Page 1

Sjálfstæðisflokkurinn óskar Hafnfirðingum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári


Jรณla HAMAR

Viรฐ sendum Hafnfirรฐingum okkar bestu รณskir um gleรฐileg jรณl og farsรฆlt komandi รกr. รžรถkkum samskiptin รก รกrinu sem er aรฐ lรญรฐa. Tรถkum hรถndum saman og gerum jรณlin og รกramรณtin aรฐ sannri fjรถlskylduhรกtรญรฐ. Bรฆjarstjรณrn Hafnarfjarรฐar

Veitinga

+yOVKUDXQL+DIQDUILUรคLย‡ ZZZYHLVOXOLVWLV

Veitingastofa

Strandgรถtu 39

STรLSKIP

HAMAR

รštgefandi: Sjรกlfstรฆรฐisfรฉlag Hafnarfjarรฐar โ€“ Blaรฐstjรณrn: ร–rn Tryggvi Johnsen (formaรฐur), Kristinn Andersen, Almar Grรญmsson, Jรณhanna Frรญรฐa Dalkvist, Gรญsli Rรบnar Gรญslason, Helga Vala Gunnarsdรณttir โ€“ รbyrgรฐarmaรฐur: Jรณnas Guรฐmundsson โ€“ Prentvinnsla: Prentun.is - Forsรญรฐumyndina tรณk Ragnheiรฐur Guรฐjรณnsdรณttir.


Jóla HAMAR

Jólahugvekja Upp, gleðjist allir, gleðjist þér, í Guði vorum fagna ber, vort hjálpráð nú er nærri. Ó, heyrið blíðan boðskap þann, að borinn er í manndóm hann, sem Guð er, himnum hærri.

Bæjarhorn

(Sb. 69)

Nýbreytni í skólastarfi

Jólahátíðin gengur senn í garð. Að halda hátíð, er að flytjast upp í aðra tíð en hversdags, tíð sem lýtur öðrum lögum en erfiðisdagarnir. Á jólahátíð flyst maðurinn upp í æðri veröld, þar sem ríkir fegurð lífsins og góðleikur Guðs og manna. Á aðventunni höfum við fengið að hlýða á fagnaðarríkan boðskapinn um konung konunganna sem kemur nú til sinna manna. Kertaljósin á aðventukransinum minna á að hann nálgast heimkynni okkar, kemur með ljós trúar, vonar og kærleika inn í líf okkar. Jólin eru kærleikshátíð, og grundvöllur þess kærleika er elska Guðs til okkar manna og allrar sköpunar. Allir menn hafa ríka þörf fyrir að elska og vera elskaðir, gefa og þiggja. Orðið kærleikur táknar ekki mærð eða tilfinningasemi, heldur ást sem birtist í verki, sem starfar í umhyggju fyrir öðrum mönnum, gætir réttar hins umkomulausa, lítilmagnans sem ekki getur borið hönd fyrir höfuð sér, stendur vörð um réttlæti, berst fyrir sátt og friði en stendur gegn öllu því sem skemmir og sundrar. Kærleikurinn er í hávegum hafður um jólahátíð, og við keppumst við að gleðja ástvini og samferðarfólk, heimsækjum einmana og sjúka og styðjum bágstadda framar venju. Þannig kveikir jólahátíðin kærleiksglóð í hjörtum fjölmargra. Flestir hrífast með boðskap hátíðarinnar og taka þátt í göngu þeirrar fylkingar sem heldur á lofti kyndli þess ljóss sem Guð kveikti á jörðu. Það ljós kærleikans er svo sterkt að það útrýmir myrkri harðneskjulegs tals úr lífi manna, rekur á braut hranalegt viðmót, ósætti og illvilja. Okkar er að taka á móti þeirri gjöf sem Drottinn Guð réttir okkur og er fólgin í Jesú Kristi, þeim lífsins boðskap sem hann færir okkur. Sú gjöf Guðs skal næra okkur, styrkja og blessa á lífsgöngu okkar. Af þeirri gjöf Guðs miðlum við til þeirra sem eru okkur samferða. Dýrustu jólagjafirnar eru fólgnar í því sem við gefum af ríkdómi hjartans. Þær birtast í því að við gefum af dýrmætum tíma okkar, sýnum hvert öðru tillitssemi og hjálpsemi, brosum og tölum hlýlega hvert til annars og látum þurfandi að njóta hlutdeildar í veraldlegum gæðum okkar.

Aðstæður okkar nú á aðventu sem á komandi hátíð eru ólíkar sem endranær. Sum okkar búa

Við aðra umræðu um fjárhagsáætlun 2014 lögðu bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins fram tillögur um skólamál annars vegar um nýbreytni í skólastarfi og hins vegar um fjölbreytni í rekstrarformi skóla. Fyrri tillagan miðar að því að skólafólki gefist kostur á breyttu starfsumhverfi og nýjum tækifærum í starfi. Einnig að dregið verði úr miðstýringu innan skólakerfisins og sjálfstæði skólanna aukið. Sú síðari er lögð fram til að kalla fram umræðu um ný rekstrarform innan núverandi skóla eða í fyrirhuguðum skólum bæjarins með aukna fjölbreytni og eflingu skólastarfs í huga. Jón Helgi Þórarinsson, sóknarprestur Hafnarfjarðarkirkju.

um þessar mundir við bestu aðstæður hvað varðar heilsu og lífslán á meðan önnur okkar þurfa að glíma við mótlæti og raunir, sjúkdóma og sorg. Inn í þennan veruleika berst okkur boðskapur aðventu og jólahátíðar um að ‚sá Guð er hæst á himni situr er hér á jörðu oss nær.‘ Guð man þig og þekkir og vitjar þín, mannsins barn, hverjar sem aðstæður þínar eru. Þú ert líf af lífi Guðs, sköpun hans, barnið hans sem hann ann og elskar og gleymir aldrei.

