Subaru XV- Bæklingur

Page 1


FULLBÚINN Í FJÖRIÐ. Glænýr SUBARU XV er kominn í sölu, fullbúinn í fjörið. Hér er á ferðinni bíll sem gerir þér kleift að lifa lífinu, þar sem saman fara stílhrein hönnun og kraftmikið útlit, auk einstakrar akstursgetu. SUBARU XV gerir þér kleift að gera allt sem þér finnst skemmtilegast í stílhreinum og þægilegum bíl, hvort sem þú ert á leiðinni út á lífið eða í skemmtilega helgarferð út á land. Allir dagar geta og ættu að vera ánægjuleg ævintýri.

02


03


FJÖR VIÐ FYRSTU SÝN.

04

Bíll sem fer ekki framhjá neinum. Nýr SUBARU XV er eins og þú, alltaf til í tuskið. Skelltu þér á brimbrettið. Leggðu á fjallaslóðana, hvort sem er á fæti eða hjóli. Eyddu helginni í sumarbústað eða haltu þig innan borgarmarkanna og njóttu þess sem þar er að finna. Hvert sem haldið er verður ferðin eftirminnileg.


05


06


ELTU ÁHUGAMÁLIN. Markmið okkar er einfalt: Það er að hámarka fjörið í hvert sinn sem þú ekur um í nýja SUBARU XV. Hér er á ferðinni jeppi sem býður upp á mýkt og einstakan stöðugleika í beygjum sem jafnast á við það sem finna má í fólksbílum. Samhverft aldrif og viðbragðsfljótt stýri SUBARU XV tryggja þér fullkomna stjórn. Þú kemst á leiðarenda á þægilegan og áreynslulausan hátt í skemmtilegri bílferð með ferðafélögunum.

07


08


BORGARSTÍLL, FJALLABÍLL. Nýr SUBARU XV er alltaf til í tuskið. Undir stýri SUBARU XV fyllistu öryggi með frábæra yfirsýn um leið og þú tekst á við erfiða vegi með samhverfu aldrifi í góðri hæð frá jörðu. Við þetta bætist X-MODE-stillingin sem gerir aksturinn enn skemmtilegri en áður og kemur þér á fleiri staði á þægilegan máta.

X-MODE TENGT. X-MODE-stillingin býður upp á áreiðanlegri stjórn með einum hnappi. Tæknin í X-MODE tekur yfir stjórn vélarinnar, gírskiptingarinnar, samhverfs aldrifsins, hemlanna og annarra þátta til að koma þér örugglega í gegnum erfið akstursskilyrði og yfir síbreytilegt undirlag. Þegar X-MODE er virkjað heldur HDC-hallastýringin sjálfkrafa stöðugum hraða á SUBARU XV þegar ekið er niður brekku.

09


AKTU ÚT Í ÆVINTÝRI SNÚÐU HEIM MEÐ MINNINGAR. Pússaðu skíðin, bónaðu brimbrettið og smyrðu reiðhjólin. Þú ert að fara að nota þau. Nýr SUBARU XV býður upp á framúrskarandi farangursrými með nægu plássi fyrir allt sem þú þarft að taka með þér. SUBARU XV er alltaf til reiðu, hvort sem stefnan er tekin á miðbæinn eða sveitina.

HUGVITSAMLEGAR FARANGURSLAUSNIR Nýr SUBARU XV sameinar notagildi og ánægjulegan akstur. Breitt, nánast ferhyrnt op farangursrýmisins er mun stærra og er því auðveldara að koma farangrinum fyrir og taka hann úr. Í innanrými er jafnvel enn meira rými á milli bretta. Þegar þörf er á meira plássi er hægt að nota einfalda þakbogana*1* 2 fyrir stærri hluti.

*1 Aukabúnaður. *2 Krefst þess að keyptar séu festingar fyrir farangur á þakbogunum.

10


11


FERÐIN HEFST

Þegar þú opnar SUBARU XV tekurðu undir eins eftir fáguðum og sportlegum stílnum. Innanrýmið er rýmra og fágaðra og vel löguð sætin bjóða upp á þægilegri og ánægjulegri akstur bæði fyrir ökumann og farþega, líka á lengri leiðum.

