Page 1

Volkswagen up!


Það er ekki hægt að smíða minni Volkswagen Kröfur um gott rými eru miklar hjá Volkswagen og því var það mikil áskorun sem verkfræðingarnir fengu við að hanna hinn nýja up!. Einungis 3,54 metrar á lengd og 1,64 metrar á breidd setur Volkswagen up! ný viðmið í hönnun smábíla með því að sameina nett ytra rými og rúmgott innra rými. Sportlegt útlit sem vekur athygli hvert sem farið er og stílhrein innrétting skilar sér í nútímalegum og ótvíræðum Volkswagen. Hvergi er gefið eftir í kröfum um aksturseiginleika, gæðum né öryggi og því til sönnunar eru einróma hrós bílablaðamanna um allan heim og 5 stjörnu einkunn í árekstrarprófunum EuroNcap. Niðurstaðan er einföld: Volkswagen up! er alvöru smábíll.

km 4,1 l/ 100

Gerð Take up! Move up!

Vél

Gírskipting

Afköst (hö.)

1.0 MPI 1.0 MBT

5 gíra beinsk. 5 gíra beinsk.

60 60

Magn CO2 í útblæstri (g/km) 95 98

Meðaleyðsla (l./100 km) 4,1 4,2

Apríl 2014. Gert með fyrirvara um prentvillur. HEKLA áskilur sér rétt til breytinga á verði og búnaði án fyrirvara.


Staðalbúnaður / Take up! • ESP Stöðugleikastýring • ABS bremsur • Blue Motion Technology (BMT) • Start/stop búnaður • Loftpúðar fyrir ökumann og farþega ásamt loftpúðagardínum • 5 gíra beinskipting • Þokuljós að aftan • 14” stálfelgur • Varadekk í fullri stærð • Stífari fjöðrun • Vökvastýri • Samlitir stuðarar • Útihitamælir • Ábending í mælaborði um hagkvæmasta gír • Glasahaldari frammi og aftur í • Hiti í afturrúðu • Hækkun á ökumannssæti • Tveggja tóna flauta • RCD 215 útvarp með geislaspilara, MP3 spilara og AUX-tengingu

Að auki í Take up! Plus • Fjarstýrð samlæsing • Rafdrifnar rúður að framan

Að auki í Move up! • Maps&More - Bluetooth búnaður fyrir síma og afspilun tónlistar ásamt leiðsögukerfi • Aftengjanlegur loftpúði fyrir farþega í framsæti • Sjálfvirk neyðarbremsa (City Emergency Break)

What Car? Bíll ársins 2012 er Volkswagen up!. Þetta hefur verið einhver erfiðasta keppni í gegnum árin, en að þessu sinni var nýi Volkswagen borgarbíllinn ótvíræður sigurvegari. Hafið þá í huga framfarirnar hjá nýjum Porsche 911, hinn smáa dísilknúna Ford Mondeo og BMW 3 línuna. Takið einnig með í reikninginn að hinn frábæri Range Rover Evoque komst ekki einu sinni inn á úrtakslistann. Þegar allt kom til alls gátum við ekki horft framhjá Volkswagen up! sem sameinar fágun, gæði, rými og þroska og setur um leið ný viðmið fyrir verðflokkinn í kringum 10.000 pund (um 2.000.000 ISK). Nýjasti fjölskyldumeðlimur Volkswagen fellur vel inn í borgarumhverfið, en hann er jafnframt afar fimur á hraðbrautinni. Þetta er glæsilegt tilboð fyrir ekki svo mikinn pening. Einn úr dómnefndinni nefndi enn fremur að up! væri bíll sem „hentaði tíðarandanum sérlega vel“. Það var því vel við hæfi að við völdum hann bíl ársins.

What Car? segir

5 af 5 stjörnum Volkswagen up! er besti borgarbíllinn á markaðnum. Hann er frábær í akstri, flottur, rúmgóður fyrir farþega og hann hefur heillandi yfirbragð. Þar sem hann er bíll ársins 2012 hjá okkur getum við í rauninni ekki veitt honum meira hrós.

Akstur og stýring

5 af 5 stjörnum Helsti kostur up! er hversu fimur hann er í akstri, en hann fer greiðlega yfir flestar ójöfnur á vegum. Hann er jafnframt mjög skemmtilegur. Þetta er smábíll sem hegðar sér sem slíkur: Fimur, nákvæmur og þægilegur í akstri. Lögun bílsins kemur sér auðvitað mjög vel, en öll lýsing, bein stýringin og viðbragðsfljótur gírkassinn eiga sömuleiðis stóran þátt í gæðum bílsins.

Fágun

4 af 5 stjörnum Þriggja strokka vélar eru yfirleitt hávær tæki. Ekki í Volkswagen. Hún er að sjálfsögðu ekki eins rennileg eins og fjögurra strokka vélin og þú verður var við svolítinn titring við lágan snúningshraða, en að öðru leyti gengur hún alveg nógu mjúklega. Hafðu í huga að talsvert mikið vindgnauð og veghljóð heyrast við mikinn hraða.

Undir stýri 5 af 5 stjörnum Mælaborðið í up! er ekki flókið, sem er gott. Allur helsti stjórnbúnaður er vel staðsettur og laus við allt óþarfa flúr. Hnapparnir eru greinilegir og ef þú sest í best útbúnu útfærsluna muntu finna þar frábært (og færanlegt) gervihnattartengt upplýsinga-, afþreyingar- og leiðsögukerfi ofan á mælaborðinu. Þægindin eru jafnframt mikil. Sætin eru slétt og stíf og akstursstaðan er mjög góð jafnvel þó að ekki sé hægt að draga stýrið út. Rými og notagildi

5 af 5 stjörnum Plássið er mikið frammi í enda er þar öllu haganlega komið fyrir og axlarrýmið er sérlega gott. Aðstæður farþega í aftursætum eru engu verri en í öðrum borgarbílum, og það má halla og renna framsætum fram til að hleypa farþegum inn. Höfuðrýmið er jafnframt ásættanlegt. Skottið er með því stærra sem býðst í þessum flokki og ef aftursæti eru felld niður fæst meira pláss en í sumum stærri smábílum.


Tækniupplýngar Vél

1.0 MPI BMT 60 hö.

Strokkar 3 Rúmsentimetrar (CC) 999 Afköst (kW (hö)/Snún. á mín) 44 (60) / 5.000 Tog (Nm/Snún. á mín) 95/3,000–4,300 Evrópskur mengunarflokkur EU5 Eldsneyti Bensín Frammistaða Hámarkshraði (km/klst) Hröðun 0–100 km/klst (sek)

161 14,4

Eyðsla – Innanbæjar (l/100 km) – Utanbæjar ( l/100 km) – Blandaður akstur (l/100 km) CO2 útblástur (g/km) Stærð eldsneytistanks (Bensín) Beygjuradíus (m) Gírkassi

5 3,6 4,1 95 c.a, 35 l 9,8 5 gíra beinsk.

Þyngd Eigin þyngd (kg) Burðargeta (kg) Heildarþyngd (kg)

940 425 1.290

Laugavegur 170-174 | 105 Reykjavík | Sími: 590-5000 | Fax: 590-5005 | hekla.is | hekla@hekla.is

Volkswagen Up  

Volkswagen Up vefbæklingur

Read more
Read more
Similar to
Popular now
Just for you