Page 49

Skiptinám Ég mæli með því við hvern þann sem vill; útvíkka heimssýn sína, bæta sig í tungumálum og samskiptum, öðlast akademíska reynslu á erlendri grundu, verða sjálfstæðari, taka aukna ábyrgð á eigin lífi og gjörðum og síðast en ekki síst eignast vini frá öllum heimshornum til lífstíðar...að fara í skiptinám! Jón Hlífar Aðalsteinsson, nemi í sjávarútvegsfræði

Nemendur eiga kost á að taka hluta af námi sínu við erlenda samstarfsháskóla í gegnum nemendaskiptaáætlanir á borð við Erasmus og Nordplus. Um er að ræða eins til tveggja missera nám og eru ferða- og uppihaldsstyrkir í boði. Auk þess er háskólinn með tvíhliða samninga við nokkra háskóla utan Evrópu. Alþjóðafulltrúi Háskólans á Akureyri hefur umsjón með nemendaskiptum sem og öðrum erlendum samskiptum og aðstoðar nemendur við umsóknir um skiptinám. Alþjóðafulltrúi Háskólans á Akureyri er: Rúnar Gunnarsson

460 8035

runarg@unak.is

Háskólinn á Akureyri hvetur alla nemendur til að íhuga skiptinám. Ávinningurinn er umtalsverður og felst t.d. í: • Aukinni tungumálakunnáttu • Reynslu af nýju skólakerfi • Þekkingu á siðum og venjum annarra þjóða • Reynslu sem nýtist í atvinnulífi síðar meir

Kennslumiðstöð Háskólinn á Akureyri er í fremsta flokki hvað varðar notkun tækninnar í miðlun náms. Kennslumiðstöð (KHA) tekur þátt í þróun sveigjanlegs náms við HA og heldur öllum á tánum með því að veita kennurum faglega aðstoð við þróun kennsluhátta, hvort sem er í staðar- eða fjarnámi, í formi almennrar ráðgjafar og námskeiða og þróunarstarfs með áherslu á svið upplýsingatækni og kennslufræði. Kennslumiðstöð heldur úti tveimur myndverum þar sem kennarar geta komið og tekið upp kennsluefni sem hluti af kennsluþróun til að mæta betur þörfum nemenda í sveigjanlegu námi. Auk þess stuðlar KHA að aukinni notkun tölvu- og upplýsingatækni í háskólanum og veitir nemendum og starfsfólki aðstoð og ráðgjöf á því sviði. Kennslumiðstöð veitir aðstoð ef nemandi óskar eftir að sækja tíma í fjærveru (vélmenni) eða í gegnum Kubi spjaldtölvu. Með hjálp þessara tækja verða fjarnemar enn frekar hluti af háskólasamfélaginu og missa ekki einu sinni af umræðum utan tíma. 51

Profile for Háskólinn á Akureyri // University of Akureyri

Grunnnám 2019-2020  

Kynningarbæklingur Háskólans á Akureyri. Hér getur þú kynnt þér allt grunnnám við háskólans, ásamt helstu upplýsingum um háskólann.

Grunnnám 2019-2020  

Kynningarbæklingur Háskólans á Akureyri. Hér getur þú kynnt þér allt grunnnám við háskólans, ásamt helstu upplýsingum um háskólann.

Advertisement