Page 55

Upplýsingar fyrir umsækjendur Inntökuskilyrði Nemendur sem hefja grunnnám skulu hafa lokið stúdentsprófi eða sambærilegu prófi. Umsækjendum er bent á undirbúningsnámskeið sem Símenntun Háskólans á Akureyri býður öllum nýnemum upp á. Námskeiðin undirbúa nemendur til að mæta þeim kröfum sem gerðar eru í háskólanámi. Inntaka nýnema tekur mið af fjárheimildum hvers árs og áskilur háskólaráð sér rétt til að takmarka sérstaklega aðgengi að námi til að HA sé innan fjárheimilda. Inntökuskilyrðum er nánar lýst í umfjöllun um hvert fræðasvið á www.unak.is. Umsóknarfrestur er til og með 5. júní Rafrænar umsóknir Sótt er rafrænt um nám á vef háskólans, www.unak.is. Þegar rafrænni umsókn er lokið fær umsækjandi veflykil og getur fylgst með framgangi umsóknarinnar. Athugið að svar við umsókn er einungis rafrænt. Fylgigögn með umsókn Skila þarf staðfestu afriti úr framhaldsskóla (ljósrit/afrit með bláum stimpli og undirritun) af öllu stúdentsprófsskírteininu og/eða öðrum sambærilegum prófskírteinum. Skrásetningargjald – eindagi 5. ágúst Skrásetningargjald er 75.000 kr. og er óafturkræft.

Hlökkum til að sjá þig! Nánari upplýsingar á www.unak.is eða um netfangið unak@unak.is.

57

Profile for Háskólinn á Akureyri // University of Akureyri

Grunnnám 2019-2020  

Kynningarbæklingur Háskólans á Akureyri. Hér getur þú kynnt þér allt grunnnám við háskólans, ásamt helstu upplýsingum um háskólann.

Grunnnám 2019-2020  

Kynningarbæklingur Háskólans á Akureyri. Hér getur þú kynnt þér allt grunnnám við háskólans, ásamt helstu upplýsingum um háskólann.

Advertisement