Hyundai Tucson bæklingur

Page 1

Glænýr TUCSON


Nýtt útlit fyrir nýja tíma. Byltingin er hafin. Nýr Tucson er ekki eingöngu eðlileg framþróun frá eldri gerð bílsins heldur hefur hönnun hans verið umbylt. Rennileg lögun, skarpar línur og einstök innfelld, falin ljós, sem eru þau fyrstu sinnar tegundar, gefa bílnum einstakt yfirbragð. Bíllinn er í fararbroddi í framsækinni hönnun, auk þess að vera búinn fyrsta flokks snjalltækni til dæmis í öryggisbúnaði sem er með því besta sem þekkist í flokki sambærilegra bíla, framúrskarandi akstursaðstoðarkerfi og fjölbreyttasta úrval aflrásarlína í flokki borgarjeppa. 2


3


4


Gott opið rými fyrir stafræna upplifun þína. Þegar þú sest inn í bílinn mætir þér mikið pláss, þægindi og notagildi sem á sér ekki hliðstæðu. Hér sameinast rými, tækni og upplýsingar í fullkomnum samhljómi og bíllinn setur ný viðmið í flokki sambærilegra bíla með ótrúlegu úrvali af fyrsta flokks snjalltækni. 10,25" stafræna mælaborðið er hönnunarnýjung sem gefur ökumannsrýminu hátæknilegt yfirbragð sem og nýi 10,25" snertiskjárinn sem fellur fullkomlega að miðstokknum. Stjórntækjum fyrir leiðsögn, upplýsinga- og afþreyingarkerfi og loftkælingu stýrir þú nú með snertingu.

5


Byltingarkennd hönnun.

Rafmögnuð frammistaða. 48V Mild Hybrid

Vél

Rafgeymir

Hybrid

Vél

Plug-in Hybrid

Rafmótor

Rafgeymir

Vél

Rafmótor

Rafgeymir

Hleðsla

Við settum meiri spennu í úrvalið. Nýr Tucson er hannaður fyrir minni losun án þess að það komi niður á akstursánægjunni og honum fylgir fjölbreyttasta úrval rafknúinna aflrása í flokki borgarjeppa. Hægt er að velja á milli 48 volta Mild Hybrid, sem knúinn er með bensíni eða dísilolíu, Hybrid eða Plug-in Hybrid. Rafstýrð fjöðrun og HTRAC, einkaleyfisvarið aldrif Hyundai, tryggja betri stjórn við allar aðstæður og veita þér aukið sjálfstraust til að takast á við erfiðustu akstursskilyrðin.

6


7


8


Við höfum auga með örygginu.

Öryggisskjár fyrir blindsvæði (BVM) Nú er öruggara og auðveldara að skipta um akrein. Þú færð útsýni til hliðar og aftur fyrir bílinn vinstra og hægra megin á skjá í mælaborðinu. Það kviknar myndavélunum um leið og þú gefur stefnuljós.

Skynjarar í aftursæti (ROA) Gleymdist eitthvað aftur í? Skynjarar greina hreyfingu í aftursætunum og tilkynna á skjá.

360° myndavél. (SVM) 360° útsýni auðveldar þér að leggja bílnum á auðveldan og öruggan hátt. Fjórar HD myndavélar neðan á bílnum að framan, á hliðum og að aftan sýna þér umhverfið í allar áttir í rauntíma.

Öryggisathugun til ökumanns. (DAW) Búnaður bílsins nemur ökulag bílstjóra og gerir viðvart með hljóðmerki og skilaboðum ef líkur eru á að taka þurfi hvíld frá akstrinum vegna þreytu eða einbeitingarskorts.

9


Hyundai snjalltækni. Njóttu þess að öðlast aukna hugarró með háþróuðum akstursaðstoðarkerfum Hyundai og SmartSense akstursöryggispakka sem inniheldur fjölbreyttan snjallbúnað. Tucson öryggistæknin er sú besta í sambærilegum flokki bíla og getur varað þig við mögulegri hættu á meðan þú ekur, hvort sem um er að ræða sjálfvirka hemlun til að koma í veg fyrir árekstur og auðvelda þér að halda þig á akreininni eða blindsvæðisviðvörun.