01

Í INNANRÝMINU.

01. RAFDRIFIN SÓLLÚGA ÚR GLERI MEÐ HALLASTILLINGU* Nýr SUBARU XV er búinn sóllúgu sem hleypir birtu inn í farþegarýmið til að tryggja ánægjulegan og þægilegan akstur fyrir alla farþega bílsins.

02

02. SAUMUR Í FRAMSÆTUM Einstaklega þægileg og vel löguð framsætin eru með flottum appelsínugulum saum sem gefur nýja SUBARU XV skemmtilegan blæ.

03

03. ARMPÚÐI Í MIÐJU AFTURSÆTI* Innanrými nýs SUBARU XV býður upp á þægindi fyrir alla, með glasahöldurum í armpúða í miðju aftursæti.

12

* Aukabúnaður.


13


14


ALLTAF Í SAMBANDI.

Nýr SUBARU XV er búinn upplýsinga- og afþreyingarkerfi sem hefur verið endurhannað frá grunni til að tryggja þér tengingu hvert sem þú ferð. Hægt er að fá bílinn með 8 tommu*1 aðalsnertiskjá til að stjórna leiðsögn*1 og spila efni á meðan endurhannaður fjölnotaskjárinn birtir helstu tölfræði fyrir bílinn. Tenging milli aðalskjás, mælaskjás og fjölnotaskjás eykur þægindi, öryggi og ánægju. Í innanrými SUBARU XV er tengingin trygg og þú ert við stjórnvölinn.

01. APPLE CARPLAY*2 OG ANDROID AUTO™*3

02. FJÖLNOTASKJÁR*1

Notaðu vinsælustu forritin með Apple CarPlay* og Android Auto™* 3. Raddstýring býður upp á handfrjálsa notkun til að tryggja öryggi allra með því að minnka truflun við akstur.

6,3 tommu LCD-fjölnotaskjárinn ofan á mælaborðinu býður ökumanni og farþegum upp á gagnlegar upplýsingar á einfaldan hátt. Þegar leiðsögukerfið er í notkun er það tengt við fjölnotaskjáinn sem birtir nákvæma leiðsögn þegar gatnamót eða beygjur eru framundan.

2

03. MÆLASKJÁR Nú er auðveldara að lesa af stærri 4,2 tommu LCDskjá í lit til að fá gagnlegar akstursupplýsingar á fljótlegan hátt án þess að taka augun af veginum.

03

04

02

04. BAKKMYNDAVÉL*1 Leggðu nýja SUBARU XV í þröng stæði á einfaldan máta. Þegar sett er í bakkgír kviknar á myndavélinni og hún birtir mynd í lit á aðalskjánum með hjálparlínum til að aðstoða þig við að leggja í stæði.

01

05 05. SUBARU STARLINK*1 SUBARU STARLINK-kerfið*1 veitir öruggan aðgang að netútvarpi, forritum og fleiru á snertiskjánum eða með raddskipunum.

*1 Aukabúnaður. *2 Apple CarPlay er vörumerki Apple Inc., skráð í Bandaríkjunum og öðrum löndum. *3 Android™ og Android Auto™ eru vörumerki Google Inc. Ökumaðurinn er alltaf ábyrgur fyrir öryggi og aðgát í akstri. Ekki nota snertiskjáinn meðan á akstri stendur. 15


04

02

KJARNATÆKNI SUBARU

03

01

16

Kjarnatækni Subaru er aðalsmerki Subaruvörumerkisins og skilar þessari einstöku akstursupplifun sem er bara að finna í Subaru. Þessi kjarnakerfi gera Subaru-bílum kleift að uppfylla kröfur um afkastagetu, þægindi, öryggi og áreiðanleika um leið og ánægja og hugarró allra farþega er tryggð.


01

04

BOXERVÉL SUBARU Boxer-vél, eða flöt vél, er vél með stimplum sem hreyfast lárétt í gagnstæða átt að hvor öðrum. Í meira en hálfa öld hefur Subaru einn bílaframleiðenda lagt áherslu á framleiðslu SUBARU BOXER-véla vegna hinna mörgu kosta sem þær hafa fram yfir aðrar vélagerðir og til að tryggja endingu og áreiðanleg afköst í bílum sínum.

