__MAIN_TEXT__

Page 1

Tucson


2


Trúr þeim tryggu. Lífið er ferðalag. Stundum er vegurinn sléttur og beinn. Stundum festistu í morgunumferðinni. Ferðin á áfangastað er hálft gamanið en á sama tíma oft á tíðum erfiðust. Þegar öllu er á botninn hvolft er atorkusemi lykillinn á bak við velgengni, líkt og á við um Tucson. Með atorkusemi og nýsköpun hefur Hyundai tekist að búa til einn mest selda sportjeppa í heimi – hannaðan og smíðaðan í Evrópu. Nú höfum við unnið hörðum höndum að því gera hann enn betri. Nýr Tucson markar ný spor með endurnýjaðri og glæsilegri hönnun, nýrri snjalltækni og nýjustu akstursöryggistækni.

3


Glæsilegt nýtt útlit. Nýtískulegur og kraftmikill. Glæsileg og endurnýjuð hönnun ytra byrðis nýs Tucson fetar milliveginn milli útlits og notagildis. Rennilegt yfirborðið undirstrikar sérkenni hans og glæsileika.

4


5


6


Upplifðu aukin þægindi. Um leið og þú sest inn í Tucson tekurðu eftir áherslu okkar á smáatriðin og ástríðu fyrir gæðum. Nýjar áherslur gera farþegarýmið enn þægilegra og rýmra. Splunkunýtt mælaborðið státar nú af mjúkri áferð og tvöfaldri saumlínu fyrir sérhannað og fágað útlit. Þetta nýja útlit er undirstrikað með upphleyptu leðri og snyrtilegu textílefni. Fyrir enn frekari þægindi við akstur er nýr Tucson búinn þægilegum sætum sem bjóða upp á bestu mögulegu stillingu hvort sem er á vegum eða í torfærum.

7


Hönnun innanrýmis. Tilkomumikil blanda af rúmgóðu og þægilegu rými og áhersla okkar á smáatriðin er það sem gerir innanrými Tucson svona einstakt.

8" snertiskjár– ein helsta breytingin í ökumannsrýminu er 8" snertiskjárinn. Fullkomlega staðsettur fyrir auðvelt aðgengi, beint fyrir ofan miðstöðina á mælaborðinu. Hönnunin gerir þér kleift að sjá auðveldlega á hann við akstur. Skjótur aðgangur að upplýsinga- og afþreyingarkerfi, Apple CarPlay™ og Android Auto™ sem og fimm ára ókeypis áskrift að LIVE Services. Apple CarPlay™ er skráð vörumerki Apple Inc. Android Auto™ er skráð vörumerki Google Inc.

8

Sérsaumað leðuráklæði – mjúkt leður með áherslusaum gefur innrarýminu fágað og snyrtilegt yfirbragð.


Vandað innanrými – hágæða efni og mjúkt yfirborð einkenna ökumannsrýmið.

9


10


Svipsterkur stíll og mikil afkastageta. Nýr Tucson er svipsterkur frá öllum hliðum, með flæðandi hliðarlínum frá framljósum til afturljósa. Ný endurhönnuð LED-afturljósasamstæða gefur bílnum einkennandi útlit og aukinn sýnileika. Stórar felgur og áberandi brettakantar undirstrika sportlega hönnunina. Þakbogarnir og sterkbyggðir hliðarlistarnir leggja áherslu á þróttmikla eiginleika sportjeppans. Nýi Tucson er fyrsti bíllinn frá Hyundai sem er fáanlegur með hybrid-aflrásarkerfi. 48V rafkerfi, sem er fáanlegt ásamt 2,0 lítra dísilvél, hjálpar til við hröðun og veitir allt að 12kW aukakraft, sem dregur úr eldsneytisnotkun og losun koltvísýrings um allt að 7%.

11


Vekur athygli hvert sem hann fer. Nýr Tucson er búinn LED-aðalljósum sem gefa honum enn sportlegra yfirbragð. Þau ná upp í efstu horn stallaða grillsins og eru miðpunktur endurhannaða framhlutans. Fram- og afturstuðarinn eru einnig endurmótaðir. Allt ýtir þetta undir eftirtektarvert útlit hins nýja Tucson og lætur hann skera sig úr hvar sem þú ert. Það eina sem þú þarft að gera er að venjast athyglinni.

