ÍR Handbolti er málið annað tölublað 2011-2012

Page 1

Annað tölublað 2011-2012

7.1.2012

Barna- og unglingaráð Handknattleiksdeildar ÍR

Handbolti er málið

Bloggheimur ÍR Handbolta - fréttir af því markverðasta

Verið dugleg að taka myndir og video fyrir okkur!!! Foreldrar allra flokka! Þið getið auðveldlega sett myndir inn á myndasíðu ykkar flokks hér eru >>LEIÐBEININGAR<< Eða sent okkur myndirnar á netfangið: irhandboltinn@gmail.c om merktar flokki og árgang. Við komum þeim inn á mynda– eða Youtube síðu viðkomandi flokks. “Tvísmellið á hlekki í þessu blaði til að skoða efni nánar”

Í þessu tölublaði Það markverðasta í október hjá okkur

2

Það markverðasta í október hjá okkur

3

4. fl. kv. á Partille Cup 2011

4

Santa Maria mótið hjá 7fl. kvenna

5

Santa Maria mótið hjá 5.fl karla

6

Það markverðasta í nóvember hjá okkur

7

Austurberg er heimili ÍR handbolta

8

7. flokkur karla fyrsta 9 mót hjá Fram. Barna– og unglingaráð ÍR Handbolta

10

Síðasta orðið hefur glamúrgellan

11

Komdu á æfingu hjá okkur, við tökum vel á móti þér. Fyrir áhugasamar stelpur og stráka þá er um að gera að prófa núna eftir áramót að æfa handbolta með ÍR. Það er alltaf pláss fyrir hressa og káta krakka og aldrei of seint að byrja eða “byrja aftur” að æfa. Það kostar ekkert að prófa í nokkur skipti hjá okkur og þjálfarar okkar taka vel á móti ykkur, Endilega kynnið ykkur æfingatöfluna hér að neðan svo er bara að mæta á æfingu. Æfingatöflu má sjá hér

Nánari upplýsingar má síðan einnig sjá á bloggsíðum flokka með því að smella á hlekki hér til hliðar í PDF útgáfu þessa fréttabréfs.

ÍR - 2. flokkur karla ÍR - 3. flokkur karla ÍR - 3. flokkur kvenna ÍR - 4. flokkur karla ÍR - 4. flokkur kvenna ÍR - 5. flokkur karla ÍR - 5. flokkur kvenna ÍR - 6. flokkur karla Yngri ÍR - 6. flokkur karla Eldri ÍR - 6. flokkur kvenna ÍR - 7. flokkur karla ÍR - 7. flokkur kvenna

Markmanns-æfingar Það verða markmanns-æfingar hjá ÍR í vetur á föstudögum í Seljaskóla frá kl 15:00-16:00, þannig að við hvetjum okkar markmenn til að mæta og læra meira. Æfingarnar eru hugsaðar fyrir 4 flokk og niður.

ÍR - 8. flokkur ka/kv ÍR - Meistarar karla

4. fl. karla fer á Partille Cup í sumar Partille Cup í Svíþjóð er stæsta handknattleiksmót sem haldið er í Evrópu í yngri flokkum og þarna senda fjölmargar þjóðir keppnislið til leiks. Æfingar fyrir svona mót þurf að vera markvissar og hópurinn samhentur til að árangur megi nást. Í sjálfum sér er eðlilegt ferli að undirbúa þátttöku á svona móti með ársfyrirvara og þá er hægt að skipuleggja allan pakkann og fjáraflanir sem til falla með góðum fyrirvara. Strákarnir í 4 fl.eru á fullu í þeim undirbúning og hvetjum við ykkur til að taka vel á móti þeim. Nýr möguleiki hefur bæst í undirbúning þeirra fyrir Partille Cup, en það er Sumarmót Þróttar sem er haldið á gervigrasinu í Laugardal helgina fyrir Partille Cup.

Mótið er eina handboltamótið á Íslandi þar sem leikið er utanhúss en það er ætlað iðkendum í 4. og 5. flokki stúlkna og drengja. Það er því góð æfing fyrir lið sem stefna á Partille að taka þátt og kynnast því hvernig er að spila handbolta á gervigrasi. Einnig verður þetta frábær reynsla og ótrúleg skemmtun Fylgist því með á vef Þróttar, en skráning fer yfirleitt fram snemma í júní fyrir þetta sumarmót. Hvetjum einnig 5 fl. ka og kv til að taka þátt í þessu móti og byrja undirbúning strax. Snemma á næsta tímabili er síðan rétt að hafa foreldrafund og fara strax að huga að fjáröflunum fyrir 4. fl. karla og kvenna fyrir Partille 2013. Ef byrjað er snemma að safna og allir vel samstíga þá er þetta ekkert mál.


