Page 1

Skynsamleg næring fyrir íþróttafólk


Auðunn Einarsson

Fæst við andlegu hliðina allan hringinn Auðunn Einarsson hefur um árabil verið meðal þeirra fremstu á íslensku mótaröðinni í golfi. Hann hefur spreytt sig á Telia Tour, sænsku atvinnumótaröðinni auk þess sem hann fæst við golfkennslu. Til marks um hæfileika Auðuns á hann hvorki meira né minna en sjö vallarmet á golfvöllum víðs vegar um landið. Golfið hefur verið í mikilli uppsveiflu á Íslandi undanfarin ár. Auðunn er ekki í vafa af hverju þessar vinsældir stafa. „Það er bara þannig að fólk er orðið meðvitaðra um heilsu, útiveru og tala nú ekki um að golf sameinar fjölskylduna. Þetta er heilsusamlegt sport sem allir geta stundað sér til gamans og á jafnréttisgrundvelli þar sem forgjöfin jafnar leikinn og gerir hann skemmtilegri.“   Auðunn segir golfið krefjandi á marga vegu. En það er ekki síst þegar kemur að andlegu hliðinni sem það virkilega reynir á. „Það er „auðvelt“ að koma líkamlegu hliðinni í gott form með réttu matarræði og æfingum. Til að ná góðum árangri golfi þarf meira til. Það er verra að þurfa að eiga við líkamlega og andlega þreytu samtímis. Andlega hliðin er það sem golfarar eru að fást við allan hringinn, hvort sem það er þegar verið er að undirbúa eða framkvæma högg. Það koma alltaf upp hugsanir í kollinum á okkur sem hver og einn lærir að vinna úr sjálfur.“   Snyrtivörunar líka fyrir okkur strákana Auðunn byrjaði að nota Herbalife í byrjun janúar. Til að byrja með notaði hann Formúlu 1 og 3 en hefur síðan færst æ meira inn á sérvörurnar. „Ég nota nánast allt og þar með talið snyrtivörurnar. Þetta er jú víst fyrir okkur strákana líka,“ segir Auðunn í léttum dúr en hann segist

hafa sérstakt dálæti á próteinsjeikunum. „Fyrir æfingar, hvort sem það er líkamsrækt eða golfæfing er lykilatriði að vera vel nærður. Þá er ég ekki að tala um að skutla í sig einu súkkulaði til að fá orku sem fellur svo um sjálfa sig skömmu seinna. Próteinsjeikarnir eru því tilvaldir fyrir íþróttafólk fyrir æfingar og keppni.“ Auðunn segir Herbalife klárlega hafa hjálpað sér á golfvellinum. Rifjar hann upp sveitakeppnina árið 2008 í því samhengi sem hann segir fjögurra daga maraþongolf. „Þá var ég í góðu líkamlegu og andlegu formi og svakalega vel nærður af Herbalife sem reyndist úrslitavaldur á ögurstundu í sjálfum úrslitaleiknum. Spennan var í hámarki og menn komnir í þrot með líkamlegt og andlegt þol. Maður finnur það ekki á þeirri stundu en þegar maður hugsar til baka var ég í miklu jafnvægi allan tímann. Það er ekki spurning að næringin hélt í manni andlegu einbeitingunni og úthaldinu.“    

18 fullkomnar holur með Auðunni:

Klukkutíma fyrir leik: Eftir 3. holu: Eftir 7. holu: Eftir 14. holu: Allan hringinn:

Prótein-sjeik Prótein-bar Prótein-sjeik Prótein-bar H3O drykkur - eitt bréf í 750 ml vatn.


