Page 33

Viðskipta- og raunvísindasvið

Auðlindadeild

Sjávarútvegsfræði BS

Sjávarútvegsfræði og viðskiptafræði

3 ára nám 180 ECTS einingar

4 ára nám 240 ECTS einingar

Sjávarútvegsfræði BS Sjávarútvegsfræði er fjölbreytt og krefjandi nám. Við fengum mörg spennandi tækifæri sem efldu tengslanet okkar og þekkingu á sjávarútveginum. Mikil áhersla er á gott samstarf við atvinnulífið.

Áherslur námsins

Unnur Inga Kristinsdóttir, sölufulltrúi Ice Fresh Seafood - Samherji

Nemendur í sjávarútvegsfræði afla sér þekkingar á vistfræði hafsins, á helstu veiði- og vinnsluaðferðum, á rekstri fyrirtækja og á mikilvægi markaða og markaðssetningar.

Vel rekin sjávarútvegsfyrirtæki geta malað gull. Íslenskur sjávarútvegur skapar um milljarð króna í útflutningstekjur hvern virkan dag. Íslenskur sjávarútvegur einkennist af nýsköpun og framsækni. Þetta er einn elsti atvinnuvegur þjóðarinnar. Sjávarútvegurinn er í raun langt ferli frá auðlindinni um veiðarnar og vinnsluna og þar til vara er tilbúin á disk neytenda í fjarlægum löndum. Íslenski fiskurinn er þekktur fyrir gæði og bestu veitingahús heims státa af íslenska þorskinum. Alls staðar í þessu ferli þarf að huga að þáttum eins og gæðum, sjálfbærni og hagkvæmni. Námið er víðtækt og skemmtilegt. Það gerir nemendum kleift að takast á við umfangsmikil verkefni á sviði sjávarútvegs. Nemendur í sjávarútvegsfræði geta einnig fengið gráðu í viðskiptafræði og bæta þá við einu ári í viðskiptagreinum. Þá útskrifast þeir með tvær námsgráður.

Er sjávarútvegsfræði fyrir þig? • Vilt þú geta valið um störf hvar sem er í heiminum? • Hefur þú áhuga á íslenskum fiskistofnum og góðu hráefni? • Hefur þú komið inn í útgerðarfyrirtæki? • Hefur þú dregið fisk úr sjó? • Þykir þér fiskur góður? • Vilt þú læra um fullnýtingu afurða? Ef þessar spurningar vekja áhuga þinn getur verið að nám í sjávarútvegsfræði henti þér vel.

Upplýsingar um námið veita Ása Guðmundardóttir Hreiðar Þór Valtýsson

Nám í sjávarútvegsfræði veitir góðan grunn til stjórnunarstarfa í öllum greinum sjávarútvegs.

Námið er fjölbreytt og einstakt í íslenskri námsflóru. Nemendur í sjávarútvegsfræði geta einnig fengið gráðu í viðskiptafræði með því að bæta við sig einu ári í viðskiptagreinum. Þeir útskrifast þá með tvær gráður, bæði sem sjávarútvegsfræðingar og sem viðskiptafræðingar..

Möguleikar að námi loknu Helstu vinnuveitendur sjávarútvegsfræðinga eru stærstu sjávarútvegsfyrirtækin á Íslandi. Má þar nefna Samherja, HB Granda og Vinnslustöðina. Sjávarútvegsfræðingar fá störf sem framkvæmdastjórar, framleiðslustjórar, sviðsstjórar, gjaldkerar, útgerðarstjórar, verkstjórar, gæðastjórar, markaðsstjórar og margt fleira. Margir þeirra reka einnig eigin fyrirtæki eða starfa erlendis. Námið nýtist líka víðar. Allt að helmingur sjávarútvegsfræðinga starfar utan hefðbundinna sjávarútvegsfyrirtækja, til dæmis hjá fjármála-, flutninga- og hugbúnaðarfyrirtækjum. Íslenskur sjávarútvegur einkennist af nýsköpun og framsækni. Fjöldi starfa er hjá nýsköpunar-og sprotafyrirtækjum.

Fyrirkomulag námsins Nemendur þurfa nokkrum sinnum á námstímanum að sækja nokkurra daga kennslulotur við HA. Þá eru gerðar tilraunir á rannsóknastofu og farið í aðrar verklegar æfingar. Nánari upplýsingar um uppbyggingu námsins finnur þú á bls. 41

skrifstofustjóri viðskipta- og raunvísindasviðs brautarstjóri

460 8037 460 8920

asa@unak.is hreidar@unak.is 35

Profile for Háskólinn á Akureyri // University of Akureyri

Grunnnám 2019-2020  

Kynningarbæklingur Háskólans á Akureyri. Hér getur þú kynnt þér allt grunnnám við háskólans, ásamt helstu upplýsingum um háskólann.

Grunnnám 2019-2020  

Kynningarbæklingur Háskólans á Akureyri. Hér getur þú kynnt þér allt grunnnám við háskólans, ásamt helstu upplýsingum um háskólann.

Advertisement