‚Hvert fátækt hreysi höll nú er, Því Guð er sjálfur gestur hér.‘ (Sb. 73) Guð gefi okkur gleðilega jólahátíð. Jón Helgi Þórarinsson sóknarprestur Hafnarfjarðarkirkju

Fjárhagsstaða framhaldsskólanna í Hafnarfirði Fjárhagsstaða framhaldsskólanna í Hafnarfirði, Flensborgarskólans og Iðnskólans hefur verið talsvert til umræðu ekki síst í kjölfar þess að stjórnendur Flensborgarskóla neyddust til að skera niður í starfsemi sinni með tilheyrandi, sársaukafullum uppsögnum á starfsfólki. Þetta er gert í ljósi þess að stífari kröfur eru nú settar á framhaldsskóla landsins um að starfa innan fjárheimilda. Undanfarin fimm ár hafa fjárveitingar til dæmis verið skornar niður ár hvert til Flensborgarskóla, og það á vakt vinstri flokkanna í ríkisstjórn, og skólinn hefur verið rekinn með umtalsverðum halla um langt skeið. Á komandi fjárlagaári er hætt að skera niður til skólans en þá er deilt um hvort fjárveitingin sé með fullum verðbótum eða ekki. Á borgarafundi sem boðað var til nýlega tók Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra af allan vafa um að ekki stæði til að skólarnir yrðu „rukkaðir“ um rekstrarhalla sína á komandi fjárlagaári eins og skilja hefur á fullyrðingum fulltrúa meirihlutans og fleiri í umræðunni að undanförnu. 3


Jóla HAMAR

Sækjum fram og hefjum viðsnúning í Hafnarfirði Fjármálin hafa sett mikinn svip á pólitíkina í Hafnarfirði. Þau eru aðalviðfangsefni kjörinna fulltrúa og embættismanna bæjarins. Það er ekki létt verk í erfiðri fjárhagsstöðu að ákveða hvernig eigi að forgangsraða á hinum ýmsum sviðum og skipta fjármunum á milli stofnana og málaflokka. Oftar en ekki hafa bæjarfulltrúar náð samstöðu en stundum einnig greint á um áherslur eins og eðlilegt er. Það er dapurlegt að Hafnarfjarðarbær sé í hópi þeirra sveitarfélaga sem skulda allra mest. Bæjarfélagið hefur því verið undir eftirliti eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga undanfarin ár. Uppsafnaður skuldavandi hefur reynst mjög íþyngjandi, fjármagnskostnaður er gríðarlega hár og gengisáhætta mikil. Heildarskuldir og skuldbindingar bæjarsjóðs nema nú um 40,8 milljörðum króna eða 1500 þúsund krónum á hvern bæjarbúa. Þetta er erfið staða. Eitt stærsta viðfangsefnið á kjörtímabilinu var endurfjármögnun lána upp á 4,3 milljarða króna sem bærinn hafði fengið hjá Depfa banka til að fjármagna viðamiklar framkvæmdir. Endurfjármögnun gekk ekki sem skyldi. Vorið 2011 fóru þau lán í vanskil og við það gjaldfelldi bankinn því önnur lán upp á 8,5 milljarða króna, sem voru á gjalddögum allt fram til ársins 2018. Skyndilega var bærinn kominn í þá stöðu að leysa þurfti 13 milljarða króna „bráðavanda“ sem gerði endurfjármögnunina enn erfiðari og óhagstæðari fyrir vikið. Það eitt að lánin skyldu fara í vanskil má áætla að hafi kostað bæjarsjóð aukalega nærri einn milljarð króna í formi vaxtakostnaðar.

Tekist á um endurfjármögnun Um þetta mál var tekist á í bæjarstjórninni. Sú staðreynd að endurfjármögnunin snérist nú um 13 milljarða breytti stöðunni. Við blasti að endurfjármögnun innanlands gengi vart

4

ir fulltrúar sem skipa núverandi meirihluta geri það. Og það kristallast ekki síst í fjárhagsáætlun næsta árs.

Forgangsröðum til framtíðar

Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.

upp. Um haustið lögðum við bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins til að tekið yrði heildstætt á öllum skuldum bæjarfélagsins og ný áætlun um úrlausn skuldavandans gerð. Í því fælist m.a. að reynt yrði að fá þrjá milljarða afskrifaða hjá slitastjórn Depfa. Þá ætlaði allt um koll að keyra. Undirrituð var úthrópuð í ræðu og riti fyrir óábyrgan málflutning – málflutning fjandsamlegan Hafnarfirði. Skömmu síðar slitnaði skyndilega upp úr endurfjármögnunarviðræðunum innanlands og gerður var nýr samningur við Depfa um framlengingu lána, breytt kjör og skilmála. Í stað þess að leysa málið til framtíðar var framlengt til fjögurra ára og lánveitandinn, slitastjórn Depfa, styrkti stórkostlega stöðu sína þar sem í ljós kom að stjórnendur bæjarins höfðu afhent allar óseldar lóðir og fleiri eignir sem veð. Síðar var upplýst að ein af ástæðum þess að endurfjármögnun tókst ekki innanlands var sú að ein fjármálastofnanna í viðræðunum gerði einmitt kröfu um að Depfa yrði að afskrifa hluta lánanna eins og við sjálfstæðismenn héldum fram. Ef einungis er litið til fjármagnskostnaðar má áætla að hann hefði verið um 650 milljónum króna lægri á samningstímanum hefði tekist að lækka höfuðstólinn um þrjá milljarða króna. En það verður verkefni nýrrar bæjarstjórnar að leysa þennan uppsafnaða skuldavanda. Fullreynt er að kjörn-

