Page 31

Viðskipta- og raunvísindasvið

Auðlindadeild

Náttúru- og auðlindafræði Diplóma 2 ára nám 120 ECTS einingar

Náttúru- og auðlindafræði Diplóma Námið er hugsað fyrir þá sem vilja læra náttúru- og lífvísindi en hafa ekki gert upp hug sinn um hvert skal stefna. Þeir sem vilja halda áfram við HA geta þá valið líftækni eða sjávarútvegsfræði, eða horfið til náms við aðra háskóla með gott veganesti. Jóhann Örlygsson, formaður auðlindadeildar

Diplómanám í náttúru- og auðlindafræði er fyrir þá sem hafa áhuga á náttúru- og lífvísindum.

Þú kynnist helstu kenningum og aðferðafræði náttúruvísinda. Boðið er upp á tvö áherslusvið: náttúruvísindagrunn og auðlindagrunn. Lögð er áhersla á vísindaleg vinnubrögð með verklegum æfingum, vettvangsferðum og spennandi verkefnum. Þú velur hvort þú vilt vera staðar- eða fjarnemi – allt námið er öllum aðgengilegt.

Lagður er grunnur að frekara námi í líftækni og sjávarútvegsfræðum við HA. Námið er einnig góð undirstaða fyrir almennt raunvísindanám, svo sem líffræðinám, fiskeldisnám og fleira.

Möguleikar að námi loknu

Námið er áhugavert fyrir kennara sem vilja dýpka þekkingu sína í náttúru- og auðlindafræðum.

Diplómagráða veitir tækifæri til þess að halda áfram eitt námsár og klára BS-nám í líftækni eða sjávarútvegsfræði við HA. Námið nýtist sem grunnur í raunvísindanámi við aðra háskóla.

Er náttúru- og auðlindafræði fyrir þig? • Hefur þú áhuga sjálfbærri þróun? • Er nýsköpun eitthvað fyrir þig? • Veist þú hvað endurnýjanleg auðlind er? • Þarft þú frest til þess að ákveða hvort þú viljir leggja áherslu á líftækni, sjávarútvegsfræði eða aðrar greinar lífvísinda? • Liggja raunvísindagreinar vel fyrir þér? Ef þessar spurningar vekja áhuga þinn getur verið að nám í náttúru- og auðlindafræði henti þér vel.

Diplómanámið eykur þekkingu í náttúruvísindum og auðlindafræðum. Námsgráðan veitir ekki starfsréttindi.

Þú getur kennt á sérsviði náttúru- og auðlindafræða ef þú hefur kennsluréttindi af menntavísindasviði.

Fyrirkomulag námsins Nemendur þurfa nokkrum sinnum á námstímanum að sækja nokkurra daga kennslulotur við HA. Þá eru gerðar tilraunir á rannsóknastofu og farið í aðrar verklegar æfingar. Nánari upplýsingar um uppbyggingu námsins finnur þú á bls. 41

Áherslur námsins Námið í náttúru- og auðlindafræði byggir á langri reynslu Háskólans á Akureyri á þessu sviði.

Upplýsingar um námið veita Ása Guðmundardóttir Jóhann Örlygsson

skrifstofustjóri viðskipta- og raunvísindasviðs brautarstjóri

460 8037 460 8511

asa@unak.is jorlygs@unak.is 33

Profile for Háskólinn á Akureyri // University of Akureyri

Grunnnám 2019-2020  

Kynningarbæklingur Háskólans á Akureyri. Hér getur þú kynnt þér allt grunnnám við háskólans, ásamt helstu upplýsingum um háskólann.

Grunnnám 2019-2020  

Kynningarbæklingur Háskólans á Akureyri. Hér getur þú kynnt þér allt grunnnám við háskólans, ásamt helstu upplýsingum um háskólann.

Advertisement