Page 13

Heilbrigðisvísindasvið

Iðjuþjálfunarfræðideild

Iðjuþjálfunarfræði BS 3 ára nám 180 ECTS einingar

Iðjuþjálfunarfræði BS Nám í iðjuþjálfunarfræði veitti mér einstaka sýn á einstaklinginn og samspil hans við iðju og umhverfið. Sú sýn gerir okkur sem iðjuþjálfa að verð­mætum hlekkjum í þjónustu við fólk á ólíkum ævi­skeiðum. Dagný Hauksdóttir, deildarstjóri stoðþjónustu Brekkubæjarskóla Akranesi

Nemendur tileinka sér viðhorf, hæfni og leikni sem endurspegla nýjustu þekkingu og þróun í fræðigreininni. Skoðað er hvernig umhverfið og líkamlegir og hugrænir þættir hafa áhrif á það sem fólk tekur sér fyrir hendur í daglegu lífi. Lögð er áhersla á að skapa tækifæri og nýta ýmsar leiðir til lausna.

Iðjuþjálfunarfræði beinir sjónum að því sem fólk tekur sér fyrir hendur í daglegu lífi og þeim möguleikum sem það hefur til þátttöku í samfélaginu, óháð færni, fötlun eða heilsu.

Iðjuþjálfunarfræði er 3 ára nám til BS-prófs. Til að fá starfsréttindi sem iðjuþjálfi þarf til viðbótar að ljúka eins árs diplómanámi í iðjuþjálfun á meistarastigi.

Iðjuþjálfunarfræði er nauðsynlegur undirbúningur fyrir nám í iðjuþjálfun.

Möguleikar að námi loknu

Iðjuþjálfar eru sérfræðingar í daglegri iðju fólks.

Er iðjuþjálfunarfræði fyrir þig? • Hefur þú áhuga á fólki? • Hefur þú áhuga á mannréttindum? • Hefur þú heyrt um vinnuvistfræði? • Hefur þú velt fyrir þér viðhorfum til fatlaðs fólks? • Hvað hefur áhrif á það sem fólk tekur sér fyrir hendur? • Finnst þér að samfélagið eigi að koma til móts við mismunandi þarfir fólks?

BS-próf í iðjuþjálfunarfræði opnar möguleika til ýmissa starfa innan velferðarþjónustu, menntastofnana og félagasamtaka, og á almennum vinnumarkaði Námsleiðin opnar einnig möguleika á frekara námi á meistarastigi. Flestir bæta við sig diplómanámi í iðjuþjálfun sem veitir starfsréttindi sem iðjuþjálfi. Þeir sem ljúka diplómanámi í iðjuþjálfun öðlast réttindi til að starfa á breiðum vettvangi, til dæmis við ýmiss konar endurhæfingu, vinnuvernd, aðlögun umhverfis, geðvernd, heilsueflingu og forvarnarstarf sem stuðlar að auknum lífsgæðum fólks

Ef þessar spurningar vekja áhuga þinn getur verið að nám í iðjuþjálfunarfræði henti þér vel.

Fyrirkomulag námsins

Áherslur námsins

Gerð er krafa um að allir nemendur komi einu sinni til tvisvar á hverju misseri í námslotur í Háskólanum á Akureyri og taki þátt í verklegri þjálfun og umræðutímum.

Nám í iðjuþjálfunarfræði byggir á heilbrigðis- og félagsvísindum. Iðjuþjálfunarfræði snýst um iðju, heilsu og almenn lífsgæði fólks.

Upplýsingar um námið veita Anna Bryndís Sigurðardóttir Sólrún Óladóttir

Nánari upplýsingar um uppbyggingu námsins finnur þú á bls. 38

skrifstofustjóri heilbrigðisvísindasviðs deildarformaður

460 8036 460 8476

disa@unak.is solrun@unak.is 15

Profile for Háskólinn á Akureyri // University of Akureyri

Grunnnám 2019-2020  

Kynningarbæklingur Háskólans á Akureyri. Hér getur þú kynnt þér allt grunnnám við háskólans, ásamt helstu upplýsingum um háskólann.

Grunnnám 2019-2020  

Kynningarbæklingur Háskólans á Akureyri. Hér getur þú kynnt þér allt grunnnám við háskólans, ásamt helstu upplýsingum um háskólann.

Advertisement