Björgólfur Takefusa

Trúði því að ég gæti endað sem markakóngur Keppnin um markakóngstitilinn á Íslandsmótinu í knattspyrnu í sumar lauk á dramatískan hátt. KR-ingurinn Björgólfur Takefusa var þremur mörkum á eftir markahæsta manni fyrir lokaumferðina. Hann gerði sér hins vegar lítið fyrir og skoraði öll mörk KR í 5:2 sigri á Val og stóð uppi sem markakóngur. „Það var mér ekkert ofarlega í huga fyrir leikinn hvort ég myndi enda sem markakóngur eða ekki en ég var ekki búinn að útiloka það. Ég trúði því að ég gæti endað sem markakóngur en ef að það hefði verið mér ofarlega í huga hefði einbeitingin ekki verið rétt fyrir og í leiknum og ég hefði ekki skorað þessi mörk. Ef það hefði verið hugsunarhátturinn hefði ég í raun og veru verið einn á móti 11 í stað þess að vera einn af 11 á móti 11,“ segir Björgólfur sem þakkar liðsfélögum sínum árangurinn.   Var þetta þá bara einn af þessum dögum þar sem allt gekk upp? „Það gekk alls ekki allt upp þennan dag hjá mér en það var samt margt sem að gekk upp. Ég til dæmis klúðraði 2 bestu færunum mínum en á sama tíma var skotið í mig og ég „stýrði” honum inn. En það var klárlega margt sem gekk upp í þessum leik og það verða vonandi fleiri svona dagar hjá mér á vellinum.“ Þrátt fyrir tignina er Björgólfur ekki sáttur við árangur liðsins í sumar. „Við enduðum vissulega ofarlega í deildinni og í raun aðeins 3 stigum frá efsta liðinu. En við skiluðum engum titli og sumarið því vonbrigði. Það var samt jákvætt að liðið yfirsteig nokkrar „grýlur“ í sumar. Við unnum til að mynda ÍBV, KR og FH á útivelli og skoruðum auk þess flest mörk allra liða í deildinni.“  

Aldrei komið betur undirbúinn til leiks Björgólfur kom frekar seint inn í undirbúningstímabilið fyrir deildina í vor eftir að hafa lítið sem ekkert æft yfir veturinn. Þrátt fyrir það segist hann aldrei hafa komið betur undirbúinn til leiks. Þakkar hann það Herbalife sem hann byrjaði að nota í vor. „Ég notaði aðeins brot af þeim vörum sem að Herbalife hefur að bjóða íþróttamönnum sem vilja ná langt en hef núna byrjað að nota fleiri vörur ásamt þeim sem að ég hef verið að nota. Það er ekki spurning í mínum huga að með því mun ég fá góða hjálp til þess að ná þeim nýju markmiðum sem ég hef sett mér og mun setja.“ Góð næring og hvíld er lykillinn að árangri að mati Björgólfs. „Án góðrar næringar er eins og maður sé að reyna að keyra bensínlausan bíl sem jafnvel telur 350 hesthöfl og án góðrar hvíldar er eins og maður sé með bíl fullan af bensíni en telur aðeins 3 hestöfl.“   En hver skyldi vera lykillinn að markheppninni? „Markaskorarar þurfa fyrst og fremst að geta klárað þau færi sem að þeir fá í hverjum leik. Þeir verða að hafa góðan skilning á leiknum til þess að koma sér í þessi færi og hafa eiginleikann til þess að búa til eitthvað úr engu. Svo verður framherji aldrei markaskorari nema að hann sé með góða menn í kringum sig. Og svo verður að vera „dass“ að heppni með,“ segir markakóngur Íslandsmótsins að lokum.


