__MAIN_TEXT__
feature-image

Page 1


10 ár frá stofnun Heilbrigðisstofnunar Suðurlands Hinn 1. september 2014 eru liðin 10 ár frá stofnun Heilbrigðisstofnunar Suðurlands (HSu). Heilbrigðisstofnun Suðurlands varð formlega til 1. september 2004, skv. reglugerð, sem heilbrigðisráðuneytið gaf út. Þjónustusvæði hinnar nýju stofnunar náði þá til um 17000 íbúa á Suðurlandsundirlendinu. Um var að ræða 8 heilsugæslustöðvar, eitt sjúkrahús á Selfossi og hjúkrunardeild fyrir aldraða, samtals 55 sjúkrarúm og réttargeðdeild á Sogni í Ölfusi með 7 rými og heilbrigðisþjónustu við fangelsið á Litla Hrauni. Alls voru um 200 stöðugildi hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Hinni nýju Heilbrigðisstofnun Suðurlands var ætlað að styrkja heilbrigðisþjónustuna á Suðurlandi og gert var ráð fyrir að einstakir þættir hennar yrðu efldir. Með sameiginlegri stofnun gafst tækifæri til að jafna vaktaálag starfsmanna stofnunarinnar. Einnig varð meiri samvinna meðal starfsmanna og stoðþjónusta efldist. Samnýting rekstrarþátta skapaði möguleika til hagkvæmari reksturs og til varð öflugri rekstrareining, nýir áhersluþættir og betra starfsumhverfi. Heilbrigðisstofnun Suðurlands hafði það meginmarkmið að ná fram jákvæðum áhrifum með því að starfrækja heilbrigðisþjónustuna á Suðurlandi í einni heilsteyptri stofnun. 

Eitt af meginmarkmiðum stofnunarinnar var að þjónustan yrði í samræmi við þarfir íbúa svæðisins og skapaði enn betri aðstæður til búsetu á Suðurlandi.

Veitt yrði sú þjónusta sem skynsamlegt og hagkvæmt væri að veita á svæðinu.

Stefnt var að því að Heilbrigðisstofnun Suðurlands yrði metnaðarfullur, framsækinn og eftirsóknarverður vinnustaður með örvandi vinnuumhverfi fyrir þær starfsstéttir sem þar vinna.

Heilbrigðisstofnuninni var ætlað að vinna að menntun heilbrigðisstarfsfólks í samvinnu við menntastofnanir og skapa þannig góðan grundvöll fyrir starfseminni á Suðurlandi. Hefðbundin sameiningarvinna hófst í kjölfarið. Stjórnskipurit tók gildi í maí 2005, bókhald, launavinnsla, upplýsinga- og tölvumál, innkaup, umsjón með fasteignum og búnaði ásamt fleiru var samþætt fyrstu misserin. Gengið var frá stefnumótun fyrir hina nýju stofnun og reynt að samræma þjónustuna sem best. Stofnunin hefur staðið fyrir fundum um heilbrigðismál á Suðurlandi, tekið þátt í ýmsu starfi með stjórnvöldum, sinnt kennsluþjónustu heilbrigðisstétta ofl. Stofnunin hefur haft náið samstarf við aðrar heilbrigðisstofnanir, m.a. við LSH varðandi samtengingu rannsókna- og myndgreiningarkerfa. Haustið 2004 var boðið út verk við nýja byggingu við heilbrigðisstofnunina á Selfossi og framkvæmdir hófust í nóvember það ár. Var þar um að ræða nýtt húsnæði fyrir