Áberandi brettakantar undirstrika uppfært úrval af stílhreinum álfelgum frá 16" til 19".

12


13


Einkennandi hönnun. Fjölmargar eftirtektarverðar breytingar hafa verið gerðar á hönnun hins nýja Tucson.

Nú með stallað Hyundai-grill

14

Ný Bi-LED-aðalljós með háljósaaðstoð


Endurhannaður afturstuðari og ný LED-ljósasamstæða

Ný LED-afturljósasamstæða

Nýtt sett af krómuðum útblástursrörum

15


Í tengingu við umheiminn. Nýr Tucson hefur verið endurhannaður til að bjóða þér upp á alla þá tengimöguleika sem búast má við. Hann er útbúinn nýstárlegri handfrjálsri tækni sem eykur akstursánægju. Með Apple CarPlay™ og Android Auto™ er allt innan seilingar á nýja 8" snertiskjánum. Tengdu snjallsímann einfaldlega til að birta öll uppáhaldsforritin þín á stóra skjánum. Þá geturðu notað raddskipanir til að svara símanum, senda og taka við skilaboðum og hlusta á tónlist með hljóðkerfinu frá KRELL. Tíu hágæða hátalarar og aukamagnari veita öllum um borð einstaka hljóðupplifun. Apple CarPlay™ er skráð vörumerki Apple Inc. Android Auto™ er skráð vörumerki Google Inc.

Fyrsta flokks hljóðkerfi frá KRELL

16

8" snertiskjár með Apple Carplay™ og Android Auto™

Þráðlaus hleðsla fyrir snjallsíma, AUX- og USB-tengi og 12 volta innstunga innan seilingar.


17


18


Hannaður með þægindi í huga. Nýr Tucson er búinn fjölbreyttu úrvali af snjöllum tæknibúnaði sem veitir aukin þægindi og munað fyrir alla um borð. Rafstýrð handbremsa sem skapar meira pláss á miðstokknum fyrir þráðlausa hleðslustöð fyrir snjallsíma. Bílnum er svo hægt að leggja á auðveldan og öruggan hátt þökk sé umhverfismyndavélakerfinu sem veitir 360° útsýni. Leiðsögukerfið notast við þrívíddarkort og fimm ára ókeypis áskrift að LIVE Services sem býður upp á upplýsingar um veður, umferð og hraðamyndavélar – þar sem það er leyfilegt samkvæmt lögum – svo þú getir verið með á nótunum öllum stundum.

Rafstýrð handbremsa

19


20


Nóg af plássi. Hallaðu þér aftur og njóttu – þægilegt farrýmið er virkilega rúmgott. Í því rúmast hæglega fimm fullorðnir, en breitt sólþak lætur rýmið líta út fyrir að vera enn stærra. Það gleður þig eflaust að heyra að stórt skottið rúmar 513 lítra, sem gerir þér kleift að taka allt sem þig langar með þér í ferðalagið. Farangursrýmið er líka stillanlegt, en hægt er að leggja aftursætin með 60/40 skiptingu alveg flöt niður á aðeins nokkrum sekúndum til að koma farþegum og lengri hlutum fyrir. Ef aftursætin eru lögð niður rúmar farangursrýmið 1.503 lítra, sem hægt er að fylla með öllu því sem þarf að taka með.

Sveigjanleg 60:40 skipting aftursætanna gerir þér kleift að fella þau saman á augabragði.

21


Hentugur og hugvitssamlegur. Nýi Tucson er útbúinn fjölbreyttu úrvali af nýrri snjalltækni sem gerir ferðalagið enn afslappaðra.

Mælaborð – haganlega staðsett og auðvelt aflestrar. 4,2" LCD-litaskjár sýnir mikilvægar akstursupplýsingar á borð við akstursöryggi, vegalengd á áfangastað, eldsneytisnotkun, akstursleiðsögn, hitastig úti við og fleira.