Handbolti er málið

Október - 5 flokkur karla (eldra ár) náði gulli í fyrstu umferð Íslandsmóts

Við erum á Facebook Tvísmellið á mynd hér að ofan til að fara á FB svæði ÍR Handbolta. “Vertu vinur okkar og fáðu allar fréttirnar frá ÍR Handbolta beint.” “Like” á FB ÍR Handbolta.

Það fór ekki á milli mála í þessum leikjum sem strákarnir spiluðu í fyrstu umferð Íslandsmótsins sem haldin var hjá HK, að þeir ætluðu sér að vinna deildina sína og fara upp í fyrstu deild. Enda kom það í ljós að með því að fagna hverju marki, hverri makrvörslu , hverjum stolnum bolta og hvetja hvern annan áfram hvort sem um var að ræða í vörn eða sókn þá er ekkert sem stoppar liðið ,enda unnu þeir alla leiki sína. Fleiri myndir á heimasíðu flokks http://irstrakar5fl.blogspot.com

Október - Tvö gull í hús hjá 6 fl. karla (eldri) í fyrstu umferð “ Þið eruð fréttamenn okkar, því þurfa foreldraráð og iðkendur í flokkunum þurfa að vera dugleg að setja inn myndir og fréttir af því sem er að gerast á bloggsíður”

Viltu auglýsa hjá okkur Skoðun á vefsvæðum ÍR handbolta eru nú nálægt 7000 á viku, sem gerir nálægt 28,000 á mánuði. Settu auglýsingu á allar síður okkar og komdu þinni vöru á framfæri. Blaðsíða 2

Að þessu sinni voru það 5 lið sem ÍR fór með á fyrstu umferð Íslandsmóts 6.fl. karla sem haldið var hjá FRAM í október. Tvö lið ÍR2 og ÍR5 unnu sínar deildir og skiluðu gulli í hús fyrir okkur. ÍR1, ÍR3 og ÍR4 spiluðu flotta leiki á mótinu og héldu sínu sæti í deildunum sem er mjög góður árangur hjá þeim. Þess ber þó að geta að ekki vantaði mikið upp á að ÍR1 næði einnig gulli, þeir spiluðu hörku spennandi úrslitaleik við Fjölni þar sem liðin skiptust um á að vera í forystu og kom sigurmark Fjölnis á seinustu sekúndum leiksins. Strákarnir í ÍR1 tóku því annað sætið í sínum riðil að þessu sinni og eru staðráðnir í því að vinna næst. http://irstrakar6fl.blogspot.com/ YouTube Video af liðum hér


Annað tölublað 2011-2012

Október - Strákarnir og stelpurnar í 6. flokk (yngra ár) fóru til Akureyrar Yngra árið í 6 flokk karla og kvenna keppti í október á Íslandmótinu sem haldið var á Akureyri, og sáu Þór og KA um um þetta fyrsta mót sem var í alla staði vel heppnað. Hópurinn var til fyrirmyndar og einnig má ekki gleyma fararstjórum sem sáu um að allt gengi eins og í sögu. Hér til hliðar má sjá hluta af þessum flotta hóp sem fór norður, fleiri myndir eru á síðum flokkana http://irstrakar6fly.blogspot.com http://irstelpur6fl.blogspot.com/

Fimm stelpur úr 4fl. kv. voru valdar í úrtakshóp U-16 ára landsliðs kvenna í október ÍR átti fimm flotta fulltrúa í úrtakshóp U-16 ára landsliðs kvenna Þær Aníta Björk Axelsdóttir, Brynhildur Bergm. Kjartansdóttir , Petra Waage, Sigrún Ása Ásgrímsdóttir og Sólveig Lára Kristjánsdóttir voru okkar fulltrúar. Þær Brynhildur Bergmann og Sigrún Ása voru síðan valdar í U-16 landsliðið og stóðu sig frábærlega í leik á móti Kanada í desember.