hjúkrunardeildina Ljósheima, sem hafði verið starfrækt í gamla sjúkrahúsinu við Austurveg frá árinu 1984. Einnig var þar gert ráð fyrir nýju og stærra húsnæði fyrir heilsugæsluna á Selfossi. Á seinni stigum var ákveðið að bæta einni hæð, 3. hæð, við bygginguna, þar sem hjúkrunardeildin Fossheimar er nú. Nýja húsnæðið var tekið í notkun á árunum 2008 – 2010. Við það fjölgaði hjúkrunarplássum úr 26 í 40 og heilsugæslan fékk mun stærra húsnæði, auk þess sem aðstaða fyrir ýmsa stoðþjónustu batnaði verulega. Í byrjun árs 2006 tók HSu við sjúkraflutningum í Árnessýslu, sem sýslumannsembættið hafði annast í tæp 50 ár. Þar með voru allir sjúkraflutningar á þjónustusvæði stofnunarinnar á hendi HSu. Til að leysa húsnæðisþörf fyrir sjúkrabíla og sjúkraflutningamenn tók HSu þátt í undirbúningi að byggingu Björgunarmiðstöðvar á lóð stofnunarinnar. Björgunarfélag Árborgar byggði húsnæðið, en HSu leigir húsnæði fyrir sjúkraflutninga. Brunavarnir Árnessýslu eru einnig með aðstöðu í húsinu og er núverandi eigandi þess. Miklar náttúruhamfarir á Suðurlandi á árunum 2008 – 2010 reyndu mikið á starfsmenn og starfsemi stofnunarinnar eins og á aðra á Suðurlandi. Þá komu ekki síst í ljós kostir þess að til staðar var ein öflug heilbrigðisstofnun á Suðurlandi. Auðvelt var að styrkja þjónustu þar sem þörfin var mest, starfsfólk fór á milli starfsstöðva og tók þátt í þjónustu gagnvart íbúum á vettvangi, sem og i almannavarnarstarfi. Efnahagshrunið haustið 2008 hafði mikil áhrif á stofnunina eins og allt þjóðfélagið. Fjárveitingar til stofnunarinnar lækkuðu mikið og því þurfti að draga útgjöld verulega saman. Haft var að leiðarljósi að verja þjónustuna eins og kostur var. Tókst það að mestu leyti, en einnig urðu töluverðar breytingar á þjónustunni og á ýmsan hátt til styrkingar. Stofnunin hefur notið velvilja íbúa svæðisins og fengið mikið af gjöfum frá samtökum, fyrirtækjum og íbúum svæðisins. Hafa þessar gjafir nánast alfarið staðið undir endurnýjun á tækjum og búnaði stofnunarinnar og tryggt nauðsynlega framþróun.

Magnús Skúlason, forstjóri.

Íbúafjöldi á þjónustusvæði HSu eftir sveitarfélögum 530

930

630

Árborg Mýrdalshreppur

Skaftárhreppur Ásahreppur

420

Rangárþing Eystra Rangárþing Ytra

1900

7900

Hrunamannahr. Hveragerði Ölfus

2330

Grímsnes- og Grafningshr. 790

Skeiða- og Gnúpverjahr.

1550 1710 190 450

490

Blágskógarbyggð Flóahreppur.


Heilsugæsla HSu starfrækir 8 heilsugæslustöðvar á Suðurlandi, á Selfossi, í Hveragerði, í Þorlákshöfn, í Laugarási, á Hellu og Hvolsvelli, í Vík í Mýrdal og á Kirkjubæjarklaustri. Á öllum stöðvunum er veitt grunnþjónusta með áherslu á forvarnir og fræðslu, læknisþjónusta, bráða- og slysaþjónusta, vaktþjónusta, skólaheilsugæsla, heimahjúkrun, mæðra- og ungbarnavernd, hjúkrunarfræðiþjónusta og sálfræðiþjónusta. Á heilsugæslunni er unnið fjölbreytt starf af læknum, hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum. Auk venjubundinna starfa heilsugæslunnar eru framkvæmdar ýmsar rannsóknir s.s hjartalínurit, beinþéttnimælingar, öndunarpróf og heyrnamælingar. Móttaka sjúklinga: Móttaka lækna og hjúkrunarfræðinga er alla virka daga. Um er að ræða almenna móttöku sem sinnt er af starfsfólki sérhæfðu í heilsugæslulækningum og heilsugæsluhjúkrun. Heimahjúkrun: Markmið heimahjúkrunar er að veita einstaklingshæfða, markvissa, árangursríka og faglega heimahjúkrun, með það að markmiði að gera þeim, sem þjónustunnar njóta, kleift að búa heima við sem eðlilegastar aðstæður þrátt fyrir veikindi, heilsubrest eða öldrun. Skipulögð kvöld- og helgarþjónusta er á heilsugæslustöðvum Þorlákshafnar, Hveragerðis og Selfoss. Meðgönguvernd: Markmið meðgönguverndar er að stuðla að heilbrigði móður og barns. Veita faglega umönnun, stuðning og ráðgjöf, að greina áhættuþætti og bregðast við þeim og að veita fræðslu um meðgöngu og fæðingu. Ung- og smábarnavernd: Markmið ungbarnaverndar er að fylgjast reglulega með heilsu og framförum á þroska barna, andlega, félagslega og líkamlega. Einnig að styrkja foreldra í umönnun ungbarnsins/barnsins með ýmiskonar fræðslu og ráðgjöf .

