Page 5

Hver og einn hefur mikið fram að færa – Háskólinn á Akureyri er samfélag sem hlustar Háskólinn á Akureyri er ekki aðeins hús, ekki aðeins upplýsingar og fræðsla. Háskólinn á Akureyri er samfélag. Hér er öflugt samfélag fræðimanna og nemenda sem hefur sett mikinn svip á höfuðstað Norðurlands og haft áhrif um land allt með miðlun námsefnis í gegnum netið. Stærð þessa samfélags gerir það svo að verkum að vægi hvers og eins er meira en við þekkjum í stærri háskólum. Nemendur, kennarar og samfélagið á Akureyri hafa saman skapað metnaðarfullt háskólasamfélag sem hefur sérstöðu, ekki aðeins á Íslandi heldur einnig víðar. Háskólinn á Akureyri býður upp á nám og rannsóknir á sviðum sem aðrir háskólar bjóða ekki upp á og keppir að auki við aðra háskóla á hefðbundnari fræðasviðum. Við ætlum okkur að vera í forystu á okkar sérsviðum sem og í að bjóða upp á áhugavert námsumhverfi fyrir alla nemendur. Í þessu samspili sérhæfingar og fjölbreytni sem myndar öflugt háskólasamfélag liggur styrkur Háskólans á Akureyri. Til að ná árangri og auka þekkingu og færni í háskólanámi er mikilvægt að tilheyra metnaðarfullu háskólasamfélagi. Taktu fyrsta skrefið í þá átt með okkur. Við hlökkum til að taka á móti þér og sjá þig vaxa sem einstakling í Háskólanum á Akureyri. Eyjólfur Guðmundsson rektor

7

Profile for Háskólinn á Akureyri // University of Akureyri

Grunnnám 2019-2020  

Kynningarbæklingur Háskólans á Akureyri. Hér getur þú kynnt þér allt grunnnám við háskólans, ásamt helstu upplýsingum um háskólann.

Grunnnám 2019-2020  

Kynningarbæklingur Háskólans á Akureyri. Hér getur þú kynnt þér allt grunnnám við háskólans, ásamt helstu upplýsingum um háskólann.

Advertisement