22

Umhverfismyndavélakerfi – einfalt og þægilegt. Umhverfismyndavélakerfið auðveldar ökumanninum að bakka í þröng stæði og gera aðgerðina öruggari. Háþróaður öryggisbúnaður vel staðsettra myndavéla veitir þér 360° yfirsýn yfir svæðið í kringum bílinn svo þú getir séð nákvæmlega hvað þú ert að gera.


USB-tengi fyrir aftursæti– „Plug and Play“. Í afturhluta bílsins er USB-hleðslustöð fyrir farþega í aftursæti.

Snjallopnun afturhlera– eins einfalt og hugsast getur. Kerfið opnar sjálfkrafa afturhlerann þegar þú ert með snjalllykilinn á þér innan greiningarsviðsins í minnst þrjár sekúndur. Þú þarft ekki einu sinni að taka lykillinn upp úr vasanum.

23


Hyundai SmartSense Tucson er búinn nýjustu akstursöryggistækni með Hyundai SmartSense – hugvitssamlegu akstursaðstoðarkerfi sem veitir þér aukið öryggi og hugarró. Hvort sem um er að ræða sjálfvirka hemlun til að koma í veg fyrir árekstur og auðvelda þér að halda þig á akreininni eða blindsvæðisviðvörun getur tæknin varað þig við mögulegri hættu á meðan þú ekur.

Umhverfismyndavélakerfið auðveldar ökumanninum að bakka í þröng stæði og gera aðgerðina öruggari, en það veitir þér 360° yfirsýn yfir svæðið í kringum bílinn.

24


FCA-árekstraröryggiskerfi með greiningu gangandi vegfarenda. FCA-kerfið notar myndavél og ratsjárskynjara til að fylgjast með umferð framundan. Skynji kerfið að hætta sé á árekstri við bíl fyrir framan eða gangandi vegfaranda mun það vara ökumanninn við ef þörf krefur og hægja á eða stöðva ökutækið sjálfkrafa.

Akreinastýring. Akreinastýring er staðalbúnaður sem notar myndavélina framan á bílnum til að greina vegamerkingar. Ef farið er óvart yfir línu varar það ökumann við og beitir stýrisátaki til að beina bílnum aftur inn á akreinina.

ASCC-snjallhraðastilling með kerfi fyrir akstur í umferðarteppum. Notar ratsjárskynjara að framan. ASCCsnjallhraðastilling með kerfi fyrir akstur í umferðarteppum viðheldur stöðugum hraða og hæfilegri fjarlægð frá ökutækinu fyrir framan með sjálfvirkri inngjöf og hemlun. Ef umferðin stíflast beitir kerfið hemlun þar til bíllinn nemur staðar og gefur svo inn þar til hann hefur náð æskilegum hraða um leið og leiðin er greið.

Blindsvæðisviðvörun með akreinaskiptihjálp. Með hjálp tveggja ratsjárskynjara á neðanverðum afturstuðaranum varar kerfið við umferð á blindsvæðinu. Ef þú gefur stefnuljós við slíkar aðstæður mun akreinaskiptihjálpin gefa hljóðviðvörun.

LED-ljóstækni. Háljósaaðstoð greinir ökutæki sem koma úr gagnstæðri átt sem og ökutæki fyrir framan í myrkri og slekkur á háu ljósunum eftir því sem við á. Beygjuljósið lýsir út í kant þegar ekið er í beygju og eykur þannig yfirsýn í myrkri.

Árekstrarvörn að aftan. Þegar bakkað er út úr þröngum stæðum dregur árekstrarvörnin að aftan úr líkum á ákeyrslu. Til þess notar kerfið tvo ratsjárskynjara sem greina aðvífandi umferð frá hlið.

ISL-hraðatakmörkun. Hraðatakmörkunin notar myndavélina að framan frá leiðsögukerfinu til að greina hámarkshraðaskilti og birta hraðatakmarkanir og bannskilti í rauntíma. Upplýsingarnar eru bæði birtar á skjá leiðsögukerfisins og TFT-mælaborðinu.