Síðasta fjárhagsáætlun kjörtímabilsins var lögð fram í bæjarstjórn nú fyrir skömmu. Ætla mætti að meirihluti bæjarstjórnar, sem verið hefur samfellt við völd í tæp 12 ár, myndi nota tækifærið og birta nýjar tillögur eða hugmyndir að lausn fjárhagsvandans sem hægt yrði að líta á sem fyrsta innlegg hans í komandi kosningabaráttu. En sú varð ekki raunin. Heldur er stefnan að halda áfram á sömu braut, ýta skuldavandanum á undan sér, lofa framkvæmdum sem ekki er til fjármagn fyrir og slaka í rekstraraðhaldi enda kosta kosningaloforðin sitt. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa á kjörtímabilinu lagt mikla áherslu á að taka á málum af raunsæi og ábyrgð. Það er ekki alltaf líklegast til vinsælda að tala á slíkum nótum. En það er eina leiðin í þeirri afar þröngu stöðu sem bærinn er í. En til að raunverulegur viðsnúningur geti átt sér stað í Hafnarfirði verða skuldir að lækka. Kostnaðurinn við þær eru að sliga bæjarfélagið. Það munar um hvern milljarð króna í þeim efnum. Þótt í fjárhagsáætlun sé stefnt að því að við afborganir skulda lækki þær á næsta ári um 1,9 milljarða. En það er ekki nóg. Því lögðum við fram nokkrar tillögur í síðari umræðum um fjárhagsáætlun sem miða að því að lækka skuldir um rúmum þremur milljörðum meira, eða alls allt að fimm milljörðum. Slík lækkun skulda myndi spara bænum um 500 milljónir króna í fjármagnskostnað næstu tvö árin.

Raunhæfar efnahagsaðgerðir Tillögur sjálfstæðismanna að lækkun skulda á árinu 2014 frá framlagðri áætlun eru: Að seldur verði hlutur bæjarins í HS-veitum að andvirði 1,5 milljarði króna, frestað verði eins milljarðs lántöku vegna hjúkrunarheimilis sökum óvissu um fjárhagslega þætti verkefnisins, framkvæmdafé ársins verði 400 milljónir króna eins og aðlögunaráætlun gerði ráð fyrir en ekki 800 milljónir eins og meirihlutinn hefur nú lagt til, seld verði skuldabréf sem gefið er út af Magma energy að andvirði 250 milljóna króna og sett verði á laggirnar atvinnuþróunarverkefni með söluátak atvinnulóða að markmiði sem skila ætti alls 270 milljónum króna á árinu. Viðreisn verður að hefjast í Hafnarfirði. Rósa Guðbjartsdóttir bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.


Jóla HAMAR

Jólafagnaður Fram Sjálfstæðisfélagið Fram hélt sinn árlega jólafagnað föstudaginn 29. desember sl. Fjölmargir gestir lögðu leið sína í Sjálfstæðishúsið að Norðurbakka til að njóta góðra veitinga og skemmtiatriða í upphafi aðventu. Börkur Gunnarsson las upp úr bók sinni Hann sem fjallar um vinnusaman mann

sem skortir tilfinningaleg tengsl við konu sína og dóttur. Ákaflega skemmtileg bók og áheyrilegur höfundur. Helga Möller söng jólalög fyrir viðstadda af sinni alkunnu snilld og fólk skemmti sér ákaflega vel eins og sjá má af meðfylgjandi myndum.

Jólafagnaður Vorboða Árlegt jólaboð sjálfstæðiskvennafélagsins Vorboða var haldið laugardaginn 30. nóvember s.l. Vorboðakonur hafa lagt mikinn metnað í jólaboðin sín og í ár var engin undantekning

á því. Fjölmargar Vorboðakonur og aðrir gestir mættu til að gæða sér á góðum veitingum og njóta skemmtiatriða undir styrkri veislustjórn Rósu Guðbjartsdóttur. Ragnheiður Elín Árna-

dóttir var sérstakur heiðursgestur í boðinu og flutti mjög skemmtilegt erindi. Happdrættið var að sjálfsögðu á sínum stað og hafði Elsa Aðalsteinsdóttir veg og vanda að útvegun vinninga.

5


Jóla HAMAR

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir

Er íhaldsamt jólabarn Hvað ertu að gera í dag?

Þorgerður Katrín hugar að jólaskreytingum.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttur fyrrverandi þingmaður, menntamálaráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokkisins á að baki langan feril í framlínu íslenskra stjórnmála. Þorgerður María Halldórsdóttir tók hús á nöfnu sinni á aðventunni og ræddi við hana um stjórnmál og jólahald.

og víðsýna utanríkisstefnu. Hann vildi vera í alþjóðasamstarfi og var ekkert feiminn við það. Öll mikilvæg skref sem tekin hafa verið til farsældar, að mínu mati, í utanríkismálum þjóðarinnar, hefur sjálfstæðisflokkurinn haft forystu um.

Hvað finnst þér skemmtilegast við Hvernig kom það til að þú byrjaðir í það að vera í stjórnmálum? stjórnmálum? Það var alltaf mikill pólitískur áhugi á heimilinu hjá mömmu og pabba og mikið um pólitískar umræður. Foreldrar mínar keyptu bæði Moggann og Alþýðublaðið þar sem þau hafa verið kratamegin í gegnum tíðina. Mamma er mikil kvenréttindakona og pabbi mikill jafnréttissinni. En ég er þeim þakklát fyrir að það var ekkert verið að móta mann inn á einhverja eina línu. Ég gleypti Moggann í mig í æsku og svo fannst mér alltaf ótrúlega gaman að fylgjast með pólitík. Þá voru utanríkisfréttirnar á forsíðu Moggans og mér fannst þær alltaf skemmtilegastar. Það má eiginlega segja að það hafi verið utanríkispólitík Sjálfstæðisflokksins sem fékk mig til að ganga í flokkinn. Mér fannst hann vera með frjálslynda 6

Það er annarsvegar að sjá málum, sem maður hefur haft áhuga á, vinda fram. Þó manni þyki það á stundum gerast á snigils-hraða. Og hins vegar fólkið, bæði fólkið sem maður hittir og fólkið í flokknum. Það sem mér fannst skemmtilegst í kosningabaráttunni, var þegar við fórum kannski tvö og tvö og þræddum Hraunin eða iðnaðarsvæðin í kjördæminu, fórum í litlu og meðalstóru fyrirtækin. Kannski eins, tveggja, þriggja manna fyrirtæki. Þá fékk maður veruleika og hið daglega líf fólks sem vinnur í fyrirtækjum, beint í æð. Þar voru alls konar umræður, stundum erfiðar og ofboðslega krefjandi en á sama tíma, hrikalega gefandi og fræðandi. Ég held að það sé þegar upp er staðið það skemmtilegasta í kosningabaráttunum.