“Skráið netfang ykkar á bloggsíðum flokka til þess að fá fréttir frá þjálfurum og foreldararáði beint í pósthólfið ykkar”

Þið getið séð myndir frá landsleiknum á Facebook síðu okkar

3 ÍR-ingar voru valdir í úrtakshóp U-20 landsliðs í karla í október ÍR átti þrjá flotta fulltrúa úr 2. fl. karla í þessum úrtakshóp U-20, þá Aron Örn Ægisson, Daníel Ingi Guðmundsson og Jón Bjarka Oddsson sem áttu góða möguleika á að taka þátt í verkefni í Noregi með U-20 landsliðinu, sem fór til Noregs dagana 3.-6. Nóvember og tók þar þátt Opna Norðurlandamótinu ásamt Noregi, Svíþjóð og Tékklandi. Blaðsíða 3

Nýr formaður handknattleiksdeildar var kjörinn í október. Runólfur Bjarki Sveinsson var kjörin formaður handknattleiksdeildar ÍR á auka aðalfundi í október. Runólfur tekur við af Andrési Gunnlaugssyni. Við þökkum Andrési vel unnin störf og vonumst til að njóta krafta hans áfram hjá ÍR í framtíðinni. Runólfur var gjaldkeri í stjórn handknattleiks-deildar ÍR og hefur starfað í mörgum ráðum og nefndum á vegum ÍR síðastliðin 20-25 ár enda hefur hann búið nánast alla sína tíð í Breiðholtinu. Við óskum Runólfi til hamingju Sú breyting varð einnig í stjórn handknattleiksdeildarinnar að Siggeir Kolbeinsson formaður barna- og unglingaráðs bættist í stjórnina. Í stjórn eru: Guðmundur Daníelsson, Siggeir Kolbeinsson, Steinþór Baldursson, Róbert Heimir Halldórsson og Runólfur Bjarki Sveinsson. Varamenn eru: Haukur Loftsson og Ólafur Gylfason.

Runólfur Bjarki formaður handknattleiksdeildar ÍR


Handbolti er málið

4 flokkur kvenna keppti á Partille Cup í Svíþjóð seinasta sumar. Stelpurnar í 4.fl hafa spilað virkilega vel í vetur. Þær eru í góðri æfingu enda var þétt dagskrá hjá þeim í sumar, æfingar, mót á gervigrasi hjá Þrótti 25-26 jún og síðan Partille Cup mótið í Svíþjóð 3-11 júlí, þar sem þær náðu góðum árangri. Mótið er lang stærsta handboltamót heims og voru tæplega 20.000 þátt-takendur þetta árið. Mótið sjálft fer fram í Gautaborg en það er einstaklega vel heppnað. Fyrir utan keppni er gríðarlega mikið fyrir leikmenn að gera meðan á móti stendur og skemmtunin þar alls ekki síðri en á vellinum. ÍR-stelpurnar fóru meðal annars í í Liseberg tívolíið og Skara Summerland vatnsrenni-brautargarðinni svo eitthað sé nefnt. irstelpur4fl.blogspot.com

Blaðsíða 4


Annað tölublað 2011-2012

Nóvember - 7. fl. kvenna Santa María mótið í Austurbergi Það er óhætt að segja að það hafi verið mjög skemmtilegt í Austurbergi þar sem 7. flokkur kvenna keppti á Santa María mótinu sem Barna- og unglingaráð ÍR sá um að þessu sinni. Það voru um 260 stelpur á aldrinum 7-9 ára sem tóku þátt og það voru spilaðir 105 leikir á 3 völlum á 7 tímum. ÍR stelpur voru með 4 lið í þessu móti og þær voru frábærar . Það var síðan mjög flottur hópur sem kom í heimsókn til okkar víðsvegar af landinu. Flottar og hressar stelpur og allir til fyrirmyndar, við getum verið stolt af þessum flotta hóp sem svo sannarlega á eftir að láta að sér kveða í framtíðinni. Facebook albúm okkar inniheldur 200 myndir frá þessum viðburð og hvetjum við ykkur til að merkja ykkur inn á myndirnar þar, en allt í allt voru teknar 1350 myndir á mótinu og settar inn á albúm 7 flokks kvenna. Flottar stelpur hjá okkur í 7-8 flokk kvenna sem eru að æfa hjá Gumma Páls, Brynhildi Bergmann og Karen Jóhannsdóttir http://irstelpur7fl.blogspot.com

