Page 27

Hug- og félagsvísindasvið

Félagsvísindadeild

Lögreglufræði grunndiplóma

BA

2 ára nám 2 ára nám 120 ECTS einingar 120 ECTS einingar fyrir starfandi fyrir verðandi lögreglumenn lögreglumenn

3 ára nám 180 ECTS einingar

Lögreglufræði grunndiplóma Lögreglu- og löggæslufræði BA Námið í lögreglufræði við HA er bæði skemmtilegt og fjölbreytt. Fyrirlestrar eru teknir upp og maður getur horft á þá þegar manni hentar. Þetta fyrirkomulag hentar mér mjög vel þar sem ég vinn að hluta til með náminu. Hafdís Svava Níelsdóttir, nemandi á 3. ári

Nám í lögreglufræði var fært á háskólastig árið 2016 og Háskólinn á Akureyri hýsir nú þessi fræði. Bóklegi hluti námsins fer fram við Háskólann á Akureyri en verklegur hluti starfsnáms verðandi lögreglumanna er í höndum Mennta- og starfsþróun­ ar­set­urs lögreglu (MSL). Nemendur læra fjölmargt sem tengist löggæslu og hvernig má fyrirbyggja lögbrot og upplýsa brot á lögum.

Eru lögreglufræði fyrir þig? • Hefur þú taugar úr stáli og hjartað á réttum stað? • Getur þú haldið ró þinni þegar mikið gengur á? • Vilt þú hjálpa þeim sem hafa lent í vandræðum? • Vilt þú vera góð fyrirmynd? • Kannt þú að setja þig í spor annarra? • Kannt þú að stjórna skapi þínu? Ef þessar spurningar vekja áhuga þinn getur verið að nám í lögreglufræði henti þér vel. Áherslur námsins Lögreglufræði er hagnýt fræðigrein sem fjallar um undirstöður, eðli og framkvæmd löggæslu. Nemendur fá þjálfun í samskiptum við ólíka hópa samfélagsins. Kennd er sálfræði, lögfræði, afbrotafræði og fleiri greinar sem gagnast verðandi lögreglumönnum og þeim sem kjósa að ljúka BA-gráðu í lögreglu- og löggæslufræði að lokinni grunndiplómu. Möguleikar að námi loknu Þeir sem ljúka diplómanámi fyrir verðandi lögreglumenn geta Upplýsingar um námið veita Heiðrún Ósk Ólafsdóttir Guðmundur Ævar Oddsson

verkefnastjóri í lögreglufræði brautarstjóri

ráðið sig til löggæslustarfa. Gráðan veitir starfsréttindi. Nemendur sem lokið hafa diplómaprófi í lögreglufræði fyrir verðandi eða starfandi lögreglumenn geta bætt við sig 60 ECTS einingum til BA-prófs í lögreglu- og löggæslufræði. BA-námið leggur grunn að ólíkum leiðum í námi og starfi. Þú getur aflað þér sérhæfingar í stjórnun, aðgerðum gegn ofbeldi og mansali, rannsóknum efnahagsbrota, alþjóðlegu hjálpar- og þróunarstarfi og fræðastarfi á háskólastigi, svo fátt eitt sé nefnt.

Fyrirkomulag námsins Nemendur þurfa að sækja stuttar kennslulotur í HA þar sem megináhersla er á verkefnavinnu og umræður. Á haustmisseri fyrsta árs eru tvær slíkar lotur en svo ein á hverju misseri eftir það. Í mörgum námskeiðum er notast við símat. Námsmat fer þá fram að nokkru eða jafnvel öllu leyti utan reglulegrar prófatíðar og getur meðal annars falið í sér hlutapróf, ritgerðir, skýrslur, dagbækur eða þátttöku í kennslustundum. Skrifleg próf (hlutapróf og lokapróf) eru haldin í HA en einnig á nokkrum öðrum viðurkenndum prófstöðum. Nemendum sem vilja þreyta próf annars staðar er bent á að kynna sér vel hvaða staði er um að ræða og þær reglur sem um slíkt gilda. Athugið að sumir þessara staða innheimta aðstöðugjald eða próftökugjald. Starfsnám MSL sér um verklegan hluta starfsnámsins. Að ljúka starfsnáminu er forsenda þess að fá starfsréttindi sem lögreglumaður. Sækja þarf sérstaklega um inngöngu í starfsnámið sem hefst á vormisseri fyrsta árs og gangast undir sérstök hæfnispróf. Fjöldi nemenda í starfsnám er takmakaður. Í starfsnáminu fer fram þjálfun í samskiptum við erfiða og hættulega einstaklinga, handtökuaðferðum, notkun skotvopna og annarra lögreglutækja, og forgangsakstri lögreglubifreiða. Nánari upplýsingar um uppbyggingu námsins finnur þú á bls. 40

460 8520 460 8677

heidrunosk@unak.is goddsson@unak.is 29

Profile for Háskólinn á Akureyri // University of Akureyri

Grunnnám 2019-2020  

Kynningarbæklingur Háskólans á Akureyri. Hér getur þú kynnt þér allt grunnnám við háskólans, ásamt helstu upplýsingum um háskólann.

Grunnnám 2019-2020  

Kynningarbæklingur Háskólans á Akureyri. Hér getur þú kynnt þér allt grunnnám við háskólans, ásamt helstu upplýsingum um háskólann.

Advertisement