Page 53

Stúdentafélag HA

SHA

Félagslíf Félagslífið í HA er frábært. Hóparnir eru þéttir og eru ekki einskorðaðir við deildir eða námsleiðir. Maður kynnist fólki úr öllum deildum af öllu landinu og heldur hópinn. Ég skil vel að fólk vilji flytja til Akureyrar til að upplifa háskólasamfélagið í hnotskurn. Sólveig María Árnadóttir, formaður SHA

Stúdentafélag Háskólans á Akureyri (SHA) er félag allra innritaðra stúdenta við háskólann og er fyrst og fremst hagsmunafélag þeirra. SHA hefur yfirumsjón með atburðum á sviði skemmtana-, íþrótta- og fjölskyldumála og stendur á bak við aðildarfélög sín til þess að sinna þessum málaflokkum innan sinna deilda. Félagið stendur vörð um hagsmuni heildarinnar, stuðlar að bættri heilsu og líðan stúdenta og vinnur náið með starfsfólki skólans að kynningarmálum, hagsmunamálum og öðru því sem snertir stúdenta, beint eða óbeint. Félagslíf nemenda er öflugt. Skipulagning þess er í höndum SHA og nemendafélaga deildanna. Hápunktar í félagslífinu eru nýnemadagar, sprellmót, ólympíuleikar, próflokadjamm, árshátíð og vísindaferð til Reykjavíkur. Allir geta fundið skemmtanir við sitt hæfi. Innan SHA eru starfrækt átta aðildarfélög. Hlutverk nemendafélaganna er að standa vörð um hagsmuni nemenda innan sinnar deildar og efla félagslífið sem og tengsl nemenda við atvinnulífið. Meðal atburða sem nemendafélögin standa fyrir eru vísindaferðir, pubquiz, nýnemakvöld og fleira. Allir nemendur háskólans geta boðið sig fram til að vera í stjórn nemendafélaga og SHA, sem er dýrmætt tækifæri til að víkka tengslanet sitt með virkri þátttöku í félagslífi og hagsmunagæslu fyrir nemendur. Sjáðu hvað er um að vera á vef SHA (www.sha.is), Facebook og á Instragram (felagstudentaha). Innan SHA eru starfrækt átta aðildarfélög: • Data, félag tölvunarfræðinema • Eir, félag heilbrigðisnema • Forseti, félag lögreglufræðinema • Kumpáni, félag hug- og félagsvísindanema • Magister, félag kennaranema • Reki, félag viðskiptafræðinema • Stafnbúi, félag auðlindanema • Þemis, félag laganema Háskólinn á Akureyri snappar. Ekki missa af HA á snapchat: hasnappid

55

Profile for Háskólinn á Akureyri // University of Akureyri

Grunnnám 2019-2020  

Kynningarbæklingur Háskólans á Akureyri. Hér getur þú kynnt þér allt grunnnám við háskólans, ásamt helstu upplýsingum um háskólann.

Grunnnám 2019-2020  

Kynningarbæklingur Háskólans á Akureyri. Hér getur þú kynnt þér allt grunnnám við háskólans, ásamt helstu upplýsingum um háskólann.

Advertisement