Skólaheilsugæsla: Skólaheilsugæslan leitast við að efla heilbrigði nemenda og stuðla að vellíðan þeirra. Unnið er í náinni samvinnu við foreldra/forráðamenn, skólastjórnendur, kennara og aðra sem koma að málefnum nemenda. Á svæði HSu eru 16 grunnskólar í umsjá skólaheilsugæslu. Sérhæfð móttaka/þjónusta: Sérhæfðar móttökur eru t.d stuðningur við ofþunga, astma og lungnamóttaka, unglingamóttaka, sykursýkismóttaka, sáramóttaka, þvaglekamóttaka, fyrirtækjaþjónusta, starfsmannaheilsuefling, heilsueflandi heimsóknir til 80 ára og eldri, þjónusta við dvalar og hjúkrunarheimili og sérstakt samstarf við leikskóla. Móttaka sérfræðilækna: Barnalæknir, háls- nef- og eyrnalæknir, augnlæknar, kvensjúkdómalæknir, hjartalæknir og meltingafæralæknir eru m.a. með móttöku á heilsugæslustöðvum. Greiningarteymi barna: Greiningarteymi barna er samstarfsverkefni HSu, Skólaskrifstofu Suðurlands, auk sveitafélagsins Árborgar. Til teymisins er vísað málum barna frá fæðingu að 10 ára aldri þar sem grunur er um þroskafrávik.

Heimahjúkrun 2013

19 89 88

31 141 131

68 376 330

41 192 185

32 297 265

96

330

2000 0

Selfoss

Rangárþ. Hverag. Þorláksh. Laugarás Klaustur

Vík

1.005 5.230

1.034 4.549

3.982 22.396

Fjöldi samskipta

2.471 14.711

1.877 1.534

4000

3.956 14.428

6000

33.599

8000

Fjöldi einstaklinga

4.759

90.000 80.000 70.000 60.000 50.000 40.000 30.000 20.000 10.000 0

78.119

Fj. vitjana

6.909

10000

17.743

Fj. samskipta

8.579

Fj. einstaklinga

Fjöldi samskipta í heilsugæslu 2013


Fjöldi fæðinga og sængurlega (fæðing á LSH) á Selfossi

Mæðravernd 2013 1648

Fjöldi einstaklinga

Fjöldi samskipta

Fj. fæðinga á Selfossi

58

Selfoss

Rangárþ.

Hverag. Þorláksh. Laugarás Klaustur

19 105

10 30

39 104

45 126

52

75

204

232

469

1800 1600 1400 1200 1000 800 600 400 200 0

Vík

Fj. Sængurl. (fæð. á LSH)

40

0

10

20

30

40

50

60

70

Ungbarnavernd 2013 Fj. einstaklinga

2.353

2500

Fj. samskipta

Fj. vitjana

2000

35 132 26

35 54 7

127 348

54

101 215 60

202 435 40

490 175

66

500

338

1000

670

1500

0 Selfoss

Rangárþ.

Hverag. Þorláksh. Laugárás Klaustur

Vík

Heildarfjöldi aðgerða og speglana 2013

469

Speglanir Aðgerðir

652

Komufjöldi til sérfræðinga á göngudeildum Svæfing- og deyf. (1)

112

Kvensjúkdómal. (1)

989

Lyflækningar (4)

1434

Háls-, nef- og eyrnal. (1)

1506

Barnalækningar (1)

1096

Augnlæknar (3)

1190

Alm. Skurðl. (1)

79

0

200

400

600

800

1000 1200 1400 1600

Rannsóknir á göngudeild hjartalækninga 2012 250

2013

216

200 156

150

132

152 96

100

70

52

51

50

0 Áreynslupróf

Hjartaómun

Holter

Sólarhr. Blóðþr.mæl.