Guðmundur Benediktsson

Meiðslin eru dýrmætasta reynslan Guðmund Benediktsson þekkja flestir ef ekki allir knattspyrnuáhugamenn. Hann hefur um árabil verið einn albesti leikmaður íslensku deildarinnar. Hann fór ungur út í atvinnumennsku en lenti í erfiðum meiðslum sem hafa hrjáð hann nær allan ferilinn. Guðmundur hefur leikið með KR undanfarin ár og er í guðatölu meðal stuðningsmanna liðsins en hann hefur nú snúið sér að þjálfun og tók við liði Selfyssinga sem leikur í fyrsta skipti í efstu deild á næsta ári. Þegar Guðmundur lítur yfir tímabilið segir hann hápunkt sumarsins hafa verið þegar KR sló út gríska liðið Larissa í Evrópukeppninni. Þótt KR hafi lent í öðru sæti hér heima og leikið betur en undanfarin ár þá eru menn í Vesturbænum aldrei sáttir þegar titlar skila sér ekki í hús. Sjálfur átti Guðmundur enn eitt frábæra tímabilið og var ekki að sjá á honum að hann sé orðinn 35 ára. „Þetta verður svo sannarlega ekki auðveldara með hverju árinu en aftur á móti getur maður sagt að maður lærir betur á líkamann með hverju árinu og það gerir manni kleift að hugsa betur um hann og átta sig til dæmis á hvenær líkaminn þarf á hvíld að halda. Til þess að halda mér í formi reyni ég að æfa eins mikið eins og líkaminn býður upp á ásamt því að sjá til þess að hann fái öll þau vítamín og bætiefni sem hann þarfnast í erfiðum æfingum.”   Guðmundur hefur unnið fjölda titla á sínum ferli. Aðspurður hver sé hans dýrmætasta reynsla á vellinum svarar hann: „Mín dýrmætasta reynsla úr boltanum er líklega meiðslasaga mín eins asnalega og það hljómar. Ég meiðist illa á hné á mínum yngri árum og það hefur fylgt mér allan minn feril og skemmdi til dæmis atvinnumannaferil minn. Það hefur hins vegar kennt mér mjög mikið og þá aðallega það að njóta lífsins, njóta þeirra forréttinda að hafa þó getað spilað knattspyrnu á háu plani á Íslandi.“

Heppinn að kynnast Herbalife Eins og áður segir hefur Guðmundur lært að hlusta á líkamann með aldrinum. Veit hann nákvæmlega hver hans takmörk eru og hvað líkaminn þarfnast. „Heilbrigður lífsstíll skiptir gríðarlega miklu máli en því miður eru allt of margir sem að átta sig ekki á því fyrr en á seinni árum á íþróttaferli sínum. Ég vona samt að það sé að breytast með aukinni fræðslu.Svo var ég svo heppinn að vera kynntur fyrir Herbalife vörunum fyrir nokkrum árum síðan og það hefur svo sannarlega hjálpað mér.”   Fyrir hverja æfingu leggur Guðmundur mikið upp úr því að nærast vel. En á sjálfan leikdag leggur hann mest upp úr andlega undirbúningnum sem hann telur ekki síður mikilvægan. „Ég hugsa um andstæðinginn, hvað ætla að ég að gera vel og hvað get ég gert til að liðið mitt eigi meiri möguleika á sigri. Annars er það misjafnt hjá mönnum og engin rétt leið til í þessu, menn verða að finna hvað hentar hverjum og einum. Sumum hentar til dæmis best að hugsa ekkert um leikinn fyrr en flautað er til leiks.”    

Leikdagur hjá Gumma Ben

Morgunmatur: 2-3 tímum fyrir leik: Fyrir, meðan og eftir leik: Eftir leik:

Próteinsjeik, multivítamín og trefjar Próteinsjeik, minni skammtur H3O Pro orkudrykkur Próteinsjeik, multivítamín og trefjar


Logi Gunnarsson

Maður þarf að trúa á árangur Logi Gunnarsson er einn fremsti körfuknattleiksmaður okkar Íslendinga. Hann er fastamaður í landsliðinu og skrifaði á dögunum undir atvinnumannasamning hjá franska liðinu St Etienne. Þar áður hafði hann leikið með liðum í Þýskalandi, Finnlandi og á Spáni. Logi leggur mikið upp úr því að hugsa vel um líkamann og næra sig rétt auk þess sem hreyfing er lykilatriði. „Þessi atriði eru mikilvæg fyrir alla í daglegu amstri,“ segir Logi, „og enn mikilvægari fyrir þá sem ætla sér að ná árangri í keppnisíþróttum. Það sést vel á þeim leikmönnum sem spila sem lengst. Þeir hafa nánast án undantekningar hugsað vel og rétt um sig. Ég reyni að borða hollan og góðan mat og fæ góða hjálp frá vörunum frá Herbalife til að ná í alla þá orku sem ég þarf. Það eru margir samverkandi þættir sem gera manni kleift að ná árangri. Þú þarft að hafa hugarfarið í lagi. Einbeiting er þar einn af aðalþáttunum. Miklar æfingar, nægur svefn og rétt næring.“   Þannig að hugarfarið þarf að fylgja með? „Ég tel að andlega hliðn sé jafn mikilvæg eða jafnvel mikilvægari. Til þes að ná langt þarf maður að trúa á árangur og hafa aga til að æfa vel. Líkamlega hliðin er einnig stór, þar kemur vel inn í hversu vel maður hugsar um sjálfan sig. Þetta er jú vinnutólið manns.“

