Page 11

Heilbrigðisvísindasvið

Hjúkrunarfræðideild

Hjúkrunarfræði BS 4 ára nám 240 ECTS einingar

Hjúkrunarfræði BS Sem menntaður myndlistarmaður, tveggja barna móðir og þar að auki búsett í Berlín, þakkaði ég Háskólanum á Akureyri á hverjum degi fyrir að gera mér kleift að stunda hjúkrunarfræðinám.

stæðinga og hvernig hægt er að auka lífsgæði. Námið byggir á sterkum faglegum grunni og starfsnám á heilbrigðisstofnunum byrjar strax á fyrsta námsári.

Sunna María Schram, hjúkrunarfræðingur á vökudeild LSH og ljósmóðurnemi

Möguleikar að námi loknu

Ef þú heldur að allir sem læra hjúkrunarfræði séu konur sem hlaupa um ganga á sjúkrahúsum þá er það ekki rétt. Nám í hjúkrunarfræði hentar bæði körlum og konum og býður upp á fjölbreytta starfsmöguleika. Rauði þráðurinn er hins vegar sá að stuðla að heilbrigði og bættri líðan og að auka lífsgæði.

Er hjúkrunarfræði fyrir þig? • Átt þú auðvelt með að vinna með fólki? • Þolir þú að sjá blóð? • Hefur þú áhuga á forvörnum? • Vilt þú sjá barn fæðast? • Hefur þú áhuga á heilsunni? • Getur þú hugsað hratt þegar mikið liggur við? • Vilt þú vinna með langveiku fólki? • Langar þig til þess að geta valið hvort þú starfar hérlendis eða erlendis, í þéttbýli eða dreifbýli? Ef þessar spurningar vekja áhuga þinn getur verið að nám í hjúkrunarfræði henti þér vel.

Áherslur námsins Í hjúkrunarfræði eru þarfir fólks á öllum aldri skoðaðar. Hjúkrun sjúkra og stuðningur við heilbrigða eru meðal viðfangsefna. Nemendur tileinka sér færni í almennum hjúkrunarstörfum auk þess sem þeir kynnast áskorunum stjórnunarstarfa innan greinarinnar. Lögð er áhersla á miðlun fræðsluefnis til skjólUpplýsingar um námið veita Anna Bryndís Sigurðardóttir Gísli Kort Kristófersson

BS-próf í hjúkrunarfræði frá HA gefur þér tækifæri til þess að vinna hvar sem er í heiminum. Brautskráðir hjúkrunarfræðingar geta unnið á heilbrigðisstofnunum, í heimahúsum, við kennslu eða við sölustörf, eða stundað hjálparstarf. Tækifærin eru óendanlega fjölbreytt. Brautskráðir hjúkrunarfræðingar geta líka farið í framhaldsnám, bæði hérlendis og erlendis. Hjúkrunarfræðinámið við HA hefur fengið alþjóðlega viðurkenningu og nemendur bera því vel söguna.

Fyrirkomulag námsins Allir sem uppfylla inntökuskilyrði fá tækifæri til þess að hefja nám á haustmisseri. Samkeppnispróf (Numerus Clausus eða klásus) eru haldin við lok haustmisseris á 1. námsári. Þeir sem ná bestum árangri geta haldið áfram með námið. Fjöldi nemenda sem öðlast rétt til náms á vormisseri 1. námsárs er ákveðinn af háskólaráði árlega (hefur verið í kringum 55 nemendur síðustu ár). Gerð er krafa um að allir nemendur komi í fimm til tíu daga námslotur í HA einu sinni til tvisvar á misseri. Á námstíma verða hjúkrunarfræðinemar að afla sér þriggja mánaða starfsreynslu á heilbrigðisstofnunum utan skipulegs námstíma (sbr. 9. gr. reglugerðar fyrir HA). Vinsamlega athugið að hver vika í fullu háskólanámi er ígildi 50–60 stunda vinnuviku. Nánari upplýsingar um uppbyggingu námsins finnur þú á bls. 38

skrifstofustjóri heilbrigðisvísindasviðs deildarformaður

460 8036 460 8671

disa@unak.is gislik@unak.is 13

Profile for Háskólinn á Akureyri // University of Akureyri

Grunnnám 2019-2020  

Kynningarbæklingur Háskólans á Akureyri. Hér getur þú kynnt þér allt grunnnám við háskólans, ásamt helstu upplýsingum um háskólann.

Grunnnám 2019-2020  

Kynningarbæklingur Háskólans á Akureyri. Hér getur þú kynnt þér allt grunnnám við háskólans, ásamt helstu upplýsingum um háskólann.

Advertisement