Ég er forstöðumaður mennta- og nýsköpunarsviðs hjá Samtökum atvinnulífsins. Samtökin hafa verið að endurskipuleggja sig og ætla að leggja aukna áherslun á menntun og nýsköpun og breikka hagsmunagæslu í þeirra þágu. Þau sjá það að það er mikilvægara en nokkru sinni áður að grunn-undirstöður í menntakerfinu okkar séu góðar. Í dag erum við ekkert endilega nægilega vel undirbúin undir framtíðina. Hvaða starfskrafta þurfa fyrirtækin á að halda eftir 20 ár? Það skiptir mestu máli að menntakerfið undirbúi fólkið okkar, börnin okkar, þannig að þau geti tekist á við fjölbreyttari hluti en við erum endilega að fást við í dag. Ég er að fást við þetta. Svo fæst ég við eitt og annað aukreitis sem er skemmtilegt. Ég er orðinn formaður stjórnar Leikfélags Reikjavíkur sem er ótrúlega gaman. Það er náttúrulega kostur í dag að maður getur sagt já við því sem mann langar að gera. Ég vil taka það fram að mér finnst þingmannsstarfið mjög skemmtilegt og gefandi og mér leiðist þegar verið er að tala það niður. Sem þingmaður þá þarf maður þó oft að fara í mál sem væru annars ekki fremst í forgangsröðuninni. Þess vegna geri ég núna, svona nokkurn veginn það sem mig langar til að gera ef það er leitað til mín með verkefni. Eins og til dæmis sjónvarpsþátturinn á Stöð 2, Ísland got talent, sem ég er að taka þátt í núna, og læra mjög mikið af. Við erum byrjuð í upptökum á honum og það er ótrúlega gaman að gera það. Það er líka gaman líka að sjá og upplifa fagmennskuna sem við erum búin að byggja upp en ekki síður dulda fjársjóði af hæfileikum út í samfélaginu.

Hver hefur helsta breytingin verið fyrir fjölskylduna og þig sjálfa við það að stíga út úr stjórnmálunum? Eigum við ekki að segja að ég sé minna í símanum, og meira heima á kvöldin og um helgar. Það er ekki sama álagið. Auðvitað tekur maður oft vinnuna með sér heim. Það er mikill lestur í því sem ég er að gera núna. En þú verður ekki að vera úti um allar koppagrundir eins og þingmenn oft eru. Auðvitað velja þingmenn sér það líka en eins og ég sagði áðan, þá er kosturinn við þingmannsstarfið, fólkið. Mér leiddist aldrei að vera úti um allt. Það var mjög skemmtilegt að mæta á fundi, hvar sem þeir voru. Það var fjörið í þessu.


Jóla HAMAR

Gunnar Eyjólfsson les jólaguðspjallið á aðfangadagskvöld heima í Breiðholtinu árið 1994.

Eru þá einhver áhugamál sem þú hefur núna tíma til að sinna sem þú hafðir ekki áður? Nei. Ekkert endilega. Ég er komin í golfið og ég get ekki beðið eftir sumrinu Ég náði að byrja í golfinu á meðan ég var þingmaður og mér fannst það frábært. Þú gast stjórnað tímanum mikið. Sumartíminn hjá þingmönnum er kannski ekki sá sem er annasamastur þótt það kunni að vera breytilegt

lega á fjármálunum. Það er átak og það verður erfitt. Það á eftir að kosta átök varðandi uppstokkun í bæjarrekstrinum. Þó að skólamálin taki stærstan hlutann þá er ég að beina sjónum mínum, m.a. að bæjarskrifstofunum sem slíkum. Báknið er orðið frekar mikið þar. Við þurfum heldur að hlúa að kjarnastarfseminni og kjarnastarfsemin eru skólarnir okkar. Það er að mínu mati, grunn- kjarnastarfsemin sem bærinn verður að passa upp á.

Hver verða mikilvægustu málin í Sérðu fyrir þér að snúa aftur í stjórn- komandi kosningum? málin? Það verða fjármálin og skólamálin sem skipta Þetta var mjög erfið ákvörðun að hætta. Þingmennskan hefur gefið mér svo mikið. Bæði erfiða hluti en líka góða. En allt er þetta þannig að maður lærir og metur lífið öðruvísi. Þannig að maður hefur nærst af þingmennskunni. Þess vegna var erfitt að hætta. Ég er búin að segja það og er ekkert að fela það að mér fannst þetta þungt skref. Ég hugsaði: „ætli ég taki mér ekki bara pásu í fjögur ár“. Ég ætla ekkert að útiloka það að ég komi aftur en mér finnst það orðið ólíklegt. Mér finnst það ólíklegra í dag en það var til dæmis fyrir nokkrum mánuðum. En maður er náttúrulega pólitískt „animal“.

öllu. Við getum talað um það hvernig við ætlum að byggja upp umhverfi fyrir fyrirtæki. Það er allt mikilvægt. En pendúllinn í þessu öllu – hjartslátturinn – það eru fjármál bæjarins. Það bera allir ábyrgð á þeim erfiða rekstri sem bærinn stendur frammi fyrir. Ég tel að minni slagsmál innan stjórnmálanna leiði til þess að menn geti frekar nýtt kraftana sameiginlega til að taka á þessu risavaxna verkefni. Þetta er stórt. Ég óttast að það að bæjarbúar átti sig ekki á því hvað það skiptir miklu máli að fara í gegnum ákveðin svipugöng til þess að ná birtunni sem er hinu megin við göngin. En við þurfum að fara í gegnum þessi svipugöng áður en við förum inn í birtuna og hlýjuna. Að þessu sögðu, eigum við ekki að taka upp léttara hjal.