Blaðsíða 5

“Komdu að æfa með okkur ” Sjá æfingatíma 7 og 8 fl. kv. hér


Handbolti er málið

Nóvember - TexMex Santa María mótið hjá 5. flokk karla (yngra ár) var í Austurbergi og Seljaskóla Barna- og unglingaráð ÍR handbolta sá um TexMex Santa María mótið hjá 5. flokk karla í Austurbergi og Seljaskóla helgina 18-20 nóv. Mjög gaman að sjá öll þessi flottu lið sem mættu til okkar að þessu sinni og voru þau öll til fyrirmyndar og virkilega gaman að fá þau í heimsókn. Þetta er eitt stærsta mót sem haldið hefur verið þetta árið og því var leitað til foreldra í viðkomandi flokki til að aðstoða okkur. Því miður gekk það ekki allt of vel og því urðu þeir sem buðu sig fram að sitja lengur á flestum stöðum og aðstoða okkur í barna- og unglingaráði og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir þeirra frábæru aðstoð. Dómarar komu úr 4.,3.- og 2. flokki karla og kvenna sem og meistaraflokk ÍR og stóðu allir sig með mikilli prýði. Frábært að hafa þetta bakland ÍR sem tilbúið er að mæta kl. 8 á laugardags- og sunnudagsmorgnum til að dæma. Við ætlumst til að okkar börn komist á önnur mót og þar er það sama dæmið foreldrar, forráðamenn og yngri flokkar koma að skipulagi og mótishaldi á viðkomandi mótum því ekkert gerist að sjálfu sér. Við vonum því að fleiri foreldrar sjái sér fært að veita aðstoð á næstu mótum sem ÍR heldur. Það voru sex ÍR lið sem tóku þátt í þessu móti og þau voru frábær og virkilega gaman að sjá þau spila. Flottir og hressir strákar sem eru félaginu til sóma og greinilegt að þjálfarar okkar eru að gera virkilega góða hluti. Við tókum fullt af myndum og Facebook síða okkar ( ÍR Handbolti ) inniheldur tæplega 200 myndir af mótinu og hvetjum við ykkur til að merkja ykkur inn á myndirnar , en allt í allt voru teknar tæplega 1000 myndir á mótinu og þær má sjá allar á vefsvæði 5 flokks karla. Myndasvæði 5 flokks má sjá hér

Blaðsíða 6


Handbolti er málið

ÍR-ingar efstir í fyrstu deild Leikmenn meistaraflokks ÍR í handbolta fóru í ferðalag til Vestmannaeyja um miðjan desember í síðasta leik fyrir jólafrí , til þess að sækja tvö stig sem nota má í baráttunni um sæti í úrvalsdeild á næsta ári. Það er skemmst frá því að segja að ferðin gekk eins og í sögu og verkefnið var leyst með bravör. Okkar drengir stjórnuðu leiknum gegn ÍBV frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu og unnu að lokum öruggan 7 marka sigur 34-27 eftir að hafa náð mest 11 marka forystu. Þessi frábæri leikur drengjanna þarf ekki að koma á óvart miðað við einbeitinguna, viljann og gleðina sem skein úr hverju andliti drengjanna fyrir leikinn. Markahæstur ÍRinga var Daníel Ingi með 6 mörk en hann var gríðarlega öruggur á vítalínunni. Leikurinn var sá síðasti fyrir langt jólafrí og það er því ljóst að með fjögurra stiga forskot í deildinni fóru drengirnir okkar syngjandi glaðir í jólafrí. Samantekt um alla leiki má sjá á http://ir.is/Deildir/Handbolti/Frettir/

