaframleiðsla er verksmiðjuframleiðsla sem fer ekki fram í dreifbýli. Ekki er hægt að sjá betur en að verksmiðjubúskapur sé studdur jafnmikið og raun ber vitni vegna staðkvæmdar afurða hans við hefðbundnar landbúnaðarvörur. Verð á þeim hefur því áhrif á neyslu hefðbundinna búvara. Mynd 2 sýnir kostnað við neyslu íslenskra búvara á bændaverði, samanborið við það hvað sama neysla hefði kostað ef hún hefði verið innflutt frá 1996-2014 á verðlagi ársins 2014. Meðalheimilið eyddi um 771 þús.kr. í matarkaup árið 2014 og þar af um 310 þús.kr. í mjólkurog kjötafurðir. Gróflega má áætla að ef vikið væri frá núverandi fyrirkomulagi og tollvernd yrði afnumin myndi meðalfjölskyldan spara um 122 þús.kr. í matarinnkaupum árlega, að teknu tilliti til kostnaðar sem yrði lagður á við dreifingu og smásölu. Þetta þýðir að útgjöld til matarinnkaupa myndu lækka um liðlega 19%, ef miðað er við matarkörfuna eins og hún var árið 2014. Árið 2014 lét ríkið 14,6 ma.kr af hendi rakna til bænda. Þetta jafngildir u.þ.b. 81 þús.kr aukaálögum á hvert heimili í formi skatta og opinberra gjalda til að halda atvinnugreininni í núverandi mynd. Flestir útreikningar sýna fram á að í núverandi mynd er greinin mjög óhagkvæm. Óhagkvæmni landbúnaðar hér á landi má rekja til hinna umfangsmiklu styrkja sem greinin nýtur, sem eyða hvatanum til hagræðingar og nýsköpunar með því að takmarka bæði erlenda samkeppni og innlenda. Bændum eru tryggðar tekjur óháð markaðsaðstæðum. Þetta hefur leitt til þess að of miklu fjármagni og vinnuafli hefur verið beint í framleiðslu á matvælum þó svo að framleiðsluþættir okkar, þ.e. landgæði og veðurfar, henti illa til slíkrar framleiðslu. Stuðningur ríkisins leiðir m.ö.o. til þess að úreltar aðferðir halda velli. Joseph Schumpeter rökstuddi mikilvægi skapandi eyðileggingar (e. creative destruction) en með því átti hann við að til þess að samfélög geti vaxið og dafnað til lengri tíma litið, sé mikilvægt að hið gamla víki fyrir hinu nýja. Hræðsla við skapandi eyðileggingu komi í veg fyrir sjálfbæra velferðaraukningu til lengri tíma. Með styrkveitingum í landbúnaði er fleirum en ella gert kleift að stunda landbúnað, dregið er úr hvötum til nýsköpunar og framfara og líftími úreltra framleiðsluaðferða framlengdur. Þetta leiðir til þess að velferð þeirra sem stunda greinina minnkar með tímanum og einnig þeirra sem njóta afurða hennar. Ef markmið stjórnvalda er að auka velferð til lengri tíma litið, er mikilvægt að standa ekki vörð um gömul kerfi og leyfa skapandi eyðileggingu að eiga sér stað, þó hún geti verið sársaukafull til skamms tíma. Hærra verð á búvörum er

25 20 15 10 5 -

1996 1997 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 Innlend framleiðsla

Innflutt framleiðsla

M Y ND 3

Sparnaður heimilis við afnám búvörulaga Heimild: OECD (2015): Agricultural Policies in OECD Countries at a Glance, Hagstofa Íslands og

Sparnaður heimilis, við afnám búvörulaga, árið 2014

Ríkisreikningar.