Svo við snúum okkur að komandi sveitarstjórnarkosningum. Hverja telur þú vera stöðu og tækifæri Senn líður að jólum. Ertu mikið jólaHafnarfjarðar? barn?

Tækifæri bæjarins eru mikil, til lengri tíma litið. Þetta er náttúrulega bær með sál og okkur þykir öllum vænt um bæinn. Við verðum bara að fara að beita heilbrigðri skynsemi. Til lengri tíma litið, reyndar mjög langs tíma er útlitið bjart, en til skemmri tíma er það ekkert sérlega bjart. Við komumst ekkert inn í framtíðina fyrr en allir flokkarnir eru búnir að koma sér saman um það að auka þessa ábyrgð og taka sérstak-

Já. Mikið jólabarn. Ég hef alltaf verið ótrúlega mikið jólabarn. Heima í Breiðholtinu þurfti allt að vera alveg eins. Ég er náttúrulega mjög mikið íhald og bæði góðar vinkonur mínar og systir mín gera grín að mér fyrir að gera jólakransinn alltaf eins. Ljósin þurftu að vera komin upp tímanlega og sömu smákökuboxin eru dregin fram. Hér skreytum við jólatréð í kringum

tuttugasta desember. Ég vil hafa jólatréð lengur og reyni að setja upp mikið af jólaskreytingum. Mér finnst þetta bara dásamlegur tími. Mér finnst svo stutt í kærleiksþráðinn í kringum jólin. Það er eins og við séum tilbúnari til þess að hugsa um boðskap frelsarans heldur en áður. Ég er ekkert að segja að það sé meðvitað, en það er eins og það verði mildari ásýnd yfir fólki og það verði minni harka. Þetta eru fyrstu jólin sem ég er ekki í þinginu síðan 1999. Ég var bara að uppgvöta það núna. Ég sé það að ég hlakka til að vera heima á kvöldin núna í desember og dunda mér við eitt og annað. Það er líka mikið af jólaboðum. Það er greinilegt að fólk vill hittast mikið fyrir jólin og ég held að það sé af hinu góða. Síðan er alltaf jólaboð á jóladag þar sem ég hitti hafnfirsku stórfjölskylduna okkar. Mér finnst það líka alveg ómetanlegt af því að við erum kannski ekkert að sjást oft því allir hafa svo mikið að gera. Þá finnst mér svo dásamlegt að sjá frændur og frænkur barnanna minna og hitta mágkonur mínar sem eru dásamlegar. Ákveðnar, en flottar og dásamlegar.

Hverjar eru hefðirnar í þinni fjölskyldu varðandi jólahaldið? Það eru alltaf rjúpur. Kristján fer og veiðir rjúpur. Við hamflettum þær að kvöldi 22. Það er mjög mikilvægt. Það er skata hjá systur minni á Þorlák og þá vil ég vera búin að öllu. Ég miða alltaf við skötuboðið hjá systur minni. Þá er allt tilbúið. Að því loknum kem ég heim og fer að leggja á borð. Síðan á aðfangadagsmorgun byrja ég að sjóða beinin, fæ rjúpnalyktina í húsið. Ég fæ alla fjölskylduna til mín, pabbi les jólaguðspjalið og svo förum við í matinn. Eftir að við höfum gefið okkur tíma í að opna pakkana, þá förum við í desertinn í rólegheitunum. Síðan förum við annað hvort í miðnæturmessu eða jólamessu á jóladag.

Þú minntist á meiri kærleika yfir jólin. Hvað er að þínu mati það besta við jólahátíðina? Það er samvera fjölskyldunnar. Það eru þessir fallegu skýjahnoðrar, englahnoðrar sem eru yfir svo mörgu þar sem kærleikurinn er. Það eru svona kærleikshnoðraský um allt. Við hugum þá að mörgu sem við ættum að vera að hugsa um jafn og þétt fyrir árið, en ég er þakklát fyrir að það gerist þó í kringum jólin. Við hugsum um þá sem við höfum misst. Við hugsum um það sem við viljum gera betur. Bara að fólk einsetji sér að gera betur og sýna meiri náungakærleik næsta ári, þó efndir verði rýrar er þýðingarmikið. Þú hefur þá í það minnsta viljann til að vera betri manneskja. Þú ert alltaf að endurnýja þig sem manneskja og þú verður alltaf að ydda þig til að verða betri.

Áttu einhverja sérstaka minningu frá jólunum þegar þú varst barn? Heima, þá fór ég með systur minni og pabba út að keyra pakkana. Mamma var í eldhúsinu að 7


Jóla HAMAR

aðfangadag. Það má segja að maður hafi beðið allt árið eftir aðfangadegi, því það var barnaefnið til fyrirmyndar. Jólastundin var síðan toppurinn. Mér þótti þetta skemmtilegt. Auðvitað voru það líka pakkarnir. Ég ætla ekkert að leyna því að maður var ótrúlega spenntur að vita hvað maður fékk frá foreldrum sínum. Það var gaman. Ég fékk mikið af bókum. Ég las mjög mikið og hef alltaf gert. Önnur minning sem tengist jólum er að vera í náttfötunum fram eftir degi og lesa, borða Mackintosh og smákökur og síðan lesa meira. Það að þurfa ekki að hugsa að maður þurfi að vera að gera eitthvað annað og geta verið á sloppnum fram eftir degi og hafa það notalegt er minning sem hefur alveg fylgt manni til dagsins í dag .

Íhaldskransinn.

Er einhver sérlega eftirminnileg jólagjöf frá bernsku?

elda rjúpurnar, svona svipað og ég geri núna. Það var bara ein sjónvarpsstöð, Ríkissjónvarpið, og ég man að það var frábært ba rnaefni á

Það eru allar þessar bækur. Mér fannst ekkert sérstaklega gaman að fá föt. Mér fannst það raunar ekki skemmtilegt fyrr en ég var orðin

fullorðin. Þá fannst mér einnig gaman að fá spil sérstaklega þegar ég fékk Matadorið, eitt árið sem mér fannst mjög skemmtilegt. Svo fannst mér gaman að fá gjafir tengdar hestamennskunni sem ég stundaði þá af kappi. Eitt beisli er mér sérstaklega minnistætt því mélin á því voru svo falleg.

