Page 29

Viðskipta- og raunvísindasvið

Auðlindadeild

Líftækni BS 3 ára nám 180 ECTS einingar

Líftækni BS Eintómt hrós frá mér fyrir líftækninámið í HA. Námið hefur nýst mér vel í starfi, allt frá raungreinum til námskeiða sem fjalla um stjórnun og gæði. Síðast en ekki síst hentaði sveigjanlegt nám fjölskyldulífinu afar vel þrátt fyrir að vera krefjandi nám. Olga Ýr Björgvinsdóttir, framl.stj. hjá Purity Herbs Organics

Líftækni er tækni sem gerir það mögulegt að nota lífverur eða hluta þeirra til að framleiða nýjar afurðir eða hraða og breyta náttúrulegum ferlum. Þannig er hægt að búa til lyf, matvæli og fleiri afurðir. Líftækni er því í raun tól til þess að búa til verðmæti úr auðlindum sjávar og lands. Saga líftækninnar nær langt aftur í aldir en sjálft fræðiorðið er bara 100 ára gamalt. Námið er spennandi og krefjandi enda er líftækni í mikilli sókn. Líftækni býður upp á ótal tækifæri til nýsköpunar og verðmætasköpunar enda hafa mörg sprotafyrirtæki sprottið upp á síðustu árum á Íslandi. Meginástæðan er aðgengi að orku og hreinu vatni sem vinnur vel saman með framleiðslu á líftækniafurðum.

Er líftækni fyrir þig? • Hefur þú áhuga á náttúruvísindum? • Vilt þú geta valið um störf? • Þorir þú að hugsa út fyrir boxið? • Hefur þú áhuga á auðlindum og verðmætasköpun? • Langar þig til þess að stofna og reka eigið fyrirtæki? • Fékkst þú þolinmæði og forvitni í vöggugjöf? Ef þessar spurningar vekja áhuga þinn getur verið að nám í líftækni henti þér vel.

Upplýsingar um námið veita Ása Guðmundardóttir Oddur Vilhelmsson

Áherslur námsins Í líftæknináminu eru tvö megináherslusvið: • Annars vegar auðlindalíftækni. Samhliða henni eru tekin námskeið á sviði viðskipta- og rekstrargreina. Þau gefa þér grunn til að starfa í líftæknifyrirtækjum. • Hins vegar heilbrigðislíftækni sem gefur þér góða þekkingu til starfa á rannsóknastofum. Bæði sviðin veita traustan grunn til áframhaldandi náms á meistarastigi.

Möguleikar að námi loknu Fjölmörg nýsköpunar- og sprotafyrirtæki í líftækni hafa verið stofnuð á Íslandi á síðustu árum og þau leita sífellt að nýju starfsfólki. Þar má nefna Íslenska erfðagreiningu, Orf líftækni, Primex, Algalif, Lýsi og Alvotech. Brautskráðir nemendur geta líka stofnað sitt eigið sprotafyrirtæki út frá rannsóknum sínum og hugmyndum. Líftækninámið skapar góðan grunn til rannsóknastarfa, bæði hjá opinberum stofnunum eins og Matís og Umhverfisstofnun og hjá fyrirtækjum. Hátt hlutfall nemenda hefur farið í framhaldsnám að loknu BS-námi, bæði í meistaranám og doktorsnám.

Fyrirkomulag námsins Allir nemendur þurfa nokkrum sinnum á námstímanum að sækja kennslulotur í HA. Þá eru gerðar tilraunir á rannsóknastofu og farið í aðra verklega tíma. Nánari upplýsingar um uppbyggingu námsins finnur þú á bls. 41

skrifstofustjóri viðskipta- og raunvísindasviðs brautarstjóri

460 8037 460 8514

asa@unak.is oddurv@unak.is 31

Profile for Háskólinn á Akureyri // University of Akureyri

Grunnnám 2019-2020  

Kynningarbæklingur Háskólans á Akureyri. Hér getur þú kynnt þér allt grunnnám við háskólans, ásamt helstu upplýsingum um háskólann.

Grunnnám 2019-2020  

Kynningarbæklingur Háskólans á Akureyri. Hér getur þú kynnt þér allt grunnnám við háskólans, ásamt helstu upplýsingum um háskólann.

Advertisement