FCA árekstraröryggiskerfi (FCA with junction turning function) FCA kerfið varar þig við og hemlar sjálfkrafa þegar það skynjar að bíllinn framundan hemlar skyndilega, einnig þegar það skynjar árekstrarhættu við gangandi eða hjólandi vegfarendur. Það sama gildir um árekstrarhættu við ökutæki úr gagnstæðri átt þegar tekin er vinstri beygja á gatnamótum. Highway Driving Assist (HDA) HDA notar leiðsagnartengdan snjallhraðastilli og leiðsagnargögn ásamt akreinaaðstoð til að halda bílnum þínum á miðri akrein, í öruggri fjarlægð frá næsta bíl á undan og á ökuhraða undir hraðatakmörkum. 10

Navigation-based Smart Cruise Control Curve (NSCC-C) NSCC-C notar nýjustu tækni í leiðsagnarkerfum til að sjá fyrir beygjur og beina kafla framundan á þjóðveginum og stillir hraðann sjálfkrafa til að auka akstursöryggi. Smart Cruise Control (SCC w/Stop & Go) Snjallhraðastillir Meira öryggi og minna stress. Snjallhraðastillirinn viðheldur tiltekinni fjarlægð frá næsta ökutæki framundan, eykur hraðann og dregur sjálfkrafa úr honum innan fyrirfram stilltra marka. Í rykkjóttri umferð heldur bíllinn tiltekinni fjarlægð við næsta bíl og tekur af stað sjálfur eftir þörfum.

Lane Following Assist (LFA) Akreinaaðstoð Heldur þér í öruggi miðjunnar. Þegar LFA er virkjað heldur það bílnum á miðri akrein á hraða milli 0 til 180 km á klukkustund á þjóðvegum og götum innanbæjar. Lane Keeping Assist (LKA) Akreinastýring LKA notar myndavélina framan í bílnum til að greina vegamerkingar. Ef óviljandi er farið yfir akreinalínu er ökumaður varaður við og stýrisátaki beitt til að beina bílnum aftur inn á akreinina.


Blind-spot Collision-Avoidance Assist (BCA) Blindsvæðis árekstrarvörn Með hjálp ratsjárskynjara á neðanverðum afturstuðara og myndavélar framan á bílnum, gerir kerfið viðvart um umferð á blindsvæðinu. Ef þú gefur stefnuljós við slíkar aðstæður heyrist hljóðviðvörun og bíllinn hemlar til að koma í veg fyrir árekstur. Rear Cross-Traffic Collision-Avoidance Assist (RCCA) Árekstrarvörn að aftan Þegar bakkað er út af svæði þar sem skyggni er lélegt, sér kerfið ekki einungis um að vara þig við ef ökutæki nálgast frá hlið heldur hemlar líka sjálfkrafa.

Intelligent Speed Limit Assist (ISLA) ISLA hraðatakmörkun ISLA varar þig við með hljóð- og sjónmerki þegar þú ferð yfir leyfilegan hámarkshraða. Minnir þig einnig á að breyta hraðastillingunni í Manual Speed Limit Assist eða Smart Cruise Control þannig að þú haldir þig á löglegum hraða.

Safe Exit Warning (SEW) Þessi snjalli búnaður getur komið í veg fyrir slys með því að skynja ökutæki sem nálgast aftan frá og birta viðvörun í mælaborðið og á útispegli auk þess að gefa hljóðviðvörun.

Leading Vehicle Departure Alert (LVDA) Þessi snjalli búnaður fyrir innanbæjarakstur varar ökumann við þegar ökutækið á undan leggur af stað úr lausagangi, til dæmis við umferðarljós eða í umferðarþvögu.

High Beam Assist (HBA) Minna stress og hámarks skyggni/sýnileiki. HBA skynjar ekki aðeins ökutæki sem koma úr gagnstæðri átt heldur einnig ökutæki framundan á sömu akrein og skiptir yfir á lágu ljósin eins og við á.

11


Litir á innra byrði.

Obsidian Black one-tone.

Obsidian Black one-tone cloth.

12

Moss Grey two-tone.

Obsidian Black one-tone leather.

Moss Grey two-tone cloth.

Moss Grey two-tone leather.


Álfelgur.

17" Álfelga

Teal colour pack.

18" Álfelga

Teal colour pack cloth.

Teal colour pack leather.

