Page 1

electric


Einn bíll. Þrjár mismunandi aflrásir.

IONIQ Plug-in Hybrid (væntanlegur) Þetta er í fyrsta sinn sem boðið er upp á þrjár mismunandi rafaflrásir sem allar búa yfir sömu glæsilegu og nútímalegu hönnuninni ásamt sérhönnuðum undirvagni. Hver þessara aflrása er í samræmi við einstaka hugmyndafræði Hyundai, sem er einfaldlega sú að rafbílar eigi að búa yfir öllum þeim aksturseiginleikum sem gera aksturinn ánægjulegan.

2

Bætist fljótlega í hópinn. Býr yfir öllum kostum IONIQ Hybrid og allt að 50 km rafknúnum akstri án útblásturs. Hægt er að hlaða hann gegnum rafmagnsinnstungu.


IONIQ Hybrid (væntanlegur)

IONIQ Electric

Sameinar einstaklega skilvirka bensínvél og togmikinn rafmótor ásamt sportlegri 6 gíra DCT-skiptingu fyrir sparneytinn og ánægjulegan akstur.

Er með kröftugum rafmótor með miklu togi sem knúinn er af Litíum-ion fjölliðurafhlöðu sem skilar allt að 280 km akstri án útblásturs.

3


4


Hrífandi hönnun. Framúrskarandi tilfinning. Hrífandi hönnun IONIQ Electric gefur honum fágað yfirbragð frá öllum hliðum. Þessi einstaka blanda 100% rafknúins aksturs og orkunýtingar birtist í fíngerðum línum og jafnvægi í hönnun. Jafnvel sérhannaðar álfelgurnar stuðla að einstaklega lítilli loftmótstöðu. Grillplatan rammar inn LED-aðalljósin og framstuðarinn skartar eftirtektarverðum LED-dagljósum og einkennandi koparlitaðri neðri brún.

Upplifðu IONIQ í þrívídd! Sæktu IONIQ 3D appið í App Store. Fyrir Android-tæki er appið sótt í Google Play Store.

5


6


Framtíðin er hér. Hún er án útblásturs. IONIQ Electric er útblásturslaus bíll sem temur vindinn og örvar skilningarvitin. Loftviðnámsstuðull upp á aðeins 0,24 og framsækin rafmagnsaflrás gera aksturinn að einstakri upplifun. Þessi einstaklega hagkvæmi fimm sæta bíll veitir ánægju á hverjum degi, í stuttum sem löngum ferðum.

Venjuleg hleðsla (5 pinna AC) Hraðhleðsla (DC)

LED-aðalljós

ASCC-snjallhraðastilling

Hleðslutengi

Tvöfaldur ávinningur: LED-aðalljós bæta sýn að nóttu til með bjartari lýsingu en nota engu að síður minni orku en hefðbundin ljós.

Bak við Hyundai-merkið á grillplötunni er skynjari fyrir ASCC-snjallhraðastillingu.

Á bak við eina aðgangsloku eru tvö hleðslutengi. Eitt er fyrir tengingu við venjulega rafmagnsinnstungu eða almenna hleðslustöð. Hitt tengið er fyrir hraðhleðslustöðvar sem geta gefið allt að 80% hleðslu á aðeins 23 mínútum.

7


8


Framsækin hugsun. Rafmögnuð frammistaða. Ofurhljóðlát og algjörlega rafknúin aflrás IONIQ Electric gefur hönnuninni ekkert eftir hvað varðar hugvit og innblástur. Það er dásamleg upplifun að taka af stað, þökk sé tafarlausu togi rafmótorsins. Á ferð er hægt að stilla heildarframmistöðuna með því að velja Eco-, Normal- eða Sport-akstursstillingu. Rafmótorinn myndar orku til að hlaða rafhlöðuna þegar bíllinn rennur áfram eða hemlar.

Stöðugír Akstursgír

Bakkgír Hlutlaus

Handfang

ECO, NORMAL OG SPORT

Stýring á endurnýtingarhemlun

Rafstýrðar aðgerðir

Auk NORMAL-stillingar fyrir hefðbundinn akstur er hægt að velja ECO-stillingu sem hámarkar skilvirkni við orkunotkun og SPORT-stillingu sem gefur aukalegt 30 Nm tog svo hámarkstogið verði 295 Nm.

Hægt er að stjórna endurnýtingu hemlunarafls með vel staðsettum flipum á stýrinu.

