Frístundaheimili Heiðarskóla 2019-2020

Page 1


• Í Heiðarskóla er boðið upp á frístundaheimili fyrir nemendur í 1. – 4. bekk eftir að hefðbundnum skóladegi lýkur og starfar hann til kl. 16:15. • Frístundaheimilið starfar einnig á samskiptadögum og svokölluðum skertum nemendadögum. Þó er lokað á skólasetningu, jólahátíð, árshátíð og skólaslitum. Einnig er lokað á starfsdögum og í vetrar- og páskaleyfum skólans.

2


• Í frístundaheimilinu er skipulögð dagskrá þar sem hugað er að frjálsum leik, listum, fræðslu ásamt hreyfingu og næringu. • Frístundaheimilið hefur til afnota fjölnota stofu í gula turni, sal skólans, sérgreinastofur, íþróttasal, jógasal og annað rými sem hentar hverju sinni. 3


• Markmið með starfinu er að hver einstaklingur fái að njóta sín og þroskast í umhverfi sem einkennist af hlýju, öryggi og virðingu. • Í viðmiðum um gæði frístundaheimila er gert ráð fyrir að uppeldismenntaður forstöðumaður stýri starfseminni og veiti henni faglega forystu.

4


Forstöðumaður frístundaheimilisins er Ingveldur Eyjólfsdóttir. Aðrir starfsmenn eru þær Aldís Eyja Einarsdóttir, Lilja Ösp Þorsteinsdóttir, María Ósk Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir og Inga Margrét Þorsteinsdóttir. Starfsfólk skólans vinnur eftir hugmyndafræði Uppbyggingarstefnunnar. Trúnaður Allt starfsfólk frístundaheimilisins er bundið trúnaði við börnin og fjölskyldur þeirra.

5


Mikilvægt er að foreldrar/forráðamenn:

· Klæði börnin eftir veðri · Merki fatnað barnanna · Virði viðtalstímann · Tilkynni um fjarvistir/leyfi · Virði opnunartímann, frístundaheimilið lokar kl. 16.15 6


Viðtalstími alla daga frá kl. 12:30 - 13:00 í frístundarrými eða í síma 864 6791 Ritari skólans: 420 4500 Tölvupóstur: ingveldur.eyjolfsdottir@heidarskoli.is


Þegar sótt er um dvöl í frístundaheimilinu þarf að fylla út umsókn á Mitt Reykjanes. Sótt er um fyrir hvert skólaár í senn. Ef vistunartíma er breytt skal gera það fyrir 15. hvers mánaðar. Segja verður upp vistinni með tveggja vikna fyrirvara.

Gjaldkeri bæjarskrifstofu Reykjanesbæjar sér um innheimtu gjalda fyrir frístundaheimilið. Fast mánaðargjald er kr. 16.480 á mánuði. Tímagjald er kr. 365 en þá er einungis greitt fyrir frístundavistunina. Síðdegishressing kostar kr. 125. Nauðsynlegt er að tilkynna veikindi og leyfi til umsjónarmanns eða skólaritara fyrir kl. 13.00 þá daga sem nemendur koma ekki í frístundaheimilið. 8


Í frístundaskólanum er lögð áhersla á hreyfingu og útiveru. Við förum út dag hvern kl. 13.10 ef veður leyfir og á þriðjudögum förum við í íþróttasalinn.

13:10

Mánudagur

Þriðjudagur

Miðvikudagur

Fimmtudagur

Föstudagur

Skráning og

Skráning og

Skráning og

Skráning og

Skráning og

útivera

útivera

útivera

útivera

útivera

Síðdegishressing

14:00-14:20 Síðdegishressing

Síðdegishressing

Síðdegishressing

Síðdegishressing

Ávaxtadagur

Grænmetisdagur

Síðdegishressing

Vinsamlega látið vita ef börn hafa óþol eða ofnæmi fyrir ákveðnum tegundum af mat.

14:30-15:40 Frjáls leikur með dót, skák, perla, leira, púsla, lita

Íþróttahús

Föndur, myndmennt, jógasalur, skartgripagerð

Tölvuver/bókasafn

Bíómynd, just dance, frjáls leikur með dót, lita, leira,

Frágangur/Útivera

Frágangur/Útivera

Frágangur/Útivera

Frágangur/Útivera

Frágangur/Útivera

15:40-16:00

9


Markmið okkar er að börnunum líði vel 10


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.