Vissir þú að árið 2013 .... ....var íbúafjöldi á þjónustusvæði HSu um 19.820. ....var fjöldi inniliggjandi sjúklinga á legudeild um 1.037 ....voru ferlissjúklingar á göngu- og legudeildum um 7.592 ....voru samskipti á Slysa- og bráðamótt. og opinni móttöku um 23.809 ....voru samskipti við heilsugæslu HSu um 173.032 ....var fjöldi samskipta vegna mæðraverndar um 2.449 ....var heildarfjöldi fæðinga á HSu um 59 ....var fjöldi myndgreininga um 7.256 ....var heildarfjöldi rannsókna um 101.986 ....var fjöldi máltíða úr eldhúsi að meðaltali pr. dag um 217 ....var þvottamagn úr þvottahúsi á dag um 380-400 kg. ....var heildarakstur sjúkrabíla HSu um 210.000 km.


Skurð- og speglunardeild: Skurðaðgerðir eru gerðar 3 daga í viku. Helstu aðgerðirnar eru: Háls- nef- og eyrnaaðgerðir, almennar skurðaðgerðir, gallblöðrutökur, kvensjúkdómaog ófrjósemisaðgerðir. Á speglunardeild eru maga- og ristilspeglanir framkvæmdar þrjá daga í viku. Á skurðstofunni fer fram öll pökkun og sótthreinsun fyrir sjúkradeildir og heilsugæslu Selfoss.

Ferillotufjöldi sjúklinga og koma á legudeildum Fæðinga- og kvensjúkd.deild

Hand- og lyflækningadeild

420

Fjöldi sjúklinga 194

Sjúkrasvið Hand– og lyflæknisdeild: Á deildinni eru 18 legurúm sem opin eru allan sólarhringinn. Að auki eru 6 dagdeildarrúm fyrir aðgerðasjúklinga. Starfsemi deildarinnar er mjög fjölþætt og yfirgripsmikil. Þar starfa reyndir hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar auk sérfræðinga í lyflækningum, skurðlækningum og sjúkraþjálfari. Á deildinni fer fram almenn og bráðaþjónusta í lyflækningum. Hún sinnir jafnframt dagdeildarþjónustu á sviði lyflækninga. Flestir sjúklingar sem leggjast inn koma þó vegna bráðra veikinda. Aðgerðir eru á skurðstofu stofnunarinnar 3 daga í viku. Handlæknishluti deildarinnar sinnir þeim sjúklingum sem þurfa að leggjast inn eftir þessar aðgerðir. Talsvert er um að bæklunarsjúklingar koma frá Landspítala til endurhæfingar. Starfsemi/hlutverk: Á deildinni er vaktþjónusta sérfræðings allan sólarhringinn og til staðar er sérfræðiþekking í almennum lyflækningum, hjartalækningum og meltingarfærasjúkdómum. Meginhlutverk deildarinnar er að veita almenna og bráðaþjónustu. Auk þess sinnir deildin sjúklingum með langvinna sjúkdóma og líknandi meðferð. Á árinu 2008 hófst samstarf við LSH að sinna lyfjagjöfum krabbameinssjúkra einstaklinga á lyflæknisdeild HSu. Nú hafa aðrar sérhæfðar lyfjagjafir fylgt í kjölfarið sem áður var eingöngu sinnt á LSH sem sparar viðkomandi einstaklingum bæði tíma og ferðakostnað sem annars hefði fylgt. Fæðingar- og kvensjúkdómadeild: Á deildinni eru 2 rúm fyrir sængurkonur. Fæðingardeild HSu hefur fjölþætt hlutverk. Þar er ekki einungis tekið á móti börnum og annast um sængurkonur heldur sinnir deildin einnig konum með meðgöngutengd vandamál sem þurfa stutta innlögn eða göngudeildarþjónustu. Að auki eru haldin á deildinni fæðingarundirbúningsnámskeið fyrir verðandi foreldra. Konur sem fara í kvensjúkdómaaðgerðir leggjast einnig inn á deildina. Allri mæðravernd á Selfossi er sinnt á fæðingardeildinni auk þess sem mæðravernd á heilsugæslustöðvum utan Selfoss er skipulögð og sinnt af ljósmæðrum deildarinnar. Ljósmóðir á næturvakt sinnir bakvakt fyrir hjúkrunardeildir HSu. Bráða– og slysamóttaka: Á Selfossi er rekin bráða- og slysamóttaka og er hún opin allan sólarhringinn. Þangað koma slasaðir og bráðveikir. Daglega leita á bilinu 20-70 manns á móttökuna ásamt því að fjölda manns er sinnt með ráðgjöf í síma. Á bráða- og slysamóttöku eru 2 rúm sem notuð eru í skammtímaveikindum.

