Hyundai IONIQ - Bæklingur

Page 25

Snjallhraðastillir með Stop & Go-eiginleika Heldur forstilltri fjarlægð með því að minnka eða auka hraðann sjálfkrafa upp að tilgreindum mörkum. Í mjög hægri umferð og umferðarteppum er einfalt að ýta við inngjafarfótstiginu eða ýta á hnappinn á stýrinu til að endurræsa vélina eftir að hún stöðvast. Skynjari fyrir hreyfingu bíls á undan Þessi hugvitssamlegi eiginleiki fyrir borgarakstur lætur ökumanninn vita þegar bíllinn á undan ekur af stað, t.d. á umferðarljósum eða í umferðarteppu.

Akreinastýring Notar myndavélina framan á bílnum til að greina vegamerkingar. Ef farið er óvart yfir línu varar hún ökumanninn við og beitir stýrisátaki til að beina bílnum aftur inn á akreinina.

FCA-árekstraröryggiskerfi FCA-árekstraröryggiskerfið greinir veginn fram undan með ratsjá og myndavél og hemlar sjálfkrafa þegar það greinir óvænta hemlun hjá bíl fyrir framan. Kerfið er einnig búið greiningartækni fyrir gangandi vegfarendur og hjólreiðafólk.

Akreinaaðstoð Þegar hún er virk heldur hún bifreiðinni á miðri akreininni.

25


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.