Hentugir hnappar á miðjustokk einfalda rafræna stjórnun helstu aksturseiginleika.

9


28

h kW

afk

öst

98 k

Wh

ám

ark

sa

Allt að 280 km á stakri hleðslu fl

23 m ínútna

hle ðslut ími (hr aðh leð

sla )

Litíum-ion fjölliðurafhlaða Mikil orkuþéttni hinnar léttu og nettu 28 kWh rafhlöðu skilar meiri krafti og lengri akstursvegalengd. Staðsetning hennar í gólfinu lækkar þyngdarmiðjuna og gefur þar með betri stýringu. Henni fylgir 8 ára viðbótarábyrgð. * * Ábyrgð á rafhlöðu gildir í 8 ár eða 200.000 km, hvort sem er fyrr.

Snjöll hönnun. Framsæknar lausnir. Sérvaldir íhlutar rafmagnsaflrásarinnar voru hannaðir til að gefa frábæra aksturseiginleika og drægi sem hentar fyrir notkun á hverjum degi.

10

Mikið tog á hjólum Eins hraða niðurfærslugír vinnur úr krafti rafmótorsins til að gefa mikið tog hvenær sem er.


Akstursdrægi Akstur í allt að 280 km án útblásturs uppfyllir auðveldlega allar þarfir við daglegan akstur og jafnvel helgarferðir. Vegalengd til næsta áfangastaðar kemur skýrt fram á yfirlitsskjánum.

Tegund rafm

88

kW

rk ma

safl

ó tó r

s: R

iðs

t ra

um

sm

ót

or

m eð

sís eg

li (

PM SM

) 295 N

m h á m a r k s to g

Sterkbyggður og léttur

Rafmótor

Hugvitsamleg notkun á léttu áli og ótrúlega sterku stáli gefur trausta grind með mikinn stöðugleika og lipra stýringu.

Kraftmikill rafmótorinn gefur 88 kW og 295 Nm hámarkstog frá ræsingu og býður því upp á framúrskarandi hröðun, sérstaklega þegar ekið er á litlum hraða.

Útreikningar á akstursvegalengdum, drægi rafhlöðu og orkunýtni við akstur byggja á mati og eru breytilegir eftir akstursaðstæðum hverju sinni og ástandi vega. Hleðslutími og -hraði ökutækisins fer eftir rafúttaki valinnar hleðslustöðvar. Hraðhleðsla býður upp á 80% hleðslu rafhlöðunnar á 23 mínútum (100 kW).

11


Einfaldlega hreinn. Hreinn einfaldleiki. Rúmgott innanrými IONIQ Electric er stútfullt af nútímalegri og stílhreinni hönnun. Þetta sést í einföldum og auðskiljanlegum stjórntækjum og stýringum sem er ánægjulegt að nota. D-laga stýri og einkennandi koparlitaðar innréttingar gefa rýminu sportlegt yfirbragð. D-laga stýri

Stafrænt mælaborð

Þráðlaus hleðsla fyrir snjallsíma

Tengimöguleikar

Litaskjár með mikilli upplausn sýnir meðal annars upplýsingar um hraða, hleðslu rafhlöðunnar og orkunotkun. Litur og stíll 7" skjásins endurspeglar valda akstursstillingu: ECO, NORMAL eða SPORT.

Hægt er að hlaða samhæfa snjallsíma þráðlaust með innbyggðu hleðsluspjaldi.** Gagnleg viðvörun fer í gang ef síminn gleymist.

Miklir tengimöguleikar eru í boði á 8" litasnertiskjánum í miðjunni. Apple CarPlay*, Android Auto* og spánýtt leiðsögukerfi sjá um afþreyingu og upplýsingagjöf í hverri ferð.

ECO-stilling sýnd á mynd.

** Nota þarf millistykki fyrir þráðlausa hleðslu ósamhæfra snjallsíma.

* Apple CarPlay™ er skráð vörumerki Apple Inc. Android Auto™ er skráð vörumerki Google Inc.

12


13


Háþróuð vernd. Snjöll tækni. Auk sjö loftpúða tryggir háþróaður aðstoðartæknibúnaður fyrir ökumann öryggi allra farþega. Myndavélar, ratsjá og úthljóðsnemar hjálpa til við að halda IONIQ Electric öruggum á leið sinni.