Nóvember - 5. flokkur karla og kvenna keppti í Eyjum Það gekk á ýmsu þegar átti að fara til Eyja 25.-27 nóvember á annað íslandsmótið hjá 5. fl. karla og kvenna. Vélstjórar á Herjólfi voru að fara í verkfalli og um tíma leit út fyrir að ferðin yrði blásin af. Fararstjórar voru undir allt búnir með ferðaplan A, B eða C þannig að um leið og úr leystist þá var haldið af stað á fimmtudegi til Eyja. Ferð gekk vel og allur hópurinn mjög vel samstilltur. Fararstjórar voru með “beina útsendingu” á bloggi ,myndasíðum og Facebook ÍR Handbolta, þar sem settar voru inn myndir, video og fleira fyrir foreldra og forráðamenn. Virkilega gaman að fylgjast með því hversu vel þetta gekk og hvetjum við aðra til að nýta blogg og myndasíður sinna flokka svona þegar þeir fara á mót. Lokaleikur mótsins í Eyjum var á milli "pressuliðsins" og "landsliðsins" sem voru skipuð bestu leikmönnum mótsins, fulltrúar ÍR í "landsliðinu" voru Karen Tinna og Bjarki sem stóðu sig frábærlega. Það ætlaði síðan að verða jafn erfitt að komast frá Eyjum og til Eyja þar sem Herjólfur bilaði og leit ekki út fyrir að það yrði siglt á milli Eyja og lands í Lokaleikur mótsins í Eyjum var á milli "pressuliðsins" og dag en úr rættist og "landsliðsins" sem voru skipuð bestu leikmönnum mótsins, hópurinn mjög fulltrúar ÍR í "landsliðinu" voru Karen Tinna (efri röð 3ja. fv.)og ánægður með Bjarki (neðri röð 3.ji fh.)sem stóðu sig frábærlega. skemmtilega ferð. Flottir krakkar sem hegðuðu sér vel í alla staði, skemmtu sér vel og voru ÍR og ykkur foreldrum til sóma. Blaðsíða 7

Stelpurnar í 6.flokk (yngra ár) unnu sína deild á Íslandsmótinu sem haldið var hjá Gróttu helgina 18.-20 nóv. Flottir stelpur þarna á ferð sem eru flottir fulltrúar ÍR handbolta.


Handbolti er málið

Austurberg er heimili ÍR Handbolta Stjórn Barna- og unglingaráðs og velunnarar liðsins LogoFlex og Byko eiga hrós skilið fyrir Austurbergið sem nú er búið að ÍR-væða all hressilega með hinum íðilfagra bláa lit. Austurberg er okkar heimavöllur í handboltanum og það eiga önnur lið sem koma í heimsókn að upplifa. ÍR-ingar bera merkið sitt með stolti, enda hefur ÍR skrifað stóran hluta íþróttasögunnar á Íslandi. Við viljum sjást og því ætti staðalbúnaður okkar að vera merktur ÍR hvort sem við erum í skólanum , að keppa fyrir félagið, foreldrar að styðja börnin á mótum eða fararstjórar í ferðum á vegum félagsins. Það að við séum sýnilegri stuðlar einnig að meiri samheldni, gleði og stolti hjá okkar iðkendum og býr til sterkari vísi að “ÍRhjarta”. Hjá Braga í Leiksport eru flottar ÍR vörur frá Hummel sem fást á góðu verði fyrir stuðningsmenn og konur.

Við hvetjum ykkur til þess að koma á leiki sem eru í gangi í Austurbergi. Alla leiki sem ÍR spilar þar og úrslit má sjá á vefsíðum okkar eða með því að smella á hlekk hér að neðan. http://irhandboltinn.blogspot.com/p/ir-leikir-timabili-2011-2012.html Kíkið í heimsókn í Austurberg, það er virkilega gaman að fylgjast með krökkunum okkar spila flotta leiki, enda þjálfarar okkar að gera mjög góða hluti með þeim.


Annað tölublað 2011-2012

Nóvember - 7. fl. karla fyrsta mót hjá Fram Í nóvember var fyrsta Íslandsmótið haldið í 7.flokki karla í vetur. Mótshaldarar voru Framarar og stóðu þeir sig með miklum sóma. ÍR átti 3 lið á mótinu og spiluðu öll liðin 4 leiki hvert. Strákarnir spiluðu glimrandi vel þar sem baráttugleðin geislaði af þeim. Mikill stígandi var í leikjunum og gaman að sjá hvað þeir áttu marga góða spretti. Strákarnir fengu að kynnast því hvernig er að spila alvöru handboltaleik og var afar áhugavert að sjá hve miklum framförum þeir hafa tekið á stuttum tíma. Þeir voru til fyrirmyndar og verður spennandi að fylgjast með þeim í vetur.

Myndahorn

Bangsa– og dóta æfing hjá stelpunum í 7. fl. kv. í des. Bangsa-og dóta æfing var hjá Gumma og stelpunum í 7. fl. í desember. Stelpurnar höfðu verið svo duglegar á æfingum að undanförnu, og á mótinu um sem þær tóku þátt í að þær gerðu sér glaðan dag og brutu aðeins upp æfingaformið. Þær höfðu frjálsan tíma þar sem þær máttu mæta með bangsa- eða annað dót á æfinguna og farið var í leiki, búnar til þrautabrautir og ýmislegt annað skemmtilegt gert. Virkilega gaman að sjá þessar hressu og skemmtilegu stelpur sem æfa handbolta hjá okkur í ÍR.