SGP-UNDIRVAGN SUBARU

02 ÖFLUGT ALDRIF Aldrifið Subaru dreifir afli til allra dekkja til að auka grip á blautu og sleipu undirlagi. Á láréttum samhverfum fleti býður kerfið upp á stöðuga og lága þyngdarmiðju sem skilar stöðugri og öruggari akstri.

AUKINN STÖÐUGLEIKI Lág þyngdarmiðja og flöt hönnun auka stöðugleika út til hliðanna miðað við aðrar gerðir véla.

03 LINEARTRONIC + ALDRIF MEÐ VIRKRI SKIPTINGU TOGS Lineartronic er hægt að stilla á öll hlutföll innan sviðs kerfisins til að tryggja mjúka og stiglausa gírskiptingu sem heldur vélinni innan skilvirkasta snúnings fyrir hnökralausa hröðun, afköst og sparneytni. Þessu kerfi fylgir Subaru-aldrif með virkri skiptingu togs. Sjálfgefið tog er 60% í framhjól og 40% í afturhjól sem hægt er að stilla á 50/50 skiptingu í samræmi við akstursskilyrði.

ENDINGARGÓÐ AFKÖST Flöt vélin er einstaklega stíf og stöðug og skapar minni titring en aðrar gerðir véla.

SGP-undirvagn Subaru (Subaru Global Platform) er undirvagninn sem allir bílar Subaru munu aka á. Hér er á ferðinni undirvagn sem snýst ekki bara um aukin afköst heldur einnig akstursupplifun sem aðeins er að finna í Subaru ásamt auknu alhliða öryggi og afkastagetu. Þetta er framtíðin hjá Subaru, framtíð sem býður upp á enn meiri ánægju og hugarró í akstri.

1. Skemmtilegri í akstri Viðbragðsbetra stýri gerir ökumanninum kleift að stýra bílnum þangað sem hann á að fara um leið og geta til að forðast hættu er aukin. Niðurstaðan er bíll sem er öruggari og skemmtilegri í akstri, einnig í langferðum. Og þrátt fyrir mikla hæð frá jörðu liggur nýr SUBARU XV eins og fólksbíll í beygjum.

2. Þægindi í akstri Endurbætur á stífni undirvagns, fjöðrun og jafnvægisstöngum dempa högg frá vegi og jafna út ójöfnur með það að markmiði að auka þægindi og draga úr þreytu í lengri ferðum.

3. Þægilegt farþegarými Óþægilegur titringur eða hávaði hefur verið lágmarkaður til að tryggja ánægjulegan akstur fyrir alla í bílnum. Endurbætur á fjöðrun og einstaklega stífur undirvagn tryggja svo þægindi.

17


02

04

01

05

10

06

09

18

03

08

07


01

HÁÞRÓAÐUR ÖRYGGISPAKKI: GREINING SUBARU Á BÍLUM FYRIR AFTAN (SRVD)*1*2

02

Háljósaaðstoð eykur skyggni og öryggi við akstur í myrkri með því að kveikja og slökkva sjálfkrafa á háljósunum, allt eftir akstursskilyrðum.

Skynjarar í kringum bílinn láta þig vita ef bílar eru á blindsvæðum að aftan til að auka öryggi við akreinaskipti. Þeir vara þig einnig við yfirvofandi árekstri þegar bakkað er inn á umferðargötu.

03

SKYGGNI Gerðar voru endurbætur á hönnun bílsins með sjónarhorn ökumanna í huga til að bjóða upp á betra skyggni að framan og aftan.

09

04

VDC-STÖÐUGLEIKASTÝRING OG VIRK TOGSTÝRING Ef bíllinn nálgast stöðugleikamörkin er dreifing togs á öllum hjólum, vélarafl og hemlar á hverju hjóli stillt til að halda stefnu bílsins. Með virkri togstýringu eru hemlar notaðir og minna togi er dreift til innri hjólanna og meira til ytri hjólanna til að bæta stjórn bílsins og hjálpa þér að taka skarpar beygjur þegar þess gerist þörf.

