Page 1

HAMAR 4.tbl. 68. árg.

Blað Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði 2014

hafnarfjordur.xd.is

Framtíð okkar Katrín Ósk Ásgeirsdóttir

2

Við ætlum að: ≠ Laða að ný fyrirtæki og auka tekjur bæjarfélagsins. ≠ Net- og tölvuvæða skólana og bæta aðbúnað nemenda og starfsfólks. ≠ Lækka þjónustugjöld til samræmis við gjaldskrár nágrannasveitarfélaganna. ≠ Byggja upp miðstöð öldrunarþjónustu á Sólvangi. ≠ Tryggja framboð á hagkvæmu húsnæði jafnt til sölu og leigu. ≠ Fjölga ungbarnadeildum við leikskóla og efla dagforeldrakerfið. ≠ Styðja við fjölbreytni og valfrelsi í skólastarfi. ≠ Stuðla að eflingu tómstunda- og íþróttastarfs í samstarfi við félagasamtök. ≠ Nýta betur tækifæri til eflingar miðbæjarins og lista- og menningarlífs. ≠ Bæta samgöngur fyrir akandi, hjólandi og gangandi vegfarendur. ≠ Einfalda stjórnsýslu og auka metnað og skilvirkni í skipulagsmálum. ≠ Taka á fjármálunum af festu og ábyrgð.

Grænkum Vallahverfið

6

Metum störf kennara og skólastarf að verðleikum Segir Valdimar Víðisson

6

„Engum hollt að vera of lengi við völd“ - bjartsýn á framtíð Hafnarfjarðar, segir Rósa Guðbjartsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins Sjálfstæðisflokkurinn skýrasti valkosturinn „Við sjálfstæðismenn finnum fyrir góðum stuðn­ingi við ábyrgan málflutning okkar og tillögur á síðastliðnum árum. Fólk vill breytingar og

við ætlum að verða sú breyting. Vinstri öflin hafa nú verið samfellt í tólf ár við stjórnartaumana – og það er komið nóg! Sjálfstæðisflokkurinn er skýrasti valkosturinn við vinstri flokkana sem bjóða nú fram og því mikilvægt að þeir sem vilja breytingar styðji flokkinn. Það er hins vegar hart sótt að okkur og ný framboð njóta töluverðs fylgis samkvæmt

skoðanakönnunum. Til þess að Sjálfstæðisflokk­ urinn komist í lykilstöðu við myndun nýs meirihluta í bæjarstjórn verðum við að fá góða kosningu og verða stærsti flokkurinn,“ segir Rósa og bætir við að hvert og eitt atkvæði skipti máli eins og dæmin sanni. Sjá bls 3


HAMAR

2

Framtíðin okkar Viljum efla miðbæinn og fá næturstrætó um helgar Einn af öflugum frambjóðendum Sjálfstæðisflokk­ sins er Katrín Ósk Ásgeirsdóttir, 20 ára nýstúdent frá Flensborgarskólanum. Katrín hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir skelegga framgöngu sína og Flensborgarliðsins í ræðukeppninni Morfís þar sem lið þeirra bar sigur úr býtum nýlega. Katrín var valin ræðumaður keppninnar. Hún hefur einnig verið mjög virk í félagslífinu í skólanum enda verið oddviti Flensborgarskólans í vetur.

Af hverju ætti unga fólkið að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Það skiptir alla máli að bænum okkar sé vel stjórn­ að og að reksturinn sé góður. Það skiptir unga fólkið sérstaklega miklu máli þar sem þetta er nú einu sinni framtíðarbærinn okkar og við munum taka við rekstri hans þegar þar að kemur. Heilsustefnan okkar höfðar jafn vel til unga fólks­ ins sem og þeirra eldri. Næturstrætó í Hafnarfjörð um helgar er líka ótrúlega spennandi hugmynd. Við viljum efla miðbæinn og lífið í bænum þegar tilefni gefst. Þess vegna á unga fólkið að kjósa Sjálf­ stæðisflokkinn. Hvers vegna ert þú sjálfstæðiskona? Sjálfstæðisstefnan gerir ráð fyrir því að virkja

kraftinn í hverjum einstaklingi þannig að hann fái að njóta sín á sínum forsendum. Stefnan gerir líka ráð fyrir því að fólk fái að uppskera eins og það sáir en passar líka vel upp á þá sem á sem minna mega

Kosningakaffi Verið velkomin í kosningakaffi til okkar í Sjálfstæðishúsinu að Norðurbakka 1a laugardaginn 31. maí frá kl. 10-18. Hlökkum til að sjá ykkur! Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfirði

sín og þurfa á aðstoð að halda. Þetta finnst mér skynsamlegasta og besta leiðin í stjórnmálum og þá kemur ekkert annað til greina en Sjálfstæðisflokk­ urinn.