Hvað langar Þorgerði Katrínu að fá í jólagjöf? Bækur. Og svo ætla ég að segja eins og mamma sagði alltaf, „ bara þæga og góða krakka- að börnin verði góð og hamingjusöm og gangi vel“. Það er nú það sem sem ég vil helst. Ég sagði alltaf „oo, mamma, ekki tala svona“ en ég skil hana svo vel í dag. Það er eiginlega það sem maður þráir mest. Að börnunum manns líði vel. Ef ég gæti fengið pakka frá Guði þar sem stæði; „Þorgerður, þú þarft ekki að hafa áhyggjur, börnunum þínum mun farnast vel“. Þá þyrfti ég ekki jólagjöf framar, það væri jólagjöf lífsins.

Sjálfstæðisfólk á góðri stundu Hjónin Þuríður Erla Halldórsdóttir og Kristinn Andersen.

Mæðgur, talið frá vinstri: Kristín Thoroddsen og móðir hennar, Þórunn Christiansen, María K. Haraldsdóttir og dóttir hennar, Guðrún Guðfinnsdóttir.

Hjónin Guðmundur Sigurðsson og Sigrún Ósk Ingadóttir. 8

Vorboðakonur í heimsókn hjá Elsu Aðalsteinsdóttur í Vorferðinni 2013 ásamt Heiðari Jónssyni.

Vorboðakonur hjá Elsu, talið frá vinstri: Helga Ragnheiður Stefánsdóttir, Sigríður Ólafsdóttir, Elín Jóhannsdóttir og Ragnhildur Gunnarsdóttir að njóta vorblíðunnar.


Jóla HAMAR

Konur í Sjálfstæðisflokknum Er eitthvað galið við þessa setningu? Í gegnum tíðina hafa margir fjölmiðlar og pólitískir andstæðingar verið iðnir við að fullyrða að konur eigi erfitt uppdráttar í Sjálfstæðisflokknum og virst hafa af því miklar áhyggjur. Eftir að hafa starfað innan flokksins um árabil get ég huggað andstæðinga Sjálfstæðisflokksins með því að fullyrða að sú er ekki reynsla mín hér í Hafnarfirði. Öllu heldur hefur það á undanförnum árum verið aðalsmerki okkar sjálfstæðismanna í Hafnarfirði hve öflugar og sterkar konur hafa látið mikið að sér kveða á landsmála- og sveitarstjórnarvettvangi og í flokksstarfinu. Ber þar helst að nefna Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur og Rósu Guðbjartsdóttur sem eru frábærar fyrirmyndir annarra kvenna og stúlkna sem áhuga hafa á stjórnmálaþátttöku. Ekki hefur mér á nokkrum tímapunkti fundist mér hafnað eða ýtt til hliðar vegna kynferðis míns, síður en svo! Við sjálfstæðismenn í Hafnarfirði höfum átt því láni að fagna að í okkar hópi, sbr. í hinu

almenna flokksstarfi, erum við öll jöfn. Kynjaumræða, eins og um það hvort taka eigi upp fléttulista eða kynjakvóta, er ekki einu sinni á dagskrá. Hér taka margar öflugar konur þátt á eigin forsendum rétt eins og karlarnir og uppskera eftir því. Sem formaður Sjálfstæðisfélagsins Fram s.l. 2 ár hefur mér tekist að starfa með fullt af frábæru fólki, konum og körlum! Fleiri körlum reyndar en nýjar konur sem koma til starfa finna fljótt að hlustað er á þær og að þeirra skoðanir hafa áhrif. Mig langar að nota þetta tækifæri til að hvetja konur og alla Sjálfstæðismenn til góðra verka og koma og taka þátt í því skemmtilega starfi sem fer fram í húsinu okkar að Norðurbakka. Það eru, sérstaklega mikilvægir og spennandi tímar framundan, prófkjör og sveitastjórnarkosningar!

Gleðilega hátíð Unnur Lára Bryde, formaður Sjálfstæðisfélagsins Fram og varaþingmaður.

Meirihlutinn fallinn Meirihluti Samfylkingar og Vinstri hreyfingar græns framboðs í Hafnarfirði heldur ekki velli í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Þetta er niðurstaða könnunar sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Morgunblaðið. Gengi hún eftir myndi Samfylkingin gjalda afhroð, fá 24,2%, og þrjá bæjarfulltrúa. Fyrir tæpum fjórum árum fékk flokkurinn liðlega 40% í Hafnarfirði, og fimm menn kjörna. Sömu sögu er að segja af Vinstri grænum. Þeir fengju 6% og engan mann, en fengu 14,% síðast og einn mann. Þá fengi Sjálfstæðisflokkurinn 33,6% en fékk 37,2% síðast og

Heimild: Morgunblaðið.

Heimild: Morgunblaðið.

héldi sínum mönnum. Björt framtíð, nýr listi í Hafnarfirði, fengi 19,2% og tvo menn. Annar nýr flokkur, Píratar, fengi 6,4%. Þá þykir það tíðindum sæta fyrir Hafnfirðinga að Framsóknarflokkurinn kæmi að manni í fyrsta sinn í langan tíma, fengi 7,9% fylgi.Úrtak í könnuninni var 825 manns, svarhlutfall 57 prósent. Þessi könnun er athygliverð af ýmsum ástæðum. Mesta athygli vekur auðvitað afhroð núverandi meirihluta. Mikið fylgi nýrra flokka er einnig mjög athyglivert og er mögulega ákall um nýjar lausnir við stjórn bæjarmála. Niðurstöður varðandi mikilsvægustu málaflokka er ekki síður athygliverð og sýnir að bæjarbúar hafa virkilega miklar áhyggjur af fjármálum bæjarins og þeirri stöðu sem Samfylkingin er búin að koma bænum í.