Athyglisviðvörun. Hér er á ferðinni staðalbúnaður sem eykur öryggi og þægindi með stöðugri greiningu aksturslags. Þegar kerfið greinir þreytu eða einbeitingarleysi varar það ökumanninn við með hljóðmerki og viðvörunarskilaboðum þar sem mælt er með því að hann taki sér hlé frá akstrinum.

25


Litir í innanrými og sætisáklæði

Svart

Svart og Sahara drapplitað

Svart / vínrautt leður

Svart / ljósgrátt leður

Svart leður

26

Vínrautt leður

Sahara drapplitað leður

Ljósgrátt leður


Litir á ytra byrði

Jökulhvítur

Platínusilfraður

Dökkgrár

Sandhvítur

Grængrár

Dökkbrúnn

Svartur

Vínrauður

Rauður

Dökkblár

Blár

27


Álfelgur og gírkassi

19" álfelgur

17" álfelgur

28

18" álflegur (ný tegund)

16" álflegur

6-gíra Beinskiptur 7-gíra dual-clutch transmission (Sjálfskiptur), 8-gíra Sjálfskiptur transmission (Sjálfskiptur)


1.655 (1.660) mm

Mál og tæknilýsing

2.670 mm 4.480 mm

1.604 mm 1.850 mm

GAMMA 1.6 GDI (EURO 6c) SKIPTING

2 WD

OG DRIF

Sjsk.

HÁMARKSAFL (kW (HÖ) / sn.min

FJÖLDI GÍRA

MÁL OG ÞYNGD

HÁMARKSHRAÐI (km/klst)

ÚTBLÁSTUR OG ELDSNEYTISNOTKUN

2 WD

Bsk.

Sjsk.

1.591

1.591

Bsk.

R 2.0 (HIGH) (EURO 6c)

2 WD

4 WD

Bsk.

1.598

Sjsk.

Bsk.

1.598

R 2.0 48V (HIGH) (EURO 6c)

4 WD Sjsk.

4 WD

Bsk.

1.598

Sjsk.

Bsk.

1.995

Sjsk. 1.995

4

4

4

4

4

4

4

4

130 (177) / 5.500

130 (177) / 5.500

85 (115) / 4.000

100 (136) / 4.000

100 (136) / 4.000

136 (185) / 4.000

136 (185) / 4.000

320

320

400

160.8

265

265

280

Beinskiptur

Sjálfskiptur

Beinskiptur

Sjálfskiptur

Beinskiptur

Sjálfskiptur

Beinskiptur

Beinskiptur Sjálfskiptur Beinskiptur Sjálfskiptur Beinskiptur

6

6

6

7

6

7

6

6

7

6

7

182

170

203

201

202

201

175

180

180

180

180

400

Sjálfskiptur

Beinskiptur

6

8

6

Sjálfskiptur 8

201

201

201

201

0 - 100 Kkm/klst (sek)

11,5

12,1

9,2

8,9

9,5

9,1

11,8

11,2

11.8

11.4

12.0

9.9

9.5

9.9

9.5

EIGINÞYNGD (léttast) (kg)

1.414

1.440

1.470

1.502

1.531

1.562

1.507

1.507

1.525

1.578

1.601

1.621

1.643

1.682

1.704

CURB WEIGHT (þyngst) (kg)

1.572

1.597

1.636

1.668

1.697

1.664

1.664

1.682

1.735

1.758

1.774

1.796

1.820

FARANGURSRÝMI (L) DEKK

Sjsk.

U 1.6 (HIGH) (EURO 6c)

97 (132) / 6.300

TOG (Nm) SKIPTING

U 1.6 (LOW) (EURO 6c) 4 WD

Bsk.