906

Fjöldi koma 305

0

200

400

600

800

1000

Hjúkrunardeildir Á Ljósheimum og Fossheimum eru 40 hjúkrunarrými og þar af er 8 rúma deild fyrir heilabilaða og 2 hvíldarrými. Á hjúkrunardeildunum er veitt einstaklingshæfð hjúkrun þar sem hjúkrunarfræðingur, sjúkraliði og starfstúlka hafa umsjón með hverjum einstaklingi. Leitast er við að uppfylla líkamlegar, andlegar og félagslegar þarfir í samvinnu við aðstandendur og annað starfsfólk deildarinnar. Á deildunum er leitast við að aðstoða og styrkja einstaklinga í athöfnum daglegs lífs. Virkni í daglegu lífi er nauðsynleg og getur hún falist í ýmiskonar athöfnum allt eftir áhuga, vilja og getu hvers og eins. Virkni getur til dæmis falist í samveru og spjalli, föndri, söngstund, leikfimi eða göngutúr. Vinafélag heimilisfólks á Ljósheimum og Fossheimum hefur verið mikilvægur bakhjarl deildanna en meginmarkmið félagsins er að efla tómstunda- og afþreyingarstarf fyrir heimilisfólk á Fossheimum og Ljósheimum. Einnig auka möguleika þeirra á tilbreytingu í daglegu lífi og að standa fyrir fræðslu um sjúkdóma og áhersluþætti sem snúa að eldra fólki.


Heilbrigðisstofnun Suðurlands Lykiltölur 2013 Sjúkrahús Fjöldi sjúkrarúma

68

Fjöldi inniliggjandi á legudeildum

1.037

Fjöldi legudaga

21.379

Ferlisjúklingar á legudeildum

1.186

Ferlisjúklingar á göngudeildum

6.406

Fjöldi samskipta á Slysa- og bráðamót. og opinni móttöku

23.809

Aðgerðir

469

Speglanir

652

Heilsugæsla Viðtöl

74.278

Símtöl

63.909

Vitjanir

12.712

Tölur úr tekstri (í þús.) Sértekjur

356.520

Laun og launatengd gjöld

2.162.986

Annar rekstur

561.789

Eignakaup

35.671

Gjöld

2.760.446

Gjöld umfram tekjur

2.403.926

Fjármunatekjur (fjármagnsgjöld)

3.951

Samtals rekstur

2.407.877

Forgangsskipting útkalla sjúkraflutninga HSu 2011

2012

2013 1174 1192

943

511

516

389 258

248

356

261

326

419

Útköll sjúkraflutninga HSu 2008-2013 2370 2311

2068

2033 1973 1899

2008

2009

2010

2011

2012

2013

Á árinu hættu nokkrir starfsmenn eftir langa starfsævi hjá HSu. Þeim eru þökkuð góð störf og óskað velfarnaðar á nýjum vettvangi.


Á árinu 2013 voru HSu færðar gjafir að verðmæti rúmlega 7 milljónir króna.

Skipting rannsókna eftir stöðum árið 2013 Sjúkrahús Selfossi

Bráðamóttaka Selfossi

Hg. Selfossi

Hg. Hveragerði

Hg. Kirkjubæjarklaustri

Hg. Laugarási

Hg. Rangárþings

Hg. Vík

Hg. Þorlákshöfn

Aðilar utan HSu

Fjöldi eininga á Rannsókn HSu 2013

9%

762000

18% 7%

3%

2012

708000

2%

10% 33%

2011

628000

11% 2%

5%

Skipting myndgreininga

Myndgreiningar á HSu 2013

(Annað = sérfræð. og stofnanir utan HSu) Annað

1% 1%

Tölvusneiðmyndir

1.324

6%

Laugarás

8% 8%

Þorlákshöfn 4%

Ómskoðanir ofl.