Síðasta æfing dagsins auðveldari Markmið Loga í körfunni er skýrt. Hann ætlar að spila sem lengst í góðu formi og þá í bestu deildum Evrópu. Til þess þarf aga og reglusemi og sem dæmi lýsir Logi fyrir okkur hvernig hann hagar undirbúningi fyrir leiki. „Ég byrja daginn á góðum morgunmat sem er oftast formula 1 og prótein, frosin ber, skyr og fleira. Ég fer á stutta skotæfingu, teygji vel og borða síðan góðan hádegismat. Ég fæ mér síðan litla máltíð 2 til 3 tímum fyrir leik og þá er ég klár í slaginn. Svo auðvitað sjeik eftir leik.“   Logi hefur notað Herbalife-vörur í rúmlega tvö ár. Notar hann allar innri vörurnar og eitthvað af þeim ytri. Hann er ekki í vafa um að Herbalife hafi nýst honum vel við íþróttaiðkun sína. „Tvímælalaust. Ég finn fyrir meiri krafti á æfingum og í leikjum og tíminn sem það tekur að jafna mig eftir átök er styttri. Síðasta æfing dagsins er auðveldari en áður eftir að hafa notað vörurnar yfir daginn.“


Ólafur Páll Snorrason

Tekur mótlæti með brosi á vör Sigurganga FH-inga í fótboltanum undanfarin ár hefur verið með ólíkindum. Hefur liðið orðið Íslandsmeistari fimm sinnum síðustu sex ár og er liðið búið að festa sig rækilega í sessi sem eitt af stórveldum íslenskrar knattspyrnu. Einn lykilmaður liðsins er miðjumaðurinn Ólafur Páll Snorrason. Ólafur Páll segir marga samverkandi þætti liggja að baki þessum árangri. „Leikmenn eru með sama markmið í huga og það er að vinna. Gríðarleg samvinna er í hópnum sem gerir einstaka leikmönnum auðveldara að ná sínum markmiðum. Það er sterkt „winners-attitude“ í liðinu og menn hætta ekki fyrr en sigur vinnst,“ segir Ólafur Páll sem telur engar líkur á að menn verði orðnir saddir eftir alla þessa sigurgöngu. „Það finnst mér ótrúlegt. Á meðan menn eru í boltanum og þegar menn hafa getu og hæfileika til þess að vinna þá finnst mönnum ekkert gaman að ná 2. sæti.“   Hlær fyrir leiki Það er misjafnt hvernig menn haga undirbúningi fyrir leiki. Ólafur Páll hefur þann háttinn á að reyna að hlæja svolítið. „Þá horfi ég á grínþætti í sjónvarpi eða hringi í félagana sem hafa alltaf frá einhverju skemmtilegu

að segja. Svo passa ég að borða vel og rétt,“ segir Ólafur sem leggur mikið upp úr mataræðinu sem og að fá nóga hvíld eftir erfiða leiki og æfingar. „Eftir því sem maður þroskast þá lærir maður á líkamann sinn og sér hversu mikilvægur þáttur mataræðið er. Andlega hlið íþróttanna er oft vanmetin og ég tel hana vera mikilvægasta þátt hvers íþróttamanns. Það er mjög mikilvægt að vera jákvæður og taka mótlæti með brosi á vör. Það lenda allir í því að eiga slæman dag eða gera mistök og ef maður er opinn fyrir því að gera mistökin lærir maður af þeim“ Ólafur hefur notað Herbalife síðan í október 2007 og er hann á lúxus prógrammi í dag. „Þetta nýtist mér mjög vel. Ég hef aukna orku og úthald í leiki og æfingar. Eins líður mér mjög vel líkamlega, er léttari og kröftugri á vörunum.“ Á leikdag byrjar Ólafur Páll daginn á Formúlu 1 sem hann blandar í undanrennu eða eplasafa og svo aftur einum til tveimur tímum fyrir leik, þá í eplasafa og vatn. Á meðan leik stendur drekkur hann H3O og svo Formúla 1 strax eftir leik. „Þessa rútínu fékk ég beint frá mínum dreifingaraðila, Agli Vignissyni, sem hefur reynst mér gríðarlega vel og hjálpað mér mikið að ná sem bestum árangri með Herbalife.“


