__MAIN_TEXT__

Page 1

Nýsköpun í akstri plug-in-Hybrid


Stingdu mér í samband við framtíðina Með einum rofa ek ég í hreinni rafstillingu án nokkurs útblásturs og minnka þannig kolefnissporið mitt. Ég get líka notið fullkomins frelsis bensínakstursins með því að stilla á hybrid-stillingu fyrir bensín og rafmagn og komist hvert sem ég vil. Þegar ég legg bílnum sting ég honum einfaldlega í samband til að hlaða rafhlöðuna og hámarka akstursdrægið. Í stuttu máli sagt gerir IONIQ Plugin hybrid bíllinn minn mér kleift að aka í fullkominni hugarró.

16˝álfelgur

Hleðslumöguleikar

Stílhreinar álfelgurnar eru straumlínulagaðar til að draga úr ókyrrð í lofti og skila hámarkssparneytni.

Hleðslutengið er hannað til að ég geti hlaðið rafhlöðuna á öruggan og einfaldan hátt, annaðhvort með hefðbundinni heimilisinnstungu eða á almennri hleðslustöð.


Innrétting á mynd - Premium útfærsla

7˝ LCD-upplýsingaskjár í mælaborði Stórglæsilegur upplýsingaskjárinn í mælaborðinu er með 7" TFT LCD-skjá með mikilli upplausn sem er með skýrum litum og auðlesanlegur.

Þráðlaus farsýmahleðsla

EV- / HE -aksturstillingar

Ný tækni gerir mér kleift að hlaða snjallsímann án þess að þurfa að tengja snúrur (einungis samhæfar gerðir). Ég fæ líka viðvörun ef ég gleymi símanum mínum.

Hér get ég skipt milli hreinnar rafstillingar með engum útblæstri og hybrid-stillingar. Í hybridstillingu starfar bensínvélin samhliða rafmótornum til að hámarka sparneytni.


Það besta úr báðum heimum Þegar bæði hjörtu IONIQ slá í takt eru heildarafköst 1,6 lítra vélarinnar og rafmótorsins hvorki meira né minna en 141 hestafl. Þau starfa einnig óháð hvort öðru eftir því sem aðstæður krefjast. Skiptin á milli hreinnar rafstillingar, hybrid-stillingar og bensínstillingar eru svo áreynslulaus að ég tek varla eftir þeim. Í hreinni rafstillingu dregur IONIQ allt að 63 km, þökk sé 8,9 kWh litíum-ion fjölliðurafhlöðunni.

Kappa 1,6 l Atkinson GDi-bensínvél

6-þrepa sjálfskipting með tvöfaldri kúplingu

44,5 kW hybrid-rafmótor


Sjálfstæð neyðarhemlun (AEB)

Gagnvirkur hraðastillir (SCC/Smart Cruise Control)

Sjálfvirk neyðarhemlun er í miklum metum sem ein mikilvægasta framförin hvað bílaöryggi varðar. Hún fylgist með bílnum á undan og beitir hemlunum sjálfkrafa til að stöðva IONIQ og draga þannig úr hættu á árekstri. Greining gangandi vegfaranda er innifalin í sjálfvirkri neyðarhemlun.

Þessi eiginleiki gerir mér kleift að halda forstilltum hraða og aka áreynslulaust, undir hámarkshraða og með aukinni sparneytni. Ekki þarf annað en að snerta hemlafótstigið laust til að gera kerfið óvirkt.

Akreinavari (LKAS)

Blindhornsviðvörun (BSD)

7-loftpúðar Ég og farþegar mínir njótum afar góðrar verndar sjö loftpúða: Tveir loftpúðar eru að framan fyrir mig og farþegann í framsætinu auk sérstaks loftpúða fyrir hnén á mér. Tveir hliðarloftpúðar (einungis að framan) og loftpúðatjöld í fullri lengd verja okkur fyrir hliðarárekstrum.

Akreinaskynjararnir nota myndavélarskynjara til að fylgjast stöðugt með akreinamerkingum á veginum. Ef ég fer út af akreininni án þess að hafa gefið stefnuljós virkja akreinaskynjararnir stýrisaðstoð til að koma í veg fyrir að ég reiki út af akreininni og halda mér örugglega innan akreinarinnar. Einnig gefur kerfið sjálfkrafa frá sér hljóð og sjónræna viðvörun.

Blindsvæðisgreiningin passar upp á öryggi mitt. Blindsvæðisgreiningin varar mig ekki aðeins við bílum á blindsvæðinu heldur fylgist einnig með umferð fyrir aftan mig þegar ég set í bakkgír.

