Page 37

Viðskipta- og raunvísindasvið

Tölvunarfræði í samstarfi við HR

Tölvunarfræði Diplóma/BS 2 ára nám 120 ECTS einingar

3 ára nám 180 ECTS einingar

Tölvunarfræði Diplóma/BS Aðstaðan á Akureyri er mjög góð, þar færðu að vera hluti af góðum og samheldnum hóp sem hefur greiðan aðgang að dæmatímakennurum ásamt því að vera í góðum tengslum við kennarana í HR. Jóhann Ingi Bjarnason, ERP Forritari

tölvunarfræðinnar. Farið er í hugbúnaðarhönnun, stýrikerfi, netkerfi og gagnasöfn. Þú getur valið um tvær áherslulínur: • Forritunarlína – almenn tölvunarfræð • Viðskiptalína – tölvunarfræði með viðskiptafræði sem aukagrein

Nám í tölvunarfræði við Háskólann á Akureyri er byggt upp í samstarfi við Háskólann í Reykjavík. Nemendur eru skráðir í námið við HR og borga skólagjöld samkvæmt gjaldskrá þess skóla.

Í náminu er reynt að hafa jafnvægi á milli fræðilegrar undirstöðu og hagnýtrar þekkingar á nýjustu tækni og aðferðum.

Námsefni kemur frá HR. Kennsla fer fram í HA í sveigjanlegu námi og nemendur mæta vikulega í verkefnatíma. Nemendur hafa gott aðgengi að kennurunum bæði í HA og HR.

Möguleikar að námi loknu

Diplómagráðan er fyrir þá sem hafa áhuga á tölvunarfræði og vilja auka við þekkingu sína. Nemendur með háskólagráðu geta einnig bæt við sig BS-gráðu í tölvunarfræði á tveimur árum. Tölvunarfræði er alþjóðleg grein sem þróast gríðarlega hratt og möguleikarnir eru endalausir.

Er tölvunarfræði fyrir þig? • Hefur þú áhuga á að búa til tölvuleiki? • Vilt þú vinna við þróun á hugbúnaði? • Eru stór gagnasöfn og flókin netkerfi málið? • Langar þig til að kóða vefsíður? • Finnst þér sýndarveruleiki áhugaverður? • Er gervigreind heillandi? • Kannt þú að beygja orðið tölva?

Námið er skipulagt sem fullt nám í tvö eða þrjú ár.

Nám í tölvunarfræði er góður undirbúningur fyrir þátttöku í atvinnulífinu og traust undirstaða fyrir framhaldsnám bæði hérlendis og erlendis. Námið opnar möguleika á því að taka þátt í öflugu rannsóknaog nýsköpunarstarfi í samstarfi við innlendar og erlendar rannsóknastofnanir og fyrirtæki. Tölvunarfræðingar eru eftirsóttir starfskraftar og eiga kost á fjölbreytilegum störfum. Tölvunarfræði skarast við margar greinar, svo sem stærðfræði, sálfræði, verkfræði, lífupplýsingafræði og viðskiptafræði, svo einhverjar séu nefndar.

Fyrirkomulag náms Námsefni kemur frá HR. Kennsla fer fram í HA í sveigjanlegu námi og nemendur mæta vikulega í verkefnatíma. Nemendur hafa gott aðgengi að kennurunum bæði í HA og HR.

Ef þessar spurningar vekja áhuga þinn getur verið að nám í tölvunarfræði henti þér vel.

Í verkefnatímum er bæði unnið að einstaklings- og hópverkefnum með samnemendum.

Áherslur námsins

Nánari upplýsingar um uppbyggingu námsins finnur þú á bls. 42

Megináhersla er lögð á forritun ásamt fleiri grunnfögum Upplýsingar um námið veitir Ólafur Jónsson

verkefnastjóri

460 8097

olafurj@unak.is 39

Profile for Háskólinn á Akureyri // University of Akureyri

Grunnnám 2019-2020  

Kynningarbæklingur Háskólans á Akureyri. Hér getur þú kynnt þér allt grunnnám við háskólans, ásamt helstu upplýsingum um háskólann.

Grunnnám 2019-2020  

Kynningarbæklingur Háskólans á Akureyri. Hér getur þú kynnt þér allt grunnnám við háskólans, ásamt helstu upplýsingum um háskólann.

Advertisement