05

KOMIÐ Í VEG FYRIR HÆTTU

Þessi öryggiskerfi hagnast einkum á framförum SGPundirvagnsins með meiri stífleika, minni þyngd, bættu veltiviðnámi og viðbragðsgóðri stýringu.

06

ÚTLIT SEM VER FARÞEGARÝMIÐ

SÉRSTYRKT HRINGLAGA GRIND

08

SRS-LOFTPÚÐAR*3

SGP-UNDIRVAGN SUBARU

07

HÁÞRÓAÐUR ÖRYGGISPAKKI: HÁLJÓSAAÐSTOÐ (HBA)*1*2

Sérstyrkta hringlaga grindin er úr mjög öflugum stálplötum og var endurhönnuð til að ná fram betri höggdeyfingu við árekstur úr öllum áttum.

FRAMSÆTI SEM MINNKA HÁLSHNYKK Þessi sæti, sem eru hönnuð til að auka þægindi og öryggistilfinningu ökumannsins, geta einnig hjálpað til við að draga úr hálshnykk frá tilteknum gerðum árekstra.

10

AKSTURSÖRYGGI

Lægri þyngdarmiðja, bætt fjöðrunarkerfi og aukinn stífleiki SGP-undirvagnsins gerir það að verkum að bíllinn svarar strax þegar reynt er að víkja frá sem hjálpar til við að forðast hættur á veginum.

Lág þyngdarmiðja SGP-undirvagnsins veldur því að vélin og gírkassinn sitja lægra en nokkru sinni fyrr, en þessi hönnun kemur í veg fyrir að hlutirnir fari inn í farþegarýmið við árekstur.

SRS-loftpúðar*3 að framan, SRS-hliðarloftpúðar *3 að framan, SRS-loftpúðatjöld*3 og SRS-hnéloftpúði*3 eru staðalbúnaður í öllum nýjum SUBARU XV til að veita farþegum aukna vernd ef til árekstrar kemur.

ÖRYGGISBELTI MEÐ LÁSTUNGU Við árekstur takmarkar lástungan hreyfingu mjaðmabeltisins og dregur úr höggi á lægra brjóstsvæðið til að auka öryggi og minnka meiðsli.

ÁREKSTRARÖRYGGI

*1 Ökumaðurinn er alltaf ábyrgur fyrir því að aka á öruggan hátt, með aðgát og samkvæmt umferðarlögum. Ekki skal reiða sig eingöngu á eiginleika háþróaða öryggispakkans fyrir öruggan akstur. Eiginleikar kerfisins eru takmarkaðir. Ítarlegar upplýsingar um virkni og takmarkanir kerfisins er að finna í eigandahandbókinni. Frekari upplýsingar fást hjá söluaðila. *2 Aukabúnaður. *3 Virka ásamt öryggisbeltum. 19


AKSTURSAÐSTOÐ SUBARU Í FREMSTA FLOKKI

20

Við hjá Subaru trúum á ALHLIÐA ÖRYGGI og mikilvægur þáttur þess er öryggi fyrir árekstur þar sem reynt er að tryggja að engin slys eigi sér stað. Þess vegna bjuggum við til EyeSight*1, brautryðjandi akstursaðstoðarkerfi Subaru. EyeSight notar tvær samtengdar myndavélar til að fanga litmyndir í þrívídd með frábærri myndgreiningu. Kerfið veitir ökumanninum aðra sýn á veginn framundan, sem jafnast næstum á við mennska sjón. Kerfið notar myndir frá

báðum myndavélunum til að ákvarða af nákvæmni lögun, hraða og fjarlægð og greinir ekki aðeins bíla heldur einnig mótorhjól, reiðhjól og gangandi vegfarendur.* 2 Þegar kerfið greinir yfirvofandi hættu varar það ökumanninn við og hemlar jafnvel til að koma í veg fyrir árekstur. Með bættum öryggiseiginleikum af þessu tagi minnkar EyeSight álagið á ökumanninn og eykur öryggistilfinningu þína í SUBARU XV.