Hleðslusnúra (ICCB) Með þessari snúru get ég hlaðið IONIQ nánast hvar sem er. Hún er hönnuð fyrir flesta almenna hleðslustaura og venjulega heimilisinnstungu.

Vistvænar akstursstillingar (ECO-DAS) Í stillingunni ECO-DAS er einstakur rennsliseiginleiki sem greinir upplýsingar um veginn eða leiðina sem ég ek og hjálpar mér að ná sem mestri sparneytni. Ég stilli bara áfangastaðinn inn í leiðsögukerfið og þá lætur ECO-DAS kerfið mig vita í tæka tíð hvenær búast má við hraðaminnkun til að ég geti lágmarkað hemlun og dregið úr eldsneytisnotkun. Með fullhlaðinni rafhlöðu get ég ekið allt að 63 km á hreinni rafstillingu við bestu mögulegu aðstæður.* Í samsettum stillingum (EV + hybrid) er hámarksdrægi yfir 1100 km.** 1 hleðsla EV-wstilling

63 km

Sérstyrkt hátæknistál (AHSS) Framúrskarandi sérstyrkt stálblanda hefur verið notuð í 53 prósent af yfirbyggingunni. Til að ná fram stöðugleika sem á sér engan sinn líka voru mikilvægir íhlutir smíðaðir með háþróaðri heitþrykkingartækni.

1 bensíntankur 1 hleðsla Samtals drægi

+

1100 km

Áætlaður hleðslutími

2 klst 15 mínútur

*Samkvæmt NEDC-staðli (New European Driving Cycle). **Raunverulegar akstursvegalengdir eru mismunandi eftir aksturslagi, hraða, umhverfishita, landslagi, notkun hitunar, loftræstingar og annarra þæginda um borð í bílnum.


Staðalbúnaður Premium

LED-aðalljós

Rafdrifinn sóllúga

Premium-hljóðkerfi

8.0˝skjár með íslensku leiðsögukerfi

Ljós í spegli

Krómlisti á síls

Kæling í framsætum

Rafdrifin sæti

Bakkmyndavél

Tvöföld tölvustýrð miðstöð með loftkælingu

8.0˝skjár með íslensku leiðsögukerfi

Rafdrifnar rúður með öryggisstoppara

Fellanleg aftursæti (40:60)

Hæðarstillanleg framsæti

Comfort

Sérstyrkt aðalljós að framan

Nánari upplýsingar um staðal- og aukabúnað er að finna í verðlista og á heimasíðunni hyundai.is


LITIR Á YTRA BYRÐI

Jökulhvítur (WAW)

Platínusilfraður (T8S)

Tæknilýsing

Grásilfraður (TS7)

Svartur (NKA)

Steingrár (YT3)

Lengd

4470

Breidd

1820

Hæð

1450

Lengd á milli hjóla

Dökkblár (N4B)

LITIR Í INNANRÝMI

Rauðgulur (RY9)

2700

Höfuðrými

Framan / aftan (með/án topplúgu)

Fótarými

Framan/ aftan

1136/ 800

Axlarrými

Framan/ aftan

1425 / 1396

Farangursrými (lítrar)

Grábrúnn (RB4)

(mm)

Rauður (PR2)

1024/ 950

Upp að gluggalínu

341

Upp að þaki

446

Aftursæti niðri, upp að þaki

1401

Upplýsingar í þessum bæklingi eru til bráðabirgða. Þeim kann að verða breytt án fyrirvara og þær eru eingöngu ætlaðar til kynningar. Litir bíla á myndum kunna að vera aðrir en í raunveruleikanum vegna takmarkana í prenttækni. Vörur sem sýndar eru samsvara því sem er í boði á evrópskum mörkuðum. Bílarnir sem sýndir eru í þessum bæklingi kunna að hafa aukabúnað sem greiða þarf sérstaklega fyrir. Auk þess eru ekki allar gerðir sýndar í þessum bæklingi.

FELGUR

Mál : mm

Leður Hæð 1,450

Ofið efni

16˝ álfelgur

Hyundai Motor Europe áskilur sér rétt til að breyta tæknilýsingum og upplýsingum um búnað án undangenginnar tilkynningar. Nákvæmar upplýsingar fást hjá söluaðila Hyundai. EU. LHD 0902 ENG. Höfundarrréttur © 2017 Hyundai Motor Europe. Allur réttur áskilinn.

Hjólhaf Breidd

1555 2045

(Með speglum)

Lengd á milli hjóla Lengd

2700 4470

Hjólhaf 1569 Breidd 1820 (án spegla)

Kauptúni 1 - 210 Garðabæ 575 1200 - www.hyundai.is

Profile for BL ehf.

Ioniq PHEV bæklingur  

Ioniq PHEV bæklingur  

Profile for hallih