Rut Sigurðardóttir

Þótti ekki leiðinlegt að fá að slást við strákana Rut Sigurðardóttir er ein fremsta íþróttakona landsins. Hún er margfaldur Íslandsmeistari í taekwondo auk þess sem hún hefur náð þeim árangri að verða Norðurlandameistari í þrígang. Hún hefur sömuleiðis verið öflug í þjálfun íþróttarinnar og er einn helsti merkisberi taekwondo hér á landi. Rut, sem er íþróttafræðingur að mennt, segist hafa fengið áhuga á taekwondo þegar hún var 14 ára. Þurfti ekki nema eina æfingu til að sannfæra hana um að hún hefði fundið sína hillu. „Áhuginn varð svo mikill eftir fyrstu æfinguna að það varð ekki aftur snúið. Mér fannst taekwondo vera mjög spennandi, skemmtileg og fjölbreytt íþrótt og ekki þótti mér leiðinlegt að fá að slást við strákana,“ segir Rut sem segir umgjörð íþróttarinnar hafa breyst umtalsvert frá því hún byrjaði að æfa. „Staða taekwondo hefur þróast og breyst mjög síðustu ár. Íþróttin er alltaf að verða vinsælli og félögum, sem stunda hana, fer sífellt fjölgandi. Aðstaða til æfinga hefur batnað mjög og flestir klúbbar eru komnir með sérstakar taekwondo-dýnur til æfinga sem skiptir miklu máli.“   „Snerpa, liðleiki og loftfirrt þol er það sem þarf að einkenna afreksmann í taekwondo,“ segir Rut, en bætir því við að sálfræðilega hliðin þurfi líka að vera á hreinu. „Andlega þarf mikinn áhuga, metnað, aga og útsjónarsemi.“ Árangur Rutar undanfarin ár er svo sannarlega glæsilegur. Fjórum sinnum hefur hún orðið Íslandsmeistari og þrívegis Norðurlandameistari auk þess sem hún var kjörin íþróttamaður Akureyrar árið 2004. Hún segir að markvissar æfingar, sjálfsagi og

góð næring hafi fleytt henni í gegnum erfiðar æfingar og það hafi lagt grunninn að árangrinum. Hún segist hafa sett sér önnur og æðri takmörk en er ekki tilbúin til að gefa þau upp að svo stöddu. „Það er hjátrú hjá mér að gefa ekki upp mín markmið fyrr en ég hef náð þeim.“ Stalst í dunkana hjá mömmu Það er ekki ofsögum sagt að Rut sé fyrirmyndar íþróttamaður enda leggur hún mikið upp úr því að lifa heilbrigðu lífi sem hún segir skipta öllu máli til að ná árangri í íþróttum. „Ég hugsa vel um mataræðið, borða hollan og næringarríkan mat. Ég æfi vel, passa mig á því að sofa nóg til að fá góða endurheimt fyrir æfingar. Svo læt ég áfengi og vímuefni vera og hef alltaf gert.“   Rut byrjar hvern dag á því að fá sér próteinsjeik í morgunmat en notar auk þess vítamín, trefjar og Herbalifeline daglega. Á æfingum drekkur hún H30 auk þess sem hún segist luma á lager af próteinstöngum í íþróttatöskunni. „Ég er búin að nota Herbalife í tvö ár samfleytt en var þó búin að stelast í dunkana hjá mömmu þegar ég var unglingur. Herbalife hefur nýst mér alveg rosalega vel. Að hafa svona frábæra og fljótlega næringu hjálpar manni  við að nærast vel fyrir, á og eftir æfingar sem er ómetanlegt. Þegar maður er vel nærður hefur maður svo miklu meiri orku og einbetingu á æfingum sem leiðir til bætts árangurs.“