Unnur Lára Bryde Formaður Sjálfstæðisfélagsins Fram og varaþingmaður.

Bæjarhorn Fjölmiðlum hefur fjölgað í Hafnarfirði Fjölmiðlum hefur fjölgað í Hafnarfirði og ber þar hæst að nýr og öflugur fréttamiðill h220.is hefur hafið göngu sína á netinu og lofar góðu. Það er í takt við nútímafjölmiðlun að Hafnfirðingar geti nú fengið fréttir úr bæjarfélaginu á eins hraðan og skilvirkan hátt eins og netið býður upp á. Að baki fréttavefnum standa hjónin Hólmfríður Þórisdóttir og Sigurður Þ. Ragnarsson sem flestir þekkja sem Sigga storm. Þau stofnuðu vefinn eftir að hafa látið af störfum á blaðinu Hafnarfjörður. Við ritstjórn þess blaðs hefur tekið Ingimar Karl Helgason sem starfað hefur við blaða- og fréttamennsku um árabil, síðast á netmiðlinum Smugunni. Hann skipaði 3. sæti á framboðslista VG í Reykjavík suður fyrir síðustu Alþingiskosningar. Og svo er það Fjarðarpósturinn sem fagnaði nýlega 30 ára afmæli sínu og er fyrir löngu orðinn fastur punktur í bæjarlífinu enda hefur blaðið verið gefið út vikulega nú í mörg ár og lætur engan bilbug á sér finna. Guðni Gíslason hefur ritstýrt blaðinu í tólf ár. Einnig hefur vefmiðillinn gaflari.is verið starfræktur en vefnum hefur verið úti af fjölmiðladeild Flensborgarskóla. Þess má geta að bæjarráð styrkti nýlega umrædda vefmiðla um 250.000 krónur hvorn, til eflingar og uppbyggingar hafnfirskrar fjölmiðlaflóru en flestir ættu að gera verið sammála um að fjölbreytt umfjöllun um hafnfirskt samfélag kemur öllum bæjarbúum til góða. 9


Jóla HAMAR

Öflugt starf Sjálfstæðisflokksins stæðisfélagið Fram er stærst félaganna, öflugt starf hefur ávalt einkennt starfið. Fram sér um marga af stærri viðburðum Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði og þar fer hin pólitíska umræða gjarnan fram.

Framundan eru spennandi og skemmtilegir tímar í starfi stjórnmálaflokka. Prófkjör Sjálfstæðisflokksins verður haldið þann 1. febrúar og svo verða sveitarstjórnarkosningar 31. maí. Flestir tengja starf stjórnmálaflokka við kosningar, á þeim tíma fer stjórnmálaumræðan af stað, frambjóðendur verða áberandi og framboðsblöðin streyma inn um bréfalúgurnar. Umræðan um svokallaðan fjórflokk fer á flug og ýmis framboð skjóta upp kollinum þar sem höfðað er til þess að fólk geri kröfu um nýja hugsun í stjórnmálum og aukið lýðræði. Ástæða þess að ég ásamt fjölda annarra tökum virkan þátt í starfsemi stjórnmálaflokka er að við viljum hafa áhrif á samfélagið, við tökum þátt í umræðunni, komumst að niðurstöðu og mótum tillögur. Ólíkt framboðum sem skjóta upp kollinum rétt fyrir kosningar þá störfum við að fullum krafti á milli kosninga.

Vertu með – hafðu áhrif

Félögin í flokknum Þrjú Sjálfstæðisfélög eru starfandi í Hafnarfirði. Þau eru Stefnir, Félag ungra sjálfstæðismanna, stofnað árið 1929. Í Stefni er öflugur hópur ungs fólks sem lætur sig varða um málefni samfélagsins, gott og mikið starf fer fram í Stefni þar sem sjónarmið unga fólksins koma fram á fundum og í stefnuskrá flokksins fyrir kosningar. Sjálfstæðiskvennafélagið Vorboðinn er og hefur verið öflugt í starfsemi flokksins frá stofnun árið 1937. Vorboðakonur hafa

Bæjarhorn HS-veitur Þegar fréttir bárust af því að sjálfstæðismenn hefðu hug á að selja hlut Hafnarfjarðar í HS-veitum brugðust fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna ókvæða við og hrópuðu: Úlfur, úlfur! Það kæmi ekki til greina og létu hafa eftir sér „að það fælist svo mikil samfélagsleg ábyrgð í því að eiga hlutinn“ og „ætli bærinn að eiga í samstarfi við sveitarfélög um rekstur dreifikerfis raforku verði bærinn að eiga eðlilega aðkomu þar að og í hlutafélagi verði það ekki gert án beinnar eignaraðildar“. En eins og flestir vita fellur rekstur veitukerfa ekki undir grunnþjónustu sveitarfélaga. Einnig er ljóst að starfsemi fyrirtækisins er bundin í lög, enda skýr lagarammi þar um sem tryggir bæjarbúum ætíð þá þjónustu sem því er ætlað að veita. Eignarhaldið hefur þar ekki áhrif á. Því standast ekki framkomnar fullyrðingar um mikilvægi samfélagslegrar ábyrgðar í þessu máli. Og hvernig skyldu önnur sveitarfélög sem eiga ekki hlut í dreifikerfum raforku hafa komist af? Og hvers vegna er þá ekki nauðsynlegt að eiga hlut í t.d. fjarskiptaveitum?