AKSTURSAÐSTOÐ 01

03

02

04

01. SJÁLFVIRKUR HRAÐASTILLIR

02. SVEIGJU- OG AKREINASKYNJARI

EyeSight*1 viðheldur ekki aðeins hraðanum sem ökumaðurinn stillir eins og hefðbundinn hraðastillir gerir. Þegar kerfið greinir bíl fyrir framan stillir sjálfvirki hraðastillirinn hraðann til að halda tiltekinni fjarlægð frá bílnum á undan með því að fylgjast með fjarlægðinni og hraðamismuninum. Það stillir vélina, gírskiptinguna og hemlana til að halda hraðanum í samræmi við umferðina á breiðu sviði, frá u.þ.b. 0–180 km/klst. Sjálfvirki hraðastillirinn er hannaður til notkunar á hraðbrautum, þjóðvegum og svipuðum vegum og greinir ökutæki fyrir framan og hemlaljós þess og getur haldið hraða í umferðarteppu á hraðbrautum, sem getur komið sér vel á langferðum.

Þegar þreyta sígur á þig og þú reikar um á akrein hjálpar sveigjuskynjarinn þér að halda athygli með hljóðmerki og blikkandi ljósi. Sveigjuskynjarinn verður hins vegar ekki virkur fyrr en bíllinn hefur náð 60 km/klst. eða meira. Þegar þú ekur á 50 km/klst. eða hraðar og reikar óvart yfir á aðra akrein án þess að gefa stefnuljós varar akreinaskynjarinn við með hljóðmerki og blikkandi ljósi áður en farið er út af akreininni.

03. VIÐVÖRUN UM HREYFINGU ÖKUTÆKIS FYRIR FRAMAN

04. AKREINASTÝRING

Þegar bíllinn er kyrrstæður og EyeSight skynjar að umferðin er byrjuð að hreyfast að nýju lætur viðvörunin um hreyfingu ökutækis fyrir framan ökumanninn vita með hljóðmerki og blikkandi ljósi.

Á hraðbrautum, þjóðvegum og svipuðum vegum getur akreinastýringin fylgst með akreinamerkingum með samtengdum myndavélum og greint þegar bílinn byrjar að leita út af akreininni. Frá og með 65 km/klst. getur akreinastýringin aðstoðað við stýringu til að koma í veg fyrir að bíllinn fari yfir á aðra akrein og stuðlað þannig að auknu öryggi í akstri.

05. HEMLAKERFI MEÐ ÁREKSTRARÖRYGGI*2

06. INNGJÖF MEÐ ÁREKSTRARÖRYGGI

Þegar kerfið skynjar yfirvofandi ákeyrslu á annað ökutæki eða hindrun getur hemlakerfi með árekstraröryggi varað ökumanninn við með hljóðmerki og ljósi í mælaborði. Ef ökumaðurinn bregst ekki við til að koma í veg fyrir árekstur getur kerfið beitt hemlunum til að draga úr högginu eða koma í veg fyrir ákeyrsluna, ef það er mögulegt. Grípi ökumaðurinn til aðgerða til að forðast árekstur getur hemlunarhjálp með árekstraröryggi aðstoðað ökumanninn við að koma í veg fyrir áreksturinn.

Þegar EyeSight greinir hindrun fyrir framan bílinn og hann er settur í framgír en ekki bakkgír gefur inngjöf með árekstraröryggi frá sér ítrekuð hljóðmerki, kveikir á blikkandi ljósi og dregur úr vélarafli til að koma í veg fyrir framanákeyrslu.

SLYSAVARNIR 05

06

*1 EyeSight er akstursaðstoðarkerfi sem hugsanlega virkar ekki sem skyldi við allar akstursaðstæður. Ökumaðurinn er alltaf ábyrgur fyrir því að aka á öruggan hátt, með aðgát og samkvæmt umferðarlögum. Virkni kerfisins ræðst af mörgum þáttum, svo sem viðhaldi bíls, veðri og ástandi vegar. Ítarlegar upplýsingar um virkni og takmarkanir EyeSight-kerfisins er að finna í handbók bílsins. *2 Hemlakerfi með árekstraröryggi virkar mögulega ekki við allar aðstæður. Mögulega virkar EyeSight ekki eins og skyldi við allar aðstæður, allt eftir hraðamismun, hæð hindrunar og öðrum skilyrðum.