Benedikt Guðmundsson

Sigurvegarar eru þeir sem hugsa eingöngu um að vinna Benedikt Guðmundsson er einn sigursælasti körfuknattleiksmaður landsins. Hann stýrði karlaliði KR á síðustu leiktíð. Liðið var nær ósigrandi og hampaði að lokum Íslandsmeistaratitlinum. Eftir síðasta leikinn tilkynnti hann óvænt að hann hyggðist hætta þjálfun liðsins. Hann fór þó ekki langt því hann tók við kvennaliði KR og setur hann stefnuna að sjálfsögðu á titilinn. KR-ingar undir stjórn Benedikts töpuðu aðeins einum leik í deildarkeppninni í fyrra sem verður að teljast einstakur árangur. Aðspurður hvort ekki hafi verið erfitt að halda liðinu á jörðinni svarar hann að svo hafi ekki verið til að byrja með en það hafi verið erfiðara þegar leið á tímabilið. „Önnur lið fóru að keppast um það að verða fyrst til að vinna okkur og allir okkar andstæðingar komu brjálaðir til leiks. Öll umfjöllun um okkur var ekki til að hjálpa til og síðan fór þetta að snúast um að tapa ekki í stað þess að mæta í leiki til að vinna. Sem betur fer náðum við að snúa því til baka á síðustu stundu.“   Eins og áður sagði hefur Benedikt tekið við kvennaliði KR. Finnur hann mikinn mun á að þjálfa konur og karla? „Að þjálfa konur er alveg eins að sumu leyti og síðan gjörólíkt að öðru. Það breytir því ekki að ég hef mjög gaman að þessu verkefni með stelpunum og gaman að breyta aðeins till. Þær eru virkilega áhugasamar og vilja læra og ég héld ég sé með frábæran hóp í höndunum,” segir Benedikt sem setur stefnuna á gullið í vor. „Að sjálfsögðu er stefnan sett á að taka titilinn í ár og leyfa einhverju öðru liði að fá silfrið í þetta skiptið. Þrátt fyrir að við séum með sterkt lið eru fleiri sterk lið í deildinni sem ætla sér alla leið. Þetta verður skemmtileg barátta.“  

Allir í KR á Herbalife Benedikt hefur þjálfað marga af fremstu körfuknattleiksmönnum landsins og veit því upp á hár hvað einkennir sanna sigurvegara. „Maður sér mjög fljótlega á leikmönnum hvort þeir hafa hugarfar sigurvegara eða ekki. Ef leikmenn eru að hugsa fyrst og fremst um sína eigin tölfræði þá er það ekki góðs viti fyrir viðkomandi. Sigurvegarar eru þeir sem hugsa eingöngu um að vinna og eru tilbúnir að gera hvað sem er til þess. Sigurvegarar eru tilbúnir að fórna sínu til að láta liðsheildina virka sem best ef því er að skipta. Ég var með slíka leikmenn hjá karlaliðinu þessi þrjú tímabil og þess vegna varð liðið Íslandsmeistari tvisvar á þessum þremur árum.“ Benedikt hefur notað Herbalife-vörurnar í þrjú ár og lætur vel af. Það vel að hann ráðleggur öllum sínum leikmönnum að nota Herbalife. „Allir mínir leikmenn hjá KR hafa notað Herbalife. Strákarnir notuðu þetta grimmt þessi þrjú ár sem ég var með þá og stelpurnar nota þetta gríðarlega mikið núna. Þetta veitir þeim mikið aðhald og minnir þær á hverjum degi á hvað það skiptir miklu máli hvað er sett í líkamann. Það á eftir að sjást í vetur hvað þær hugsa vel um sig og eru vel á sig komnar líkamlega.“   En hvað með þjálfarann sjálfan, hvernig nýtist Herbalife við þjálfun? „Þjálfun snýst mikið snýst mikið um að taka ákvarðanir á innan við sekúndu og því þarf maður að vera með góðan fókus og vera vel stilltur. Einbeiting er gríðarlega mikilvæg og Herbalife hjálpar mér að hugsa skýrt.  Maður horfði lengi vel á Herbalife sem grenningarpakka fyrir þá sem þurftu að léttast. Þar sem maður er eins og gardínustöng í laginu þá taldi ég mig ekki þurfa á þessu að halda. Síðan lærði maður að Herbalife er svo miklu meira en þyngdarstjórnun. Þetta hjálpaði mér við þjálfunina og einnig bara daglegt líf.“