Hilmar Ingimundarson Sjálfstæðis­ flokkurinn ætlar að beita sér fyrir því að gjaldskrá leikskóla verði breytt til samræmis við það sem gerist í nágranna­ sveitarfélögunum og koma þannig til móts við barna­fjölskyldur. Þess vegna styð ég Sjálfstæðisflokk­inn í kosningun­um í vor.

Anna Rós Bergsdóttir

HAMAR

Áherslur í skólamálum skipta mig miklu í þess­um kosn­ingum. Ég vil að skólar bæjarins fylgi þróuninni og uppfylli nútímakröfur. Mikilvægt er að skólarnir haldi sjálfstæði sínu og fái tækifæri til að þróast í takt við nútímann

og í skólunum starfi vel menntað og ánægt starfsfólk til þess að fylgja þessari þróun eftir. Þá þykir mér mikilvægt að bæjaryfirvöld leggi metnað í að halda húsnæði mennta­stofnana betur við. Þess vegna styð ég Sjálfstæðisflokk­inn.

Hermann Guðmundsson Ég treysti Sjálfstæðis­ flokknum best til þess að laða að fyrirtæki sem skapa bænum tekjur og íbúunum atvinnu.

Jón Rúnar Halldórsson Ég styð Sjálf­ stæðisflokkinn í kosningunum í vor af því að það er enn von fyrir Hafnarfjörð.

Útgefandi: Sjálfstæðisfélag Hafnarfjarðar – Blaðstjórn: Örn Tryggvi Johnsen (formaður), Kristinn Andersen, Lára Janusdóttir, Gísli Rúnar Gíslason. Ábyrgðarmaður: Jónas Guðmundsson – Prentvinnsla: Prentsmiðjan Steinmark


HAMAR

3

Góð kosning Sjálfstæðisflokksins er forsenda breytinga

„Engum hollt að vera of lengi við völd“ - bjartsýn á framtíð Hafnarfjarðar segir Rósa Guðbjartsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins Afar mikilvægt er að Sjálfstæðisflokknum gangi vel í kosningunum á laugardag. Skoðanakannanir sýna að meirihluti Samfylkingar og VG er kolfallinn og því ljóst að Hafnfirðingar vilja breytingar. Hamar tók hús á Rósu Guðbjartsdóttur, oddvita Sjálf­ stæðisflokksins, og spurði hvernig kosningabarát­ tan hefði gengið..

Sjálfstæðisflokkurinn skýrasti valkosturinn „Við sjálfstæðismenn finnum fyrir góðum stuðn­ ingi við ábyrgan málflutning okkar og tillögur á síðastliðnum árum. Fólk vill breytingar og við ætlum að verða sú breyting. Vinstri öflin hafa nú verið samfellt í tólf ár við stjórnartaumana – og það er komið nóg! Sjálfstæðisflokkurinn er skýrasti valkosturinn við vinstri flokkana sem bjóða nú fram og því mikilvægt að þeir sem vilja breytingar styðji flokkinn. Það er hins vegar hart sótt að okkur og ný framboð njóta töluverðs fylgis samkvæmt skoðanakönnunum. Til þess að Sjálfstæðisflokk­ urinn komist í lykilstöðu við myndun nýs meirihluta í bæjarstjórn verðum við að fá góða kosningu og verða stærsti flokkurinn,“ segir Rósa og bætir við að hvert og eitt atkvæði skipti máli eins og dæmin sanni. Öguð fjármálastjórn er besta kjarabótin „Þegar skammt er til kosninga grípa stjórnmála­ flokkar jafnan til yfirboða á loforðum, þar sem hver keppir við annan um að útdeila skattfé bæjarbúa. Við sjálfstæðismenn lofum því hins vegar að fara vel með þetta fé. Tryggja vitaskuld öfluga þjónustu, en um leið að leita allra leiða til að auka skilvirkni og koma í veg fyrir sóun í rekstri bæjarins. Öguð fjármálastjórn er besta kjarabótin fyrir Hafnfirðinga. Við ætlum okkur að sækja fram. Laða til bæjarins fyrirtæki og athafnasemi sem mun skila sér í auknum tekjum og umsvifum. Við ætlum líka að standa vörð um öflugt íþrótta- og æskulýðsstarf þar sem leitast er við að tryggja að

hver einstakl­ingur geti notið sín. Þá er brýnt að nútímavæða skólakerfið og tryggja að þjónusta í bænum standist samanburð við nágrannasveitar­ félögin.“