Ó. Ingi Tómasson, í stjórn fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Hafnarfirði og varabæjarfulltrúi.

staðið fyrir fjáröflunum með ýmsum hætti til styrktar á góðum málefnum en mikilvægast er þó að Vorboðinn hefur verið og er vettvangur fyrir bættri stöðu kvenna í stjórnmálum. Sjálf-

Frá því að ég var eitthvað yngri en í dag hef ég haft áhuga á stjórnmálum og fylgdist með á hliðarlínunni eins og flestir gera. Það var svo árið 2007 sem ég tók þá ákvörðun að vera með í starfi Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði. Það var margt sem kom á óvart, einna helst var það hve öflugt og fjölbreytt starf var á vegum flokksins, fundir eru haldnir um ýmis málefni þar sem allir geta komið sjónarmiðum sínum á framfæri og haft áhrif á mótun samfélagsins, auk þess sem félagslífið er með miklum ágætum. Framundan er prófkjör flokksins, þar gefst fólki tækifæri til að gefa kost á sér til starfa fyrir samfélagið og hafa áhrif á málefni sveitarfélagsins. Ég hvet alla sem áhuga hafa á málefnum samfélagsins til að taka þátt í starfsemi Sjálfstæðisflokksins eða því stjórnmálaafli sem þeir aðhyllast en ekki láta glepjast af skyndiframboðum sem koma og fara án ábyrgðar. Mínar bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár. Ó. Ingi Tómasson, í stjórn fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Hafnarfirði og varabæjarfulltrúi.

Formenn Sjálfstæðiskvennafélagsins Vorboða frá 1977 Vorboði félag sjálfstæðiskvenna í Hafnarfirði átti 75 ára afmæli á síðasta ári. Af því tilefni var tekin mynd af öllum formönnum Vorboða frá 1977.

Efri röð frá vinstri: Lovísa Árnadóttir, Valgerður Sigurðardóttir, Ásta Michaelsdóttir, Guðlaug Helga Konráðsdóttir, Erna Kristinsdóttir, Stefanía Víglundsdóttir og Elísabet Valgeirsdóttir. Neðri röð frá vinstri: Kolbrún Jónsdóttir, Halldóra Björk Jónsdóttir og Erna S. Mathiesen. Ljósmynd: Binni ljósmyndari.

10


Jóla HAMAR

Piparkökubakstur Þann 30 nóvember var blásið til árlegrar piparkökumálunar hjá Sjálfstæðisfélaginu Fram, skemmtileg stemming og falleg börn sýndu listræn tilþrif í piparkökumálun, sum náðu að taka flottu kökurnar með heim en aðrir stóðust ekki þessar litríku sykurhúðu kökur og borðuðu þær á staðnum ! Boðið var upp á heitt kakó og vöfflur með rjóma.

Minning

Sigrún Þ. Mathiesen 27.12.1931 – 3.9.2013 Sigrún Þorgilsdóttir Mathiesen og eiginmaður hennar, Matthías Á. Mathiesen, fyrrverandi þingmaður og ráðherra, hófu sinn búskap í Hafnarfirði og tóku virkan þátt í starfi Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði alla tíð. Matthías varð fljótt þingmaður og Sigrún gekk til liðs við Sjálfstæðiskvennafélagið Vorboða og stóð þétt við bak eiginmanns síns í stjórnmálastarfi hans. Hún sat í stjórn Vorboða í fjölda ára og einnig í fulltrúaráði Sjálfstæðisfélaganna í Hafnarfirði og vann þar mikið og óeigingjarnt starf, sönn Sjálfstæðiskona. Jólafundur Vorboða var hápunktur í félagsstarfinu þar sem happdrættið var helsta fjáröflun félagsins. Sigrún var mörg ár í jólanefnd sem skipulagði m.a. happdrættið og þar lét hún ekki sitt eftir liggja. Á þeim tíma lögðu félagskonur mikla vinnu í hannyrðir og bakstur fyrir happdrættið og þrátt fyrir vinnuna, minnast þær þessa tíma með væntumþykju og gleði vegna vináttunnar og samheldninnar sem skapaðist í þessu einstaka andrúmslofti. Þetta var þeim ekki aðeins vettvangur umræðna um lífið, tilveruna og börnin, því þarna voru dægurmálin rædd og oft eldheitar stjórnmálaumræður. Og

talandi um börnin, sem einatt fylgdu með, þá sinntu þau fljótlega ýmsum erindum, báru út blöð og aðstoðuðu á jólafundum og í kringum kosningar. Sú kynslóð fylgdi svo í fótspor foreldranna og ber þeim gott vitni um það góða veganesti, sem lagt var upp með. Störfum Sigrúnar fyrir Vorboða lauk aldrei, þótt hún sæti ekki í stjórninni lengur, því áfram lagði hún til starfsins með margvíslegum hætti og mætti á flesta viðburði og Matthías einnig, enda mat hann Vorboða mikils. Matthías féll frá fyrir um tveimur árum síðan og er mikill sjónarsviptir við fráfall þeirra beggja. Það hefur verið ákaflega ljúft að tala við Vorboðakonur á ýmsum aldri við ritun þessara minningarorða og sér í lagi samtíðakonur Sigrúnar og allar bera Sigrúnu góða sögu fyrir fallega framkomu. Félagskonur sakna einstakrar konu, sem var vinkona í leik og starfi og minnast hennar með mikilli hlýju fyrir vináttu og tryggð. Að leiðarlokum eru Sigrúnu þökkuð mikil og góð störf sem hún sinnti af trúmennsku og alúð. F.h. Vorboðakvenna, Halldóra Björk Jónsdóttir 11


RÚM

Allt fyrir svefnherbergið Rúm | Sængurver | Springdýnur | Púðar og rúmteppi | Kistur og náttborð Gaflar | Heilsukoddar | Dýnuhlífar og lök | Fylgihlutir

DV E H F. 2013

Íslensk hönnun

Opið virka alla virka daga• frá kl. l 09.00–18.00 09 00 18•00 og laugardaga 10.00–14.00 Opið daga 9-18 laugardaga 9-16 sunnudaga 13-16 fram að jólum RB rúm | Dalshrauni 8 | Hafnarfirði | Sími: 555 0397 | www.rbrum.is | rum@rbrum.is | Erum á

Jóla hamar 2013 - 2. tölublað, 67. árgangur  

Hamar er blað Sjálfstæðisfélaganna í Hafnarfirði.

Read more
Read more
Similar to
Popular now
Just for you