981 11%

1%

Hveragerði Rangárþing

Selfoss Röntgenrannsóknir

60%

4.986

Kirkjubæjarkl. Vík

0

1.000

2.000

3.000

4.000

5.000

6.000

Hjúkr.deildir Selfossi


Aukin lyflæknis- og bráðaþjónusta við HSu Selfossi

Bráða- og slysamóttakan 2013

8.109 Fjöldi koma:

10.715

Fjöldi símtala: Fjöldi á opinni móttöku:

4.985

Fjöldi á göngudeildum Hand- og lyfl.d.

Fæðinga- og kvensjúkd.d.

Með ráðningu nýs yfirlæknis í lyflækningum hjá HSu, hefur þjónusta lyflækninga batnað til muna hjá stofnuninni, en á árinu var Björn Magnússon sérfræðingur í lyflækningum og lungnasjúkdómum ráðinn yfirlæknir sjúkrasviðs HSu. Nú starfa þrír sérfræðingar við stofnunina á Selfossi og er einn þeirra sérfræðingur í meltingarfærasjúkdómum, einn í lungnalækningum og einn í hjartalækningum. Á göngudeild lyflækninga fer fram göngudeildarþjónusta svo sem áreynslupróf, hjartaómskoðanir, sólarhrings blóðþrýstingsmælingar, Holter (sólarhrings hjartalínurit), öndunarmælingar, svefnrannsóknir og speglanir á maga og ristli. Þá eru ótaldar allar þær lyfjagjafir sem framkvæmdar eru á göngudeild og bráðadeild með lyfjum til að halda niðri erfiðum langvinnum sjúkdómum, t.d. í liðum eða meltingarfærum auk krabbameinslyfjagjafa. Göngudeildarþjónustan fer þannig vaxandi og til bóta fyrir íbúa svæðisins og vonandi kemur það að sama skapi til með að fækka ferðum Sunnlendinga til höfuðborgarsvæðisins. Á seinni hluta árs var starfsemi og vinnuskipulag handlækninga og skurðstofu aðlöguð þeirri þjónustu sem þar hefur verið að undanförnu. Handlækningadeild hefur verið lögð niður, en skurðaðgerðir og speglanir í göngu- og dagdeildarþjónustu verða tvo daga í viku. Með aukinni starfsemi á göngudeild og bráðamóttöku er það von stofnunarinnar að veita betri þjónustu. Heildarfjöldi í komum á bráðamóttöku stefnir í 1100 til 1500 samskipti í hverjum mánuði.

4.557

Legudagar

1538,7

708

Fjöldi dvala

Gildi Hsu

237

395

Fjöldi sjúklinga

Fagmennska  Við erum fagleg og umgöngumst notendur þjónustunnar af virðingu og nærgætni.  Við erum opin fyrir þróun og nýbreytni í starfseminni og endurmetum vinnubrögð okkar í þeim tilgangi að bæta árangur.  Við vinnum eftir skýrum verkferlum og virku gæðakerfi.

217

0

2000

4000

6000

Setin stöðugildi 2013

226,51

2012

222,68

2011

224,13

2010

234,06 215

220

225

230

235

Útgefandi: Heilbrigðisstofnun Suðurlands í sept. 2014. Umsjón og útlit: Gerður Óskarsdóttir, í góðu samstarfi við Hólmfríði Einarsdóttur læknaritara og stjórn HSu. Ljósmynd á forsíðu: Ljósmyndari Hrafn Óskarsson. Myndin er af Heklu. Aðrar myndir eru í eigu HSu.

Ársskýrslu HSu má sjá í heild sinni á www.hsu.is

Virðing  Við sýnum notendum og samstarfsfólki virðingu.  Við hlustum og tökum tillit til ólíkra sjónarmiða við úrlausn mála og samskipti okkar byggja á trausti til hvers annars.  Við kappkostum að veita þjónustu á grundvelli jafnræðis og vinnum saman að lausn verkefna með velferð notenda þjónustunnar að leiðarljósi. Samvinna  Við veitum góðri frammistöðu athygli og hvetjum hvert annað.  Við deilum þekkingu og erum tilbúin að leita eftir handleiðslu hvert hjá öðru.  Við vinnum saman sem ein heild að hagsmunum og þörfum þeirra sem leita til okkar.

Profile for Heilbrigðisstofnun Suðurlands

Ársskýrsla 2013  

Ársskýrsla 2013  

Advertisement

Recommendations could not be loaded

Recommendations could not be loaded

Recommendations could not be loaded

Recommendations could not be loaded