Page 6

Háskóli Íslands – Lykiltölur

Undirstaða atvinnulífs og framfara Við Háskóla Íslands eru fimm fræðasvið og 26 deildir ásamt námsleiðum í þverfaglegu framhaldsnámi og 9 rannsóknasetrum á landsbyggðinni. Háskóli Íslands hefur brautskráð yfir 50 þúsund nemendur frá því hann var stofnaður 1911 og er eini háskóli landsins sem býður grunn-, meistara- og doktorsnám á öllum helstu fræðasviðum. Háskólar eru undirstaða þekkingarsamfélaga 21. aldar. Um allan heim er lögð síaukin áhersla á gæði menntunar og öflugt vísindaog nýsköpunarstarf til að tryggja samkeppnishæfni þjóða, hagsæld og lífsgæði til framtíðar. Háskóli Íslands er í fararbroddi íslenskra háskóla og virkur þátttakandi í alþjóðlegu vísinda- og fræðasamfélagi. Árangur skólans á síðustu árum hefur skipað honum í fremstu röð samkvæmt viðurkenndum alþjóðlegum mælingum. Til að treysta í sessi þennan mikla árangur og skapa viðspyrnu fyrir áframhaldandi sókn starfar Háskólinn eftir skýrri og metnaðarfullri stefnu, HÍ 21, fyrir tímabilið 2016-2021 undir yfirskriftinni „Öflugur háskóli – farsælt samfélag“. HÍ 21 er vegvísir starfsfólks og stúdenta Háskóla Íslands til framtíðar. Markmiðið er að gera góðan háskóla enn betri – samfélaginu öllu til góðs. Jón Atli Benediktsson Rektor Háskóla Íslands

5

Profile for Háskóli Íslands - University of Iceland

Háskóli Íslands - lykiltölur 2018  

Yfirlit yfir lykiltölur í starfsemi Háskóla Íslands.

Háskóli Íslands - lykiltölur 2018  

Yfirlit yfir lykiltölur í starfsemi Háskóla Íslands.

Advertisement