Með fjölbreytta og dýrmæta reynslu að baki Rósa hefur verið í bæjarstjórn og bæjarráði síðastliðin átta ár og einnig setið í fræðsluráði og skipulags- og byggingarráði. Á árunum 20072013 var hún varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í suðvesturkjördæmi. Hún er stjórnmálafræðing­ ur að mennt, starfaði lengi við fjölmiðla og var framkvæmdstjóri Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna, SKB, um árabil. Nú er hún formaður stjórnar styrktarfélagsins og starfar sem ritstjóri hjá Bóka­ félaginu.

Við ætlum okkur að sækja fram. Laða til bæjarins fyrirtæki og athafnasemi sem mun skila sér í auknum tekjum og umsvifum. „Menntun mín og reynsla nýtist mér vel í bæjar­ fulltrúastarfinu. Sem bæjarfulltrúi þarf maður sífellt að setja sig inn í hin ýmsu mál og aðstæður og taka til umfjöllunar og afgreiðslu stundum með stuttum fyrirvara, líkt og í fréttamennskunni. Og viðfangsefnið er samfélagið allt. Í starfi mínu hjá SKB sá ég um rekstur og alla umsýslu félagsins, gerði fjárhags- og rekstraráætlanir en stærsti hluti starfsins fólst í samskiptum við félagsmenn og einnig við heilbrigðisstarfsfólk. Markmiðið er að nálgast fólk í þeim erfiðustu aðstæðum sem nokkur lendir í, þegar börnin veikjast alvarlega, og reyna að aðstoða það eftir fremsta megni, veita umhyggju og annan stuðning. Það tekur oft á. Í því starfi er maður að gefa af sér til þeirra sem minnst mega sín og reyna að létta þeim lífið – það er dýrmæt reynsla og gefandi“, segir Rósa sem

sjálf varð félagsmaður í SKB þegar næstelsti sonur hennar greindist með krabbamein árið 2000. En pólitíkin er ein af ástríðum Rósu og segist hún hafa óbilandi áhuga og trú á að koma Hafnarfirði í fremstu röð. Hún er bjartsýn á að hægt sé að koma Hafnarfirði í gegnum þann öldudal sem bæj­ arfélagið hefur verið í undanfarin ár. En það þurfi kjark, þor og framsýni til þeirra verka.


HAMAR

4

Sækjum fram í fjármálum og atvinnulífi Við ætlum að: Leggja áherslu á trausta fjármálastjórnun sem miðar að lækkun skulda. Laða að ný fyrirtæki að og auka tekjur bæjarfélagsins. Koma til móts við mismunandi þarfir fyrirtækja. Lækka álögur á fjölskyldur og fyrirtæki. Endurskoða fyrirkomulag afsláttakjara á fasteignagjöldum eldri borgara. Útrýma kynbundnum launamun á næsta kjörtímabili.

Skjól fjölskyldunnar Við ætlum að: Tryggja framboð á lóðum fyrir hagkvæmar íbúðir, jafnt til leigu og sölu. Endurskoða rekstur félagslega íbúðakerfisins og nýta fjármuni betur með fjölgun íbúða að markmiði. Festa Sólvang í sessi sem miðstöð öldrunarþjónustu. Útrýma biðlistum eftir dag- og heimaþjónustu og mæta vaxandi þörf. Láta fé fylgja þörf í málefnum fatlaðra og leggja áherslu á virkniúrræði. Beita okkur fyrir nýrri heilsugæslustöð á Völlum.

Hreinn bær - okkur kær Við ætlum að: Bæta samgöngur úr bænum við stofnvegakerfið. Fegra og hreinsa bæinn, stíga og opin svæði, og ljúka frágangi í nýjum hverfum. Gera nýtt skipulag fyrir smábátahöfnina sem stuðli að auknu mannlífi og betri miðbæjartengingu . Fjölga sælureitum í bænum og möguleikum til afþreyingar og útivistar. Bæta göngu- og hjólreiðastíga. Nýta betur útivistarsvæði og koma upp aðstöðu til afþreyingar og útivistar fyrir alla aldurshópa.