Erna Björk Sigurðardóttir

Ísland er komið til að vera á stórmótum Erna Björk Sigurðardóttir er ein af okkar fremstu knattspyrnukonum. Hún er fastamaður í íslenska kvennalandsliðinu sem hefur gert það gott á stórmótum og hún er lykilmaður í liði Breiðabliks. Íslenska kvennalandsliðið varð fyrst íslenskt landsliða til að komast á stórmót í knattspyrnu þegar það komst í lokakeppni EM sem haldin var í Finnlandi. Þótt liðið hafi ekki náð að sigra leik í þetta skiptið segir Erla þetta hafa verið frábæra reynslu og að liðið komi reynslunni ríkari til leiks á næsta stórmót. „Þetta er án efa skemmtilegasti viðburður sem ég hef tekið þátt í á mínum ferli. Maður er reynslunni ríkari eftir svona stórmót og það eflir mann enn þá meira til að bæta sig sem knattspyrnukonu.“   Erna er jafnframt sannfærð um að íslenska liðið hafi burði til að ná langt á stórmótum framtíðarinnar. „Alveg klárlega. Við stóðum vel í öllum þessum þjóðum sem við spiluðum við þannig að ég tel að Ísland sé komið til að vera á svona stórmótum. Þetta mót getur maður sagt að hafi verið reynslumót fyrir okkur. Ég hef fulla trú á að við náum betri árangri á næsta móti. Við erum með fullt af ungum og efnilegum stelpum í yngri landsliðunum og landsliðið verður bara enn sterkara,“ segir Erna Björk.

Hún þakkar mikilli skipulagningu og metnaði hjá KSÍ og þjálfurum liðsins árangurinn, sem og hugarfarinu sem hafi verið mjög jákvætt. „Það er mikill metnaður hjá leikmönnum að ná lengra og hungrið í að bæta sig hefur einnig skilað árangri liðsins.“ Stefnir á titilinn á næsta ári Breiðablik tryggði sér sæti í Meistaradeild Evrópu á næsta leiktímabili eftir að hafa lent í öðru sæti Íslandsmótsins. Hún setur takmarkið á titilinn næsta sumar auk þess að halda sæti sínu í landsliðinu. Jafnframt langar hana til að reyna fyrir sér í knattspyrnunni erlendis. Til þess verður hún að halda sér í toppformi og leggur hún mikið upp úr mataræðinu. „Ég reyni að borða alltaf góðan morgunmat og helst reyni ég að borða fimm ávexti á dag. Á leikdag reyni ég að sofa vel, borða vel daginn fyrir og á leikdag. Mér finnst nauðsynlegt að drekka Herbalife Formula 1 drykkinn tvisvar á dag fyrir leiki. Ég hef verið að nota Herbalife-vörurnar í rúmlega eitt ár. Það er gott að vita að maður fær öll helstu næringarefnin úr Formúlu 1 drykknum og það hefur hjálpað mér að viðhalda orku, bæði í æfingjum og leikjum. Einnig er ég fljótari að ná mér eftir leiki og erfiðar æfingar eftir að ég byrjaði að nota Herbalife.“

