Page 51

Háskólalíf Stúdentagarðar Nemendur Háskólans á Akureyri geta sótt um að búa á stúdentagörðum hjá Félagsstofnun stúdenta (FÉSTA). Í boði er allt frá einstaklingsherbergjum til þriggja herbergja íbúða. Garðarnir eru á fimm stöðum á Akureyri, allir í göngufæri við háskólasvæðið. Sérstakar reglur gilda um úthlutun nemendahúsnæðis og er öllum nemendum velkomið að senda inn umsókn. Umsóknarfrestur um vetrarvist rennur út 20. júní ár hvert en ef óskað er eftir sumarvist skal skila inn umsókn fyrir 1. mars. Á vef FÉSTA, www.festaha.is, eru allar upplýsingar um verð, stærð, staðsetningu og búnað íbúðanna/herbergjanna. Þar er einnig hægt að nálgast umsóknareyðublöð. Nýnemadagar Háskólinn á Akureyri tekur vel á móti nýnemum. Nemendur koma víðs vegar að og lögð er áhersla á að allir upplifi að þeir séu velkomnir frá fyrsta degi. Til að hrista hópinn saman er dagskrá á haustin sem kallast nýnemadagar. Vinnuumhverfi og þjónusta við nemendur er kynnt, auk þess sem nýnemar nota tímann til að vinna saman og kynnast eldri nemendum og starfsfólki. Öflugt félagslíf er við skólann og nemendafélögin skipuleggja dagskrá fyrir nemendur til að kynnast því skemmtilega starfi sem þau standa fyrir. Mikilvægt er að allir nýnemar taki þátt í nýnemadögunum þar sem það hjálpar til við að kynnast skólanum og aðlagast náms- og háskólaumhverfinu, og leggja þannig grunninn að góðum námsárangri. Hreyfing Líkamsræktarsalur Háskólans á Akureyri er frábær vettvangur fyrir þá sem vilja stunda ókeypis líkamsrækt á háskólasvæðinu. Mjög góð aðstaða er til lyftinga og annarrar hreyfingar auk þess sem boxpúði er í salnum. Þá eru bæði hlaupabretti og æfingahjól til staðar ásamt góðri búningaaðstöðu. Rannsóknir Sköpun nýrrar þekkingar er einn af hornsteinum Háskólans á Akureyri. Kennarar við háskólann eru virkir í rannsóknum á fræðasviðum sínum og hafa niðurstöður rannsókna þeirra vakið verðskuldaða athygli og birst í mörgum virtustu vísinda- og fræðitímaritum samtímans. Innan háskólans er lögð áhersla á hagnýt viðfangsefni í nærsamfélaginu jafnt sem fræðileg viðfangsefni í samstarfi við innlenda og erlenda vísindamenn. Innan fræðasviðanna starfa rannsóknahópar og rannsóknasetur, s.s. Heilbrigðisvísindastofnun, Rannsóknamiðstöð ferðamála, Rannsóknasetur um ofbeldi, Sjávarútvegsmiðstöð og Miðstöð skólaþróunar. Nemendur Háskólans á Akureyri hafa tækifæri til þátttöku í rannsóknum á margvíslegum sérsviðum skólans.

53

Profile for Háskólinn á Akureyri // University of Akureyri

Grunnnám 2019-2020  

Kynningarbæklingur Háskólans á Akureyri. Hér getur þú kynnt þér allt grunnnám við háskólans, ásamt helstu upplýsingum um háskólann.

Grunnnám 2019-2020  

Kynningarbæklingur Háskólans á Akureyri. Hér getur þú kynnt þér allt grunnnám við háskólans, ásamt helstu upplýsingum um háskólann.

Advertisement