1.591

FJÖLDI STROKKA

AFL

2 WD

Bsk. SLAGRÝMI (cc)

VÉL

GAMMA 1.6 T-GDI (EURO 6c)

1.615 mm

STÆRÐ

1.727

1.842

502 - 513

502 - 513

502 - 513

502 - 513

502 - 513

502 - 513

502 - 513

459

225/70R16/60R17 55R18/45R19

225/70R16/60R17 55R18/45R19

225/70R16/60R17 55R18/45R19

225/70R16/60R17 55R18/45R19

225/70R16/60R17 55R18/45R19

225/70R16/60R17 55R18/45R19

225/70R16/60R17 55R18/45R19

225/70R16/60R17 55R18/45R19

INNANBÆJAR (L/100km)

8.6 – 7.9

9.8

9.8

9.0

10.0

9.2

7.1

UTANBÆJAR (L/100km)

5.6 – 5.4

6.0

5.8

6.0

6.2

6.5

5.2

5.6

BLANDAÐUR (L/100km)

6.7 – 6.3

7.4

7.3

7.1

7.6

7.5

5.9

6.5

CO2 BLANDAÐUR (g/km)

156 – 147

174

169

165

177

175

154

170

Ofangreind gildi eru niðurstöður úr innri prófunum og geta breyst eftir staðfestingu. Einhver búnaður sem sýndur er eða sem lýst er í þessum vörulista er hugsanlega ekki staðalbúnaður en getur verið í boði gegn sérpöntun. ● Hyundai Motor Company áskilur sér rétt til að breyta tæknilýsingum og búnaði án fyrirvara. ● Litirnir sem sýndir eru kunna að vera örlítið frábrugðnir raunverulegum litum vegna takmarkana í prentun. ● Upplýsingar um framboð lita, innréttinga og áklæða fást hjá næsta söluaðila.

8.0

● ●

29


30


Eftirtektarverðari, snjallari og glæsilegri. Með sínu glæsilega nýja útliti, nýjustu akstursöryggistækni og uppfærðum aflrásum uppfyllir nýr og endurhannaður Tucson allar kröfur nútímans. Í honum sameinast sveigjanleikinn sem einkennir jeppa og einkennandi útlit sem hefur verið gert enn svipmeira í nýju hönnuninni. Trúr þeim tryggu. Nýr Tucson er hannaður til að láta þig líta vel út hvert sem þú ferð – hvort sem þú ert á leið til vinnu eða í ræktina. En það er þitt álit sem skiptir öllu máli. Kíktu í reynsluakstur hjá næsta söluaðila Hyundai og upplifðu bílinn á eigin skinni. Þú getur líka skoðað vefsvæðið okkar, þar sem finna má ótal valkosti og möguleika.

Kynntu þér málið á Hyundai.is

31


ENNEMM / SÍA / NM89306 / SEPTEMBER 2018

Kauptúni 1 - 210 Garðabæ 575 1200 - www.hyundai.is

5 ára ábyrgð Hyundai með ótakmörkuðum akstri á aðeins við fyrir bifreiðar frá Hyundai sem voru upprunalega seldar af viðurkenndum umboðsaðila Hyundai til endanlegs kaupanda eins og fram kemur í skilmálum okkar í ábyrgðarskírteininu. Hyundai Íslandi www.hyundai.is Höfundarréttur © 2018 Hyundai Motor Europe. Allur réttur áskilinn. ESB. LHD 0809 ENG

Upplýsingar í þessum bæklingi eru til bráðabirgða. Þeim kann að verða breytt án fyrirvara og þær eru eingöngu ætlaðar til kynningar. Litir bíla á myndum kunna að vera aðrir en í raunveruleikanum vegna takmarkana í prenttækni. Vörur sem sýndar eru samsvara því sem er í boði á evrópskum mörkuðum. Bílarnir sem sýndir eru í þessum bæklingi kunna að hafa aukabúnað sem greiða þarf sérstaklega fyrir. Auk þess eru ekki allar gerðir sýndar í þessum bæklingi. Hyundai Motor Europe áskilur sér rétt til að breyta tæknilýsingum og upplýsingum um búnað án undangenginnar tilkynningar. Nákvæmar upplýsingar fást hjá söluaðila Hyundai.

Profile for BL ehf.

Hyundai Tucson bæklingur  

Hyundai Tucson bæklingur  

Profile for hallih