Ljósmynd: Kristján Jóhannsson


Kári Ársælsson

Við erum til alls líklegir Kári Ársælsson er einn af lykilmönnum eins efnilegasta knattspyrnuliðs Íslands, Breiðabliks. Liðið leikur afar skemmtilega og fágaða knattspyrnu þrátt fyrir ungan aldur leikmanna sem margir hverjir eiga eftir að ná langt í íþróttinni. Breiðablik varð í sumar bikarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins og var það söguleg stund þegar Kári, sem er fyrirliði liðsins, lyfti bikarnum á loft. Þrátt fyrir að vera einungis 24 ára er Kári einn af leikreyndari leikmönnum Breiðabliks og eflaust einn yngsti fyrirliði landsins. Hann segir mikinn kraft í liðinu og reynir hann að miðla af reynslu sinni til þeirra sem yngri eru. „Það er hreint ótrúlegt hvað það býr mikið í þessum ungu strákum hjá okkur í Breiðablik. Öðrum eins metnaði hef ég ekki kynnst hjá svona ungum strákum. Það má með sanni segja að hausinn sé rétt skrúfaður á þá. Það er í raun rosalega þægilegt að eiga við þá því þeir eru alltaf tilbúnir að leggja sig fram og hlusta á það sem maður hefur að segja.“ Þýðir það að þeir vinna alltaf slaginn milli ungra og gamla á æfingum? „Gamlir taka það nú langoftast en ég ætla nú ekki alveg að taka það af ungum að þeir vinna einn og einn leik,“ segir Kári í léttum dúr. Breiðablik hafnaði í 5. sæti Íslandsmótsins í sumar. Kári segir tímabilið hafa verið lærdómsríkt en stefnir á að gera enn betur á næsta ári. Hann á von á því að fleiri titlar skili sér í Kópavoginn á næstu árum nú þegar leikmenn hafa fengið að kynnast því að lyfta bikar. „Ég myndi segja að framtíðin sé svakalega björt hjá Breiðablik fyrir næstu árin. Nánast allir í þeim hóp, sem er hjá okkur núna, eru uppaldir hjá Breiðablik, að

undanskildum 2-3 leikmönnum. Þessi kjarni sem hefur myndast núna er til alls líklegur á næstu árum, engin spurning.“ Hugarfarið skilur menn að Eftir nokkur ár í efstu deild hefur Kári verið í samskiptum við fjölmarga leikmenn. „Það sem skilur þá bestu að frá hinum,“ segir Kári, „er hugarfarið. Ég myndi segja að það séu margir samverkandi þættir sem gera manni kleift að ná árangri í keppnisíþróttum. Hæfileikar, þrotlausar æfingar, hollt mataræði, rétt hvíld eru allt þættir sem skipta máli til að ná árangri. En það sem ég myndi segja að skilji að þá góðu frá þeim sem betri eru er hvernig hausinn á mönnum er. Þá meina ég, hvað ert þú tilbúinn að leggja meira á þig en næsti við hliðina á þér til að ná enn lengra, hverju þú ert tilbúinn að fórna til að ná ennþá lengra.“ Kári hefur notað Herbalife-vörur síðan í febrúar á þessu ár. „Ég nota rosalega mikið af vörunum. Sjeikana í morgunmat, fyrir og eftir æfingar. Próteinstangirnar milli mála og H3O á meðan æfingu og leik stendur. Að ógleymdum TC-töflunum á meðan á áreynslu stendur,“ segir Kári og bætir því við að hann hafi aldrei verið í betra formi en um þessar mundir. „Heilbrigður lífsstíll er lykillinn að árangri í íþróttum, svo einfalt er það. Hollt mataræði og rétt hvíld skilur þá að sem vilja ná langt og þá sem vilja ná enn lengra í íþróttum. Heilbrigður lífsstíll er eitthvað sem ég hef ávallt reynt að tileinka mér og það felst einmitt í því að fá rétta næringu og hvíld, hugsa vel um líkamann milli leikja og halda sér í toppstandi.“

Ljósmynd: Kristján Jóhannsson


Sjálfstæður Herbalife dreifingarðili þinn er:

Viðtöl: Magnús Geir Eyjólfsson

Studio ljósmyndir: Gassi

Hönnun og umbrot: Handan við hornið

Prentun: Leturprent

Herbalife sportjurnal 2009  

Þetta er nú bara prufa til að setja á vefinn

Advertisement