Kynntu þér öll stefnumál Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði á › hafnarfjord


HAMAR

Íþróttir, tómstundir og lífsstíll Við ætlum að: Endurmeta fyrirkomulag heilsdagsskóla með hagsmuni nemenda að leiðarljósi. Gera átak í skólamötuneytum með hollustu, fjölbreytni og bætta aðstöðu í huga. Móta stefnu um aðkomu íþróttafélaga að þróun og uppbyggingu íþróttamannvirkja. Fjölga möguleikum barna, fullorðinna og eldri borgara til hreyfingar, útivistar og heilsueflingar. Styðja við frístundastarf ungmenna óháð tómstundagrein og staðsetningu.

Hvert barn skiptir máli Við ætlum að:

dur.xd.is

Auka rekstrarlegt sjálfstæði skólanna og tryggja valfrelsi. Gera átak í net- og tæknivæðingu skólanna. Samræma gjaldskrár leikskólanna við gjaldskrár í nágrannasveitarfélögum. Afnema sumarlokanir leikskóla og fjölga ungbarnadeildum. Taka upp systkinaafslátt þvert á skólastig. Hefja að nýju akstur frístundabílsins. Fjölga ungbarnadeildum við leikskóla og efla dagforeldrakerfið.

5


HAMAR

6

Utankjörfundaratkvæði Utankjörfundaratkvæðagreiðsla fer fram hjá sýslumanninum í Hafnarfirði að Bæjarhrauni 18, 3. hæð sem hér segir: Virka daga frá kl. 9-18. Uppstigningardag frá kl. 13-16. Kjördag 31. maí frá kl. 10-12. Hægt er að kjósa í Laugardagshöll frá og með 19. maí frá kl. 10-22. Kynntu þér stefnumál Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði á › hafnarfjordur.xd.is

Bæjarhornið Leyndarhyggjan söm við sig Eins og margir hafa eflaust tekið eftir voru tvö lykilstörf í stjórn­ sýslu bæjarins auglýst nýlega laus til umsóknar, um var að ræða stöðu fjármálastjóra og nýtt embætti mannauðsstjóra. Þetta var gert án efnislegrar umræðu og formlegrar samþykktar í bæjarráði. Vegna þessa bókuðu bæjarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins um málið á síðasta fundi ráðsins og lýstu yfir vonbrigðum með þessa stjórnunarhætti og vinnulag meirihlutans. Í bókuninni segir m.a.: „Bæjarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins benda líka á að engin samþykkt liggur fyrir um að setja skuli á laggirnar nýtt starf, þ.e.a.s. mannauðs­ stjórastarfið. Þótt bæjarstjóri og sviðsstjóri stjórnsýslusviðs hafi rétt á að ráða beint í slík embætti þá bera þessa vinnubrögð ekki vott um vilja til samráðs eða lýðræðislegrar þátttöku allra kjörinna fulltrúa. Hér er um lykilembætti innan stjórnsýslunnar að ræða og ólýðræðislegt að taka slíkar ákvarðanir nokkrum dögum fyrir kosningar. Nær hefði verið að leita samstarfs og fá álit allra kjörinna fulltrúa í bæjarstjórninni um framvindu málsins og helst láta nýja bæjarstjórn ákveða um næstu skref.”

Valdimar Víðisson, skólastjóri:

Metum störf ­kennara og skólastarf að verðleikum Valdimar Víðisson er skóla­ stjóri í Öldutúnsskóla og skipar 10. sætið á framboðs­ lista Sjálfstæðisflokksins fyrir bæjarstjórn­arkosningarnar í vor. Valdimar skrifaði nýlega grein á vefinn visir.is, sem ber heitið „Hver á núna að passa barnið mitt?“. Greinin vakti gífurlega athygli og var strax eftir tvo sólahringa komin með á annað þúsund undirtektir („like“) á vefnum. Við spyrjum Valdimar um efni greinarinnar. „Greinin var skrifuð til þess að sýna kennurum stuðning í sinni baráttu og vekja athygli á kjörum kennara og því mikilvæga starfi sem þeir sinna, en það starf er því miður ekki alltaf metið að verðleikum. Kennari hefur það mikilvæga starf að mennta börnin og búa þeim gott veganesti út í lífið. Og þú hefur ákveðið að gefa kost á þér með Sjálfstæðisflokknum fyrir bæjarstjórnarkosningarnar? ,,Já, ég tel að þar sé farvegur fyrir mig til að hafa áhrif á þann stóra og mikilvæga málaflokk sem menntamál eru hér í Hafnarfirði. Stefna sjálfstæðis­ manna í Hafnarfirði er mjög skýr, við viljum auka sjálfstæði skólanna í eigin málum, faglegum og fjárhagslegum, styrkja innviði og starfsaðstöðu og bæta viðhald húsa og lóða. Skólamál eru mikilvægur þáttur í starfsemi bæjarins og þess vegna legg ég sjálfstæðismönnum lið fyrir komandi kosn­ingar“.

