Page 35

Viðskipta- og raunvísindasvið

Viðskiptadeild

Viðskiptafræði BS

Viðskiptafræði og sjávarútvegsfræði

3 ára nám 180 ECTS einingar

4 ára nám 240 ECTS einingar

Viðskiptafræði BS Nám við Háskólann á Akureyri veitir ákveðinn sveigjanleika en er krefjandi á sama tíma. Á mínum háskólaárum ferðaðist ég mikið og varð móðir. Með skipulagningu og góðum samskiptum var meistaranám möguleiki fyrir mig. Lísbet Hannesdóttir, ráðningar Capacent

Vilt þú verða ríkur? Þessi spurning heyrist oft. Margir trúa því að nám í viðskiptafræði opni dyr að auðæfum. Ekki er á það treystandi en hins vegar má ganga út frá því sem gefnu að nám í viðskiptafræði opni marga starfsmöguleika, hjá fyrirtækjum, stofnunum og félagasamtökum, eða þá sjálfstætt. Nemendur í viðskiptafræði geta einnig fengið gráðu í sjávarútvegsfræði og bæta þá við einu ári. Þá útskrifast þeir með tvær námsgráður.

Er viðskiptafræði fyrir þig?

• Stjórnun og markaðsfræði • Stjórnun og fjármál • Sjávarútveg sem aukagrein Mismikið vægi er lagt á mismunandi áherslulínur en almennt er lögð áhersla á að mennta nemendur til stjórnunar- og markaðsstarfa og til að gegna ábyrgðarstöðum í fjármálafyrirtækjum. Auk þess er veittur nauðsynlegur undirbúningur fyrir framhaldsnám í viðskiptafræðum. Nemendur vinna einstaklings- og hópverkefni í nánu samstarfi við fyrirtæki og stofnanir. Lögð er áhersla á gagnrýna hugsun og sjálfstæð vinnubrögð. Nemendur í viðskiptafræði geta einnig fengið gráðu í sjávarútvegsfræði með því að bæta við sig einu ári í sjávarútvegsgreinum. Þeir útskrifast þá með tvær gráður, bæði sem viðskiptafræðingar og sem sjávarútvegsfræðingar.

• Vilt þú geta valið úr störfum? • Hefur þú áhuga á markaðsmálum? • Hefur þú áhuga á að stofna og starfa í eigin fyrirtæki? • Hefur þú áhuga á stjórnun? • Langar þig til þess að skrifa um viðskipti í fjölmiðlum? • Langar þig í alþjóðleg viðskipti eða kannski á þing? • Hefur þú áhuga á fjármálum?

Möguleikar að námi loknu

Ef þessar spurningar vekja áhuga þinn getur verið að nám í viðskiptafræði henti þér vel.

Fyrirkomulag námsins

Áherslur námsins

Viðskiptafræðingar frá Háskólanum á Akureyri eru eftirsóttir starfskraftar og starfa meðal annars sem ráðgjafar, framkvæmdastjórar, fjármálastjórar, starfsmannastjórar, markaðsstjórar og verkefnastjórar. Námið er góður grunnur fyrir þá sem fara í framhaldsnám, bæði hérlendis og erlendis.

Allir nemendur þurfa nokkrum sinnum á námstímanum að sækja kennslulotur í HA. Nánari upplýsingar um uppbyggingu námsins finnur þú á bls. 43

Nemendur i viðskiptafræði geta lagt áherslu á:

Upplýsingar um námið veita Ása Guðmundardóttir Guðmundur Kristján Óskarsson

skrifstofustjóri viðskipta- og raunvísindasviðs deildarformaður

460 8037 460 8616

asa@unak.is gko@unak.is 37

Profile for Háskólinn á Akureyri // University of Akureyri

Grunnnám 2019-2020  

Kynningarbæklingur Háskólans á Akureyri. Hér getur þú kynnt þér allt grunnnám við háskólans, ásamt helstu upplýsingum um háskólann.

Grunnnám 2019-2020  

Kynningarbæklingur Háskólans á Akureyri. Hér getur þú kynnt þér allt grunnnám við háskólans, ásamt helstu upplýsingum um háskólann.

Advertisement