Page 1

WWW.RIVETTO.IT/EN


UM RIVETTO Rivetto vínhúsið er flestum vínáhugamönnum vel þekkt en vín frá Rivetto eru tíðir gestir á listum yfir bestu vín veraldar. Nægir þar að nefna að Barolo Serralunga 2006 var í 16. sæti lista Wine Spectator yfir 100 bestu vín ársins 2011. Rivetto vínhúsið er staðsett í Alba í Piemonte á Ítalíu en það var árið 1902 sem að Rivetto fjöskyldan hóf víngerð. Í upphafi voru þau staðsett í Asti en árið 1921 ákváðu þau að flytja sig til Alba. Víngarðarnir eru 400 metra yfir sjávarmáli og snúa að Serralunga d’Alba kastala og er umhverfið allt saman sérlega heillandi. Í víngerðinni mætast gamlar hefðir, ný tækni og þetta klassíska sem landið hefur að bjóða. Hitastiginu er haldið stöðugu til að ná fram sem bestum ilm og lit á vínið. Þarna eru m.a. framleidd DOCG og DOC Barolo, Barbaresco, Moscato d’Asti, Dolgetto d’Alba, Barbera og Cortese.


Vín frá Rivetto Langhe Nascetta DOC ÞRÚGA:

Nascetta 100%.

SVÆÐI:

Sinio, Piedmont, Ítalía.

JARÐVEGUR:

Víngarðurinn er í rúmlega 400 metra hæð yfir sjávarmáli. Kalkríkur jarðvegur.

VÍNGERÐ:

Berin eru handtínd og kaldpressuð í 36 klukkutíma við 17 gráðu hita.

ÖLDRUN:

Geymt í stáltönkum í 9 mánuði.

LÝSING:

Flókinn ilmur með sítrónu og lime og steiniefni. Þokkafullt og vel uppbyggt vín. Ávöxtur og sýra í fullkomnu jafnvægi. Langt eftirbragð.

MEÐ MAT:

Ljóst kjöt og skelfiskur.

Verðupplýsingar: 6 flösku kassi

29.990

Dolcetto D‘Alba DOC Ercolino Nafnið Ercolino inniheldur bæði styrkleika og þokka. Rivetto tileinkar Dolcetto vínið sitt einmitt Ercolino sem elskaði einmitt þetta vín sem er á sama tíma bæði sterkt og þokkafullt. ÞRÚGA:

100% Dolcetto. Þrúgan Dolcetta á uppruna sinn í Piedmont. Úr þrúgunni verður til vín sem er dökkrautt á litinn, ávaxtaríkt og hentar mjög vel til víngerðar.

SVÆÐI:

Piedmont, Ítalía.

JARÐVEGUR:

Víngarðurinn er í rúmlega 400 metra hæð yfir sjávarmáli og inniheldur mikinn leir.

VÍNGERÐ:

Berin eru handtínd um miðjan september. Eftir pressun er vínið gerjað við 32 gráður. Seinni gerjun lýkur í desember.

LÝSING:

Vínið er dökk rúbínrautt. Í nefi er að finna ávexti, kirsuber og plómur. Í munni er vínið þétt og öflugt en jafnframt mjög mjúkt og þægilegt og í frábæru jafnvægi.

MEÐ MAT:

Carpaccio og pasta.

EINKUNN:

Wine Enthusiast 87p.

Verðupplýsingar: 6 flösku kassi

23.940


Vín frá Rivetto Barbera d’Alba DOC Nemes ÞRÚGA:

100% Barbera. Þrúgan á uppruna sinn í Piedmont og í neðri hluta Langa eru einkenni þrúgunar mjög djúpur rauður litur, góð sýra og þéttur ávöxtur. Hentar mjög vel til geymslu.

SVÆÐI:

Piedmont, Ítalía.

VÍNGERÐ:

Berin eru handtínd í lok september. Eftir pressun er vínið gerjað við 30 gráður í stáltönkum.

ÖLDRUN:

Geymt í 30 hektólítra tunnum úr slóvenskri eik.

LÝSING:

Vínið er dökkrautt. Í nefi verður strax vart við rauða ávexti. Í munni er vínið meðalþétt, ávöxtur og tannínríkt.

MEÐ MAT:

Naut, lamb, grillmatur og pasta með kjötsósu.

Verðupplýsingar: 6 flösku kassi

20.940

Magnum, 1,5 lítrar

11.990

Jeroboam, 3 lítrar

25.990

Imperiale, 5 lítrar

49.990

Baltazar, 12 lítrar

115.990

Langhe Nebbiolo DOC Þetta vín hefur verið rómað vegna hlutfalls verðs og gæða sem sýnir enn og aftur fram á að góð þrúga gefur af sér gott vín, alltaf. ÞRÚGA:

100% Nebbiolo. Þrúga upprunin í Piedmont með uppskerutíma sem er seinni en flestar aðrar þrúgur. Þrúgan hefur verið þekkt fyrir gæði allt frá tímum Rómverja og þykir hafa frábæra eiginleika til öldrunar.