Handbolti er málið

Barna– og unglingaráð ÍR Handbolta

Aðalsteinn Jóhannsson - (Vefstjóri) Tengiliður: 5.fl. karla (eldri) GSM - 8255747 Póstur

Bjarki Gunnarsson - (Fjáröflun) Tengiliður: 7./8.fl karla GSM - 8973407 Póstur

Elías Jóhannesson - (Austurberg) Tengiliður: 4.fl karla GSM - 8941668 Póstur

Erlendur Ísfeld (Yfirþjálfari) Yngri flokkar ÍR Handbolta GSM - 8214117 Póstur

Gísli Páll Reynisson - (Vefstjóri) Tengiliður: 5.fl. karla (yngri) GSM - 8601125 Póstur

Halldóra Ingvarsdóttir - (Ritari) Tengiliður: 7/8.kvenna og 6.karla GSM - 6906597 Póstur

Heimir Gylfason - (Vefstjóri) Tengiliður: 6.fl. kvenna GSM - 6635542 Póstur

Hilmar Jacobsen- (Gjaldkeri) Tengiliður: 5.fl. kv 4. kv GSM - 6993135 Póstur

Rannveig Oddsdóttir Tengiliður: Sjoppa Austurbergi GSM—8615162 Póstur

Siggeir Kolbeinsson - (Formaður) Tengiliður: 7.kvenna og 6karla GSM - 8218788 Póstur

Þorgeir Guðfinnsson - (Austurberg) Tengiliður: 3.fl. karla GSM - 8934350 Póstur

Barna- og unglingaráð (BOGUR) handknattleiksdeildar ÍR heldur úti vefsvæðum ÍR Handbolta , bloggsíðum- , mynda– og YouTube síðum allra flokka, Facebook og Twitter síðum. Barna– og Unglingaráð (BOGUR) hefur m.a. umsjón með æfingatímum, þjálfurum, mótamálum og dómgæslu tengt yngri flokkunum, 3-8 fl. Netfang okkar er irhandboltinn@gmail.com


Annað tölublað 2011-2012

Desember - Áramótaleikur ÍR Handbolta fór fram í Austurbergi 29. Það var stórglæsilegur hópur sem tók þátt í áramótaleik ÍR Handbolta í Austurbergi 29. des. Þeirra á meðal voru sjóðheitar systur aldar upp í ÍR sem voru nýkomnar frá Brasilíu þær Hrafnhildur og Drífa "Skúladætur". Flottur hópur með ÍR-hjartað á sínum stað og klárlega góðar fyrirmyndir fyrir yngri iðkendurna sem nú eru að alast upp hjá okkur. Enda er það nú þannig að vinir sem við eignumst á þessum vettvangi fylgja okkur alla tíð í gegnum þykkt og þunnt.

Uppistaðan í þessu blaði kemur frá ykkur Foreldrar , iðkendur og þjálfarar , verið dugleg að setja inn færslur og myndir inn á blogg ykkar flokks. Þær færslur eru uppistaðan í þessu blaði og því efni sem er birt á síðum ÍR handbolta, Facebook og Twitter. Við hvetjum líka alla til þess að verða vinir okkar á Facebook og koma með ábendingar sem tengist handboltastarfinu innan ÍR, með því að senda okkur póst á irhandboltinn@gmail.com Endilega ef það er eitthvað sem þið teljið að eigi heima á þessum síðum þá getið þið haft samband við okkur og við komum því inn. Sendið fréttir, myndir eða video á okkur. Þið getið notað nethal.net eða wetransfer.com til að koma stórum skrám á okkur ( notið netfang hér að ofan í viðtakanda)