Grænkum og fegrum Vallahverfið Fegrun og frágangi í nýjustu hverfum bæjarins hefur ekki verið sinnt sem skyldi. Brýnt er að gera bragarbót þar á enda hafa íbúar greitt fyrir slíkt í gatnagerðargjöldum sínum. Aðkoman í Vallahverfið er dæmi um svæði sem hægt væri að fegra til muna með því að setja gróður í stað grjóts

sem þar hefur verið hlaðið upp meðfram akbraut­um. Sjálfstæðisflok­ kurinn leggur áherslu á að ráðist verði í slíkar framkvæmdir. Á þessari mynd má sjá hve ásýnd hverfisins myndi breytast og verða fegurri eftir svolitla grænkun.


HAMAR

Gerum miðbæinn meira aðlaðandi Möguleikar til að styrkja og efla miðbæinn eru fjölmargir og krefjast ekki endilega flókinna eða kostnaðarsamra framkvæmda eða breyt­ inga. Hægt er að fjölga sælureitum í miðbænum með ýmsu móti, almennri fegrun og skemmtilegum hugmyndum. Markmiðið á að vera að gera bæinn meira aðlaðandi og auka á mannlíf, allt til að styðja við þá verslun og þjónustu sem þar er fyrir hendi. Fulltrúar Sjálfstæðis­ flokksins í skipulags- og byggingarráði lögðu nýlega fram tillögu um að bílastæði fyrir framan Venusarhús, Strandgötu 11, verði færð hinum megin götunnar, steyptir stólpar fjarlægðir en blómakerjum og bekkj­ um komið fyrir í staðinn. Þetta yrði gert til fegrunar og í því skyni að fjölga möguleikum til útiveru og auka mannlíf sólarmegin á Strand­ götunni. Meðfylgjandi mynd sýnir hvernig þetta svæði gæti litið út við þessar einföldu breytingar.

Akstur á kjörstað Hringdu í síma 786 3991 og pantaðu akstur á kjörstað.

7

Helgi Vilhjálmsson

ég vil hefja Hafn­arfjörð til vegs og virðingar og treysti Rósu til að leiða bæinn inn í nýja framtíð.

Það er kominn tími á að aðrir taki við stjórnar­ taumunum í Hafnarfirði og ég vil sjá sjálf­ stæðismenn verða í meiri­ hluta næstu bæjarstjórnar. Ég treysti þeim best til að drífa hlutina hér í gang - það er kominn tími til. Ég hef þekkt Rósu lengi og veit hvaða manneskju hún hefur að geyma. Hún er hörkudugleg, ákveðin og umhyggjusöm og býr að mikilli reynslu. Ég veit að hún getur gert góða hluti fyrir Hafnarfjörð.

Þórður Þórðarson

Örn Geirsson

Maður finnur vart fallegra bæjarstæði á Íslandi en Hafn­arfjörð. Ásýnd mið­ bæjarins og um­gjörð skipt­ ir miklu máli að mínu mati. Ég tel að Sjálfstæðis­flokknum sé best treystandi til að byggja upp fal­legan og gróskumikinn miðbæ.

Mitt at­ kvæði fær Sjálf­stæðis­ flokkurinn af því að ég þekki fólk á listanum og veit að því treystandi til að fara vel með eigur okkar Hafnfirðinga og fé. Ég styð Sjálfstæðisflokk­inn vegna þess að

Skattar eru stór út­ gjaldaliður hjá fjöl­skyldum. Sjálfstæðis­ flokkurinn ætlar að lækka álögur og gjöld á bæjarbúa. Ég held að það hafi sýnt sig að engum er betur treystandi til þess en Sjálfstæðis­ flokknum.

Hrund Eðvarsdóttir


8

HAMAR

VIÐ STYÐJUM SJÁLFSTÆÐISFLOKKINN

VIÐ VILJUM BREYTINGAR

Hamar 4. tbl. 68. árgangur 2014  
Hamar 4. tbl. 68. árgangur 2014  

Hamar er blað Sjálfstæðismanna í Hafnarfirði. Meðal efnis er grein eftir Rósu Guðbjartsdóttur, viðtal við Katrínu Ósk og margt fleira skemm...

Advertisement