Sjónsvið frá EyeSight (ekki raunveruleg mæling).

21


LITIR Á YTRA BYRÐI

KRISTALPERLUHVÍTUR

SILFURSANSERAÐUR

DÖKKGRÁSANSERAÐUR

KRISTALKÍSILSVARTUR

KVARSPERLUBLÁR

DÖKKPERLUBLÁR

RAUÐUR

APPELSÍNUGULUR

LJÓSGRÁDRAPPLITUR

EFNI Á SÆTUM SVART LEÐUR*

SVART TAUÁKLÆÐI (2.0i-S EyeSight / 1.6i-S EyeSight)

SVART TAUÁKLÆÐI (1.6i EyeSight)

Sætisáklæði - Leður

Sætisáklæði - Tau/leður

Sætisáklæði - Tau

Sætisbak - Leður

Sætisbak - Tau

Sætisbak - Tau

* Aukabúnaður með 2,0i-S EyeSight og 1,6i-S EyeSight. Vegna staðsetningar prentsmiðju kunna litir að vera örlítið frábrugðnir þeim sem hér koma fram. Auk þess geta litir og sæti verið mismunandi eftir markaðssvæðum. 22


EIGINLEIKAR

01. Aðalljós sem bregðast við stýringu*1 Þegar ekið er eftir beygju í myrkri vísa aðalljósin til vinstri eða hægri, eftir því í hvaða átt stýrinu er snúið, til að tryggja sem besta lýsingu.

02. 18 tommu álfelgur*1 Nýr SUBARU XV er auðþekkjanlegur á skemmtilegri hönnun felganna. Þessar endingargóðu og léttu felgur undirstrika kraftmikla, líflega og einstaka útgeislun SUBARU XV.

02

03

03. Þakbogar*1*2

01

Þakbogarnir á nýja SUBARU XV geta borið alla þá aukahluti sem þú þarft að taka með þér og bæta þannig notagildi við ánægjulegan akstur.

04. Þokuljós að aftan

04

Sjáðu til þess að næstu bílar á eftir sjái bílinn þinn betur við slæm veðurskilyrði. Nýju þokuljósin að aftan eru felld inn í stuðarann og varin með klæðningum, sem ýtir undir glæsilegt og sterklegt útlit nýja SUBARU XV.

06

07

08

05. 17 tommu álfelgur Þessar stílhreinu felgur eru endingargóðar og léttar, til marks um gott notagildi og einstakan anda nýja SUBARU XV.

05

06. Sjálfvirkt tveggja svæða loftkælingarkerfi*1

08. USB- og hljóðtengi

Endurhannað loftkælingarkerfið dreifir loftinu á skilvirkan og hljóðlátan hátt með endurbættri stýringu loftstreymis til að farþegarýmið verði þægilegra við öll veðurskilyrði.

Tengdu iPod*3 eða annan tónlistarspilara við staðlaða hljóðtengið eða USB-tengið til að spila tónlistina þína í hljómtækjum SUBARU XV. Tvö USB-tengi*1 gera þér jafnframt kleift að hlaða tvö tæki í einu.

07. Lyklalaus opnun og ræsing með hnappi*1 Lykill með fjarstýringu veitir þér lyklalausan aðgang að bílnum þínum og gerir þér kleift að ræsa vélina með því einu að ýta á ræsihnappinn. *1 Aukabúnaður. *2 Krefst þess að keyptar séu festingar fyrir farangur á þakbogunum. *3 Apple, iPhone og iPod eru skráð vörumerki Apple Inc. 23


VÖRULÍNA SUBARU XV 2,0i-S EyeSight MÁL: L x B x H: 4465 x 1800 x 1615* mm VÉL: Flöt, fjögurra strokka, 16 ventla DOHC bensínvél með beinni innspýtingu RÚMTAK: 1995 cm³ HÁMARKSAFL: 115 kW (156 hö.) / 6000 sn./mín. HÁMARKSTOG: 196 Nm (20,0 kgfm) / 4000 sn./mín. GÍRKASSI: Lineartronic, aldrif