Síðasta orðið á glamúrgellan Frá því í níunda bekk hef ég æft handbolta. Ég hef einstaklega gaman af því, ,skemmtilegri hreyfingu get ég ekki ímyndað mér og finnst hugmyndin ein um að hlaupa á hlaupabretti í sveittri íþróttarækt, innan um tug annarra sveittra einstaklinga hræðileg. Ég hef aldrei verið neitt sérstaklega góð í íþróttinni, byrjaði seint að æfa og myndi ekki segja að ég hefði þetta "íþróttagen" í mér. Það skiptir mig þannig séð ekki höfuðmáli þó ég sé ekki “best” í hinu og þessu, heldur félagsskapurinn og hreyfingin og að ég hafi gaman af því sem ég er að gera. Auðvitað vill maður alltaf ná lengra í því sem maður er að gera, komast í liðið o.s.frv. en þarf líka stundum að líta raunsætt á hlutina og átta sig á því hvað það er sem maður vill helst í lífinu, og hvað eigi að vera hobbí. Það er erfið og fín lína þarna á milli og það er erfitt að dansa á milli þess fyrir þjálfara að vilja vera með besta liðið

og afreksmenn og svo að hafa bara gaman af þessu. Því er málið að hafa gaman en líka metnað er það ekki ? Þess vegna er ég einstaklega ánægð að vera í félaginu mínu. Við erum ungar stelpur, vinkonur og félagar, sem erum að reyna að byggja upp lið svo að félagið komist á réttan kjöl og vakni upp af værum stórfélagsblundi. Inn í mér brýst tilfinningin að ég vilji skilja eitthvað eftir mig hjá félaginu, ég vil fórna mér í að tapa öllum leikjum í efstu deild fyrir það eitt að yngri stelpurnar hafi eitthvað til að líta til, langi að halda áfram að æfa svo að einn daginn geti þær gengið upp í meistaraflokk hjá okkur. Meistaraflokk sem þá er orðinn betri og getur att kappi við þær bestu, því stelpurnar sem við eigum í yngri flokkum hafa allt til að bera til að standa uppi sem sigurvegarar með meistaraflokk okkar eftir nokkur ár. http:// glamurgella.blogspot.com/2010_04_01_archiv e.html

ÍR Handboltil er á Facebook , þar er fullt af myndum frá starfsemi okkar í gegnum árin. Vertu vinur okkar og sjáið allar myndirnar. http://www.facebook.com/media/ albums/?id=241454399199296


Handbolti er málið

Þorrablót ÍR í Seljaskóla 28. janúar

Viltu auglýsa hjá okkur á vefsvæðum ÍR Handbolta eða vera styrktaraðili á þeim mótum sem við höldum í Austurbergi ? Við bjóðum uppá mismunandi auglýsingapláss og lausnir á síðum okkar auk þess sem við skoðum allar aðrar herferðir ef slíkt óskast. Hafið samband irhandboltinn@gmail.com

28. jan 2012 verður Stærsti Þorrafagnaður ÍR til þessa. Til þess að gera viðburðinn að einni mestu skemmtun í sögu ÍR viljum við fá þig og þitt fólk með okkur. Smölum nú saman öllum ÍR ingum og Breiðhyltingum til að gleðjast og hafa gaman. Hljómsveit og skemmtikraftar eru ekki af verri endanum og íþróttahúsið í Seljaskóla fer í flottasta veislubúning ever.Við hvetjum ykkur til að smala saman árgöngum, gömlum ÍR ingum, foreldraráðum, vinahópum og öllu öðru skemmtilegu fólki á fagnaðinn Athugið að það er 18 ára aldurstakmark.


Annað tölublað 2011-2012

AUGLÝSTU HJÁ OKKUR Í NÆSTA TÖLUBLAÐI & Á VEF

ÞÍN AUGLÝSING HÉR Viltu auglýsa hjá okkur á vefsvæðum ÍR Handbolta eða vera styrktaraðili á þeim mótum sem við höldum í Austurbergi ? Við bjóðum uppá mismunandi auglýsinga-pláss og lausnir á síðum okkar auk þess sem við skoðum allar aðrar herferðir ef slíkt óskast. Við komum ykkar skilaboðum áleiðis þar sem við stýrum meðal annars 17 bloggum og vefsíðum ( svæði handbolta á ir.is , ÍR Handboltinn - Blogg , öllum bloggsíðum yngri flokka ÍR handbolta.) Við stýrum einnig Facebook ÍR Handbolta , YouTube Rásum allra flokka og Picasa myndasíðum ásamt Twitter rás ÍR handbolta. Allar síður eru í vefmælingum sem sýna að umferð eykst með hverjum degi hjá okkur. Hafið samband, netfang okkar í er irhandboltinn@gmail.com Kveðja Barna– og unglingaráð ÍR Handbolta