SVÆÐI:

Piedmont, Ítalía.

VÍNGERÐ:

Berin eru handtínd í byrjun október. Eftir pressun er vínið gerjað við 30 gráður. Seinni gerjun lýkur í desember.

ÖLDRUN:

12 mánuðir á tunnum úr slóvenskri eik.

LÝSING:

Þægilegt vín sem þrátt fyrir hátt alkahól magn yfirgnæfir það aldrei ávöxtinn í víninu. Vínið er Bordeaux rautt með meðalfyllingu. Mjúk tannín.

MEÐ MAT:

Grillað kjöt.

EINKUNN:

Wine Spectator - Best value 89p.

Verðupplýsingar: 6 flösku kassi

23.940


Vín frá Rivetto Barbaresco DOCG Cè Vanin ÞRÚGA:

100% Nebbiolo. Þrúgan sem kemur upprunalega frá Piedmont hefur uppskerutíma seinna en flestar aðrar þrúgur, eða í október. Þrúgan hefur verið þekkt fyrir gæði og fágun allt frá tímum Rómverja og þykir hafa frábæra eiginleika til geymslu.

SVÆÐI:

Piedmont, Ítalía.

VÍNGERÐ:

Berin eru handtínd um miðjan október. Eftir pressun er vínið gerjað við 28-30 gráður í stáltönkum. Seinni gerjun fer fram í viðartunnum.

ÖLDRUN:

24 mánuðir í slóvenskri eik og franskri eik.

LÝSING:

Víngerðin miðar öll að því að búa til sérstaklega mjúkt vín. Flauelsmjúk tannín, granít rautt á litinn og með angan af klassískum blómum.

MEÐ MAT:

Villibráð og þroskaðir ostar.

EINKUNN:

Wine Spectator 90p 2006, 86p 2005.

Verðupplýsingar: 6 flösku kassi

20.940

Barolo Serralunga d‘Alba ÞRÚGA:

100% Nebbiolo. Þrúga upprunin í Piedmont með uppskerutíma sem er seinni en flestar aðrar þrúgur. Þrúgan hefur verið þekkt fyrir gæði og fágun allt frá tímum Rómverja og þykir hafa frábæra eiginleika til öldrunar.

SVÆÐI:

Serralunga d‘Alba, Piedmont, Ítalía.

VÍNGERÐ:

Berin eru handtínd í byrjun október. Eftir pressun er vínið geymt við stofuhita í 2 daga. Gerjað í samtals 20 daga við 28 gráður.

ÖLDRUN:

30 mánuðir á slóvenskri eik og 10 mánuðir á flösku.

LÝSING:

Barolo vínin frá Piedmont eru óumdeilanlega einhver mögnuðustu rauðvín Ítalíu. Liturinn er rauðbrúnn, út í rautt, angan krydduð, þarna er smá fjós en einnig blómaangan í bland við dökkan ávöxt, kirsuber og sólber. Þurrt í munni, staðföst tannín en mjúk, langt.

MEÐ MAT:

Naut, lamb og villibráð.

EINKUNN:

Decanter 92p. Wine Advocate 90p. Wine Enthusiast 90p. Wine Spectator 90p. James Suckling 90p.

Verðupplýsingar: 6 flösku kassi

39.540

Magnum, 1,5 lítrar

14.990

Jeroboam, 3 lítrar

35.990

Imperiale, 5 lítrar

69.990


Vín frá Rivetto Barolo DOCG Leon Riserva Eftir 5 ár í geymslu þá má Barolo kalla sig “RISERVA”. Rivetto velur einungis vín úr þeim tunnum sem geyma besta vínið hverju sinni og bestu möguleika til öldrunar. RISERVA er best eftir 15-20 ár. ÞRÚGA:

100% Nebbiolo. Þrúga upprunin í Piedmont með uppskerutíma sem er seinni en flestar aðrar þrúgur. Þrúgan hefur verið þekkt fyrir gæði og fágun allt frá tímum Rómverja og þykir hafa frábæra eiginleika til öldrunar.

SVÆÐI:

Serralunga d‘Alba, Piedmont, Ítalía.

VÍNGERÐ:

Berin eru handtínd um miðjan október. Eftir pressun er vínið gerjað við 28-30 gráður í stáltönkum. Seinni gerjun fer fram í viðartunnum.