Appelsínugulur

24


Ljósgrádrapplitur

SUBARU XV 1,6i-S EyeSight MÁL: L x B x H: 4465 x 1800 x 1615* mm VÉL: Flöt, fjögurra strokka, 16 ventla DOHC bensínvél RÚMTAK: 1600 cm³ HÁMARKSAFL: 84 kW (114 hö.) / 6200 sn./mín. HÁMARKSTOG: 150 Nm (15,3 kgfm) / 3600 sn./mín. GÍRKASSI: Lineartronic, aldrif

Silfursanseraður

SUBARU XV 1,6i EyeSight MÁL: L x B x H: 4465 x 1800 x 1595 mm VÉL: Flöt, fjögurra strokka, 16 ventla DOHC bensínvél RÚMTAK: 1600 cm³ HÁMARKSAFL: 84 kW (114 hö.) / 6200 sn./mín. HÁMARKSTOG: 150 Nm (15,3 kgfm) / 3600 sn./mín. GÍRKASSI: Lineartronic, aldrif * Með þakbogum. 25


AUKAHLUTIR

Þótt allir SUBARU XV-bílarnir séu ríkulega búnir eru aukahlutirnir frá Subaru tilvaldir til að sérsníða Subaru-bílinn þinn að þínum þörfum og stíl. Aukahlutirnir frá Subaru eru hannaðir til að passa fullkomlega við Subaru-bílinn þinn og eru af sömu gæðum, hvort sem þú vilt auka hagræði, bæta virkni eða sérsníða útlit SUBARU XV-bílsins þíns. Nánari upplýsingar er að fá í aukahlutabæklingnum eða hjá næsta Subaru-umboði.

01

01. Uggi á framgrilli (svartur/appelsínugulur) 02. Undirhlíf að framan úr resínefni 03. Undirhlíf á hliðum úr resínefni 04. Undirhlíf að aftan úr resínefni 5. 17 tommu álfelga (fægð svört) 06. Vönduð, ofin gólfmotta 26

EINS OG ÞÚ VILT HAFA HANN.

02

03

04

05

06


STAFRÆN UPPLIFUN Í SUBARU

GAGNVIRK UPPLIFUN Í SUBARU Við bjóðum upp á margvíslegt stafrænt efni með fjölbreyttri og spennandi gagnvirkni, t.d. 360° sjónarhorni og myndböndum, til að þú getir kynnt þér allt sem Subaru hefur upp á að bjóða. Netbæklingur

Skoðaðu netbækling Subaru til að fá nánari upplýsingar, þar á meðal myndbönd, myndir og fleira. subaru-global.com/ebrochure

Heimasíða

YouTube

Facebook

Skoðaðu heimasíðuna okkar til að fá ítarlegar upplýsingar og fréttir um Subaru og bílana okkar.

Skráðu þig í áskrift á rásinni okkar til að sjá öll nýjustu myndböndin og taka þátt í umræðum um Subaru.

Vertu í sambandi við fjölbreytt Subaru-samfélagið og fáðu nýjustu fréttir beint frá Subaru.

subaru-global.com og www.subaru.is

youtube.com/user/SubaruGlobalTV

facebook.com/SUBARU.is

MÁL

*

Mál eru í samræmi við staðlaðar mælingar SUBARU CORPORATION.

* Gerðir án þakboga eru 1595 mm á hæð.

SUBARU CORPORATION áskilur sér rétt til að breyta tæknilýsingum og búnaði án undangenginnar tilkynningar. Tæknilýsingar, upplýsingar um búnað, litaúrval og aukahluti í boði eru háðar skilyrðum og kröfum á hverjum stað. Grennslastu fyrir um hvers kyns breytingar sem kann að vera krafist á þínu svæði hjá umboðsaðila á staðnum.

Ekki eru allir eiginleikar, aukabúnaður eða pakkar í boði fyrir allar gerðir og öll svæði. Sjá upplýsingar um framboð á tæknilýsingarblaðinu. Frekari upplýsingar fást hjá næsta viðurkennda söluaðila Subaru.


subaru.is JanĂşar 2018