900

Sparnaður heimilis, við afnám búvörulaga, árið 2014

800 900 700 800 600 700 Þús. kr Þús. kr

Á

Íslandi er við lýði flókið og umfangsmikið styrktarkerfi, sem starfrækt er á grundvelli búvörulaga, sem samþykkt voru á Alþingi árið 1993. Sögu búvörulaganna má rekja til ársins 1934 þegar sett voru svonefnd afurðasölulög. Þau voru fyrstu lögin um verðlagningu og sölu búvara hér á landi. Helstu markmið þessara laga hafa haldist nokkurn veginn óbreytt frá upphafi. Búvörulögum er ætlað að stuðla að framförum í íslenskri búvöruframleiðslu, auka samkeppnishæfni landbúnaðar og miða að því að starfsskilyrði bænda hér á landi séu ekki lakari en almennt gerist í nágrannalöndum. Helstu rökin fyrir því að styrkja eigi landbúnað eru að greinin snýst um að framleiða matvæli og án matvæla getur engin þjóð verið. Landbúnaðarmál eru einnig samofin byggðamálum, m.a. af menningarlegum ástæðum, t.d. vegna viljans til að varðveita sveitamenningu. Einnig hefur verið bent á að blómlegar byggðir séu mikilvægar fyrir ferðamannaiðnaðinn og hafi þannig jákvæð ytri áhrif á allt samfélagið (Hagfræðistofnun, 2006). Hver er hinsvegar afleiðing þessara markaðsinngripa stjórnvalda fyrir almenna velferð? Eru þegnar landsins betur settir með núverandi umgjörð laga? Afurðaverð frá bændum hér á landi var mun hærra en heimsmarkaðsverð árið 2014, að mati OECD, sem heldur úti svokölluðum „NPC-stuðli“ (e. Producer nominal protection coefficient) sem sýnir afurðaverð til bænda sem hlutfall af innflutningsverði. Afurðaverð frá bændum á mjólkurvörum var u.þ.b. tvöfalt hærra hér á landi en að jafnaði ef innflutningur væri frjáls og heimsmarkaðsverð fengi að ráða. Fjárhæð innflutningsverndar ræðst fyrst og fremst af muninum á framleiðslukostnaði hér og erlendis, mikill mismunur á afurðaverði frá bændum er ein af fjölmörgum vísbendingum um óhagræði í framleiðslu búvara hér á landi. Innflutningsverndin er hvað mest á fuglakjöti og fá bændur í dag um fjórum sinnum hærra verð fyrir afurðir sínar en bændur fá að jafnaði á heimsmarkaði. Samtals eru búvörur hér á landi um 68% dýrari frá bændum en á heimsmarkaði. Eins og sjá má á mynd 1 munar töluverðu á verði á búvörum frá bændum hér og annarstaðar. Árið 2014 seldu íslenskir bændur afurðir fyrir um 37 ma.kr. á bændaverði, sem miðast við verð vörunnar þegar hún fer frá býli, en ofan á það leggst kostnaður við vinnslu í afurðastöðvum, flutning innanlands og smásölu. Sama framleiðsla hefði kostað um 22 ma.kr. ef hún hefði verið keypt af bændum á heimsmarkaðsverði og flutt inn, að mati OECD. Af þessu má draga þá ályktun að stuðningur ríkisins hafi kostað neytendur 15 ma.kr. á árinu 2014. Athyglisvert er að beina sjónum að því að um 4 ma.kr af þessum umframkostnaði koma til vegna markaðsverndar á

500 600 400 500

771

300 400

771

200 300

81

100 200 0 100 0

203

122

81

Matarútgjöld Matarútgjöld

Sparnaður í122 martarútgjöld Sparnaður í matar­úvið tgjöldum við afnám afnám búvörulaga

Annar sparnaður Annar sparnaður

Matarútgjöld

Sparnaður í martarútgjöld við afnám búvörulaga

Annar sparnaður

búvörulaga

203

Heildar sparnaður Heildarsparnaður Heildar sparnaður

TA FL A 1

Umframframleiðsla og undirneysla á nokkrum búvörum Umframframleiðsla Framleiðendur

Minni neysla Neytendur

2014

1996-2014

2014

1996-2014

Mjólkurvörur

17%

28%

3%

4%

Egg

55%

60%

50%

54%

Nautgripir

22%

65%

13%

36%

Kindakjöt

121%

143%

121%*

143%*

Svínakjöt

81%

124%

43%

61%

Fuglakjöt

261%

397%

64%

79%

Profile for Hjalmar timarit hagfræðinema

Hjalmar2016 web  

Febrúarútgáfa

Hjalmar2016 web  

Febrúarútgáfa

Advertisement

Recommendations could not be loaded

Recommendations could not be loaded

Recommendations could not be loaded

Recommendations could not be loaded