ÖLDRUN:

40 mánuðir á slóvenskri eik og og franskri eik. Geymt á flösku í 20 mánuði.

LÝSING:

Einstakt vín. Svartir ávextir, plóma, lakkrís og tjara. Vel uppbyggt vín, tannínríkt og í fullkomnu jafnvægi. Langt eftirbragð.

MEÐ MAT:

Rautt kjöt og villibráð.

EINKUNN:

Wine Spectator 98p. Wine Advocate 94p.

Verðupplýsingar: 6 flösku kassi

77.994

Barolo DOCG Briccolina Briccolina nafnið kemur frá fágætustu og fáguðustu þrúgum Serralunga. Rivetto hefur einungis ný hafið framleiðslu á þessu víni og áætlar að Briccolina verði ekki einungis víngerðinni til sóma heldur muni verða einkennismerki fjölskyldunnar og svæðisins. ÞRÚGA:

100% Nebbiolo. Þrúga upprunin í Piedmont með uppskerutíma sem er seinni en flestar aðrar þrúgur. Þrúgan hefur verið þekkt fyrir gæði og fágun allt frá tímum Rómverja og þykir hafa frábæra eiginleika til öldrunar.

SVÆÐI:

Serralunga d‘Alba, Piedmont, Ítalía.

VÍNGERÐ:

Berin eru handtínd í þremur fösum. Einungis bestu berin hverju sinni eru valin. Eftir pressun er vínið gerjað við 28 gráður í 40 daga. Einungis 680 flöskur framleiddar.

ÖLDRUN:

36 mánuðir á eikartunnum. Geymt á flösku í 16 mánuði.

LÝSING:

Granít rautt en verður múrsteinsrautt með tíma. Í nefi er að finna kirsuber, rósir, lakkrís og eik. Þurrt í munni, með mikla fyllingu og flauelsmjúk tannín.

MEÐ MAT:

Rautt kjöt og villibráð.

EINKUNN:

Wine Enthusiast 95p.

Verðupplýsingar: 6 flösku kassi

131.994


RIVETTO & ENRICO RIVETTO Rétt eftir aldamótin 1900 byrjaði Rivetto fjölskyldan frá Alba í víngerð. Giovanni Rivetto, kjötiðnaðarmaður átti verslun sem hann hafði stofnanað fyrir peninga sem faðir hans hafði unnið sér inn í Bandaríkjunum við að leggja járnbrautarteina í kringum 1860. Þegar lítið var um peninga ákvað hann að þiggja að launum vín frá viðskiptavinum sínum í stað kjöts og pasta. Þegar vínkjallari hans var orðinn yfirfullur ákvað hann að byrja að selja vínin og fékk í kjölfarið áhuga á víngerð og vildi framleiða vín undir eigin nafni. Í kringum 1932 keypti Giovanni frábært landsvæði í hlíðum Langhe og ákvað að byggja víngerð með sonum hans Nando og Ercole. Vínræktin varð fljótt mjög árangursrík og er ein af merkustu eignum fjölskyldunnar víngarður sem var plantaður árið 1944 af Nando Rivetto. Þegar fram liðu stundir tók Sergio Rivetto sonur Nando yfir rekstri fyrirtækisins og færði það í nútímalegra horf og í það fyrirtæki sem við þekkjum í dag. Sergio er nú hættur beinum afskiptum af fyrirtækinu og hefur eftirlátið Enrico syni sínum daglegan rekstur. Hann hjálpar þó reglulega til við uppskeru og í víngerðinni sjálfri. Alessandro , eldri sonur Sergio, hefur yfirumsjón með landinu og útflutningi til bæði Sviss og Luxemburg sem eru tveir stærstu markaðir fyrirtækisins. Enrico Rivetto er af fjórðu kynslóð víngerðarmanna og þrátt fyrir ungan aldur hefur hann skapað sér nafn sem framúrskarandi víngerðarmaður. Enrico segist sjálfur hafa fæðst í gamalli víntunnu og byrjaði að hjálpa til við víngerðina 6 ára gamall. Um lykilinn að góðu víni segir Erico að fyrst þurfi að virða land og veðráttu svæðisins (terroir) og víngarðinn sem ætti að vera einkennandi fyrir jörðina sem hann vex á og svæðið sem hann er fulltrúi fyrir. Það er síðan víngerðarmannsins að túlka þetta á besta mögulega máta, með jafnvægi á milli sýru, tannína, viðar og ávaxtar. Enrico heldur úti skemmtilegri bloggsíðu um vín og víngerð http://blog.rivetto.it/en/ .


WWW.RIVETTO.IT/EN

Rivetto  

Rivetto vínsmakk

Read more
Read more
Similar to
Popular now
Just for you