19" Álfelga

13


Litir á ytra byrði. Með þremur nýjum og ferskum litum, Shimmering Silver, Amazon Grey og Teal, er nú hægt að velja úr níu litum. Að auki er hægt að velja tvílitan bíl með annaðhvort Phantom Black eða Dark Knight þaki sem eykur enn meira möguleikann að gera nýjan Tucson persónulegri eftir þínu litavali.

Phantom Black (Pearl)

Polar White (Solid)

Shimmering Silver (Metallic)

Dark Knight (Pearl)

Teal (Pearl + Metallic)

Möguleiki á tvílitum með Dark Knight lit á þaki

Möguleiki á tvílitum með Phantom Black lit á þaki

Möguleiki á tvílitum með Dark Knight lit á þaki

Möguleiki á tvílitum með Phantom Black lit á þaki

Möguleiki á tvílitum með Phantom Black lit á þaki

Amazon Grey (Metallic)

Silky Bronze (Metallic)

Engine Red (Solid)

Sunset Red (Pearl + Metallic)

Möguleiki á tvílitum með Phantom Black lit á þaki

Möguleiki á tvílitum með Dark Knight þaki

Möguleiki á tvílitum með Phantom Black lit á þaki

Möguleiki á tvílitum með Phantom Black lit á þaki

14


Mál og tæknilýsing. Vél og afköst Eldsneyti

1600 cc – 136 hestöfl Dísil Hybrid

1600 cc – 230 hestöfl Bensín Hybrid

1600 cc – 260 hestöfl Tengiltvinnbíll

Dísil Hybrid

Bensín Hybrid

Tengiltvinnbíll

Fjöldi strokka

4

4

4

Rúmtak vélar

1600

1600

1600

Skipting Drifás

Sjálfskiptur

Sjálfskiptur

Sjálfskiptur

Fjórhjóladrifinn

Fjórhjóladrifinn

Fjórhjóladrifinn

Hámarks hefstöfl (hö)

136

230

260

Hámarks tog (Nm)

320

260

304

12

0

0

180

0

0

Hröðun (0–100 Km/Klst.) Hámarkshraði Eyðsla og útblástur Eyðsla WLTP Combined

4 ,9

4,9

0

Co2 Gkm

120

130

0

EU6d-TEMP

EU6d-TEMP

Emission Standard Helstu mál Heildarlengd (mm)

4.500

4.500

4.500

Heildarbreidd (mm)

1.825

1.825

1.825

Farangursrými (lítrar)

546

616

558 1.737

Farangursrými /Með Sæti Niðri (lítrar)

1.725

1.795

Eiginþyngd (Kg)

1.660

1,660

0

Heildarþyngd Ökutækis (Kg)

2.180

2.180

0

Heildarhæð

1.650 mm Heildarbreidd Sporvídd hjóla

1.865 mm 1.604 mm

Heildarlengd Hjólhaf

4.500 mm 2.680 mm

Sporvídd hjóla

1.615 mm

15


Hyundai á Íslandi www.hyundai.is Höfundarréttur © 2020 Hyundai Motor Company. Allur réttur áskilinn.

Upplýsingar í þessum bæklingi eru til bráðabirgða. Þeim kann að verða breytt án fyrirvara og þær eru eingöngu ætlaðar til kynningar. Litir bíla á myndum kunna að vera aðrir en í raunveruleikanum vegna takmarkana í prenttækni. Vörur sem sýndar eru samsvara því sem er í boði á evrópskum mörkuðum. Bílarnir sem sýndir eru í þessum bæklingi kunna að hafa aukabúnað sem greiða þarf sérstaklega fyrir. Auk þess eru ekki allar gerðir sýndar í þessum bæklingi. Hyundai Motor Europe áskilur sér rétt til að breyta tæknilýsingum og upplýsingum um búnað án undangenginnar tilkynningar. Nákvæmar upplýsingar fást hjá söluaðila Hyundai.

Hyundai | Kauptúni 1 | Sími 575 1200 | www.hyundai.is

ENNEMM / SÍA /

8 ár eða 160.000 km ábyrgð er á rafhlöðu bílsins. Staðbundnir skilmálar gilda. Frekari upplýsingar fást hjá Söluaðila Hyundai.

NM004635 / MARS 2021

7 ára ábyrgð Hyundai/150.000 km akstur, hvort sem kemur á undan. Nánari upplýsingar í ábyrgðarbók.