Akreinaskynjarar

Blindsvæðisgreining

Vara ökumann við ef hann fer óvart út af valinni akrein og leiðréttir hreyfingu stýrisins ef þörf krefur.

Ratsjárskynjarar að aftan greina nálægð annarra ökutækja þegar skipt er um akrein. Umferðarskynjari að aftan notar sömu skynjara til að greina ökutæki sem nálgast þegar bakkað er úr bílastæði.

14


Sjö loftpúðar Sjö loftpúðar alls veita farþegum vernd. Þeirra á meðal er hnéloftpúði fyrir ökumann.

Sjálfvirk neyðarhemlun

ASCC-snjallhraðastilling

Þegar hætta er á árekstri við ökutæki eða gangandi vegfaranda gefur sjálfvirka neyðarhemlunin fyrst mynd- og hljóðviðvörun og grípur síðan inn í með því að hemla að hluta til eða að öllu leyti.

Heldur forstilltri fjarlægð frá næsta ökutæki á undan með því að minnka eða auka hraðann sjálfkrafa upp að fyrirframstilltum mörkum. Í mjög hægri umferð og umferðarteppum er forstilltri fjarlægð alltaf viðhaldið. Tekið er aftur af stað eftir stopp með því að stíga létt á inngjöfina.

15


16


Fullkomnun í smáatriðum. Gæði í öllu.

Krómaðir hurðarhúnar

Rafknúin sóllúga

Krómaðar sílsahlífar

Infinity-hljóðkerfi

Loftræsting í framsætum

Hiti í fram- og aftursætum

8" skjár fyrir leiðsögukerfi

Stjórnbox innbyggt í snúru

17


Litir á ytra byrði

Jökulhvítur (WAW)

Platínusilfraður (T8S)

Grásilfraður (TS7)

Svartur (NKA)

Gulur (WY7)

Dökkblár (N4B)

Rauðgulur (RY9)

Litir í innanrými

Felgur

Leður

16˝ álfelgur Ofið efni

18


Tæknilýsing Rafmótor Gerð

Riðstraumsmótor með sísegli (PMSM)

Hámarksafl (kW)

88

Hámarkstog (Nm)

295

Rafgeymisrýmd (kWh)

28

Koltvísýringslosun (g/km)

0

Mál Höfuðrými (mm)

Að framan/að aftan (án sóllúgu)

994/950

Fótarými (mm)

Að framan/að aftan

1.073/906

Axlarými (mm)

Að framan/að aftan

1,425/1.396

Farangursrými (ℓ)

Upp að þaki

455

Aftursæti niður, upp að þaki

1.410

Eldsneytisnotkun í l/100 km (m/g) fyrir IONIQ Electric-línuna: 0,0 (0,0). Koltvísýringslosun: 0 g/km. Þetta eru tölur úr opinberum prófunum ESB sem nota skal til samanburðar en endurspegla ekki endilega allan akstur.

Mælieining: mm

Heildarhæð

1.450 Heildarbreidd Sporvídd hjóla

1.820 1.555

Heildarlengd Hjólhaf

4.470 2.700

Sporvídd hjóla

1.564

19


Kauptúni 1 – 210 Garðabæ 575 1200 – www.hyundai.is

ENNEMM / SÍA /

NM81626

Hyundai / BL ehf.

Upplýsingar í þessum bæklingi eru til bráðabirgða. Þeim kann að verða breytt án fyrirvara og þær eru eingöngu ætlaðar til kynningar. Litir bíla á myndum kunna að vera aðrir en í raunveruleikanum vegna takmarkana í prenttækni. Vörur sem sýndar eru samsvara því sem er í boði á evrópskum mörkuðum. Bílarnir sem sýndir eru í þessum bæklingi kunna að hafa aukabúnað sem greiða þarf sérstaklega fyrir. Auk þess eru ekki allar gerðir sýndar í þessum bæklingi. Hyundai Motor Europe áskilur sér rétt til að breyta tæknilýsingum og upplýsingum um búnað án undangenginnar tilkynningar. Nákvæmar upplýsingar fást hjá söluaðila Hyundai. Hyundai Motor Europe www.hyundai.com/eu

EU. LHD 0902 ENG. Höfundarrréttur © 2016 Hyundai Motor Europe. Allur réttur áskilinn.

Profile for BL ehf.

IONIQ EV bæklingur  

IONIQ EV bæklingur  

Profile for hallih